Framsóknarmartröðin heldur áfram

absolut_idiot.jpgEkki byrjar siðbótin í Framsókn vel. Fyrst er Höskuldur lýstur formaður og svo Sigmundur nokkrum mínútum síðar. Hver verður það í kvöld? Guðni? Valdi koppasali? Ragnar Reykás? Hver sér um atkvæðatalninguna fyrir þessa dúdda? Inspector Clouseau? Hvernig er hægt að ruglast á nöfnum? Settu þeir Gísla Helgason flautuleikara í að yfirfara þetta? Hvað eru þessir svefngenglar að drekka sem við höfum ekki smakkað? Absolut Idiot?

Það er ekki að ástæðulausu að ég set þessa færslu undir "heilbrigðismál."

 

Ég veit ekki hvort ég eigi að samgleðjast Sigmundi eða samhryggjast. Jú reyndar, ég veit það. Hann er í skelfilegum málum. Þarna fór fín perla í svínskjaft. Ég sem hélt að það yrði eitthvað úr honum. Ég myndi eflaust kjósa Sigmund í persónulegri kosningu, en flokkinn og allt það fálkager sem honum fylgir mun ég að sjálfsögðu aldrei kjósa.

 

dunce_774056.gifÍ gær heiðraði þessi gjörspillti flokkur Guðna Ágústsson. Fyrir hvað? Að standa sem lambbúnaðarráðherra með bændamafíunni á móti neytendum? Fyrir ævisöguna þar sem var ekki minnst einu orði á gjafakvótakerfið sem flokkurinn kom á? Fyrir að segja af sér formennsku og þingmennsku? Fyrir góða veislustjórn í spillingarbælinu? Fyrir að flýja einsog fætur toguðu úr þættinum mínum? Hver á að skilja þennan flokk?

 

 

Jónína Ben vinkona mín heldur að það sé hægt að ræsta spillinguna úr flokknum. Í gær setti ég inná síðuna hennar þessa athugasemd:

"Að ætla sér að reyna að hreinsa spillinguna úr Framsóknarflokknum er einsog að ryksuga hús sem er gegnétið af veggjatítlum. Það verður að brenna kofann til grunna."

Þessi flokkur á álíka mikið erindi við þjóðina og minkur við hænsnabú.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það verður gaman að fá að heya þegar þú tekur nýja formanninn í gegn á útvarpi sögu

Ómar Ingi, 18.1.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Niðurlagið í grein þinni lýsir þessu spilltasta greini landsins vel. Vonandi að hænurnar verði ekki búnar að gleyma græðgi minksins við næstu kosningar.

Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Heidi Strand

Góð færsla og athugasemdin þin til Jóninu Ben. er alveg  rétt. það er jafnt vonlaust.

Heidi Strand, 18.1.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

I. Skúlason: Mugabe kemur vel til greina. Einnig Flórídatalningameistararnir hans Bush. En kannski að Guðni hafi bara séð um þetta og klikkað þegar hann var kominn upp að 11 og búinn að telja á fingrum sér og.....

Ómar. Aldrei að vita. Annars líst mér vel á Sigmund. Hann er jafn góður og flokkurinn er slæmur.

Ástþór: Jú það má gera ráð fyrir því að fólk verði búið að gleyma öllum vibbanum. Gleymni er eitt af þjóðareinkennum Íslendinga.

Heidi. Spillingargreni einsog Framsókn verður bara ræst með dýnamíti. Þetta er undir kjósendum komið.

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 19:29

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Flott færsla.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.1.2009 kl. 19:43

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú átt að nota frettalið á Hörð Torfa, Sverrir, og mæta niður á Austurvöll og styðja þitt lið.Best væri að þú mættir með allt niður um þig eins og vanalega svo enginn þurfi að efast um með hvorum endanum þú talar.,

Sigurgeir Jónsson, 18.1.2009 kl. 22:17

7 Smámynd: hilmar  jónsson

""Að ætla sér að reyna að hreinsa spillinguna úr Framsóknarflokknum er einsog að ryksuga hús sem er gegnétið af veggjatítlum. Það verður að brenna kofann til grunna."

Þessi flokkur á álíka mikið erindi við þjóðina og minkur við hænsnabú."

Gæti ekki orðað þetta betur Sverrir.

hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Bleeeeesuð Helga. Takk.

Sigurgeir. Bloggsíðan þín á það sameiginlegt með hausnum á þér að vera alveg galtóm.

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 22:33

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þetta er nú meiri farsinn!

Las þetta sem Jónína ætlar að gera. Hún ætlar að afspilla flokkinn. Ég mundi frekar setja peningana mína á afhommun Gunnars í krossinum sem er mun líklegri til árángurs þar sem hitt er einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki.

Held að framsóknarmenn og konur séu haldin afar sjaldgæfum veruleikafyrrusjúkdómi sem kallast framsótt og Kári Stefáns segir enga lækningu við.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.1.2009 kl. 22:37

10 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þakka þér Hilmar

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 22:37

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ragnar. Það virðist eitthvað vera til sem heitir framsóknargen. Framsótt er ættgengur kvilli. Hermann Jónasson - Steingrímur Hermannsson - Guðmundur Steingrímsson. Þetta gengur mann fram af manni og svo alveg fram af manni.

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 22:43

12 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sverrir minn þú átt jafnmikið erindi við þjóðina eins og gamall notaður ælupoki úr flugvél.

Ert þú að gera eitthvað uppbyggilegt í dag? Er þjóðin bættari með það að þú snúir út úr til að skemmta einföldum sálum? Held að þér væri nær að læsa blogginu þínu svo að þú getir haldið því útaf fyrir þig og hirðina þína. Þeir sem lifa af skítkasti eru jú dýpst á kafi í skítnum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:46

13 Smámynd: hilmar  jónsson

sona sona..

hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 22:52

14 Smámynd: Ransu

Má vera að Jónína ætli að senda Framsóknarflokkinn í "detox". En það gerist ekkert þótt flokkurinn klæði nýja menn í sömu gömlu gráu jakkafötin. Þau eru enn úldin.

Nýja Ísland verður að vera án Framsóknardoðaflokksins.

Ransu, 18.1.2009 kl. 23:25

15 Smámynd: Sverrir Stormsker

Guðmundur varaformaður Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði: Málefnalegt innlegg hjá þér einsog við var að búast af framsóknarmenni .  Málefni ykkar framsóknarmenna eru jafnvel fátæklegri en "fjöldinn" á spillingarþinginu. Flokkurinn sekkur dýpra með hverju orði sem þið látið út úr ykkur. Þetta er örflokkur vegna þess að hann er samansafn af örvitum.

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 23:43

16 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Flott færsla...og já ég svo sannarlega sammála...sérstaklega niðurlaginu :)

Aldís Gunnarsdóttir, 18.1.2009 kl. 23:49

17 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sverrir, það er ljótt að níðast á minni máttar...

Sigurður Hrellir, 19.1.2009 kl. 00:23

18 Smámynd: Jens Guð

  Það bregst ekki,  Sverrir minn,  að ef maður vill skella hressilega upp úr fyrir svefninn,  þá er ráðið að lesa fréttaskýringu á www.stormsker.blog.is.  Reyndar dugir líka að lesa eitthvað um Framsóknarflokkinn hvar sem því verður við komið.  Þessi holdgerfingur spillingar,  Framsóknarflokkurinn,  er einn samfelldur brandari sem nær aftur til margra áratuga.  En jafn dapurlegur í leiðinni.

  Nú hefur flokkurinn eignast sinn sjötta formann á þremur árum (Dóri drusla,  Jón Sigurðsson,  Guðni beljukoss,  álftin frá Lómatjörn,  Þröskuldur sveitungi minn úr Skagafirði (í 9 mínútur) og Sigmundur (mikið sig).  Hverjir verða næstu 6 formenn flokksins á komandi þremur árum?

  Einhversstaðar í leiðinni bauð Haukur Haraldsson,  leigubílstjóri,   sig fram til formennsku undir þeim formerkjum að binda endi á spillinguna sem einkennir flokkinn.  Hann fékk 1 atkvæði af næstum 800.  Og liggur undir grun um að hafa kosið sjálfan sig.  Allir aðrir kusu áframhaldandi spillingu.  Þeirra afsökun var sú sama og sporðdrekans sem stakk bjargvætt sinn:  "Þetta er mitt eðli.  Ég gat ekki annað."

Jens Guð, 19.1.2009 kl. 00:59

19 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ég er hjartanlega sammála þér, nema að einu leit, þú leggur gælunafn mitt við hégóma!

Hver sér um atkvæðatalninguna fyrir þessa dúdda?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 19.1.2009 kl. 01:17

20 Smámynd: aloevera

Sigfús,  Haukur Ingibergsson sá um atkvæðatalninguna.  Söngvari og gítarleikari Steina spil og Upplyftingar ("Góða nótt og reyndu nú að láta renna af þér,"  í frábærum flutningi pönksveitarinnar Rass).  Haukur "fjárfesti" í Nígeríubréfi fyrir nokkrum árum og tapaði milljónum króna.  Það "ævintýri" kostaði vinslit við aðra í Upplyftingu (= enska útgáfan:  Víagra). 

aloevera, 19.1.2009 kl. 02:04

21 Smámynd: Offari

Ég veit bara ekki hvort það er tilviljun eða hreinlega ófrávíkjanlegt náttúrulögmál að skítsæknasti vinnufélagi minn skuli vera framsóknarmaður.

Offari, 19.1.2009 kl. 08:57

22 identicon

Jónína Ben hefur heldur betur innleitt skítinn enn frekar... Birkir varaformaður hahahaha
Munið þið eftir Bikri, maðurinn sem sóaði tugum ef ekki hundruðum milljóna í Byrgið.... hefur hann tekið ábyrgð... já samkvæmt íslenskri hefð var honum veitt stöðuhækkun.

Passið ykkur á framsókn.. þeir eru fullir af skít!!!

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 09:35

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ég hélt að Guðmundur Ragnar væri að tala um framsókn.. fannst það passa mun betur. 

"Framsókn" á jafnmikið erindi við þjóðina eins og gamall notaður ælupoki úr flugvél.

"Er Framsókn" að gera eitthvað uppbyggilegt í dag? Er þjóðin bættari með það að "Framsókn" snúi út úr til að skemmta einföldum sálum? Held að "Guðmundi" væri nær að læsa blogginu sínu svo að hann geti haldið því útaf fyrir sig og hirðina sína. Þeir sem lifa af skítkasti "Spillingu og siðblindu" eru jú dýpst á kafi í skítnum "Spillingu og siðblindu".

Fannst Guðmundur skjóta sig í báðar hnéskeljarnar með þessari færslu. Spyr mig hvort málfrelsi eigi rétt á sér miðað við sirkusinn í kringum Framsótt undanfarna daga. Billí gamli Smart er hálfdrættingur miðað við þennan farsa.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.1.2009 kl. 10:16

24 Smámynd: Sverrir Stormsker

Er á spani og get því ekki svarað öllum.

Jens: Sá maður sem gengur í Framsókn gagngert til að uppræta spillinguna í flokknum (taka bensínið af bílnum) getur aldrei gert sér vonir um fleiri en eitt atkvæði.Greyið Jónína:)

Offari: Efast um að það sé "hrein" tilviljun að skítsæknasti vinnufélagi þinn skuli vera framsóknarmaður.

DoctorE: Já það þarf endilega að fá Birki varaformann aftur í fjárlaganefnd til að dæla ennþá meiri peningum í Byrgið. Þar verður aldrei nóg að gert. Fyrir þetta afrek varð "hreinlega" að gera hann að varaformanni.

Ragnar: Rétt hjá þér. Þetta er ótrúlega nákvæm lýsing á Framsóknarflokknum þegar maður skoðar það betur. Það er víst í tísku í Framsókn að skjóta sig í fótinn og fremja harakíri. Nærtækustu dæmin: Guðni og Bjarni Harðar - og svo sex formenn á þremur árum, þar af einn sem var formaður í 9 mínútur, sem ég held að sé heimsmet í rugli. Þessi flokkur er svo skemmtilegt skrípó að hann verður hreinlega að tóra fram að næstu kosningum. Það væri ekkert gaman að Simpson´s ef ekki væri Hómer

Sverrir Stormsker, 19.1.2009 kl. 12:32

25 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er svo, að pápi nýs formanns, er einn fyrsti ,,víkingurinn".

Hann fékk Ratsjárstofnun svona í forbífarten, þegar Kögun varð.

Ekki hefur enn verið skoðað hvernig  en það varð.

 Ríkið var með sumt í braskinu.

Ekki væri úr vegi, að skoða hvernig sumt gat orðið, svo sem að Framkvæmdasjóður yrði allt í einu að fyrirtækjum í eigu sumra en patent sumra fyrirtækja tekið í pant og afhent  sumum. 

Svo urðu til fyrirtæki sem höfðu eigur Ríkisins sem aðaleign.

Svona varð til en ekekrt rannsakað hvernig.

Við búum í Undralandi og elítan er spilastokkar og tinkalrar í félagi við Lísu.

skil ekekrt í þessu bixi.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 19.1.2009 kl. 12:41

26 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Sverrir það er betra að vera örviti en hálvíti.Ég er sammála Guðmundi Ragnari.Sverrir  ef Jónína kemst áfram í lífinu hjá Framsókn er það frábært og hættu svo að öfunda fólk sem hefur eitthvað í kollinum sínm Gú,gú

Sigurbjörg Níelsdóttir, 19.1.2009 kl. 15:57

27 identicon

Guðmundur og Sigurbjörg munu elta framsókn beint ofan af klettum... beinustu leið á skítakamarinn.

Er ekki skrítið hvað fólk neitar að horfast í augu við staðreyndir... þessi 2 eru eins og áhangendur guðs hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:04

28 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Þakka þér Doctor E Guð er góður og gott er að komast á skítkamarinn og vera handfljótur að skíta

Sigurbjörg Níelsdóttir, 19.1.2009 kl. 16:10

29 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Framsóknarflokkurinn er búinn að redda annars hundfúlli viku með hjákátlegu trúboði sínu um nýja vinda sem eiga að blása í burtu skítalyktinni á Alþingi. Maður prumpar ekki skítalykt í burtu.

Það reddar algerlega deginum að lesa kommentin frá Guðmundi,Sigurbjörgu og Andra.

Firran er svo mikil að maður spyr sig hvað fólk sé að reykja fyrir framan tölvurnar.  Spurning hvort það hafi verið framsóknarmenn sem stálu lömpunum í hveragerði.

Læt þetta gott heita. Takk Sverrir fyrir að lýsa upp skammdegið. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.1.2009 kl. 18:00

30 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Ragnar hvað eru þið með leyi að reikja, ég reiki ekki og hef ekki gert og á koll í lagi. hafú það og gott að skemmta þér góði

Sigurbjörg Níelsdóttir, 19.1.2009 kl. 18:29

31 identicon

Fjölmiðlarnir voru blaðurskellandi um þetta framsóknarþing eins og þeir fengju borgað fyrir það.... hmmm....

Ef mótmælin fengju helming af þessari umræðu, þá þyrfti maður ekki að lesa sér til um hvað gerðist hvar á frjálsum bloggsíðum.  En svona er komið fyrir fjölmiðlunum, þeir hafa sjálfir grafið sig með því að gleyma hlutverki sínu sem fjórða valdið og kjósa hið ljúfa líf bónus heilsíðuauglýsinga og h.f.f. group kostunar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:01

32 Smámynd: Hermann Óskarsson

Frábært Sverrir, haltu áfram svona, ég hef sjaldan skemmt mér betur. Þú hefur auðvitað hárrétt fyrir þér, ekki spurning!

Hermann Óskarsson, 19.1.2009 kl. 21:25

33 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þú ert maður að mínu skapi Sverrir, með hreðjarnar neðanlóks. 

Mig grunar að með þessum ungu mönnum sem hafa tekið við flokknum verði einungis smávægilegar áherslubreytingar. Framsókn er og verður Framsókn. Mig grunar að helsta áherslubreytingin á stöðu hins nýja formanns verði sú, að allt kossaflens formannsins við rollur, beljur og jafnvel naut, skuli hér eftir fara fram fyrir luktum dyrum.

Framsóknar öflugar eljur

espast og súpa hveljur

Þó foringjann kjósi

'ann finnst inní fjósi

feiminn að sleikja beljur.

Sigurður Sigurðsson, 19.1.2009 kl. 22:32

34 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er bara gaman að fylgjast með þessu úr fjarlægð, hæfilegri fjarlægð það er að segja, úr annarri heimsálfu. Við skulum vona að Framsóknarmenn verði venju fremur "handfljótir að skíta", hvernig svo sem sú aðgerð fer fram og hvað felst í henni. Dettur helst í hug að þetta sé dulmál fyrir talningamenn flokksþingsins.

Heimir Tómasson, 19.1.2009 kl. 23:57

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru bara greinilega listamenn serm geta raðað svona pistli saman. Pistillinn er hreinasta snilld og ekkert annað, plús að hann er helber sannleikur.

Þú ert einn af þessum pennum sem ég hneigi mig fyrir.

Óskar Arnórsson, 20.1.2009 kl. 02:22

36 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta var nú skemmtileg lesning......  Fyndin líka. 

En lengra nær það nú ekki...

Eiður Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 03:10

37 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jújú það nær miklu lengra.

Andri nr. 31, þú segir: "Framsókn hefur gert það sem allir hinir flokkarnir verða að gera ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika í næstu kosningum."

Það er rétt hjá þér. Þeir hafa sópað spillingunni undir teppið og ryki í augu fólks.

Þessi flokkur sem er búinn að vera við völd áratugum saman neitar að horfast í augu við fortíð sína og segist ENGA ábyrgð bera á því hvernig komið er. Enginn getur tekist á við framtíðina sem feisar ekki fortíðina. Þessi fáránlegi flokkur er í fullkominni afneitun og við þurfum síst af öllu á svoleiðis slekti að halda jafnvel þó þeir hafi málað á sig nýtt andlit. 

Rusl er rusl og rusl á heima á öskuhaugunum.

Sverrir Stormsker, 20.1.2009 kl. 12:28

38 Smámynd: Helga Þorkelsdóttir

Sæll Sverrir. Var að lesa síðurnar þínar og alltaf ertu jafn orðheppinn og skemmtilegur. Ég er svo hjartanlega sammála þér varðandi framsóknargerið. Var samt að hugsa um það áðan ,hvort flokkinn vanti ekki snilling á borð við þig, sem gæti bjargað þessum aulum og komið þeim til manns??En nei annars ég veit hvað þú ert að hugsa: Ekki viðbjargandi. Áfram með skrifin og best væri að þú stofnaðir bara flokk, sem myndi örugglega ekki heita RADDIR FÓLKSINS heldur e-ð allt annað!. Kveðja, Helga

Helga Þorkelsdóttir, 20.1.2009 kl. 13:50

39 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Framsóknarflokkur er búinn að vera
finnur sér lítið nytsamt að gera.
En vilji hann vótin
víst mætti snótin
hún Siv bæði brjóstin sín bera.

Sigurður Sigurðsson, 20.1.2009 kl. 19:49

40 Smámynd: Ari Jósepsson

Gaman að lesa alltaf eftir þig :)

Ari Jósepsson, 21.1.2009 kl. 14:35

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

"heima á öskuhaugunum" Þú skuldar mér hálfa klósettrúllu Sverrir Stormsker út af hversu mikið ég grenjaði af hlátri.Allt þér að kenna.

Svo er ég 58 ára og má ekki við hlaupasting af hlátri. Ég skal koma með efni í bók sem myndi slá allt út sem þú hefur nokkuntíman skrifað.

Sendu bara mail oskar.evropa@gmail.com (Ég og Jón Gnarr erum systkynabörn. Hann þekkir mig mjög vel. Í svíþjóð héldu allir að við værum bræður)

Óskar Arnórsson, 21.1.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband