7.5.2011 | 10:39
Osama bin Laden. Minningargrein
Ástkær eiginmaður okkar, faðir, bróðir, sonur, bróðursonur, mágur og kviðmágur, Osama bin Laden andaðist á heimili sínu árla morguns mánudaginn 2. maí. Dánarorsökin var blýeitrun. Hann var 54 ára að aldri þegar hann safnaðist til feðra sinna.
Margar spurningar leita á hugann þegar maður fréttir af sorgaratburði sem þessum: Afhverju hann af öllum góðum mönnum? Why?! Hvar er réttlætið? Hvert er eiginlega þessi heimur að fara? Ertu þá farinn? Ertu þá farinn frá mér? Hvar ertu núna? Hvert liggur mín leið? Hvert er stærsta stöðuvatn Ástralíu? Afhverju er himininn blár? Hvað er klukkan?
Mörgum spurningum er ósvarað í þessum heimi. Mjög er um tregt tungu að hræra. Góður drengur er fallinn frá. Hvernig má það vera að ungur hryðjuverkamaður í blóma lífsins skuli burtkallast svo sviplega? Við sem eftir stöndum kunnum engin svör heldur lútum höfði í söknuði og trega, - sumir í trega yfir því að hann skyldi ekki hafa sálast fyrr, en aðrir af ást og umhyggju fyrir hjartahlýjum, góðlegum, jólasveinalegum hryðjuverkaleiðtoga.
Deyr fé,
deyja frændur og frænkur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Sjávarmálum)
Orðstír bin Ladens mun lifa um ókomin ár þó deildar meiningar séu um hversu góður sá orðstír sé. Osama var ekki allra. Óvinir hans sprungu yfirleitt úr einhverju öðru en hlátri. Hann var frekar umdeildur maður og þeir voru jafnvel til sem voru ekki alveg á eitt sáttir um aðferðir hans og framferði á alþjóðavettvangi. Ýmsum þótti hann ganga full langt í að sannfæra heimsbyggðina um að Bandaríkin væru heimsveldi hins illa. Þar þurfti engra sannana við. Víetnamstríðið eitt og sér ætti að nægja sem vitnisburður - svo ekki sé minnst á Britney Spears og Justin Bieber.
Osama lét verkalýðsmál mjög til sín taka og svo fór að hann varð einn frægasti verkalýðsforingi heims. Hryðjuverkalýðsforingi. Ekkert verk var honum ofviða og haft var á orði að hann einn væri fær um að sprengja íslensku þaulsætnu ríkisstjórnina. Til þess kom þó ekki, mörgum til óbærilegra vonbrigða. Koma tímar, koma ráð. Kommatímar, kommaráð.
Binni lati, eins og hann stundum var kallaður, átti það til að fara örlítið fram úr sjálfum sér, en vitaskuld getur enginn gert svo öllum líki. Allt orkar tvímælis þá gert er. En hann vildi vel. Hann var mjög misskilinn maður. Besta leiðin til að komast hjá gagnrýni er að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt. Osama lét verkin tala - aðallega hryðjuverkin. En allt var þetta vel meint. Það er hugurinn á bak við hryðjuverkið sem skiptir máli, en ekki hryðjuverkið sjálft. Fólk kann ekki gott að meta. Laun heimsins eru vanþakklæti.
Illa gekk að handsama Osama og Osama var skítsama. Hefði hann náðst lifandi og verið dreginn fyrir dómstóla þá hefði hann líklega verið dæmdur á líkum. Mjög mörgum líkum.
Lofsama bin Laden, eins og hann gjarnan var kallaður, var hrókur alls ófagnaðar og lókur alls getnaðar og eftirsóttur út um allan heim af dömum og herrum, sérílagi af Leyniþjónustu Bandaríkjanna en þar á bæ var hann á lista yfir Ten Most Wanted. Þrátt fyrir upphefð og vegtyllur af þessu tagi og endalaust áreiti og ónæði var hann auðmjúkur og lét lítið fyrir sér fara.
Af einhverjum ástæðum var hann ekki ýkja mannblendinn maður. Hann þreifst illa í fjölmenni og höfðu margir á orði að hann hlyti að vera skápahommi, sá allra mesti í bransanum. Það var þó ekki allskostar rétt þó hann slæi náttúrulega ekki höndinni á móti góðu kakói þegar það stóð til boða, eins og Araba er siður.
Síðustu æviárin bjó hann á sambýli í Abbottaverybad í Pakistan en lengst af bjó hann í afar huggulegum og snyrtilegum leðurblökuhelli í Tora Bora í Líkkistan. Hann undi sér best í faðmi fjölskyldunnar í þessum fallega innréttaða helli, sem flestum bar saman um að væri gasalega lekker.
Svo heimakær var hann að hann fór oft ekki út úr húsi svo klukkutímum og árum skipti enda hellirinn einkar vistlegur. Heimilið var prúðbúið og skartaði dýrindis kristalljósakrónum og rándýrum sófasettum úr trúboðabeinum, bólstruðum með gyðingahúð. Hann hafði einfaldan smekk og valdi aðeins það besta.
Á veggjum hellisins hengu myndir eftir heimsfræga meistara eins og t.d. Leonardo da Viskí, Van Cock og Stefán frá Nöðrudal. Á borðum hafði hann súpuskálar úr hauskúpum bandarískra fréttamanna og í frystikistunni geymdi hann restina af þeim. Hann átti semsé hug og hjörtu margra Bandaríkjamanna. Hann grobbaði sig aldrei af þessu og fór reyndar með þetta eins og mannsmorð.
Osama átti margvísleg áhugamál. Hann safnaði frímerkjum og skeggi og var haldinn ólæknandi "bíla"dellu. Limmósínan hans var um 8 metra löng, - einn lengsti úlfaldi sem sést hefur í Los Pakistanos. 8 sæta "kaggi." Satt.
Osama bin Latex, eins og hann gjarnan var kallaður, fór ekki troðnar slóðir í lífinu og batt ekki gísla sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Hann stytti fólki stundir með ýmsum óvæntum uppátækjum og stytti fólki jafnvel aldur þegar vel lá á honum. Shit happens. Þýðir ekki að velta sér uppúr smáatriðum.
Hann var stórtækur þegar hann tók sig til og sprengdi alla skala. Hann var reyndar með áform um að sprengja Scala á Ítalíu en einbeitti sér þess í stað að Eurovision höllinni í Noregi. Hann ætlaði semsé að taka þátt í keppninni með óbeinum hætti og gjörsamlega jarða hana en því miður féllu þessi áform niður þegar hann sjálfur féll dauður niður.
Osama bin Laddi, eins og hann gjarnan var kallaður, var afar hrifinn af samgöngumálum, sérílagi flugmálum, og vildi bæta þjónustu við almenning á því sviði. Hann réði til starfa marga reynslulitla en áhugasama flugmenn og plantaði þeim sem flugumönnum vítt og breitt um Bandaríkin. Hans draumur var að geta sparað fólki tíma og skutlað því beint á skrifstofuna. Þann 11. september 2001 lét hann þennan draum sinn verða að veruleika. Lendingin hefði kannski getað heppnast betur, en flugið sem slíkt var mjög gott og fólkið komst hratt og beint á skrifstofuna. Enginn farþeganna hefur allavega kvartað hingað til. Maturinn um borð var til fyrirmyndar og ég get séð í anda pakksadda farþega klappa sér á vömd og dæsa að máltíð lokinni og segja: "Ég er bara alveg að springa." Þetta fólk hafði rétt fyrir sér.
Enginn er fullkominn. Öll erum við mannleg, og þá er ég ekki að tala um svertingja heldur okkur mennina. Öllum getur okkur mistekist og Osama bin Lada, eins og hann jafnan var kallaður, var þar hugsanlega engin undantekning. Jafnvel hann gat misstígið sig og stigið á einhverjar tær, en það á ekki alltaf að vera að horfa í baksýnisspegilinn. Maður á ekki að persónugera vandann. Batnandi mönnum er best að lifa... Kannski of seint að tala um það núna.
Þá fluttar eru fréttir
sárt fá sumir grátið.
Hundruð láta lífið.
En hvert er lífið látið?
Það býður uppá betra
að bíða en ana.
Það býður þess enginn bætur
sem bíður bana.
(Sverrir Stormsker)
Dásama bin Látinn, eins og hann jafnan var kallaður, er burtkallaður. Hann var vel látinn í lifanda lífi og núna er hann látinn. Vel látinn. Verður ekki betur látinn. Margir munu dásama Osama bin látinn.
Mikill maður er fallinn frá, yfir tveggja metra langur sláni og guð veit hversu langan drjó....jæja, við skulum ekki fara nánar útí þá sálma. Hann var grannholda maður. Það eina sem hann náði aldrei að sprengja var mittismálið.
Osama bin Latte, eins og hann gjarnan var kallaður, lætur eftir sig 72 eiginkonur, 358 börn, 890 barnabörn og mikið og gott vopnasafn.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Útförin fer fram í kyrrþey en þeir sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og íslenska banka.
Blessuð sé minning hans. Friður guðs hann blessi og allt það. Rest in pieces.
Saudi bin Laden family
Obama þakkar sérsveitarmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér hláturinn, Sverrir.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 12:27
Ef hugtakið "tær snilld" væri ekki frátekið- þá ætti það vel við hér.
Sævar Helgason, 7.5.2011 kl. 12:34
Með kveðju frá Sa Laden og Marme Laden,
Eygló, 7.5.2011 kl. 13:29
Svei mér ef þetta er ekki fyndnasti pistillinn þinn, só far....
hilmar jónsson, 7.5.2011 kl. 16:50
Er ekki of snemmt að slá því föstu að hann sé dauður? Maðurinn er miklu verðmætari lifandi en dauður, fyrir bandaríkjamenn, því er ólíklegt að þeir hafi drepið hann. Líklegra er að þeir séu nú að pynta hann til sagna. En til að róa lýðinn er betra að segja að hann sé dauður.
Sveinn R. Pálsson, 7.5.2011 kl. 17:38
Snilld!
Georg P Sveinbjörnsson, 7.5.2011 kl. 18:08
Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið og lengi undir lestri á bloggpistli.
Jens Guð, 7.5.2011 kl. 19:08
Tær sönnun þess að SS er langfyndnasti núlifandi Íslendingurinn!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.5.2011 kl. 19:14
Ozz ezzgum izz !!!
Steingrímur Helgason, 7.5.2011 kl. 20:23
Býsna gott.
Sigurgeir Þór Hreggviðsson, 7.5.2011 kl. 20:35
frábær minningagrein. takk fyrir ss
Örn Björnsson, 7.5.2011 kl. 22:23
Amen.
Óli minn, 7.5.2011 kl. 23:30
frábær pistill.
Hörður Halldórsson, 7.5.2011 kl. 23:58
Við þetta má svo bæta að útförin hefur þegar farið fram á bandarísku flugmóðurskipi undan ströndum Pakistans. Reyndar var hinn látni ekki ásatrúar, svo það hlýtur að vera þeim mun meiri heiður að fá útför á einu af stærstu herskipum heims, mér dettur allavega ekki önnur ástæða í hug. Líkið var þvegið og sveipað hvítu laki úr þvottahúsi flugmóðurskipsins, liðsforingi í bandaríska flotanum las líkræðuna af úprentuðum tölvupósti frá Pentagon og hún var túlkuð jafnharðan af óbreyttum áhafnarmeðlimi, mellufærum í arabísku. (Nauðsynlegt þegar herinn er að störfum í þessum heimshluta.) Að þessari látlausu athöfn lokinni var líkið lagt á planka og því sturtað fram yfir borðstokkinn. Gjörningurinn hlaut náð og velþóknun hjá Alla sjálfum, eða þannig hljómar allavega sagan í vestrænum fjölmiðlum sem fara aldrei með neitt annað en guðs orð óbjagað. Lofaður sé Reuters, og hvíl í firði Osama SchiwBaden. (ef einhver spyr þá er fjörður ekki innsláttarvilla)
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2011 kl. 01:00
Vona að Binni hafi munað eftir að taka Viagra pillurnar sínar með yfir móðuna. Hann hefur það ábyrgðarverk hjá Allah að afmeyja 12 hreinar meyjar á hverjum degi svo ekki má deigur síga.
Sveinn Egill Úlfarsson, 8.5.2011 kl. 09:26
Snillingur
Ómar Ingi, 8.5.2011 kl. 14:15
Gargandi snilld
Magnús Ágústsson, 9.5.2011 kl. 03:21
Það má ekki kenna Bandaríkjamönnum um allt illt, Bieber er jú Kanadískur, ekki satt?
Heimir Tómasson, 9.5.2011 kl. 15:17
Er að drepast úr hlátri. Ég vona að þú verðir fenginn til að skrifa líkræðu mina. :)
Baldur Gautur Baldursson, 9.5.2011 kl. 17:46
Nú veit ég, að prostoglandurinn minn er í tipp topp lagi. Þrátt fyrir miklar og langvarandi hláturrokur, kom ekkert blautt með.
Takk Dr Skeri
Bjarni Kjartansson, 9.5.2011 kl. 18:44
R.I.P. (rediculously important Person)
Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 19:42
Hressandi. Bjórinn er kominn í ísbalann úti í garði. Þú ættir ekki að draga það margar vikur að mæta, það er engu að treysta með veðurfar og hitastig á skerinu sem þú skírðir þig eftir. Hann gæti verið orðinn volgur í júní. Saltur jafnvel. Haukur er í viðbragðsstöðu með saltstaukinn og litabaukinn og harmonikkan komin úr viðgerð. Búið að viðra vindlaherbergið og taka niður hangilærin. Rósótti hattakrakkinn búinn að leikna mynd og hengja á herbergisdyrnar: Velkominn Láki jarðálfur! Hlökkum til að sjá þig.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2011 kl. 12:28
Takk kærlega gott fólk. Nettengingin hefur oft verið betri hér í frumskóginum. Er að detta út.
Helga...eða Brynja...eða hvað þú nú heitir...ég elska þig.
Mæti á Klakann þegar fer að sjást til sólar....einhverntíma í júlí.
Sverrir Stormsker, 12.5.2011 kl. 05:59
Ansi skemmtilegt upprunaland að vera frá Líkkistan. Flestir enda þar þó margir brenni sig á því.
Alveg mörgnuð minningargrein. Það er ekki aumt að fá svona flotta þýðingu á alls-engu-máli sem er hugsanlega er ótalað í Líkkistan og óhugsanlegum öðrum óstöðum.
nicejerk, 13.5.2011 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.