Þegar tröllheimsku prestarnir stálu jólunum

 

jolasveinninn_756490.jpgKrakkar trúa á jólasveininn og fullorðnir trúa á Ésú. Enginn teljandi munur á þessu nema hvað jólasveinninn er mjög viðfelldin fitubolla með betri fatasmekk og hefur ekki hótað neinum helvítisvist einsog arabíski sandalagæinn. Fyrir nokkrum árum tók íslenskur pokaprestur uppá því að ljúga því að krökkunum að jólasveinninn væri ekki til og rændi þau þannig jólunum. Hann vildi fyrir alla muni að þau tryðu því frekar að einhver heilagur andi hefði dúndrað Mæju mey fyrir 2000 árum og hún fætt fyrirbrigðið Ésú sem hefði verið bæði maður og guð og þessi galdrakarl hefði verið rosalega fær í faginu og gert flottari töfrabrögð en David Blaine og David Copperfield báðir til samans en svo hefði fólk orðið þreytt á sjóinu hans og neglt hann uppá kross sér til dundurs og stungið hann í vömbina til öryggis svo hann yrði ekki með neitt comeback og fleygt honum síðan steindauðum inní helli einsog hverjum öðrum kartöflupoka, en á þriðja degi hefði hann sprottið upp fjallfrískur og alveg hreint í banastuði og skotist upp í himininn einsog skiparagetta og tyllt sér niður til hægri handar við hliðina á guði almáttugum sem var jafnframt hann sjálfur og "þeir" síðan tekið til við að dæma lifendur og dauða á fullri ferð einsog einhverjir pirraðir Bónusfeðgar.

Þetta kallaði pokapresturinn að "segja börnunum Sannleikann." Yeah, right.

 

jesus_i_godum_malum_756498.jpgÞess má geta að um 5 milljarðar af skattpeningum landsmanna fara árlega í þessa kristilegu speki og allt þetta kirkjumambó og þar má allsekki skera niður um eina krónu. Meiru jólasveinarnir þessir prestar og stjórnmálamenn, - atvinnulygarar ríkisins. Það má tæta niður menntakerfið og framleiða þannig ennþá fleiri jólasveina en hinsvegar má ekki hrófla við kirkjunni og öllu hennar bruðli og rugli. Það má ekki einusinni láta kirkjurnar koma að gagni sem húsaskjól fyrir heimilisleysingja, sem verður víst nóg af innan nokkurra mánaða. Nei, þær eru víst allar kjaftfullar af heilögum anda. Hræsnanda. 

 

 

 

 

krissi_a_krossinum_756502.jpgSomething magic

 

Ég lít í anda Ésú

engjast á krossinum.

Maður eða guð?

Veit það ekki.

En eitt veit ég:

Það hangir eitthvað á spýtunni.

 

 

(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," 1997)

 


mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband