Nýskotinn nýbúi

Nýskotinn nýbúi

Í textavarpinu í gær stóð:

"Hvítabjörninn á Skaga hefur verið felldur" (fallegur feldur).
"Björninn var aldraður og kvenkyns."
 

Einmitt: Aldraður og kvenkyns. Semsagt tvær góðar og gildar ástæður til þess að skjóta hann.

Stefán (lík)Vagn Stefánsson yfirlögga á Sauðarkróki sagði að dýrið hefði tekið á rás í átt til sjávar "og því var ekki annað í stöðunni en að skjóta það, því miður."

Hefði dýrinu semsagt verið hlíft ef það hefði tekið á rás í átt til byggða? Í hvaða átt hefði dýrið átt að stefna til að sleppa lifandi? Það hafði vit á að yfirgefa klakann svo fljótt sem auðið var en var skotið á flótta. (Ekki gott til eftirbreytni fyrir nýbúa).

Meiraðsegja Björgólfur Thor bauðst til að standa straum af kostnaði við björgun dýrsins en allt kom fyrir ekki. Björninn reyndi að flýja land og það er nokkuð sem verður aldrei liðið. Þar að auki var hann aldraður og kvenkyns í þokkabót og þá segir það sig náttúrulega sjálft að hann var dauður um leið og hann steig á land.

Mér finnst að við eigum að taka vel á móti öldruðum dösuðum ísbjörnum. Við eigum að gefa þeim eitthvað annað í vömbina en kúlu. Við eigum ekki að fara með þá einsog gamla fólkið. Við eigum að svæfa þá og flytja úr landi, svona svipað og flestar þjóðir vilja gera við múslima.    


Íslenskt dýralíf

                                                                        Íslenskt dýralíf

 

 

 

Gestur þáttar míns, Miðjunnar, á Útvarpi Sögu í dag milli 16:00 og 18:00 verður hinn óumdeildi Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann var einnig gestur minn síðasta miðvikudag en þá rakti hann t.d. rómantískan vinskap sinn við Auði Laxness og Jón Ólafsson Skífubónda, en þau tvö hefur Hannes sem kunnugt er styrkt fjárhagslega og staðið við bakið á í gegnum þykkt og þunnt.

(Það má hlusta á fyrri þætti á www.stormsker.net. Síðustu 3 þættir eru ekki enn komnir inn en það gerist fljótlega). 

 

 


Bloggfærslur 18. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband