Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Kálfar og naut

 

thingmadur.jpgÉg er stjórnmálamenni og stíg

ekki í vitið, þið vitið,

aðeins feilspor, aldrei heil-spor,

aldrei skrefið til fulls.

 

Ég skil mig ekki, þið skiljið,

ég veitekki hvað þið viljið

að ég skilji til fulls.

 

Ég er stjórnmálamiðlunarmaður

og marka spor í sandinn.

Gleymin þýlynd þjóðin

á við vanda að etja,

- ég er vandinn.

 

En fólkið á ekki að kvarta

og kalla mig vitleysing.

Það eru bara kálfar

sem kjósa naut á þing.

 

 

(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," sem kom út 1997) 

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

communist-party-poster.jpgSem minnir mig á það: Vinstri grænir eru víst orðnir stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Íslendingar ætla aldrei að fá leið á flokkum. Þeir vilja enn einn flokkinn. Vilja sama horið, bara í annarri nös. Enginn kærir sig um persónubundnar kosningar. Undarlegt. Allir vilja sömu gömlu (g)óðu flokkana sem sváfu svefni hinna skinheilögu meðan útrásarhlandaularnir tróðu okkur í svaðið. Fólk vill kjósa á stundinni svo það geti fengið yfir sig enn einn flokkinn, enn eina græningjana í einum grænum og í þetta skiptið algjörða græningja í orðsins fyllstu merkingu. Ég fæ grænar. Einmitt það sem þjóðina vantar á þessum síðustu og allra verstu: Ennþá meiri forsjárhyggju og afturhald og víðáttuleiðindi.

 

 

hugsar_um_kleinuhringi_og_eftirlaunin.jpgFlestir hafa skiljanlega ógeð á hinu óréttláta eftirlaunafrumvarpi en fólk er búið að gleyma því að formaður Vinstri grænna skrifaði upp á það á sínum tíma slefandi af græðgi einsog Hómer Simpson hugsandi um kleinuhringi, og hljóp svo uppá fjöll með kúkinn í buxunum þegar fjölmiðlar reyndu að ná í hann til að krefja hann svara. Vinstri galnir hafa ekki lyft upp litla putta til að afnema frumvarpið frekar en aðrir gírugir hræsnarar Alþingis nema með einhverju innantómu meiningarlausu mjálmi. Breytingartillögur stjórnarflokkanna á frumvarpinu eru yfirmáta sérgæðingslegar og sjálfhverfar og í raun ekkert annað en Fuck-merki framan í þjóðina.

Það vantar boð og bönn.jpgEn ef fólk trúir því og treystir að Steingrímur Joð, Kolbrún Halldórsdóttir og Sóley Tómasdóttir, græningjar og öfgafemínistar, séu akkúrat rétta fólkið til að stjórna landinu og bjarga heiminum, getur þá ekki hugsanlega verið að þjóðin eigi skilið þær hörmungar sem hún horfist nú í augu við? Þjóðin virðist ekki geta lært nokkurn skapaðan hlut og síst af öllu af reynslunni. Ég fer bráðum að trúa því sem stendur í erlendum blöðum; að Íslendingar séu samansafn af fullkomnum fábjánum og froðuhausum. Burt með allt þetta handónýta lið úr Alþingishúsinu og alla þessa úr sér bræddu gerspilltu amatöra og örlagaasna og förum að kjósa almennilegar persónur, ekki ónýta flokka.

 

Eiríkur StefánssonUm þetta og margt fleira ætlum við að ræða á Útvarpi Sögu fm 99.4 í þætti mínum Miðjan í dag, miðvikudag, kl. 16:00 til 18:00. Gestir mínir verða þeir Eiríkur Stefánsson sægreifabani sem fær ekki að tjá sig í Vinstri-grænum-mótmælum Harðar Torfasonar vegna þess að hann tengist Frjálslynda flokknum, og Ástþór Magnússon friðarhöfðingi og "þorpsfífl" sem fær ekki heldur að tjá sig í Vinstri-grænum-mótmælum Harðar Torfasonar vegna þess að hann tengist engum flokki en er hinsvegar "of frægur" einsog Hörður orðaði það. Það er nefnilega það! Báðir þessir menn hefðu flogið uppá pallinn og fengið að tala einsog þeim lysti ef þeir hefðu tengst Vinstri grænum einsog 70% þeirra sem þarna hafa astthor_og_clinton.jpghaldið ræður fram að þessu. Hörður sér um að handvelja fólk sem má tala á þessum mótmælafundum á sama tíma og hann og aðrir fínir kommúnistar berjast fyrir "lýðræði."

Ég er að skrifa grein um stórkostlegt og stórkostulegt fyrirkomulag þessara mótmælafunda þar sem ég mun skýra mál mitt nánar og hún mun vonandi birtast fljótlega í Morgunblaðinu.

 

 

jetblackjoe3_742346.jpgNú, í seinni hluta þáttar míns á Útvarpi Sögu í dag, svona milli hálf 6 og 6, koma svo þeir félagar Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni úr hljómsveitinni þrælgóðu Jet Black Joe. Að mínu mati er Palli Rós einn besti söngvari landsins, ef ekki sá besti, og Gunnar Bjarni tvímælalaust einn af okkar albestu lagahöfundum.

Við ætlum t.d. að ræða tónleikana sem við verðum með á Steak and Play næstkomandi laugardag. Það er nefnilega ekki alveg á hverjum degi sem Stormskerið og Jet Black Joe spila saman og það í lögum hvors annars.

 

Fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband