Kvikmyndin (FL)AUSTUR. Lítilsháttar gagnrýni

Fór í Háskólabíó í fyrradag og sá verulega minnistæða íslenska kvikmynd sem heitir annaðhvort Austur eða Flaustur. Man það ekki. Mikið verk, aðallega í karlkyni. Erfitt að framkalla svona verk. Sum atriðanna voru stórgóð, sérstaklega þau sem voru í fókus. Þau voru bæði mjög eftirminnileg, að mig minnir.

 

Sumir leikararnir þvældust svolítið fyrirhnakki tökumanninum þannig að oft sást aðeins í hnakkann eða skallann á einhverjum kalli meðan aðalatriðið átti sér stað fyrir framan hann. Tökumaðurinn átti í nokkru basli með halda rétta fólkinu innan rammans, kannski vegna þess að farsíminn (sem myndin hlýtur að hafa vera tekin á) bauð ekki uppá að súmma frá og taka víðari mynd.

 

Þessi bíómynd er soldið einsog selfie þar sem einhverselfie allt annar er á myndinni en maður sjálfur.

Maður sá og heyrði í rauninni mjög lítið af því sem átti að vera í myndinni og reynt var að koma til skila, en þetta kom ekki að sök. Því minna sem maður sér í sumum bíómyndum því betra - því meira reynir á ímyndunaraflið.

 

Af þessum sökum hætti ég vitaskuld að horfa á myndinaíslensk spennumynd þegar fór að líða á hana og lygndi þess í stað aftur augunum og fór að ímynda mér hvað væri að gerast í henni út frá tónlist og því muldri sem skildist. Það kom mun betur út vegna þess að það þreytir augun minna að horfa á hugarmyndir því þær eru jú alltaf í fókus og svo getur maður líka alltaf fengið víðara sjónarhorn ef maður kærir sig um, sem er greinilega ekki hægt á öllum farsímum. Þetta var því ekki beint bíómynd í mínum huga heldur frekar ímynd.

                                                     

Það var samt frekar erfitt að ímynda sérfucking shit atburðarrásina því maður greindi illa orðaskil. Maður heyrði jú einstaka merkingarík orð einsog t.d. "fuck" og "shit" og kvalaóp einsog  "æ-æ-æ" og "ó-ó-ó" en ekki mikið meira enda höfðu leikararnir ekki mikið meira að segja í fréttum.

 

Hljóðið var engu að síður mjög gott, eða þau óhljóðhljóðupptökumenn að störfum sem maður heyrði. Míkrófónarnir í farsímum eru orðnir það góðir í dag. Kannski smá dolluhljóð, svona einsog myndin hafi verið tekin ofan í öskutunnu en það vandist. Eða þannig. Þó að maður hafi kannski ekki heyrt það sem leikararnir voru að muldra þá er það aukaatriði því þeir sögðu lítið sem ekkert út alla myndina, enda höfðu þeir ekkert handrit að styðjast við. En maður heyrði kvalaópin greinilega og þau sánduðu alveg hreint ljómandi vel: Æ-æ-æ, ó-ó-ó, úps.

 

Einsog allir vita þá er handrit alveg fullkominn óþarfi þegar kemur að því að gera íslenska bíómynd, enda veitti Eddan ekki verðlaun fyrir handritagerð fyrstu árin. Er tiltölulega ný tekin uppá því.

Þetta er einfalt: Ef leikurunum liggur ekkert ápynting hjarta meðan á tökum stendur þá náttúrulega eiga þeir ekki að segja neitt. Það á ekki að pína leikara til að tjá sig í kvikmynd ef þeir hafa ekkert að segja, þó það hafi reyndar verið gert í þessari mynd trekk í trekk. Aðalleikarinn var píndur út alla myndina en hann mælti samt ekki orð af vörum, enda var hann greinilega ekki í neinu kjaftastuði og hafði þar að auki ekkert handrit til að lesa uppúr. En hann hlýtur samt að hugsa sig tvisvar um áður en hann tekur aftur að sér að koma fram í handritslausri bíómynd. Þvílík meðferð á einum þöglum leikara.

 

Klippingin var alveg til fyrirmyndar, t.d. atriðiðSniglamaraþon þar sem gæarnir eru að keyra þögulir til Keflavíkur. (Þessi mynd tilheyrir þöglu myndunum). Það atriði tók ca jafn langan tíma og að það tekur að keyra til Keflavíkur. Óhemju spennandi. Þeir sem hafa horft á sniglakapphlaup eða á tré vaxa vita hvernig þessi óbærilega spennutilfinning er.

 

Það er því rétt sem sagt er í kynningu myndarinnar aðíslensk kvikmyndagerð hún er ekki fyrir viðkvæma, og allsekki fyrir þá sem eru lausir við ímyndunarafl. En vissulega er þetta ofbeldismynd. Margir áhorfendur kvöldust svo mikið undir henni að þeir hröðuðu sér út.

Sem ég segi: Það er erfitt að framkalla svona verk. Kannski hafa þessir áhorfendur bara verið einhverjir smekklausir ólistrænir asnar sem kunnu ekki að meta nýjustu týpuna af Nokia snjallsímum. Veit það ekki.

 

Meðan ég man. Tvö atriði myndarinnar fannst mér öðrum atriðum skrítnari. Annarsvegar þegar krimmarnir, með blóðugt fórnarlamb í aftursætinu, stoppa bílinn um miðja nótt við hliðina á einhverjum bláókunnum karli á víðavangi með hund í bandi. Þeir höfðu ekkert við hann að talaMaður mígur í hundakofa enda sögðu þeir ekkert við hann. Hefðu kannski gert það ef þeir hefðu verið með handrit. Aldrei að vita. Einn krimminn fór útúr bílnum að muldra eitthvað við hundinn, eitthvað sem maður heyrði ekki, enda var hann í meira en meters fjarlægð frá farsímamæknum. Af einhverjum ástæðum beindist öll athyglin alltíeinu að hundinum í langan tíma, hundi sem skipti síðan engu máli og hvarf úr myndinni í öllum skilningi. Þar fór korter í hundskjaft.

 

Og svo hinsvegar atriðið þegar persónurnar ákváðu aðEkið austur til Keflavíkur keyra burt úr Reykjavík og beint í austur en enduðu samt suður í Keflavík. Hvernig er hægt að keyra austur úr Reykjavík og enda suður í Keflavík? Eða hefur einhver heyrt talað um að fara austur til Keflavíkur? Eee...nei.

Mín tillaga er að nafni myndarinnar verði breytt úr Austur í Suður. Eða í Suð-suð-austur til málamynda. Eða kannski frekar í Alveg út og suður. Nú eða bara í Flaustur, ef hún heitir það ekki nú þegar. Man það ekki.

En máski var ég að ímynda mér þetta. Þetta var jú meira svona ímynd en kvikmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að bjarga deginum fyrir mér hahahahaha....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2015 kl. 09:04

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Maður á ekki að horfa á íslenskar kvikmyndir edrú.  Eða einn.

Ja, til að vera alveg sanngjarn, þá er 1 af hverjum 10 allt í lagi, og þá oftar skemmtilega léleg en beinlínis góð.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2015 kl. 17:03

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sverrir, þú klikkar aldrei.

Búin að bíða í langa tíma, alltof langan,

eftir bloggi frá þér.

Kíki alltaf reglulega á bloggsíðuna þina til þess að sjá eitthvað

nýtt frá þér.

Tek undir með Ásthildi, þú bjargar deginum..cool

Endilega skrifaðu meira og oftar, því pennar eins

og þú, eru vandfundnir.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.4.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband