9.11.2009 | 13:17
Nor-rænulausa helferðarstjórnin
Það fer að verða soldið erfitt að botna í illa þefjandi ríkisstjórninni. Ögmundur stekkur í ofboði úr henni haldandi fyrir nefið en styður hana hinsvegar heilshugar. Hann er svo hrifinn af þessari ríkisstjórn að hann getur ekki fengið af sér að sitja í henni mínútunni lengur. Guðfríður Lilja vill sömuleiðis ekki sjá að taka sæti í þessari ríkisstjórn og kúgast við tilhugsunina en styður hana hinsvegar alveg af alefli. Hugsunin er einhvernveginn svona: "Ég vil engan þátt eiga í ykkar heimskulega glæpapukri og vil ekki bendla mig við ykkar rugl, en ég styð ykkur hinsvegar af heilum hug því frekar vil ég hreina vinstri óstjórn en óhreina hægri óstjórn." Ég veit ekki hver nennir að reyna að skilja þetta. Það er einsog hvert sæti í þessari ríkisstjórn sé rafmagnsstóll sem enginn vill tylla sér í nema fársjúkir valdafíklar.
Steingrímur J. er löðursveittur á harðahlaupum útum allan heim til að redda snúrum og drasli í öndunarvél þessarar ríkisstjórnar sinnar og snýst einsog vindhani í ofsaroki og sturtar niður hverju kosningaloforðinu á fætur öðru enda hefur hann sagt að stefna flokks síns samræmist ekki raunveruleikanum.
Ráðríkið, það er ég
Jóhanna Skjaldborg Sigurðardóttir forsætisráðherfa er líklega illskiljanlegust þeirra sem nenna að sitja í þessari nor-rænulausu helferðarstjórn. Henni finnst best að stjórna með kúgunum og hótunum einsog yndislegi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hennar og hún heimtar samstillta samvillta samspillta ríkisstjórn sem er til í að láta ALLT yfir sig og þjóðina ganga til að tryggja inngöngu í ESB sem fyrst. Einkunnarorð Jóhönnu eru: Ráðríkið, það er ég. Þetta er ráðríkisstjórn Jóhönnu. Hún flæmdi Ögmund burt afþví hann hafði sjálfstæða hugsun og vildi halda í þann mikilvæga fyrirvara að við gætum leitað réttar okkar fyrir dómstólum varðandi Icesave ruglið. Skömmu eftir að hafa sparkað Ögmundi út á götu snerist hún 180 gráður og sagði að "það væri auðvitað ekki ásættanlegt ef okkur væri bannað að leita rétta okkar síðar meir, ef í ljós kemur að okkur hafi ekki borið þessi greiðsluskylda á icesave láninu."
Og núna snýst hún aftur 180 gráður og vill ásamt villta spillta vinstrinu samþykkja að ákvæðið um dómstóla verði gert marklaust og einskisvert! Hvað er að? Ég er ekki alveg nógu þroskaheftur til að skilja þennan hringlandahátt. Fyrir örfáum mánuðum vildi hún troða þessum ánauðarsamningi ólesnum í gegnum þingið án ALLRA fyrirvara. Hún hendir Ögmundi út og tekur síðan undir allt sem hann sagði sem var orsök þess að hún henti honum út. Og núna snýr hún aftur við blaðinu og samþykkir að ef málið fari fyrir dómstóla þá töpum við því jafnvel þótt við vinnum. Eru ekki til einhver lyf við þessu?
Hring eftir hring eftir hring eftir hring fer flokkurinn
Afhverju ganga ekki allir úr þessari ríkisstjórn úr því að verið er að framkvæma þar hluti sem allir virðast vera ósammála? Meiraðsegja Jóhanna er ósammála sjálfri sér. Steingrím J. væri að vísu ekki hægt að losa úr stólnum með járnkarli og kúbeini og 50.000 volta rafstuði því hann er jú hugsjónamaður. Hugsjón hans er að sitja sem fastast. Hann er einsog farþegi í strætisvagni sem fer með honum hring eftir hring mánuðum saman án þess að vita hvert hann er að fara og hvort hann sé yfirleitt í réttum vagni, en vill ekki standa upp og fara úr á næstu stoppustöð af ótta við að sjálfstæðismaður setjist í sætið hans. Jóhanna situr rammvillt og samvillt við stýrið í vagúmpökkuðum stjórnklefa. "Viðræður bannaðar við vagnstjóra í akstri." Kleppur - Hraðferð.
Óskastjórn pottaglamraranna
Endurtek: Fyrir örfáum mánuðum reyndu dýrðlingarnir gegnsæu þau Jóhanna Skjaldborg og Steingrímur Gjaldborg að lauma Icesave ánauðarsamningnum ólesnum í gegnum Alþingi, án allra fyrirvara, og töluðu um "frábæran samning" sem Svavar-ég-nenni-þessu-ekki-Gestsson og einhver Mr. Bean krotuðu annarshugar undir í útlandinu að beiðni Steingríms, góðvinar þeirra. Samfylkingarforkólfarnir töluðu þá um að þeir myndu samþykkja hann blindandi einsog kettlingar og voru skýjum ofar í einfeldni sinni, fákunnáttu og ábyrgðarleysi.
Þetta er óskastjórnin sem búsáhaldabyltingin vildi sjóða saman í pottunum sínum. Hér er hún komin: "Hrein" vinstristjórn. Hreinn viðbjóður. Þessi nor-rænulausa helferðarstjórn veit samt ekki hvort hún er að koma eða fara en hún mætti gjarnan fara, - fara ein og óstudd til heljar án þess að draga þjóðina með sér í fallinu.
Við þurfum að fá hér utanþingsstjórn, - neyðarstjórn skipaða óklíkutengdum, klárum, heiðarlegum, frjálsum og óháðum fagmönnum. Ef engir slíkir innlendir fagmenn finnast þá mega þeir allir vera erlendir mín vegna. Jafnvel helst erlendir. Allavega kæri ég mig ekki um fleiri gjörspillta, vanhæfa, vankaða, eiginhagsmunapotandi, keypta og illa þefjandi stjórnmálaviðvaninga í boði Baugs, kúluvambabankanna og FL-Group, hvar í flokki sem þeir hanga.
(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember 2009)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að enginn sé nógu þroskaheftur til að skilja eitt né neitt í þessari ríkis"stjórn"
Einnig ef þú vilt finna heiðarlegann, frjálsann og óháðann fagmann sem þar að auki er ekki í neinni klíku ... Þá segji ég bara gangi þér vel. Og ef þér tekst að finna hann þá verður þú að fá hann í klíku með þér og redda þessu skeri okkar undan þessari "tæru snilld" sem þessi stjórn er.
Valur Hafsteinsson, 9.11.2009 kl. 16:01
Valur, þetta voru svona smá draumórar hjá mér; að hægt væri að finna 1 óklíkutengdan frjálshuga Íslending, sem væri fagmaður í ofanálag. Glætan. Þetta voru svona imagine-útópíudraumar. Það er augljóst að útlendingar verða að koma að málum við stjórn Klakans, en það verður víst aldrei. Klakinn er og verður eins. Ekkert mun breytast. Lifi viðvaningshátturinn og flokksdýrkunin!
Sverrir Stormsker, 9.11.2009 kl. 16:22
Það væri hugsanlega ekkert svo mikið mál að finna einstakling sem myndi uppfylla öll nema þetta með að vera fagmaður. Og það eru öll ófæddu börnin á Íslandi. En um leið og þau fæðast þá er það spurning hvað er hægt að halda þeim lengi innan hinna skilyrðanna.
Ekki jafn viss og þú að ekkert muni breytast hérna á skerinu, en kannski það geri mig bara að draumóramanni. Ég væri þá ekki sá fyrsti ;)
Valur Hafsteinsson, 9.11.2009 kl. 16:45
Valur, það er ágætt að leyfa sér að dreyma en það er bara akkúrat ekkert í spilunum sem segir manni að hér sé eitthvað að fara að breytast til batnaðar, enda í raun ekki möguleiki á því þar sem þjóðfélagið og stjórnkerfið allt er svo gegnumrotið.
Maður reynir ekki að ryksjúga veggjatítluhús. Maður rífur kofann til grunna og byggir annan. Það mun ekki heldur gerast. Klakinn er í rauninni bara djók.
Sverrir Stormsker, 9.11.2009 kl. 18:01
"Minn tími mun koma.." sagði Hitler þegar hann var gagnrýndur af Austurrískum listmálakennara sínum. Því miður rættist sú hótun, hann reyndi SS-íðan að sameina önnur lönd inn í Evrópu gegn þeirra vilja, alveg eins og Samspillingin reynir að troða þjóðinni inn í EB gegn þjóðarvilja. Slíkt er nú yfirleitt ekki gáfulegt, að fara gegn vilja þjóða & skilar bara leiðindum. En það hefur nú ekki margt gáfulegt komið frá Samspillingunni frá stofnun þess FL-okks. Þjóðar ógæfa hversu lélega stjórnmála leiðtoga þjóðin á - "Steinfreður - algjörlega freðinn" og það tók Jóhönnu ca. 20 ár að átta sig á því hún vildi sigla sínum bát í Raufarhöfn. Kannski eftir ca. 20 ár mun Jóhanna segja um IceSLAVE dæmið : "Þar sömdum við vissulega af okkur, en það er auðvelt að vera vitur eftir á...lol...!" Þessi ríkisstjórn er ekki bara stórhættuleg land & þjóð, hún er því miður "viðbjóðslega léleg". Eða með orðum SSverris: "Auðveldara er fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en að skynsamlegt frumvarp komist í gegnum alþingi."
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 9.11.2009 kl. 19:21
Enn og aftur nærðu að lýsa þjóðarástandinu af mikilli snilld. Það væri sniðugt að leigja alþingi út sem æfingarpláss fyrir unglingahljómsveitir og leyfa hústökuþingmönnunum að hvíla sig heima á meðan. Prófa þetta í nokkra mánuði og sjá hvort það hefði áhrif til hins verra fyrir þjóðfélagið. Kannski færi allt á hausinn en við fengjum þó allavega nokkra hittara til að troða í ruslahauginn sem kallast íslenskt útvarp.
Pétur Harðarson, 10.11.2009 kl. 00:31
Jakob, það var frétt í góðu erlendu blaði fyrir stuttu að hér á Íslandi væru víst þeir allra lélegustu bankamenn sem fyrirfinndust í veröldinni. Það er svosem engin frétt í sjálfu sér, en það hefði verið gaman að heyra álit þessa blaðs á íslenskum stjórnmálamönnum. Blaðið hefur örugglega ekkert álit á þeim en það hefði samt verið gaman að heyra álit þeirra.
Svo er ég náttúrulega sammála sjálfum mér um það sem þú nefnir þarna í restina.
Sverrir Stormsker, 10.11.2009 kl. 02:56
Pétur, ég get ekki ímyndað mér að það hefði skaðleg áhrif að rusla þingmönnunum út úr alþingishúsinu og skella í lás og fleygja lyklinum, nú eða að leyfa unglingahljómsveitum að æfa þarna eða að breyta þessu í athvarf fyrir útigangsmenn.
Vandamálið við suma þingmenn er hvað þeir eru duglegir. Því minna sem þeir gera því minni skaða valda þeir. Það mætti gjarnan lengja sumarfrí þingmanna í 6 mánuði og jólafríið í 6 mánuði, kauplaust.
Sverrir Stormsker, 10.11.2009 kl. 03:12
Kjarnyrt og skemmtileg grein hjá þér, en það sem kannski verra er, svo hræðilega mikið sannleikanum samkvæmt.
(IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:22
Sigurlaug, Takk fyrir það. Sannleikurinn er kannski alveg það vinsælasta um þessar mundir, frekar en kannski aðrar mundir
Sverrir Stormsker, 10.11.2009 kl. 16:48
Einhver besta grein sem þú hefur gert í langan tíma Sverrir
Ómar Ingi, 10.11.2009 kl. 17:14
Ómar, hún venst, en mér finnst þessi hérna líka alveg þolanleg.
Sverrir Stormsker, 10.11.2009 kl. 21:31
" snýst einsog vindhani í ofsaroki og sturtar niður hverju kosningaloforðinu á fætur öðru"
og
"Hann er einsog farþegi í strætisvagni sem fer með honum hring eftir hring mánuðum saman án þess að vita hvert hann er að fara og hvort hann sé yfirleitt í réttum vagni, en vill ekki standa upp og fara úr á næstu stoppustöð af ótta við að sjálfstæðismaður setjist í sætið hans. Jóhanna situr rammvillt og samvillt við stýrið í vagúmpökkuðum stjórnklefa. "Viðræður bannaðar við vagnstjóra í akstri." Kleppur - Hraðferð."
Magnað hjá þér enn einu sinni.
Þetta er ljósið sagði ljósaperan þegar hún settist í rafmagnsstólinn. Það þarf kannski rafmagnsstóla á Alþingi til að Alþingismenn nái að láta ljós sitt skína, einu sinni og endanlega.
nicejerk, 11.11.2009 kl. 00:21
nicejerk, það virðist þurfa eitthvað rosalega mikið til að þessir froskar kveiki á perunni og fari að átta sig á að það er fleira til í þessu landi en bankar, og auðrónar - t.d. venjulegt fólk.
Sverrir Stormsker, 11.11.2009 kl. 18:29
Það er sami rassinn undir þeim öllum eins og kellingin sagði forðum berum orðum.
SeeingRed, 11.11.2009 kl. 19:34
SeeingRed, einsog góður maður orti um aðra en náskylda stétt:
Kemur einn þá annar fereins og sviptir glórum
sami rassinn undir er
öllum bankastjórum
Sverrir Stormsker, 12.11.2009 kl. 04:03
Frábær pistill Sverrir.
"Það er einsog hvert sæti í þessari ríkisstjórn sé rafmagnsstóll sem enginn vill tylla sér í nema fársjúkir valdafíklar. "
Þetta er hverju orði sannara. Þessi ríkisstjórn gerir alla hluti vitlaust og öfugt við það sem ætti að gera í þessu ástandi.
En á þjóð sem kaus flugfreyju og jarðfræðing til að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar von á einhverju öðru?
Jón Á Grétarsson, 13.11.2009 kl. 22:32
Þjóð sem kaus dýralækni til að stjórna fjármálum þjóðarinnar mátti búast við því versta...eins og raunin varð.
SeeingRed, 13.11.2009 kl. 23:28
Þú skrifar það sem annað fólk hugsar og þeir sem eru þessum pistli ekki sammála eru nægjanlega þroskaheftir. Annað sem mér finnst stórmerkilegt, það var kastað út um gluggann um 700 milljónum til að komast inní þetta horyggisráð SÞ sem við auðvitað skíttöpuðum, svo á að fara í aðildarviðræður við ESB upp á 1000 milljónir og svo á fólkið að fá að kjósa hvort það vilji ESB(Endaþarms Samtök Bandíta) ... með öðrum orðum, skjóta fyrst og spyrja svo, ég segi það með þér, ég er ekki alveg nógu þroskaheftur til að skilja þennan hringlandahátt og því síður að skilja að það sé verið að skera niður allstaðar og svo á að moka 1000 milljónum í aðildarviðræður sem verður hent á hafsauga í kosningum, fé vel v(f)arið ?
Sævar Einarsson, 13.11.2009 kl. 23:36
Já minnstu ekki á það ógrátandi SeeingRed, STÔR mistök að hann hafi stjórnað fjármalum þjóðarinnar.
Þessi dýralæknir á sennilega íslandsmetið í hroka þar fyrir utan.
En það verður fróðlegt að fylgjast með Þjóðfundinum á morgun.
Jón Á Grétarsson, 13.11.2009 kl. 23:41
Talandi um að fá útlendinga til að stjórna. Er ekki EB lausnin. Þar er sú ósk uppfyllt. Verði ykkur að góðu.
Væri ekki nær að leyfa Steingrími að ljúka þessu einum. Sé einhver að reyna að gera eitthvað er það reyndar hann.
Þórbergur Torfason, 14.11.2009 kl. 00:29
Heill og sæll; Sverrir - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Þórbergur !
Kanntu annan ? Steingrímur hefir ekki; meðal ánamaðks vit, Suðursveitungur góður.
Dekur þitt; við VG leiðarann, verður að skoða, í því þoku- og súldar lofti, hvert einkennir þína heima haga, ágæti drengur.
Hvað; skyldu svikin loforð, þeirra Jóhönnu og Steingríms, vera búin að kosta heimilin; já, og fjölskyldu líf venjulegs fólks, á landi hér, Þórbergur ?
Af hverju; hafði Steingrímur, fullar hendur fjár (á 17. Milljarð króna), til að endurlífga sukkið í Sjóvá- Almennum, eftir Makaó ruglið, í sumar - þegar þessi sami spraðurbassi, gefur Sýslumönnum landsins veiðileyfi, á húseignir fólks, hvert; hvergi átti hlut að því þjóðfélags hruni, hvert varð, haustið 2008 ?
Steingrímur; er holdgerfingur, amlóða háttar Geirs H. Haarde, hafir þú ekki tekið eftir, Þórbergur Torfason !!!
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi / fremur nöprum, til gárungsins Þórbergs /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 01:37
Fáránleg misnotkun á semikommu. Varla hægt að skrifa orsakirnar á lesblindu! Dónaskapur að skrifa allt í feitletruðu á síðu annarra. Maður óskar sumum alls hins besta til betrunar. Það er eins og óskalisti hjá sumum að 'sturta niður kurteisinni' (góður frasi þar SS). En, 'það læra börnin sem fyrir þeim er haft' og því ekki að sakast við þá apaketti.
nicejerk, 14.11.2009 kl. 11:01
Kæri Óskar. Ekki vil ég dæma mikið um vit ánamaðka enda ekki sérfóður í því austur hér eins og þú í uppsveitum. Hitt tel ég mig geta fullyrt að ef vit Steingríms nálgast eitthvað vit ánamaðka í Suðursveit, treysti ég þeim manni fyllilega til að forða sér oní jarðveginn þar sem hann er frjóastur. og leiða sinn þjóðflokk þurrum fótum yfir fljót gjaldþrota og annars konar óára sem er að byrja að bíta í hælana á okkur. Einnig treysti ég honum og hans fólki að þagga niður í gjammandi rökkum ASÍ og SA. Ég minnist þess ekki að hafa séð sveitunga mína í formi "brúnna aflangra", strita mikið við að forða lífi sínu og limum í grýttum jarðvegi. Mér er ekki örgrannt um að við séum á sama máli hvað varðar erlenda íhlutun í stjórnarfarið hérlendis Óskar minn. Þess vegna höfum við ekki um annað að velja en leggja höfuðið í kjöltu Steingríms og " "þú veist vinur minn. Eigðu góða helgi í sveitasælunni Óskar minn. Kveðja af Austfjarðamiðum.
Þórbergur Torfason, 14.11.2009 kl. 12:41
Komið þið sæl; á ný !
nicejerk (hver, ei kemur fram, undir fullu nafni) !
Ætli ég viðhaldi ekki; minni sérvizku, hvað semíkommu og önnur þing áhrærir, meðan ég nenni, síðan ég nam, í þeim frábæra; Barna- og unglingaskóla Stokkseyrar, 1967 - 1971.
Þórbergur !
Sit þú; við þinn keip, kjósir þú svo, unz vitkist betur, til vitundar, um mína meining.
Ég stend fast; á mínu - eins og þú sérð, Suðursveitungur góður.
Með beztu kveðjum; að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:39
Sæll Sverrir.
Þetta er þarfur pistill og góður. Þetta pakk sem nú situr í valdastólum þjóðfélaxins á ekki að lifa sæludaga. Það hefur skuldbundið þjóðina meir en gefur að skilja. Burt með þetta pakk! Vanhæf ríkisstjórn!!!
Sigurjón, 14.11.2009 kl. 16:24
Það er núverandi sjórn vorkun að þurfa að taka við hysmi og rusli af Sjálfstæðisflokknum. Skammarlegt fyrir hvaða flokksmann sem er skilja slíkan skít eftir sig, en Sjálfstæðismenn hvorki afsaka sig né skilja hvaða rusl sé í ruslinu. Ekki bætir það að núverandi stjórn er leidd af persónu sem hvorki er kona né karl. Hvurs má vænta af slíku dýri? Persónukosningar án flokka!!!!!! Þá eru mál rædd og ákveðin án tillits til flokkshagsmuna.
nicejerk, 14.11.2009 kl. 22:10
nicejerk, cry me a river, build a bridge and get over it ... ágætis textalína frá Keit Pilts sem hljómar svona og er beint til þín og Þórbergs "feisaðu fram á við"
Sævar Einarsson, 15.11.2009 kl. 11:22
Já góð grein SS eins og ég sagði ætti svínið að hafa gefið þér eitthvað fyrir
Ómar Ingi, 16.11.2009 kl. 01:53
nicejerk, þó að síðasta ríkisstjórn (sjálftæðismanna OG Samfylkingar N.B.) hafi skitið vel upp á bak er maður orðinn langleiður á þeirri hvimleiðu afsökun og þessu eillífa sjálfsvorkunnarvæli frá þessari fyrstu, hreinu vitleysustjórn. Þau hafa haft tæpt ár núna til að klúðra málum eins og hægt er og það hefur þeim tekist 100% og það er merkilegt að þau reyni enn að skrifa allt sitt klúður á síðustu stjórn. Eini gallinn er að það eru ekki margir á þinghaugnum sem geta stjórnað landinu eins og staðan er. Kannski að Mark Burnett vilji kaupa klakann til að gera nýja raunveruleikaþáttaseríu?
Pétur Harðarson, 16.11.2009 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.