Að geta haft lyst á listarleysi

BítlarnirFyrir skömmu var mér boðið á Sgt Peppers „Bítlatónleika“ í Háskólabíói. Um var að ræða dæmigerða íslenska eftirhermutónleika með Jóni gróða Ólafs og öllum hans Bítla"vinum." Ég afþakkaði að sjálfsögðu „gott“ boð, einfaldlega vegna þess að ég er Bítlaaðdáandi. Fólki þótti hinsvegar mjög fýsilegt að borga ca 10.000 kall fyrir að horfa á íslenska eftirapa stæla Bítlana í stað þess að hlusta á Bítlana sjálfa inní stofu. Þetta skrípó var flokkað sem „menningarviðburður“ en er allsstaðar í heiminum, nema á Íslandi, flokkað sem tíunda klassa ómenningarviðbjóður og er fluttur á krám og í sirkustjöldum.

Eftirapar

 
Þarna var ekki verið að reyna að túlka eitt eða neitt eða verið að gera hlutina eftir sínu höfði hvað varðar útsetningar og slíkt heldur var einfaldlega verið að reyna að kópíera Bítlanna út í hörgul. Það vill svo til að flutningur Bítlanna er til á plötum og hvað þarf maður þá að vera á lágu plani til að reyna að stæla þá á stórtónleikum og hvað þarf maður að vera á lágu plani til að sækja svona eftirhermuprumphænsnapíp?

 

                             Eftirapar 

 

HELP!

 Aðeins einn hópur fólks gerir minni kröfur en íslenskir tónlistareftirapar og það eru íslenskir hlustendur. Þeir klæða sig upp í sitt fínasta púss og hlusta á eftirapana andaktugir í virðulegum tónleikasal. 

Þegar ég hugsa um hina gríðarlegu eftirspurn Íslendinga eftir kópíeringaskrani þá get ég ekki annað en tekið undir með Bítlunum: HELP!

 

 

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 19. apríl)

 

Minni svo á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna" á Útvarpi Sögu 99.4 sem er í dag milli 16:00 og 18:00. Gestur þáttarins verður sviðsleikarinn góði og klifurmúsin Árni Tryggvason. Það verður gaman að heyra í þessum skemmtilega "sviðakjamma."  Fyrri þætti má finna á www.stormsker.net 


Bloggfærslur 23. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband