Dagbækur Matthíasar og Framsóknarflokkurinn

matti_jo.jpgDagbækur Matthíasar eru um margt mikil skemmtilesning þó það hafi eflaust ekki verið ætlun hans, enda fv. ritstjóri Moggans. Ein fyndnasta færslan er þegar framsóknarmaðurinn Helgi S. Guðmundsson fv. formaður bankaráðs Landsbankans kemur áhyggjufullur á fund þeirra Matta og Styrmis til að fá ráð hjá þeim við því „hvernig hann eigi að hrista af sér þær fullyrðingar Sverris Hermannssonar sem ýmsir virtust taka trúanlegar, að hann væri hálfviti."  Matti og Styrmir sögðu honum „að það væri erfitt að hrista slíkt af sér."  Þar töluðu reynsluríkir menn.  „Konan mín segir að ég sé ekki hálfviti, sagði Helgi." 

 

Og Matti heldur áfram: „Þess má geta til gamans að Helgi sagði okkur að hann hefði verið í Heimdalli á sínum tíma en farið úr honum vegna þess að honum leizt ekki á blikuna, taldi að þar væru of margir ofjarlar hans og hann mundi ekki komast neitt áfram þar í flokki!! Einn þessara ofjarla var víst Styrmir Gunnarsson sem hafði gegnt formennsku í Heimdalli! Helgi sneri sér þá að Framsóknarflokknum og þar hefur honum vel vegnað."

 

dverga_ur_kast.jpgDvergar fara í lítil föt. Matti er þarna að lýsa á raunsæan hátt hverskonar fólk það er sem gengur í Framsóknarflokkinn. Lagið "I´m a loser" með Bítlunum kemur ósjálfrátt uppí hugann, svo og bókin "Aulabandalagið" eftir John Kennedy Toole.

 

Þar eð ég var heimagangur hjá Matta þegar ég var polli þá vil ég nota hér tækifærið og færa honum og fjölskyldu hans mínar bestu kveðjur.

 

 Dverga(úr)kast

 

Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 23. ágúst.

 

Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 milli kl. 16:00 og 18:00 verður gestur minn söngvarinn og lagasmiðurinn góðkunni Jóhann Helgason. Eftir Jóa liggja fjölmörg frábær lög, svosem Karen Karen Karen Karen Karen Karen, Ástarsorg, Ég gef þér allt mitt líf, Söknuður og fleiri. Nú hefur einhver vondur maður útí heimi rænt laginu Söknuður og þess er ákaft saknað. Ég ætla að forvitnast um þetta skuggalega mál svo og mörg önnur glæpamál, t.d. hvort honum finnist koma til greina að sameina Kaupþing og Búnaðarbankann, nú eða Glitni og Lýsingu, nú eða jafnvel Seðlabankann og Sparisjóð Vestfirðinga. 

Fyrri þætti má nálgast á:  www.stormsker.net


Bloggfærslur 17. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband