Icesave-samningurinn er ekki til, að sögn Steingríms J.

Ævintýri í uppsiglingu.jpgHorfði á áhugaverða heimildarmynd um græðgi í gærkvöld, - "Leitina að týndu öxlinni" eða eitthvað svoleiðis eftir Steven Carlsberg. Þegar hún var búin hugsaði ég:

"Ætli það séu engir svona fágætir hlutir sem hægt er að leita að á Íslandi fyrir utan viðskiptaheiðarleika? Voðalega er Klakinn eitthvað boring."

Ég skrapp í netheima í Indjána Dow Jones fíling með hattinn og svipuna í huganum og fór að leita að einhverju trúverðugu og sönnu sem stjórnmála - og leyndarmálamaðurinn Steingrímur J. hefði sagt undanfarna mánuði. Hætturnar leyndust víða og oft erfitt að komast í gegnum lygavefinn og blekkingaholræsin. Í Kastljósi þann 3. júní síðastliðinn fann ég loksins sönn orð. Þar sat Steingrímur fyrir svörum og undir leyndarhjúp hjá Helga Seljan. Hér er þetta orðrétt:

 

Helgi: "Er eitthvað til í því sem hefur verið fleygt í dag að það líti allt út fyrir það að við þurfum að fara að taka á okkur að óbreyttu einhverja fleiri hundruð milljarða út af Icesave sem er mun meira heldur en gert var ráð fyrir og það sé verið að fara að ganga frá því, afþví að svona hefur þetta verið presenterað soldið í dag?"

Steingrímur: "Það eru algjörðar sögusagnir og þvert á móti gerum við okkur vonir um það að það sé kannski í sjónmáli miklu hagstæðari lausn í þeim efnum heldur en fyrri ríkisstjórn var búin að undirbúa."

Nákvæmlega. Alveg kórrétt. Það sem við erum að upplifa í dag í sambandi við Icesave samninginn eru bara sögusagnir og það meiraðsegja "algjörðar sögusagnir." Þar höfum við það. Við þurfum ekkert að óttast því Icesave-samningurinn er ekki til. Við þurfum fleiri svona stjórnmálamenn. Sérstaklega á tímum sem þessum.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband