Kaupþingshrunið var því miður ekki Davíð að kenna

Davíð Oddsson.jpgFyrir nokkrum dögum hrópuðu Glitnismenn að Davíð væri bankaræningi og hefði rænt Glitni. Í dag eru Glitnismenn að íhuga mál á hendur ríkinu afþví að Davíð rændi ekki bankann. Almenningur trúði Glitni. Davíð var vondi kallinn einsog endranær.

Dögum saman hefur almenningur verið harðákveðinn í að trúa því að það hafi verið "helvítið hann Davíð" sem hafi komið Kaupþingi til andskotans með "gaspri" sínu í Kastljósi, nú eða að það hafi verið "andskotinn hann Davíð" sem hafi komið Kaupþingi til helvítis. Nú er hinsvegar komið á daginn að það var dýralæknirinn Árni Mathiesen sem þarna var að verki. Hann ætti nú að vita manna best að orð geta verið "dýr."

 

Úr Mogganum 9. okt:

" Darling, fjármálaráðherra Bretlands mat það þannig eftir símtalið (við Árna Mathiesen) að ekki fengjust bætur vegna innistæðna á Icesave reikningum. Efnislega hafi hann skilið íslenska fjármálaráðherrann þannig að breskir sparifjáreigendur myndu tapa peningum sínum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var það á grundvelli þessa samtals sem breski ráðherrann tjáði sig um þessi mál í gærmorgun og ákvað að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi, en ekki vegna þess sem Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Kastljós Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld."

 

Árni Mathiesen.jpgÞetta var semsagt ekki Davíð að kenna einsog allt annað í þessari veröld, því miður, heldur fjármálaráðherranum, annaðhvort þeim breska eða íslenska, nú eða báðum að Gordon Brown viðbættum, og ekki má gleyma snillingunum í Icesave og þeirra stórfelldu peningaflutningum til Íslands, en þessar upplýsingar munu að sjálfsögðu í engu breyta þeirri bjargföstu trú manna að þetta hafi engaðsíður alltsaman verið Davíð að kenna. Árni talaði óvart íslensku við breska ráðherrann sem gerði það að verkum að smá misskilningur komst í gang sem flýtti fyrir jarðarför Kaupþings. Þessi Davíðshistería fer að minna soldið á fjaðrafokið og móðursýkina í kringum steindauða hundinn Lúkas sem hefur alltaf verið við góða heilsu.

 

Það eru fyrst og fremst útrásarænstænarnir sem hafa sökkt klakanum með "dugnaði sínum og áræði" einsog Forsetinn orðaði það fyrir 2 árum þegar hann var að heiðra Jón Násker fyrir "vel heppnuð útrásarverkefni," - þó að stjórnmálamenn hafi þar að sjálfsögðu einnig lagt gjörva hönd á plóginn.

Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem  raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú veðurðu í villu, reyk og svima.  Leitaðu dýralæknis. 

Magnús Sigurðsson, 10.10.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þessi múgsefjun gegn Davíð hefur verið frekar óhugnanleg síðustu misserin. Hafði hann annars ekki líka eiithvað að gera með 100 daga stríðið? Við virðumst vera á sama máli, þó að ekki sé ég við stjórnmál kenndur: Á að reka Davíð Oddsson, leggja hann í einelti og ásaka hann um ófarir bankanna?

Hrannar Baldursson, 10.10.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hver er þessi Davið sem allir eru að tala um

Jón Snæbjörnsson, 10.10.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Þorsteinn Mar Gunnlaugsson

Tja, kannski er þetta ekki ALLT Davíð að kenna, en að neita því hann eigi nokkra sök í máli, finnst mér vera ansi mikil blinda og einföldun. Ekki er hægt að líta framhjá því, að Mogginn (sem er nú ansi hallur oft á tíðum undir Davíð) er sá fjölmiðill sem heldur þessu hvað stífast fram. Aðrir fjölmiðlar, sem kannski sjá sér hag í því að koma höggi á DO, eru ekki jafn kappsamir í að halda því á lofti. Hins vegar virðast nær allir fræðimenn vera á sama máli um framgöngu DO í starfi Seðlabankastjóra og sú frammistaða er nokkuð sem ég held, þegar fram sækir, muni verða mun veigaþyngri en nokkurn tíma ummæli hans í Kastljósi. Mér finnst hann hafa staðið sig illa, afar illa vægast sagt, í því starfi og þess vegna á að reka hann og í raun stjórnina alla.

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 10.10.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Þorsteinn Mar Gunnlaugsson

Eitthvað fór ég fram úr sjálfum mér...hugsa stundum hraðar en ég slæ inn, en ekki nærri því eins og oft og ég vildi. :D...

Málið sem ég er að vísa til með umfjöllun um Moggann og aðra fjölmiðla, er frásagnir þeirra af samskiptum Árna, Darling og Brown annars vegar og hins vegar af Davíð í Kastljósi.

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 10.10.2008 kl. 11:09

6 Smámynd: Gulli litli

Davíð fær borgað fyrir að allt sé honum að kenna..

Gulli litli, 10.10.2008 kl. 12:05

7 Smámynd: hreinsamviska

Gangið um gleðinar dyr með hreina samvisku

hreinsamviska, 10.10.2008 kl. 12:28

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Herferð Samfylkingarinnar gegn Davíð er liður í að fría ríkisstjórnina við ábyrgð og svo að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn.

Það yrði mikil niðurlæging fyrir sjálfstæðismenn í landinu að verða vitni af því að Geir Haarde færi að kröfu Samfylkingarinnar og léti Davíð taka pokann sinn. 

Davíð var ástsæll leiðtogi flokksins meðal sinna flokksmanna og sumir sáu ekki sólina fyrir Dabba.

Sigurjón Þórðarson, 10.10.2008 kl. 12:52

9 Smámynd: Heidi Strand

Þjóðin eru á leið út í óvissuferð inn í fratiðinna í boði bankanna.

http://tinypic.info/files/j0s5riih2yietjrm6s63.jpg

Heidi Strand, 10.10.2008 kl. 13:00

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Berjumst Brður --eða þannig.

Skítlegt eðli eða skítleg eðla.

ÞAð sem ekki náðist íá alþingi skal hefnt fyrir í Héraði.

Lyddur -Heybrækur, kveikjum í þeim.

Svo eru Gordon og Darling að ybba gogg, sem eru upp fyrir eyru í skítavöndlum, sem Kaninn laug inn á þá og núna þegar lyktin er allt að kæfa á Fleet Street og víðar, hóta þeir að bomba litla Ísland.

HVí ekki BNA? 

Bretar hafa alltaf logið öllu kunna ekki að segja satt orð.

lýður og skríll, frægasti breti var fyllibytta og á allskonar Cemicals. WC.  Skíthúsin eru með sömu skammstöfun.

miðbæjaríhaldið

cosmopolitan og allt það

Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 13:41

11 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll, það sem þjóðin þarf núna er að þiggja aðstoð frá IMF þ.e. að fara í gjörgæslu hjá þeim tímabundið.  Ekki veit ég eftir hverju menn eru að bíða.  Biðin eykur vanda íslensku þjóðarinnar.  Það er eitthvað sem stjórnmála og embættismenn hræðast.  Hvað skyldi það nú vera?  Eftir slíka gjörgæslu fengjum við nýtt og betra Ísland og heilbrigðara stjórnkerfi.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.10.2008 kl. 14:43

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ásgerður !!

ÞEtta tímabundna átti líka að vera tímabundið í S-Ameríku en þetta ,,Tímabndna" er enn og þeim GERT að selja eigur sínar í orkulindum og ræktuðu landi.  United Fruit og fl voru kaupendur og verðið var ákvarðað af þeim sem ,,reddaði" stöffinu, þa er IMF.

Miðbæjaríhaldið

Vill leggja all margt á sig til að ekki komi tilIMF skrílsins hingað

Bjarni Kjartansson, 10.10.2008 kl. 15:09

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Skordal..

eru ekki menn á vegum imf þegar komnir í seðlabankann ? .. það sagði Davíð í viðtalinu. 

Brynjar Jóhannsson, 10.10.2008 kl. 17:35

14 Smámynd: Ómar Ingi

Já svo kennir þetta fólk börnunum sínum að vera ekki með einelti í skóla

En þetta fólk telur líka að allt slæmt sem gerist ekki bara hér heima heldur í öllum heiminum sé Davíð að kenna , hér fer maður með völd.

En svo eru nú tíkurnar hans Jón Ásgers á Baugsmiðlunum búnir að æsa lýðinn upp sem er ekki beittur í hausnum en svo er þetta auðvitað hinn háværi minnihluti þjóðfélagsins og sumir hafa séð hið sanna í málinu og haft vit á því að halda sér saman.

Annars er kenning Sigurjóns í Mislynda flokknum áhugaverð

Ómar Ingi, 10.10.2008 kl. 18:08

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Davíð framkvæmir ólíkt Geir H. Haarde sem spilar á fiðluna í rólegheitum þangað til allt er brunnið til kaldra kola, þá smessar hann Davíð og spyr ráða. Og þessi fjármálakrísa er vogunarsjóðum heimsins að kenna sem felldu gengið hjá einni þjóð og hækkaði gengið hjá annarri þjóð og skortseldu hlutabréf á víxl, það á að siga FBI, CIA og Birni Bjarna á þessa sjóði.

Sævar Einarsson, 10.10.2008 kl. 20:09

16 Smámynd: Calvín

Góð samantekt hjá þér Sverrir. Það þarf hugaða menn í dag til að verja Davíð.

Calvín, 10.10.2008 kl. 21:34

17 identicon

Þarf Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig að brenna ofan af ykkur húsin áður en þið fattið út á hvað þessi flokkur gengur? Það væri réttast að þið þessi u.þ.b. 40% þjóðarinnar sem hafið stutt þennan flokk til valda, verði sendur reikningurinn fyrir öllu ruglinu sem dunið hefur á þjóðinni undafrarna daga. Það er eins og fólk elski og dýrki þetta fyrirbæri alveg fram í rauðann dauðann, hvað er eiginlega að ykkur? Sjálfstæðisflokkurinn er spillingarflokkur nr.1 á íslandi og er bæði kvótakerfið og einkavæðingin gott dæmi um vinnubrögð spillingarinnar. Síðan hefur hugmyndafræði flokksins verið troðið niður í kokið á þjóðinni af mönnum eins og hannesi Hólmstein. :Þegar Þorvaldur Gylfason var að skrifa hagfræðigreinar í Fréttablaðið þá leið ekki meira en einn dagur þangað til Hannes birti svar grein sem dásamaði einakvæðingu bankanna og frjálshyggju þeirra. Árið 2003 hélt kona ein stutta ræðu í Borgarnesi og talaði þar um að það þyrfti að setja leikreglur utan um þessi stóru fyrirtæki hérna á Íslandi, þess má geta að þetta ráð ásamt öllu öðru sem þessi kona sagði var hleigið út af borðinu af Sjálfstæðisflokknum. Þessi flokkur er þannig búinn að kosta okkur þjóðina alveg gríðarlega mikið og við munum sennilega ekki lifa þann dag að sleppa undan afleiðingunum. Svo koma svona persónudýrkendur og tala eins og þeir hafi verið með bundið fyrir bæði augun alla sína hunds og kattar tíð. Ótrúleg afneitun sem minnir á Björn Bjarnason þegar hann sagði í Kastljósviðtali að hann myndi aldrei viðurkenna mistök.

Valsól (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:49

18 Smámynd: Sævar Einarsson

Valsól nefndu mér einhvern stjórnmálaflokk sem er ekki spilltur ? að kenna einhverjum stjórnmálaflokki um sukkið og svínaríið sem hefur viðgengist undanfarin ár er fáránlegt. Af mínum skrifum halda einhverjir að ég styðji sjálftökuflokkinn, en svo er nú ekki, fyrirgreiðslupólitík þekkist í öllum stjórnmálaflokkum, sama hvort hann er vinstri, hægri, mið eða hægrisnúsnú. Hannes Hólmsteinn er maður sem ég hef aldrei þolað og fæ grænar þegar maðurinn talar, en hann segir ekkert ósatt þegar hann var að dásama einkavæðingu bankanna, það var glæsilegt að það var gert, þeir hafa skilað milljarða tugi í ríkiskassann, EN það voru STÓR mistök að setja ekki strax í byrjun lög leikreglur um allt sukkið og FME gerði MJÖG alvarleg mistök(ef það er þá hægt að kalla það mistök, nær væri að kalla það afglöp) að grípa ekki mun fyrr inní þetta tengslanet bankanna og eigenda þess. Og að lokum ætla ég að setja hérna inn spurningalista sem má finna á baggalutur.is.

  1. Hvað skulda bankarnir mikið í útlöndum, námundað að næsta milljarði evra?
  2. Í hvaða löndum skulda þeir, flokkað eftir heimsálfum?
  3. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?
  4. Hverjir starfa hjá fjármálaeftirlitinu, hver er aldur þeirra, menntun og starfsaldur?
  5. Hvaða eignir eiga bankarnir hér heima, í stafrófsröð?
  6. Hvaða eignir eiga bankarnir í útlandinu, í stafrófsröð?
  7. Hvað er hægt að fá fyrir þær, svona sirka?
  8. Hafa helstu ráðamenn þjóðarinnar fengið nægjanlegan svefn undanfarið til að hugsa skýrt?
  9. Hvers vegna hafa stýrivextir ekki verið lækkaðir?
  10. Hvert er raunverulegt gengi íslenska „gjaldmiðilsins“?
  11. Hvað sagði fjármálaráðherra Íslendinga eiginlega við fjármálaráðherra Breta, helst orðrétt?
  12. Hver reddaði undirskriftinni hans Pútíns?
  13. Hvað eigum við mikinn pening (alvöru pening)?
  14. Hvað eigum við mikið af gulli?
  15. Hvað eigum við mikið af fiski?
  16. Hvað eigum við mikið af áli?
  17. Er Ísland gjaldþrota?
  18. Hverjir bera ábyrgð á þessu helvítis rugli, í stafrófsröð?
Blaðasnápum, bloggurum, kjaftaskúmum og þingmönnum er frjálst að nýta sér þessar spurningar að vild, eða þar til fullnægjandi svör hafa fengist.



Og p.s. Af hverju hafa eignir útrásarvíkinganna ekki verið frystar?

Sævar Einarsson, 11.10.2008 kl. 01:03

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samhengið er stærra. Vil ekki segja hvað það er en fyrsti stafurinn er Bildenberg hópurinn. JP Morgan Chase (sem eru með ráðgjafa inni í seðlabanka) og einkafyrirtækin tólf Federal reserve.

Ég er annars á því að  þetta sé allt með vilja og hjálp ráðamanna hér, enda varð einhver að stinga á blöðrunni áður en hún óhjákvæmilega springi með alvarlegri afleiðingum síðar. Þegar Green hefur keypt Baug, þá mun allt fara á eðlilegan level hér. Tröllaukin mannvirki munu stand hér hálfbyggð um komin ár eins og stríðsminjar og fylleríið við höfnina (tónlistarmonstrúmið) mun standa með steypustyrktarjárnin upp úr jörðinni svo lengi að þegar hafist verður handa um að klára það, munu Torfusamtökin mótmæla röskun á þeirri holu sem menningasögulegu minjum.

Höldum kúlinu.

Mr.Brown. Stop throwing molotova at us while we´re going down in flames, pleace.

IMF og Rússar koma á þriðjudaginn. Nossararnir á fimmtudaginn og Finnar og Svíar á Föstudaginn. Þetta verður flott. Já og Pólverjarnir og Litháarnir verða farnir og jafnvel Múslimirnir, nema þeir, sem koma til að hefna fyrir Sheikinn í KB.

 
 



Some things in life are bad,
They can really make you mad,
Other things just make you swear and curse,
When you're chewing life's gristle,
Don't grumble,
Give a whistle
And this'll help things turn out for the best.
And...

Always look on the bright side of life.

Always look on the light side of life.



If life seems jolly rotten,
There's something you've forgotten,
And that's to laugh and smile and dance and sing.
When you're feeling in the dumps,
Don't be silly chumps.
Just purse your lips and whistle.
That's the thing.
And...

Always look on the bright side of life.

Always look on the right side of life,



For life is quite absurd
And death's the final word.
You must always face the curtain with a bow.
Forget about your sin.
Give the audience a grin.
Enjoy it. It's your last chance, anyhow.
So,...

Always look on the bright side of death,

Just before you draw your terminal breath.


Life's a piece of shit,
When you look at it.
Life's a laugh and death's a joke it's true.
You'll see it's all a show.
Keep 'em laughing as you go.
Just remember that the last laugh is on you.
And...

Always look on the bright side of life.
Always look on the right side of life.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2008 kl. 03:31

20 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Davíð er einskonar DJ  á frjálshygguballi sjálfstæðisflokksins. Þeir vinirnir Hannes og hann smíðuðu dansgólfið og sömdu dansana. Davíð hefur sjálfsagt talið það duga sér að þeyta skífum úr seðlabankanum. Dansararnir vildu bara ekki dansa dansana sem Davíð hafði kennt þeim

Davíð er einhvernveginn þannig. að þó hann sparkaði í gamla konuí hjólastól, þá yrði alltaf einhver  til í að hafa samúð með honum fyrir tiltækið. Mér sýnist að höfundur þessarar síðu sé vitnisburður um það (gott innræti eða þannig).

Mér finnst ómaklega að útrásargenginu vegið með því að kenna því um hvernig þetta fór, það er bara gráðugt lið í bissness, og dansaði í takt við lögin sem Davíð spilaði. Mér finst ómaklega að Davíð vegið, að kenna honum um hvernig fór. Hann sem er valdalaus kerfiskall úr seðlabankaum. Ég varpa allri ábyrgð á ríkisstjórnina! Hún stjórnar í þessu landi, það var búið að vara hana við!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 11.10.2008 kl. 03:39

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ágætis kenning hér að ofan nr. 10 hjá Sigurjóni frænda. Varaformaður Samfylkingarinnar fer mikinn gegn Dabba, en það hlýtur reyndar að vera með blessun Sollu. Fleiri Samfylkingarforkólfar, að ráðherrum undanskildum, hafa látið ljós sitt skína á vampíruna Dabba í von um að hann brenni til ösku. Ráðherrarnir láta yfirleitt aðra um skotgrafahernaðinn.

Á vísi.is stóð í gær: 

"Skúli Helgason framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar segir að sjaldan hafi orð valdið jafnmiklum skaða í íslensku samfélagi en þau orð sem Davíð Oddsson lét falla í eftirminnilegum Kastljósþætti í vikunni. Hann segir skaðann hlaupa á þúsundum milljarða króna."

Þetta segir hann jafnvel þó það sé vitað í dag að það voru ekki orð Davíðs sem settu allt í bál og brand í Bretlandi heldur "misskilningur" í samtali fjármálaherra landanna, - hugsanlega meðvitaður "misskilningur" Darlings. Who knows? Allir þekkja svo heiftarleg viðbrögð Gordons Brown þegar hann í ofanálag hafði upplýsingar um stórfelldan frjármagnsflutning frá Icesave til Íslands rétt áður en netbankinn fór í þrot, flutning uppá hvorki meira né minna en 400 milljarða flotkróna. Þetta virkaði náttúrulega bara einsog eitt risastórt rán, efnahagsleg árás á Bretland. Hryðjuverk. Eflaust hefur Brown farið kolöfugur frammúr rúminu og frammúr sjálfum sér. En hversvegna að þetta peningaflutningsmál skuli ekki vera rannsakað á nóinu er mér hulin ráðgáta. En það er eflaust líka Dabba að kenna.  

Sverrir Stormsker, 11.10.2008 kl. 08:16

22 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tilveruréttur banka snýst um traust.  Gengi gjaldmiðils snýst um traust.  Hlutverk Seðlabanka snýst um það að stuðla að framtöldum atriðum.  Starf Seðlabankastjóra felst í því að láta Seðlabanka sinna hlutverki sínu.

Þetta er kannski þungur dómur og vægðarlaus, en óhjákvæmilegur. 

Jón Halldór Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 10:14

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sverrir, þú ert farinn að segja þetta svo ítrekað að ég óttast að þetta sé að verða svona túrett-kækur hjá þér að enda allar setningar sem þú segir með "en það er eflaust líka Dabba að kenna". Ég get séð fyrir mér frekar neyðarlegar aðstæður þar sem þú myndir bæta þessu við - alveg svona eins og ósjálfráðu gelti.

En það breytir ekki þeirru alvarlegu staðreynd að það er meðal annara stuttbuxnasnata sérlegum skjólstæðingi þínum, Dabba drullu, að kenna að lögregla í Englandi hefur ráðlagt mér að halda mig innandyra á þessum fallega laugardegi. 

Mér er sem ég sæi þig taka því óbölvandi ef brjálaðir Bretar kyrrsettu þig heima bjórlausan á laugardagskvöldi. Þá hugsa ég að minn myndi nú tvinna saman textunum hraðar en hann gæti skrifað þá...   

Enjoy your Beer of freedom - I´ll enjoy my Whiskey of captivity.  

 IceSkatingLet´s lift our glasses for Madness on Ice!

No Skating Except Jesus Bottoms up for Cold Asses! (..-or was is cold blooded asses?)

gordon brown Salute the Diplomat of the year; Gordon Brown!

MR WONDERFUL One for the road for Nations own; Oh Darling!

But looking on the bright side; plenty of good and valid reasons to get drunk!

(Ég skal þýða síðustu setninguna, ef ske kynni að einhver úr ríkisstjórninni væri að lesa þetta og skildu ekki útlensku. Ég sagði: Ljósi punkturinn í þessu öllu er nottlega að það eru næg tilefni til að detta íða! )

cheers Cheers, mate!     

(Og góða helgi, Árni!)

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.10.2008 kl. 12:34

24 Smámynd: Sverrir Stormsker

Blessuð Helga. Ég veit ekki alveg hvernig ég myndi bregðast við ef ég væri forsætisráðherra Bretlands og sæi að það hefðu verið fluttir 400 milljarðar af sparifé þegna minna út úr netbanka til Íslands korteri fyrir gjaldþrot. Ég myndi nú líklegast grípa til harkalegra aðgerða, alveg einkum og sérílagi ef ég væri með allt niðrum mig í skoðanakönnunum. Ég myndi allavega líta á þennan gjörning sem grafalvarlegan glæp, nokkurskonar efnahagslegt hryðjuverk og viðbrögðin yrðu sennilega eftir því.

En nú ert þú víst í stofufangelsi í Bretlandi með 5 lögreglubíla fyrir utan hjá þér segirðu, út af "óskiljanlegri" reiði Breta. Mér finnst það mjög skítt. Bretar eru semsé að setja þig sem Íslending undir sama hatt og íslenska bankaræningja, - svona svipað og þú spyrðir Árna Mathiesen við "Dabba drullu?" Þú værir ekki í þessari aðstöðu ef þessir fáránlegu fjármagnsgripdeildir hefðu ekki farið fram og ef ríkisstjórnin hefði leiðrétt "misskilninginn" snarlega og snöfurmannlega í breskum fjölmiðlum. 

Afhverju kemurðu ekki bara í góðærið hérna heima og hellir í þig alíslensku ríkisbrennivíni? Fargjaldið kostar ekki nema um svona 200.000 kall í dag. En það er eflaust líka Dabba að kenna.

Sverrir Stormsker, 11.10.2008 kl. 13:34

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Í þessu liggur einmitt umrætt umburðarlyndi mitt yfir að vera fangi flónskunnar að ég skil reiði Breta. En mér myndi ekki detta í hug að dæma alla Englendinga eftir því fádæma fífli sem Gordon Brúnaþungur hefur sýnt sig að vera. Og Darlíngski fjárhundurinn hans geltir á ensku við íslenska kollega sína. Íslenska ríkisstjórnin skilur ekki frekar ensku en Brúnaþungur skilur yfirhöfuð. Og allir aðlilar áttu á brattann að sækja í vinsældum. -Skyldi vera samhengi í þessu? 

Ég hélt að þú þekktir mig betur en að halda að ég myndi flýta mér til Íslands ef ég ætti tvöhundruðþúsundkall. Ég myndi setja það óskipt í 'Saving Iceland - Part two' stofnsjóðinn (sem hefði það að markmiði að íslenskir stofufangar yrðu ekki bjórlausir í útlöndum).

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.10.2008 kl. 14:05

26 Smámynd: nicejerk

Komiði sæl öll sömul,

Hryggðarmyndin sem Davíð Oddson skilur eftir sig er átakanleg, eins og hún er máluð í augnablikinu. Maðurinn sem leysti íslenska fjármálamarkaði úr viðjum, negldi þá þrátt fyrir allt síðasta naglanum, í bili a.m.k. Árið 2002 sendi ég inn grein í Morgunblaðið þar semég benti á, að lagabreytingar DO varðandi stjórn Seðlabankans voru einungis gerðar í þeim tilgangi að gera hann einvaldan í Seðlabankanum, starf sem hann væri að undirbúa sig fyrir að „taka að sér“. Morgunblaðið neitaði mér birtingu um þá grein og má hver sem er geta sér til um ástæðuna.

 Í dag horfa menn á afdankaðan stjórnmálamann sem situr í Seðlabankasætinu, löglærðan húmorista sem hefur ekki hundsvit á hvað starf hans gengur út á. Hann telur enn starf sitt vera stjónmálalegs eðlis, eftir öllu að dæma, því hann hagar sér enn eins og hann sé í sínu endalausa daglegu stjórnmálaplotti, þar sem engum kemur við hvað hann er að gera/plotta. Veikleikana má ekki finna hjá honum. En VOILA, hann kom upp um þá sjálfur. Ef þú heldur andanum nógu lengi, þá kafnar þú! Einfalt hjá einfaranum.

 Ég hélt í raun lengi að eitthvað alvarlegt hefði gerst hjá DO, því hann hefur verið einarður og beittur í sínum störfum, þótt stundum hafi hann þurft leiðbeiningar frá öðrum flokksforystum. En ég er samt sannfærður um að eðli DO samræmist einráðum flokksstjóra hjarðar, en ekki sem forystumanni fjármálastarfsemi á Íslandi, í sæti bankastjóra Seðlabanka Íslands.

 Það er mótsögn í sjálfu sér að DO hafi framkvæmt kraftaverk á sínum ferli er varðar breytingar á fjármálastarfsemi landans, en svo að slátra afkvæmi sínu, og svo nú að láta allt fara til fjandans, hugsanlega vegna persónlegrar hefndargirni á Jóni Nánös. DO á ekki marga daga eftir vegna vaxandi „misminnis“ eða „mistúlkunar“ og því er hugsanlegt að hann hafi (og það ekki í fyrsta sinni) látið persónulega hagsmuni ganga fyrir almennum. Þessi persóna hefði aldrei átt að verða Seðlabankastjóri. DO hefði átt að láta af störfum sem fyrrverandi Forsætisráðherra og njóta lífsins. En það gat hann ekki vegna hégóma og sem komandi Seðlabankastjóri.

Ég hefði helst vilja minnast DO fyrir sín ágætu verk, en ekki fyrir verkin hans ár sem Seðlabankastjóra.

nicejerk, 11.10.2008 kl. 16:55

27 Smámynd: nicejerk

Starf sem hefur sýnt sig að hann gat ekki valdið. Sorglegur endir á flottum ferli hjá kauða. En fólk þarf að kunna sér takmörk, og ekki síst, hvenær á að stíga til hliðar og víkja fyrir hæfari starfskrafti.

nicejerk, 11.10.2008 kl. 16:56

28 Smámynd: nicejerk

Hvernig væri að byrgja brunninn og rassskella fólk á unga aldri, í staðinn fyrir bíða fram til fullorðinsára og skaðinn orðinn ómælanlegur?

nicejerk, 11.10.2008 kl. 17:04

29 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Iceland Flag -Er ekki allt til sölu nema þjóðsöngurinn og fáninn?

Sir Philip Green er í innkaupaleiðangri. Sir  Green wants - Sir Green gets.

buy the world a jon .. Ásgeir Jóhannesson? - YES SIR!

Yes, Sir!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.10.2008 kl. 18:28

30 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það eru gríðarleg tækifæri fólgin fyrir íslenskan almenning í þessari kreppu sem nú blasir við, möguleiki væri á að núllstilla þjóðina, aðferð sem ég vil kalla " Economical Rebirth "

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka ekki á sig ábyrgð skulda bankanna erlendis , þ.e. þeir sem lánuðu bönkunum munu ekki fá til baka það sem þeirra var, hvert fóru þeir peningar, jú í það að lána einstaklingum og fyrirtækjum hérlendis, þvi ætti ríkisstjórnin að leggja til að allir einstaklingar fái nýja byrjun fjárhagslega endurfæðingu, allir fái að halda eigum sínum sem þeir eiga nú og hafa unnið fyrir, einstaklingar sem hafi orðið gjaldþrota fái að byrja með hreint borð á ný, með þessu væru allir íslenskir einstaklingar gerðir skuldlausir.

Kostir sem þetta hefði er að gjaldþrota einstaklingar yrðu á ný gjaldgengir sem t.d. hugvitsmenn sem þora, ég er ekki að segja að það eigi síðan að hlaupa til og veita þeim aftur lán nema viðunandi tryggingar liggji fyrir eins og eðlilegast væri.

Við hefðum yfir að ráða einhverjum öflugasta mannauði sem til er án þess að hann þurfi að grúfa sig niður heima vegna mistaka sem gerð voru í fortíðinni.

Við yrðum frjálsasta þjóð í heimi og sennilega sú hamingju samasta og  framleiðini þjóðarinnar myndi sprengja alla skala.

Notum ástandið, hefjum nýtt líf, allir íslenskir einstaklingar skuldlausir, með þessu móti munum við geta gert þessa litlu þjóð okkar að stórþjóð á alþjóðlegum mælikvarða.

Leggjumst á eitt, gefum öllum nýtt tækifæri, almenningi, stjórnmálamönnum, útrásarmógúlum, elskum að vera til skuldlaus nýfædd.

 Kveðja

Steinar Immanúel Sörensson 

Steinar Immanúel Sörensson, 11.10.2008 kl. 22:26

31 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hoylake Fishing Boat Notum ástandið, segir Sörensson. Ég vil bæta við NÝTUM NÚ TÆKIFÆRIÐ OG ÞJÓÐNÝTUM KVÓTANN! Það á ekki eftir að verða réttlætanlegra en núna. Its now or never...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.10.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband