25.12.2008 | 08:05
Þegar tröllheimsku prestarnir stálu jólunum
Krakkar trúa á jólasveininn og fullorðnir trúa á Ésú. Enginn teljandi munur á þessu nema hvað jólasveinninn er mjög viðfelldin fitubolla með betri fatasmekk og hefur ekki hótað neinum helvítisvist einsog arabíski sandalagæinn. Fyrir nokkrum árum tók íslenskur pokaprestur uppá því að ljúga því að krökkunum að jólasveinninn væri ekki til og rændi þau þannig jólunum. Hann vildi fyrir alla muni að þau tryðu því frekar að einhver heilagur andi hefði dúndrað Mæju mey fyrir 2000 árum og hún fætt fyrirbrigðið Ésú sem hefði verið bæði maður og guð og þessi galdrakarl hefði verið rosalega fær í faginu og gert flottari töfrabrögð en David Blaine og David Copperfield báðir til samans en svo hefði fólk orðið þreytt á sjóinu hans og neglt hann uppá kross sér til dundurs og stungið hann í vömbina til öryggis svo hann yrði ekki með neitt comeback og fleygt honum síðan steindauðum inní helli einsog hverjum öðrum kartöflupoka, en á þriðja degi hefði hann sprottið upp fjallfrískur og alveg hreint í banastuði og skotist upp í himininn einsog skiparagetta og tyllt sér niður til hægri handar við hliðina á guði almáttugum sem var jafnframt hann sjálfur og "þeir" síðan tekið til við að dæma lifendur og dauða á fullri ferð einsog einhverjir pirraðir Bónusfeðgar.
Þetta kallaði pokapresturinn að "segja börnunum Sannleikann." Yeah, right.
Þess má geta að um 5 milljarðar af skattpeningum landsmanna fara árlega í þessa kristilegu speki og allt þetta kirkjumambó og þar má allsekki skera niður um eina krónu. Meiru jólasveinarnir þessir prestar og stjórnmálamenn, - atvinnulygarar ríkisins. Það má tæta niður menntakerfið og framleiða þannig ennþá fleiri jólasveina en hinsvegar má ekki hrófla við kirkjunni og öllu hennar bruðli og rugli. Það má ekki einusinni láta kirkjurnar koma að gagni sem húsaskjól fyrir heimilisleysingja, sem verður víst nóg af innan nokkurra mánaða. Nei, þær eru víst allar kjaftfullar af heilögum anda. Hræsnanda.
Ég lít í anda Ésú
engjast á krossinum.
Maður eða guð?
Veit það ekki.
En eitt veit ég:
Það hangir eitthvað á spýtunni.
(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," 1997)
Heiðarlegur prestur eyðilagði jólin fyrir börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 17
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 172
- Frá upphafi: 975152
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 135
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh
Athugasemdir
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 10:04
Gleðileg jól og "farsælt" komandi kreppuár.
Sverrir Stormsker, 25.12.2008 kl. 10:28
Jólasveinninn hefur sin uppruna í kirkjunni : http://en.wikipedia.org/wiki/Saint_Nicholas
Heidi Strand, 25.12.2008 kl. 10:44
Gleðileg jól Sverrir. Þér tekst alltaf að skemmta okkur.
Hafðu það sem best um hátíðirnar og alltaf.
Stefán Stefánsson, 25.12.2008 kl. 10:54
Einum of fyrirsjáanlegt. Stormsker getur betur en þetta.
Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 11:51
Takk fyrir það. Það er rétt hjá Heidi: Sveinki á sér merkilega sögu. Hann heitir réttu nafni Nikulás Wonderworker Smith og fæddist í klaustri. Faðir hans var munkurinn Randy Smith og móðir hans Sandra Harlot nunna. Hann vann til að byrja með fyrir sér sem skæruliði í Grikklandi en seinna stofnaði hann fyrirtækið Smokestack Cleanup Group ásamt bróður sínum Litla Kláusi. Þegar Litli Kláus lést af völdum reykeitrunar þá tók Stóri Kláus (sveinki) alfarið við rekstrinum og fór í útrás.
Þessi góðhjartaði ístrubelgur átti erfitt uppdráttar í fyrstu en það var ekki fyrr en hann gerði díl við Coca Cola og öppgreitaði ímyndina sem hann sló almennilega í gegn og þá tók kaþólska kirkjan hann í dýrðlingatölu.
Sverrir Stormsker, 25.12.2008 kl. 12:34
Aha, strax betra. Það sýður og bullar í skáldæðinni.
Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 13:12
Þú ert alveg óborganlegur Sverrir.
Eigðu góð jól og farsælt nýtt ár og megi skáldagyðjan halda þér í faðmi sér og kreista fast.
Jack Daniel's, 25.12.2008 kl. 13:17
Takk fyrir þessa gleðistund við tölvuna Sverrir
Óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:21
Jóla hvað
Ómar Ingi, 25.12.2008 kl. 13:28
Það var nú ekki "Trölli" sem stal Jólunum. Það var Hin Kristna Kirkja nokkur hundruð árum eftir dauða Krists sem stal Jólunum og kallaði hátíðina "Krists Messu" (Christmas).
Áður fyrr, í margar aldir voru hátiðir haldnar, um hin fjögur mismunandi "sólhvörf" eða "sólstöður". "Sumarsólstöður" (enska; Summer Solstice eða Mid Summer (sjá Shakespeare; Mid-Somer Night's Dream)) og Þjóðhátíðardagur Grænlendinga (sjá þjóðfána þeirra). Um 21-22 Júni er hátíð haldin nálægt þeirri dagsentingu, "vor- og haust- jafndægri" (equinox) 21. sept og 21. mars og síðan og ekki síst "vetrarsólstöður" 21-22 des (fór eftir hlaupári) (enska; Winter Solstice) og í heiðni voru miklar hátíðir á þessum tímum og eftir sögubókum, var mesta hátíðin við "vetrarsólstöður". Á nokkrum germönskum tungum heitir þetta Jól, Jul, Jule, (enska: Yule Tide og am mörgum talið koma af orðinu "hjól" eða "hringur") og svo hin ýmsu nöfn. Þá var haldin hátíð til dýrðar rísandi sól, þegar áhringurinn var búinn og nýtt "sólár" að byrja. Þetta var rosa hátið um allan heim norðan miðbaugs skv., mannkynssögubólum og fleiri menningarritum, þótt margir menningarheimar hafi ekki vitað að hinum, þá áttu þeir þetta oft sameiginlegt.
Kristna kirkjan þurfti að hafa hátíð og því ekki að "stela" henni. Þá var gerður sá tilbúningur að Jesús Kristur hafi fæðst 25. desember (ekki 1. jan skv. upphafi tímatalsins ("eftir Krists burð")). Síðan er búið að ljúga því að okkur að þessi hátíð sé "heilög". Á Íslandi er hú svo "heilög" að allar verslanir, sjoppur, skemmtistaðir, pöbbar o.s.frv., o.s.frv., eru lokaðir og ef einhver dirfist að opna, þá kemur Lögreglan, lokar með valdi og eigandinn sektaður um stóran pening, missir líklega rekstrarleyfið og lögum samkvæmt má stinga honunm í Svartholið! Nú er talið skv., visindarannsónum að dæðingardagurinn hafi átt sér stað um 17. júní!!
GLEÐILEG JÓL!!!!
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 25.12.2008 kl. 14:15
Ansi magnað. Tek undir það að jólasveinninn er til eða sveinarnir eru til og eru út um allt, á þingi í bönkum og víðar. Þeir eru þó ekki á sjó og í fiskvinnslu.
Sigurður F. Sigurðarson, 25.12.2008 kl. 14:30
Kristileg kveðja og ósk um gleðiríka jólahátíð.
Jón Halldór Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 15:20
Jólasveinninn segirðu. Fæddist hann ekki einmitt á jólunum?
Emil Hannes Valgeirsson, 25.12.2008 kl. 15:20
Gleðileg jól.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:57
Kínverjar misskildu boðskapinn og framleiddu einu sinni krossfesta jólasveina fyrir Vesturlandabúa.
Heidi Strand, 25.12.2008 kl. 16:31
Frábært, ég hló mikið. Ég er sammála því að jólasveinninn sé með betri fatasmekk en Ésú. Mér hefur alltaf fundist myndskreytingarnar í biblíusögunum ljótar, sérstaklega klæðaburður fólksins. Þá eru þjóðsögur inúíta skemmtilegri og fallegri.
Heidi Strand. Þetta hef ég ekki heirt áður og finnst þessi saga frábær
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 17:12
Ég sá það fyrst núna að Hildur Helga var með aðra útgáfu af sögunni um Kínversku jólasveinanna.
Heidi Strand, 25.12.2008 kl. 17:56
Hverju máli skiptir það hvenær Jésú fæddist? Hann hvarf 12 ára og kom tilbaka 30 ára. Þá eignaðist hann annaðhvort aðdáendur eða fjandmenn. Enda varð trúboðið stutt og laggott.
Lapparnir Í Svíþjóð eru í flottum fötum. Þeir eru afbraðsfólk og stunda hreindýrarækt. Ætli Sveinki fái ekki hreyndýrin sín þaðan...
Þessa 5 milljarða má nota í eitthvað þarfara enn kirkjur og presta. Hef mest slæma reynslu af prestum, þó einn og einn geti verið í lagi, ég bara veit það ekki. Enn þeir eiga að kosta sig sjálfir með því fólki sem hefur áhuga fyrir þessum kirkjum.
Sigrún: Skiparaketta er því sem skotið er upp á skipum í sjávarháska. Allir prestar eru "pokaprestar" og ganga þeir ofttast í skrautlegum pokum við messur.
Hvar er þessi "heimildarmynd" um lalla jóns? ´Hann er alla vega nógu frægur til að skella sér í pólitíkina....
Óskar Arnórsson, 25.12.2008 kl. 21:15
Eg er ekki viss um að ég trúi sögunni um krossfesta jólasveina í Kína alveg fyrirvaralaust.(þó að ég geti náttúrulega ekki algjörlega útilokað að dæmi um slíkt sé að finna)
Ástæðan að ég efast, er fyrst og fremst að fyrir nokkrum árum heyrði ég svipaða sögu um Japana. Mér fannst sagan merkileg og fór seinna að segja kunningja mínum söguna (og sá er mjög víðförull og víðlesinn) Hann sagði strax: Urban legend. Og fullyrti að enginn fótur væri fyrir þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.12.2008 kl. 01:06
Mikið er ég sammála þér Sverrir! Var farinn að halda að ég þyrfti að þrusa niður bloggi um þessa frétt þar.
Presturinn segir að Jólasveinninn sé ekki til en auðvitað er Ésú til ;) Yeah right.
Af hverju ekki að leyfa litlu saklausu börnunum að trúa því sem þau trúa. Þau halda örugglega að Dora the Explorer sé til svo eitthvað dæmi sé nefnt.
Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 01:32
Rúmir 6 milljarðar, svo því sé haldið til haga, fara í þetta. Þá eru ekki taldar með sérsposlur eins og sárabindið á Hallgrímskirkju, sem kostar um 1/2 milljarð t.d. Ég bíð spenntur eftir að biskupnum verði send skipun um 10% flatan niðurskurð eins og heilbrigðis og menntakerfið hefur fengið. Það bólar ekkert á slíkum tillögum enn.
Ég hef lengi reynt að segja fólki að Jesú hafi ekki verið til, sem er nánast öruggt. Það hefur valdið hinum fullorðnu sárindum á borð við skúffelsi barna, sem uppgötva að jólasveinninn er ekki til. Annars held ég að flest börn yfir 5 ára viti þetta en spili með til að fá gjafir og gaman. Það gerði ég allavega. Sama gildir líklega um trú manna á Ésú Kr. Jósefson.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2008 kl. 01:49
Svona til samanburðar má nefna að Héðinsfjarðargöng með öllum sínum frambúðarumbótum kosta 8 milljarða og Bolungavíkurgöngin 5. Ríkiskirkjan skilur ekkert eftir nema galtóm minnismerki um sjálfa sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2008 kl. 01:53
Svona til glöggvunnar má benda á að þessi upphæð nægir til að fæða og klæða 30.000 börn á ári.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2008 kl. 01:57
Það verður ekkert skorið niður vegna presta eða biskups. Né til kirkna. Þingmenn eru smá hræddir um allt "kristið fólk" að þeir vilja ekki tapa atkvæðum.
Svo er búið að reyna að mata þjóðina með því að ef maður er ekki trúaður, sé allt í fári.
Ég "trúi" stundum og stundum ekki. Og spái ekkert meira í það. Það er sinn siðurinn og trúin í hverju landi.
Hvað eru margir kristnir sem vita það að Búdda tókst miklu betur með sitt trúboð eða "lífsleiðbeiningar" enn Jésú? Búddistar sýna sinn lærdóm í verki, enn kristnir blaðra bara um "fagnaðarerindið". Þetta er staðreynd!
Búddamunkar eða Búddaprestar, "jarma" ekki í messum eins og kristnir prestar gera upp til hópa. Þeir garga ekki og góla eins og þessir OMEGA sjónvarpspredikarar gera. Páfin skeit á sig á jólunum eins og venjulega, og var ekki við öðru að búast.
Ég var pyntaður með passíusálmum og Biblíuupplestrum frá 6 ára aldri til 12 ára. Það frelsaði mig alveg frá kristni. Ef ég mætti þeim andskota sem samdi passísálmana, yrði ég ekki sjálfráður gjörða minna. Á víst að hafa verið frægt skáld sem ég man ekki nafnið á.
Menn sem semja svona þvælu á bara að setja á hæli. Þetta skáld er víst dautt fyrir löngu síðan og er það mikið fagnaðarefni fyrir mig. Þá slepp ég við að stúta honum sjálfur. Svo ógeðslegt er þetta skáldverk hans.
Bara þessi samanburður sem Jón Steinar kemur með setur mig í uppnám. Er landinn snarvitlaus eða hvað? Rúmlega 6 milljarðar og þegar Félagsmálaráðherra rétti þeim sem gefa fólki mat og föt á Íslandi, klöppuðu allir fyrir því. Hann mætti svoleiðis skammast sín að ég á ekki orð.
Íslendingar eru félagslega snarbrenglaðir og er flestum skítsama um þá sem minnst meiga sín í þjóðfélaginu. Þó þeir segi eitthvað allt annað. Er það kristið að byrja ekki neðst á þjóðfélaginu, enn ekki efst?
1. Á það að vera lúxus á þessum ísklaka að hafa húsnæði?
2. Á það að vera lúxus að eiga föt í kuldanum?
3. Á það að vera lúxus að eiga mat að éta?
4. Á það að vera lúxus að geta sinnt börnum sínum?
Ég hef enga samúð með þjóð, sem ég reyndar tilheyri, sem lætur yfirvöld míga yfir sig, hlægja að sér, stela af sér upp á hvern dag, og fara menn bara heim og eru hneykslaðir.
Ég vil jarða alla þessa dólga hvar sem er. Af því ég er mannvinur, myndi ég ekki drepa þá á undan...látið þá samt skila þessum ca. 5000 milljörðum áður enn þeir eru jarðaðir...
Kirkjum er hægt að breyta í leikhús, sem það er hvort eð er. Þarf bara að hleypa listamönnum inn og spila músik eða eitthvað..
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 06:47
..allar Hjálparstofanir sem aðstoða húsnæðislausa, matarlausa og þess háttar fengu ca. 5 milljónir samanlagt fyrir jólinn. Svo geta þeir beðið til næstu jóla eftir nýrri máltíð....þetta vantaði inní..sry!
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 08:21
Sko allur hinn siðmenntaði heimur er að droppa hjátrú nema hér á íslandi, hér er skorið niður til heilbrigðis og menntamála en hjátrúin heldur sínu, þannig að kuflarnir eru búnir að stela miklu meira en jólunum, þeir hafa stolið vitinu úr hausum íslendinga.
Þeir setja markmið sín hátt, byrja að heilaþvo börn næstum um leið og þau poppa út.
Þeir tala um mikilvægi sjálfs sín, um mikilvægi hins ímyndaða fjöldamorðingja sem er svo góður gæi að miskuna sig yfir þá sem eru nægilega vitlausir til þess að trúa hann.
Ég sé alveg fyrir mér að ísland verði nefnt í trúarlegu tilliti & menningarlega séð sem: ísland, nígería zimbawbe... það er næsta víst að margir smáborgarar á íslandi hafa verið mjög uppveðraðir af því að heyra yfirmann barnaníðinga segja "gleðileg jól" á íslensku... þeir munu hugsa: Vá hann elskar ísland :)
DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 09:10
Hún er einkennileg þessi kristilega forgangsröðun: 6 þúsund milljónum eytt í kirkjumál og kirkjumal en 5 milljónum varið í fátækrahjálp. Held að Ésu Kr. Jósefsson hefði ekki verið ýkja hrifinn af þessu. Það er mjög margt af viti hægt að gera fyrir 6 milljarða: Fyrir utan að fæða og klæða 30.000 börn á ári einsog Jón Steinar bendir á þá væri t.d. hægt að hækka kaup æðstu embættismanna ríkisins svosem stjórnmálamanna, bankamanna, forstjóra og presta um helming og gott betur. Það hlýtur að koma að þessu, jafnvel þótt kirkjan haldi sínu.
Sverrir Stormsker, 26.12.2008 kl. 15:28
Óskar. Þessi deli sem samdi Passíussálmana heitir Hallgrímur Pedóson. Drottinn losaði sig við hann með því að koma á hann holdsveiki. Reðurtáknið á Skólavörðuholti er víst skírt í kollinn á honum. Það er annars skrítið með þessa "blessuðu" Hallgrímskirkju. Hún er búin að vera í smíðum í umþaðbil 70 ár. Þeir ætla aldrei að ná að klára þetta helvíti. Alltaf eitthvað klúður. Ómæld steypa hefur farið í þennan kumbalda og ómæld steypa hefur runnið útúr prestunum á þeim tíma. Plássið nýtist að auki afar illa. Hvaða vit er í að vera með 70 metra lofthæð í húsi þar sem eru engir loftfimleikar og engin leirdúfuskotkeppni? Guð junior (Ésú) predikaði mikið á móti svona óhófssemi, íburði og rugli og ég held hann myndi brosa hringinn ef þetta andskotans drasl yrði sprengt í loft upp. Skrítið að Fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa mælst til þess að útrásarvíkingarnir fengju þetta hús undir nýja bankastarfsemi .
Sverrir Stormsker, 26.12.2008 kl. 15:55
DoctorE. Það er rétt; heilaþvotturinn byrjar strax í barnaskóla. Þá er Krissa sprautað í æð og svo eru skammtarnir stækkaðir jafnt og þétt þangað til kemur að fermingarundirbúningnum sem er ýtt undir með keðjuverkandi áhrifum hjarðmennskunnar. Það er hvergi minnst orði á fermingu í biblíunni en kirkjan græðir feitt á þessu. Til þess er leikurinn gerður. Klerkarnir eru að auki að búa til framtíðarkúnna einsog dópsalarnir.
Það er óhemju idjótískt að á harðæristímum sem þessum þar sem landið er alveg að sökkva skuli verið skorið niður í heilbrigðis og menntamálum (framtíðinni) en ekki í málaflokkum fortíðarinnar sem breyta akkúrat engu um hagi fólks einsog t.d. kirkjumálum. Það virðist ekki mega hrófla við slíku loftkenndu rugli frekar en útrásaraulunum.
Ef að kommbakkið hjá Ésú Kr. Jósefssyni ímynduðum vini okkar hefði lukkast þá hefði hann verið snöggur að gefa kirkjum mammons langt nef og forgangsraða af sanngirni, kærleika og viti. Peningum skattborgara á að verja í lifandi fólk en ekki prjál og minnisvarða um látna menn og guði.
Sverrir Stormsker, 26.12.2008 kl. 16:35
Ég legg til að kenndur verði boðskapur Ásatrúarinnar til jafns við Kristinfræðina í skólum, hún er jú hluti af menningu okkar! Þá er ég ekki að tala um "trúboð", heldur upplýsingar um arfleifð okkar.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 26.12.2008 kl. 16:48
Það þarf að losa Ríkið frá kirkjunni. Pedóson? Skritið eftirnafn. Gott hann er dauður og vonandi hefur hann ekki skilið eftir sig meiri skítverk.
Ég kom nú með þá hugmynd að fyrst verið er að smyrja meiri steypu á steypuna, hvort ekki væri ráð að gera styttu af DO þarna! Hann yrði að vera brosandi, vængjum sitt hvoru megin væri hægt að breyta í hendur svo hann gæti lifað upp til risa skiltis ofan við hurðina "KOMIÐ TIL MÍN".
Síðan að breyta innréttingum í spilavíti fyrir túrista. Ekki veitir af gjaldeyri og kirkjan eða styttan yrði fyrst farin að gefa eitthvað af sér...bara hugmynd..
Já, Hippokrates. Ekki batnaði veðrið neitt þótt ný veðurstofa væri byggð..það verður líklegast það sama með kraftaverkinn...
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 16:50
Hipptókrates. Það að stjórnmálatréhausarnir skulu skera niður í heilbrigðismálum en ekki kirkjumálum hlýtur að þýða að þeir hafi meiri trú á galdraþulum klerkanna en aðferðum læknavísindanna. Síðan hvenær hafa alþingisskussar ekki verið 200 árum á eftir í hugsun?
Ég skal impra á því við Jón Ólafs að hann fari að flytja út vígt vatn. Það þarf ekki að fá nema einn pokaprest í verksmiðjuna til að þylja eitthvað himneskt guðsorðabullshit og baða út öngunum og málið dautt, - þ.e.a.s. í höfn. Loksins kæmu þá prestarnir að einhverju gagni. Allavega fyrir Jón Ólafs.
Sverrir Stormsker, 26.12.2008 kl. 17:01
Björn bóndi. Ég lagði til í blaðagrein fyrir ca 10 - 15 árum að allri kristinfræðiítroðslu yrði hætt í skólum og hennar í stað tekin upp trúarbragðafræði. Skýrði þetta allt út í löngu máli. Þetta er víst eitthvað að þokast til betri vegar en ennþá eru "guðsmennirnir" að troða sér inní skólakerfið með "vinaleiðum" og einhverju slíku grímuklæddu bulli.
Hlutverkaskiptingin virðist hafa skolast eitthvað til í hausum klerkanna. Þeir vilja margir að kirkjan sé helst samofin skólakerfinu og sé æðri öllum veraldlegum stofnunum landsins einsog á miðöldum. Ef þeir vilja endilega troða sér í skólana þá legg ég til að það verði farið að kenna stærðfræði og tungumál og náttúrufræði og mannkynssögu og eðlisfræði og leikfimi í kirkjunum. Ekkert mál.
Sverrir Stormsker, 26.12.2008 kl. 17:19
Sverrir; Ég get mér til að "guðsmennirnir" vilji taka að sér þessa "trúarbragðafræði" því þeir eru jú útskrifaðir úr guðfræðideildinni og þykjast kunna allt um öll trúarbrögð.
Það minnir mig á söu um hjó sem fóru til hjónabandráðgjafa að áeggja félagsfræðinga og presta út af endalausum heimiliserjum.
Hjónabandsráðgjafinn: "Vilt þú frú segja mér þína skoðun og þína hlið á málinu og erjunum og hvert er upphaf þessa misklíðar og sambúðarerfiðleika hjá ykkur að þínu mati?"
Eiginkonan svarar: "Já. Sko mín saga er þessi; (svo malar hún í hálftíma) og nú skal ég segja þér hlið mannsins mín á málinu og hans skoðanir...!"
Kirkjan er eins og erfið og leiðingleg eiginkona. Hvað gerir maður við erfiða og leiðinlega einingkonu? Maður þarf að losa sig við hana.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 26.12.2008 kl. 17:31
Tek að sjálfsögðu undir það Sigurbjörn bóndi. Klerkar eiga ekki að koma nálægt skólum frekar en IPMG nálægt bönkum. En fólk ætlar aldrei að skilja þetta.
Sverrir Stormsker, 26.12.2008 kl. 18:12
Ef trú manna er svipuð á Jesú og á jólasveininn þá skil ég hvers vegna það eru margir sem ganga af trúnni þegar vit og þroski kemur yfir. Þar skilur á milli þeirra sem trúa af einlægni á Jesú Krist og þeirra sem trúa "af því bara" eða vegna þess að þeim er sagt að trúa, því þetta og hitt stendur í "bókinni" ..
Get ekki ímyndað mér að Jesús hefði pantað milljarða orgel eða skrautklæði til dýrðar Guði ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 10:39
Þetta segir manni bara eitt. Það er ljótt að vera heiðarlegur. Ég er bara farinn að skammst mín fyrir að hafa ekki tekið þátt í spillinguni.
Offari, 27.12.2008 kl. 20:44
Sæll Sverrir og takk fyrir síðast. Já þetta eru skemmtilegar pælingar varðandi kirkjuna.
Mér finnst svolítið skemmtileg pæling einnig að í hvert sinn sem "þegnar" kirkjunnar nýta þjónustu hennar eru "notendur" þjónustunnar leystir út með gjöfum af vinum og ættingjum sem hafa verið tamdir af kirkjunar mönnum,, samanber þegar sóknarbörn eru skírð/fermd eða að ógleymdri giftingunni.
Semsagt ekki ósvipað útrásarvíkingunum sem fá hundruð milljóna þóknun fyrir það eitt að hefja störf hjá tilteknum fyrirtækjum og stofna til nýrra "viðskiptasambanda"
En svo þegar maður vogar sér að yfirgefa jarðneska samkvæmið þá er ríkið búið að tryggja þér 1*1 fermetra pláss næstu 75 árin með því að láta þig borga kirkjugarðsgjöld síðan maður gerðist skattgreiðandi og nota orðið "framkvæmdasjóður aldraðra" til þess að fegra ásýndina ofurlítið..
Sömu aðferð hafa sjálfstæðismenn notað í gegnum tíðina varðandi hrapandi stjórnmálastjörnur en í staðinn fyrir að hola þeim niður í jörðina þá er þeim plantað í þar til gerða leðurstóla í stofnunum á borð við rúv eða sendiráð víða um veröldina.
Jóhann Kristjánsson, 27.12.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.