26.1.2011 | 10:20
Prófessjónal amatörar
Stuttu eftir að ákveðið var að kjósa til stjórnlagaþings sagði ég í útvarpsviðtali:
"Mér líst vel á að þjóðin fái að velja sér fólk utan flokka til að setjast á þetta stjórnlagaþing þar sem jú stjónmálamenn hafa sýnt undanfarna áratugi að þeir eru ekki hæfir til verksins. En ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að okkur mun takast að klúðra þessu gjörsamlega, annaðhvort vegna þess að niðurstaða þingsins er ekki bindandi sem þýðir að stjórnmálamenn munu útvatna þetta og fara að krukka í þetta með öllum sínum þumalputtum eða vegna þeirrar einföldu ástæðu að Íslendingar eru jú óneitanlega prófessjónal amatörar, hreinir og klárir sérfræðingar í klúðri, fúski, fljótfærni, spillingu og heimsku. Eiginlega á öllum sviðum. Sama hvar maður drepur niður fingri. Um það eru til grilljón vitnisburðir. Ef þú stingur puttanum út um gluggann þá færðu hann drulluskítugan til baka. Ísland er eitt stórt graftarkýli. Það þarf að stinga á því, en það verður því miður aldrei gert. Svínum líður nefnilega best í stíunni."
Svo mörg voru þau orð. Læt hér fylgja með frumsamið lag af nýju plötunni minni "Látum verkinN tala" sem kom út á Þorláksmessu. Lagið heitir Þjófabálkur og fjallar um álit ömmu minnar sálugu, Kristínar Ásgeirsdóttur frá Fróða, á okkur Íslendingum. Þess má geta að hún að sagði 20 árum fyrir hrun að þess yrði ekki langt að bíða Íslendingar, þessir sjálfumglöðu óvitar, myndu kollsteypa sjálfum sér efnahagslega því viðskiptasiðferðislega væru þeir á botninum. Vídeóið má finna HÉR á youtube.
Hér er texti lagsins:
Þjófabálkur
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Amma hún var bæði góð og gegn,
grandvör, trú og alveg heil í gegn.
Hún gaf mér óspör ótal hagnýt ráð.
Hér eru nokkur sem ekki visna í bráð:
með Íslendingum, það er glapræði.
Þeir fara einatt út af réttri braut
og eru flestir heimskari en naut.
Hlýddu ekki á þeirra þýðu raust
sem þusa um sín heilindi, illa gerðir.
Þeir sem tala manna mest um traust
eru menn sem eru ekki traustsins verðir.
Trúðu varlega orðum Íslendinga,
þeir allir telja sig til sérfræðinga
og gorta sig af innri ofurmætti,
en eru bara fagmenn í viðvaningshætti.
Þótt þjóðin sé hláturmild, happy og lyndisgóð
þá hef ég grun um að obbinn í laumi gráti.
Við erum heimsins hamingjusamasta þjóð
og heimsmet eigum í þunglyndislyfjaáti.
- falskir smákóngar.
Íslendingar upp til hópa
eru fábjánar.
Þeir eru þjóðrembur fram í fingurgóma,
fella um sæmdarþjóðir sleggjudóma,
amatörar, aular, firrtir sóma,
öskra um sína snilld með hausa tóma.
Á stjórnmálaflokka og álfa og tröll þeir trúa,
tigna þá sem allra mestu ljúga,
geta ei lært af reynslu, eru á eftir,
svo innilega naive og þroskaheftir.
Þeir skemma allt og öllum hlutum klúðra,
en eru manna bestir í að slúðra,
er einkar lagið að okra, pretta og slugsa
en erfiðlega gengur þeim að hugsa.
Frá Noregi þeir forðum flýðu burtu,
fífl og krimmar, gungur, drulluhælar,
viðvaningar, vitfirringar, durtar,
þeir voru, eru og verða alltaf þrælar.
Þetta sólarlausa skálkasker
er skýli fyrir þjófa og rumpulýð.
Þar flestir ljúga grimmt að sjálfum sér
en sannleikann um sig þeir kalla níð.
þorlausir og óheiðarlegir,
svikulir, spilltir, sjálfumglaðir,
sjálfhverfir og gáfnatregir.
Þeir ljúga heil ósköp, öllu fögru lofa,
en efna fátt, já það er alveg víst.
Innræktaðir Íslendingar lofa
ekki góðu, þetta er genatískt.
Í öllum málum þeir vaða í villu og svíma.
Viðvaningar best á Fróni þrífast.
Í glópsku eyða öllum sínum tíma
í að þræla, hneykslast, slúðra og rífast.
Óupplýstir en fróðleiksfúsir mjög
um flest það sem að snýr að náunganum.
Búa flestir háum húsum í
en hugsunin er enn í torfkofanum.
Losna vildi hver einasta íslensk hetja
undan Dönum, - gjaldþrot upp við skárum.
Tókst með linnulausri snilld að setja
landið á hausinn á sextíu og fjórum árum.
Að gera út á galið djöflasker
getur varla talist hyggilegt.
Það verður bara að segjast eins og er
að Ísland það er ekki byggilegt.
Já amma hún var greind og góð
svo greinargóð og snjöll
Svona lýsti´hún þessari þjóð
og þá er sagan öll.
Sverrir Stormsker: Söngur, bakraddir og öll hljóðfæri.
Ingó veðurguð: Söngur í viðlögum.
(Leikkona í vídeói: Brynja Valdís Gísadóttir)
Niðurstaðan vel rökstudd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Ómar Ingi, 26.1.2011 kl. 23:36
Örn Björnsson, 31.1.2011 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.