Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Trump mun tapa þó hann sigri

Ég ætla að biðja alla góðviljaða lesendur þessarar greinar um að örvænta ekki og gefast ekki upp þó að hún sé í lengra lagi.

Lengdin skiptir máli. Líka lengd greina.

Ég vil því biðja þá báða í lengstu lög um að gefa sér korter og halda lestrinum áfram ósmeykir.

Ég veit að á þessum tímum athyglisbrests og ofvirkni og andlegrar leti þá eiga greinar helst að vera álíka stuttar og Zelensky og Kata Jak, en þar sem ég skrifa svo sjaldan þá ákvað ég að hafa hana stóra og spikfeita einsog Sigmund Davíð og sjálft umfjöllunarefnið: Donald Trump.

Vona að mér fyrirgefist það.

Hefst þá greinarkornið:

 

 

Harris og TrumpNær allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum styðja Harris enda eru þeir í vasa Demókrataflokksins. Þeir úthúða að sjálfsögðu Trump samviskusamlega á hverjum einasta degi árið um kring einsog þeir hafa gert non stop í 9 ár og útmála hann sem rasista og fasista og nasista sem sé stórhættulegur lýðræðinu og heimsfriðnum.

 

Það er margt skondið við þessar brigslanir um það hversu hættulegur hann sé lýðræðinu:

Fyrir það fyrsta þá styður „lýðræðissinninn“ Harris og allir meginstraumsmiðlarnir umboðslausa fasistaleiðtogann Zelensky sem er búinn að loka öllum fjölmiðlum og orthodox kirkjum og fleygja öllum stjórnarandstæðingum í dýflissu og banna alla flokka og banna allar kosningar og banna allt sem ógnað gæti alræðisvaldi hans.

 

Þetta er nú öll lýðræðisást demókrata í hnotskurn og nákvæmlega svona „lýðræði“ vilja þeir koma á í hinum vestræna heimi.

Einræðisherrann Zelensky er dýrlingurinn sem Kamala Harris og allir vestrænir vinstrisinnaðir leiðtogar segja að sé að „verja lýðræðið“ og „verja vestræn gildi.“

Hafiði heyrt hann betri?

 

Hvorki þessi sí-betlandi einræðisherra í Úkraínu né nokkur einasti leiðtogi í Vestur-Evrópu er að verja vestræn gildi eða kristnar dyggðir eða vestræna menningu heldur hafa þeir verið á fullu í því að innleiða niðurbrjótandi davoskan glóbalisma og wokeisma og „fjölmenningu“ og úrkynjun þannig að nú er svo komið að Evrópa er að kikna undan fargi eigin heimsku og það þarf ekki annað en nettan selbita til að hún hrynji til grunna.

 

Eini maðurinn sem berst á móti þessum ófögnuði og stendur uppí hárinu á þessu rétthugsunarslekti er Donald Trump og þessvegna er hann níddur allan ársins hring og þessvegna þarf að fjarlægja hann með góðu eða illu.

Það er ekki flóknara en það.

 

 

Hvít kona sem enginn kaus segist vera svört og segir að Trump sé „ógn við lýðræðið“

 

Harris ókosnaÞað er alveg hreint kostulegt að Harris og meginstraumslygamiðlarnir hennar skulu vera að væna Trump um að vera fasista og „ógn við lýðræðið“ því ef það er einhver ein stjórnmálamanneskja sem á nákvæmlega ekkert skylt við lýðræði þá er það Kamala Harris. Hún er með ekkert lýðræðislegt umboð frekar en fasistaleiðtoginn Zelensky.

 

Hún er með ekkert atkvæði á bak við sig. Núll. Það var enginn sem kaus hana.

Hún var handvalin. Hún var ekki valin vegna þess að hún hefði eitthvað mikið á milli eyrnanna, og hún var ekki valinn vegna þess að hún hefði eitthvað mikið á milli handanna, heldur var hún valinn vegna þess að hún var með réttu græjurnar á milli fótanna, - og það var ekki sprelli einsog á Michael Obama, eiginmanni Barrack Obama.

 

Hún var semsé valin vegna þess að hún er kona ... og ekki bara kona heldur svört kona í þokkabót, en það þykir alveg gasalega smart og woke og tikkar í mörg box hjá vinstrisinnuðum rétthugsandi rugludöllum, jafnvel þó hún sé ekki svört, - en á þessum woke-tímum þá er nóg að segjast vera svartur til að vera svartur og nóg að segjast vera sjálfkynhneigður sebrahestur til að vera skráður þannig.

 

Ef það væri raunverulegt lýðræði í Brandararíkjunum þá væri Kamagra Harris ekki í þessari stöðu sem hún er í dag. Og ef hún væri ekki kona og "svört" þar að auki þá væri hún það ekki heldur. Hún væri bara að sleikja frímerki og rassa í einhverri skrifstofubyggingu einsog hún var að gera áður en hún var útvalin vegna kyns síns og náins vinskapar við Hillary.

Hún skíttapaði í forkosningunum 2020 á móti Biden og hrökklaðist atkvæðalaus á dyr með djöflahalann á milli skankanna - og núna á hún að verða forseti!

 

 

Kamala og Katajak

Opin landamæriSem varaforseta var Harris falið að sjá um landamærin. Hún gerði það mynduglega og opnaði þau uppá gátt og bauð velkomna 20 milljónir ólöglegra innflytjenda og þar af dágóðan slatta ribbalda og morðingja og misindismanna sem var bókstaflega flogið inní landið á breiðþotum beint úr fangelsum vafasamra landa.

 

Demókratar eru glóbalistar og stefna glóbalista er jú að rústa innviðum vesturlanda svo að alheimsstjórn þeirra geti tekið yfir án mótstöðu.

Þetta var því ekkert klúður einsog margir hafa haldið fram heldur markviss aðgerð og alveg í takt við það sem hefur verið að gerast í Evrópu og á Klakanum síðustu 7 árin undir kommúnistastjórn Bjarna og Kötu.

Það má segja að Kamala sé Katajak þeirra Bandaríkjamanna enda eru þær ansi líkar um margt.

 

Kamala myndi seint komast í þáttinn; „Spekingar spjalla.“

Eina vitsmunalega getan sem hún hefur umfram Biden er að labba upp tröppur.

Hún er harðlínu marxisti eins og þeir gerast verstir ... en þó líklega hófsöm miðað við Katrínu Jakobs og Svandísi Stalíns.

Kamala er yfirlýstur feministi og wokeisti (þetta helst í hendur) og hefur sagt að allir verði að vera woke („Everybody needs to be woke.“)

Það er svona svipað og segja að allir verði að vera rétthugsandi hálfvitar.

Og auðvitað verður fólk að vera þeirra gerðar til að geta kosið hana.

Trump hefur einmitt sagt að munurinn á Biden og Harris sé sá að Biden hafi orðið rugludallur í ellinni en Harris hafi fæðst þannig.

 

 

Hillary Rotten Clinton og demónar

Hillary og nýja andlitiðMenn halda að Hillary Clinton hafi drekkt sér í brennivíni og gufað upp eftir að hún tapaði fyrir Trump 2016 sællar minningar en það er öðru nær.

Hún stjórnar því sem hún vill stjórna í einni valdamestu mafíu heimsins, sem kallast Demókrataflokkurinn, eða demónar einsog ég kalla þessa djöfla.

 

Þó það fari ekki hátt þá er Harris algerlega í vasanum á Hillary og það var Hillary fyrst og fremst sem tróð strengjabrúðunni sinni henni Harris í varaforsetastólinn.

Meginstraumslygamiðlarnir tala að sjálfsögðu ekki um þennan stóra skuggastjórnanda á bak við dverginn Harris og kjósa að ljúga með þögninni einsog fyrri daginn.

 

Hillary og co tefldu ekki fram Biden og Harris vegna þess að þau væru svo snjallir stjórnmálamenn og mikil gáfnaljós heldur vegna þess að þau eru prýðilegt gluggaskraut og auðstjórnanlegir og meðfærilegir vitleysingar sem vita ekkert í sinn haus og gera það sem þeim er sagt.

 

Allir vita að Harris er nutcase, svo maður tali nú aðeins undir rós.

Meiraðsegja Joe Biden gerir sér grein fyrir því og er hann þó gjörsamlega heiladauður og á pari við jólatré.

Harris er ekki beint manneskja sem er að kljúfa atóm inná kontór heldur er hún bara að kljúfa valhnetur, svipaðar þeim sem hún er með í hausnum sem nutcase.

Þegar hún er spurð að því hvort hún sé hálfviti þá hringlar í hausnum á henni þegar hún kinkar kolli.

Hún er svo vönkuð að hún getur ekki einusinni gripið bolta.

 

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er varaforsetaefni hennar, Tim Walz, ennþá vinstrisinnaðri (vitlausari) en hún, hvernig sem það nú er hægt.

Hann myndi smellpassa í 2. sætið í kraganum hjá Sjálfstæðisflokknum á eftir Bjarna bolsjevika - eða í 2. sætið hjá Samfó á eftir Kristrúnu, sem aukaleikari, - eða sem formaður Vinstri Geðveikra, Pírapa og Viðreksturs.

 

Hillary og stríðshaukarnir hennar í Washington sem stjórna Bandaríkjunum vilja fá þessa Dumb and Dumber í frontinn sem leppa þó að „stjórnmálafræðingar“ skilji það ekki og haldi að skuggastjórnendur og djúpríki sé nokkuð sem sé ekki til á þessari plánetu og sé bara „samsæriskenning.“

 

 

Biden sparkað inní grafhýsið og Harris dregin á flot

Hillary master og Harris puppetBiden og Hillary hafa kallað stuðningsmenn Trump rusl svo það hlýtur að mega halla orðinu á þessa heilagleika.

Það var hin skuggalega Hillary Rotten Clinton sem knúði það fram að Biden yrði skipt út fyrir bestu vinkonu sína hana Harris því það varð augljóst eftir kappræðurnar að Biden væri stagbætt steindauð fuglahræða með hálm í hausnum sem hvorki væri á vetur né sumar setjandi og það væri of augljóst að svona hræ gæti ekki unnið Trump án svindls.

 

Öruggast var því að skipta hræinu út og smella vinkonunni góðu henni Harris á sviðið og gefa lýðræðinu langt nef og saka svo Trump um að vera hættulegan lýðræðinu.

Hillary tókst ekki að sigra Trump uppá eigin spýtur en hún ætlar sér að gera það í gegnum Harris.

Hillary mun halda í stjórnarstrengina sem liggja í brúðuna Harris þegar hún verður komin í Hvíta húsið.

 

Það var crooked Hillary sem á sínum tíma fékk það í gegn sem utanríkisráðherra að Líbýa yrði sprengt í tætlur og Gaddafi drepinn, sem voru mikil og stór mistök, þannig að menn skulu ekki halda að þarna sé einhver friðardúfa á ferðinni sem vilji leysa deilur við samningaborðið líkt og Donald Trump, sem vinstrivitleysingar uppnefna af einhverjum ástæðum Hitler þó hann hafi aldrei farið í stríð.

 

Killary skellihló einsog vitfirringur þegar hún sat fyrir framan sjónvarpið í Hvíta húsinu og horfði á Gaddafi pyntaðan og drepinn.

Hún er ekkert lamb að leika sér við einsog sést best á glóðaraugunum sem kallinn hennar gengur reglulega með eftir að hafa sótt sér ánægjulega tilbreytingu hjá álitlegum geðheilbrigðum dömum.

Hillary og Bill eru sannkallaðir HillBillies.

 

Endurtek: Hillary mun í raun verða við stjórnvölinn í Bandaríkjunum verði Kamala kjörin forseti - og heitasta ósk Hillary er að berja á Rússum.

Árið 2016 sögðu hermálayfirvöld í Rússlandi að hefði Hillary unnið kosningarnar þá hefðu líkurnar á heimsstyrjöld aukist verulega.

Það hefur nefnilega ekki farið leynt í um aldarfjórðung að heitasta ósk Hitlery hefur verið að breyta Rússlandi í rústland, og þessvegna er nú m.a. ekki verið að flagga henni í þessum kosningum.

 

 

Herskáar konur hættulegar heimsfriðnum

Margir halda að Úkraínustríðið sé stríð Rússlands gegn Úkraínu en sannleikurinn er nú sá að Bandaríkin bjuggu til þetta stríð einsog önnur 37 stríð eftir lok WW2 og þetta er í grunninn stríð Bandaríkjanna gegn Rússlandi sem háð er í Úkraínu með aðstoð ístöðulausra vankaða vinstrileiðtoga Evrópuríkja og NATO, sem hvortveggja er í vasanum á Bandaríkjunum.

 

Þetta stríð, sem Bandaríkin drullumölluðu 2008 og svo ennþá betur 2014 og eru að heyja gegn Rússlandi á vígvellinum í Úkraínu, mun að öllum líkindum harðna til muna þegar/ef Hillary Harris tekur við kökukeflinu af kjallaramúmíunni Biden og andskotinn einn veit hvar það endar en Hillary hefur ekki viljað opinbera þá vitneskju sína.

 

Það eru semsé ekki bara herskáu marskálkarnir Kata Jak og Flórdís Kolóð Reykás Grýludóttir sem heimta blóð og vilja halda þessu stríði áfram til síðasta Úkraínumanns.

(Ég man aldrei hvað hún heitir þessi með langa nafnið og biðst velvirðingar ef ég fer rangt með nafnarununa).

Golda MeiriháttarStríðinu mun aldrei ljúka öðruvísi en að Pútín haldi Krímskaga og austurhéruðunum því það stöff mun hann Aldrei láta af hendi.

Allt annað er lennonískur draumur óraunsærra skýjaglópa.

Og því fyrr sem menn átta sig á þessar staðreynd því fyrr nást samningar - og því fyrr sem samningar nást því færri mannslíf fara í súginn - því betra.

 

Það er ekkert skrýtið að andstaðan við Trump á æðstu stöðum skuli vera svona yfirgengileg.

Hann er eini maðurinn sem hefur getu og vilja til að koma á friði og stöðva þetta stríð, sem og önnur. Nokkuð sem Hillary og stríðshaukarnir hennar í Washington vilja ekki fyrir nokkurn mun að gerist.

 

Þessvegna er Trump útmálaður sem stórhættulegur brjálæðingur og kallaður fasisti og líkt við Hitler og öllum brögðum beitt til að losna við hann og öllum alrikisstofnunum demókrata (hinna raunverulegu fasista) beitt til að taka hann úr sambandi og koma honum útúr myndinni og helst útúr heiminum.

 

Þó að fjölmiðlum demókrata hafi tekist að telja trúgjarnri heimsbyggðinni trú um að Trump sé stórhættulegur heimsfriðnum þá eru það í rauninni þeir sem standa að baki þessum glóbalistalygaáróðri sem eru hættulegir heimsfriðnum.

Trump er síðasta hálmstrá hins fallandi heims og síðasta lýðræðislega andspyrnan gegn komandi fasisma sem mun yfirtaka heimsbyggðina á næstu árum.

(Kommúnismi + fasismi = Glóbalismi).

 

 

Segðu mér hverjr óvinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert

CNN mental health crisis

Það er vitað að wokeistar og femínistar og DEI-istar hata Trump og það er vitað að allir þessir kexrugluðu kókaíntrúðar í Hollywood hata hann og það er þekkt að öll þessi liberal progressive fjölmenningarvinstriviðundur "af öllum kynjum" hata hann. Það er ekkert nýtt.

En förum aðeins yfir það hvaða valdamenn og valdablokkir það eru sem hata Trump einsog pestina:

 

Demókratísku meginstraumskommúnistalygaáróðursmiðlarnir með mongólítastöðina CNN í broddi fylkingar hata hann.

Ríkisfjölmiðlar útum allan heim sem stýrt er af Reuters - einsog t.d. BBC og RÚV (Rétttrúnaðarútvarp vinstrimanna) hata hann.

Um 85% af allri pressunni hatar hann.

Establishmentið hatar hann.

Big Tech (Google, Facebook og fleiri slíkir netrisar) hata hann.

George Sori, sem vinnur við að rífa landamæri uppá gátt og eyðileggja þjóðríki, hatar hann.

Kill Gates hatar hann.

Clinton/Bush/Obama-mafían hatar hann.

Klás Skvap hatar hann.

World Economic Forum hatar hann.

Alþjóðlegar stórglæpastofnanir einsog t.d. Sameinuðu þjófarnir og Alþjóðaheilbrigðismálafasistastofnunin hata hann.

Árásarbandalagið NATO hatar hann.

Stjórnlynda yfirþjóðlega Evrópusambandið hatar hann.

Allt Davosdraslið einsog það leggur sig hatar hann.

Loftslagrétttrúnaðarkirkjan hatar hann.

Rétthugsandi handónýtir leiðtogar úrkynjaðrar handónýtrar Evrópu hata hann.

The Deep State hatar hann, (en það er víst bannað að tala um djúpríkið í dag því okkur er sagt að það sé ekki til frekar en George Sori og Kill Gates og aðrir skuggastjórnendur).

Trump Derangement SyndromeLyfjarisarnir hata hann, (þeir eru kannski ekki til heldur).

Blackrock hatar hann.

Rothschild familían hatar hann.

Vopnaframleiðendur hata hann (því hann er eini „Hitlerinn“ sem vill ekki stríð heldur frið).

Og sér í lagi hatar téð heimsvaldaglóbalistaelítan hann af lífs og sálar kröftum því hann setur djúprist strik í þeirra reikning og setur heimsmarkmið þeirra gjörsamlega úr skorðum og í allsherjar uppnám, og slíkt munu þeir aldrei láta viðgangast.

 

Þetta er valdafólkið sem hatar Trump og styður Harris.

Þessir hatursfullu glóbalglópar eiga það sameiginlegt að þykjast vera að berjast gegn „upplýsingaóreiðu“ og „hatursorðræðu“ en eru helstu boðberar haturs í heiminum.

Hvað segir þetta okkur?

Þetta segir okkur að Trump hlýtur að vera að gera eitthvað rétt og sé kórréttur maður í djobbið.

 

 

Íslendingar vilja frið en styðja stríðsæsingakvendi sem vill ekki frið

Hillary spekiEftir alla þessa upptalningu hér að ofan þá myndi maður nú halda að sæmilega skynsamt fólk myndi átta sig á því með hvorum frambjóðandanum það ætti að standa en svo virðist ekki vera.

Þetta er víst of flókið.

Kannanir í Bandaríkjunum segja að mikill meirihluti kvenna styðji Harris einsog við mátti búast þar sem hún hefur um fátt annað talað en fóstureyðingar og aftur fóstureyðingar og rétt kvenna til fóstureyðinga fram að fæðingu (sem telst þá barnadráp) og kvenna þetta og kvenna hitt og allskyns píkuproblem og kellingavesen, - en mikill meirihluti karla styður Trump sem hefur hinsvegar lagt áherslu á að byggja upp landið eftir alla eyðilegginguna sem þau Biden og Harris hafa valdið, og loka landamærunum og koma efnahagnum í lag og koma á friði í heiminum, sem hann hefur sannað að hann er vissulega fær um.

 

Samkvæmt könnunum á Íslandi þá er mikill meirihluti Íslendinga andvígur vopnakaupum kommúnistastjórnar Bjarna Ben fyrir úkraínska fasistaleiðtogann og atvinnufarandbetlarann og vilja friðsamlega lausn deilunnar – en í könnunum kemur jafnframt fram að 90% Íslendinga styðji stríðsæsingakvendið Kamölu Harris sem vill halda stríðinu áfram fram í rauðan dauðann, - og einnig kemur fram að 90% Íslendinga hafi ímugust á friðarboðberanum Donald Trump, eina manninum sem hefur vilja og getu til að stöðva þetta stríð.

Það er ekki alltaf auðvelt að skilja „rökhugsun“ Íslendinga.

 

Það verður að segjast einsog er að íslenska þjóðin er að megninu til smáborgaralegir ferkantaðir pappakassar - dauðhræddir við að skera sig úr fjöldanum og þora ekki fyrir sitt litla líf að hafa sjálfstæða og óvinsæla skoðun á nokkrum sköpuðum hlut fyrr en hún er alveg örugglega búin að öðlast viðurkenningu fjöldans – af ótta við að verða að athlægi og verða útskúfað úr samfélagi örsmárra örvita í örríki – einsog það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af í stað þess að líta á það sem ákveðna gæðavottun í sjálfu sér.

 

Einsog það eru nú margir Íslendingar sem eru frábærir, þó ég þekki hvorugan þeirra persónulega, þá eru þeir upp til hópa ósjálfstæðir og áhrifagjarnir og trúgjarnir einfeldningar og einhver mestu hjarðmenni í heimi sem gleypa allt hrátt sem að þeim er rétt, meiraðsegja eitthvað tilraunaeiturglundur sem virkar ekki frekar en kattahland, og svo gleypa þeir allt hrátt sem að þeim er logið í kommúnistalygaáróðursmiðlum einsog CNN og MSNBC og ABC og BBC og RÚV og öðrum slíkum heilaþvottastöðvum sem eru sérhannaðar fyrir gagnrýnislausa vinstrisinnaða ístöðulausa hélaða frethausa.

Ástæðan fyrir því að það er svona auðvelt að heilaþvo Íslendinga er líklega sú að það er svo lítið að þvo.

 

 

Fasismi flokksins sem kennir sig við lýðræði

DemoncrazyDemókratar eru búnir að stjórnmálavæða dómstólana og réttarkerfið og leyniþjónustuna og fjölmiðlana og skólakerfið og heilbrigðiskerfið og vísindin og allt heila klabbið.

Þeir hafa eflaust til fyrirmyndar gamla góða nazismann sem á sínum tíma náði til allra þátta samfélagsins þegar Þriðja ríkið var og hét.

 

Núna er fasismanum gefið nýtt nafn og kallast í dag glóbalismi.

Og Gestapó morgundagsins mun kallast Mannréttindastofnun.

Öllum þessum vinstriviðbjóði og niðurbroti og úrkynjun er Trump að berjast gegn.

Hann er í raun síðasta vígi lýðræðis og og kristinna dyggða og heilbrigðra vestrænna gilda í þessum táradal vankaðra wokeista og hatursspúandi hræsnandi heimsyfirráðakommúnista.

 

Enda hata Demónar hann einsog pestina og prestana og Jesú Krist og hafa sigað alríkislögreglunni sinni á hann trekk í trekk og látið brjótast inn til hans og gera húsleitir hjá honum og dregið hann aftur og aftur fyrir dómstólana sína fyrir allskyns upplognar sakargiftir og hafa reynt að klína því á hann að hann sé útsendari Pútíns og agent og njósnari og seiðskratti og galdrakarl og guð má vita hvað og hafa reynt að fá hann dæmdan fyrir raðnauðganir og leyniskjalaþjófnað og valdarán og allt sem nöfnum tjáir að nefna til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram, - og eftir allar þessar fasísku og stasísku ofsóknir þá kóróna þeir óskammfeilnina með því að hamra á því í öllum sínum lygaáróðursfjölmiðlum að það sé Hann sem sé ógn við lýðræðið.

Vinstrimennskan í allri sinni dýrð. Breytist ekkert.

Alltaf eins.

 

 

Democracy - Demoncrazy

Demónískur fasismiFBI og CIA eru í raun bara deildir innan Demókrataflokksins sem demónar nota eftir hentugleikum þegar þarf að berja á pólitískum andstæðingum.

Demókratar eru ekki lýðræðissinnar einsog nafnið gefur til kynna heldur harðir andstæðingar lýðræðis.

Þeir eru raunverulega fasistar. Verkin sýna merkin.

Það þarf engu að ljúga uppá þetta lið.

Öfgavinstrimenn eru þekktir fyrir að vera það sem þeir ásaka aðra fyrir að vera.

 

Glóbalistar í Demókrataflokknum og í Sameinuðu þjófunum og í Evrópusambandinu og öðrum slíkum fasistaklíkum sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta vilja takmarka tjáningarfrelsið til muna og hafa nú þegar gert það og hafa sett þumalskrúfur á Facebook og fleiri slíka risa en vilja ganga mun lengra og reyndar svo langt að ekkert verður eftir af tjáningarfrelsinu nema bara nafnið.

Kína er fyrirmyndin.

 

Það er ekki að ástæðulausu að hinir ljónkláru samfélagsmiðlamenn Elon Musk, Tucker Carlson og Joe Rogan og fleiri meistarar styðji Trump af heilum hug því þeir vita að Trump er síðasta hálmstrá tjáningarfrelsins í Bandaríkjunum og ef að Kamala vinnur þá mun demókratafasistamafían gera þeim lífið ansi leitt og jafnvel þagga niðrí þeim fyrir fullt og allt.

 

Hillary hefur sagt það berum orðum að það þurfi að koma böndum á X-ið hans Musk og sölsa það undir Demókratamafíuna einsog aðra fjölmiðla.

Musk er raunverulega í lífshættu þó hann hafi ekki ennþá fengið kúlnahríðina yfir sig einsog Trump, sem hefur ekki undan við að tína byssukúlur úr hausnum á sér í hvert skipti sem hann fer út fyrir hússins dyr.

 

Demokratiskur fasismiDemókratar vilja stjórna umræðunni alveg útí eitt og þeir líða enga óþæga ljái í sínum þúfum.

Musk mun pottþétt enda á grillinu hjá þeim og fá á sig eina af þeirra alríkisstofnunum sem þeir stjórna með joystick, hvort sem það verður Skatturinn eða FBI eða einhver önnur deild í þeirra eigu.

Þeirra Democracy ætti að kallast Demoncrazy.

Demónum er að takast að koma á fót fasísku þjóðskipulagi - og svo kalla þeir manninn sem vill stöðva uppgang fasismans „fasista“ og líkja honum við Hitler.

 

Öllu er snúið á haus og fólk sér ekki í gegnum þetta og kokgleypir blekkinguna úr lygaáróðursfjölmiðlum Demókrataflokksins og heldur að Trump sé vondi kallinn afþví að hann er jú furðuleg týpa og dólgslegur í tali og appelsínugulur í framan með gulllitað köngulóarnet á hausnum.

 

 

Svindl og svínarí

Demókratar í vinnunniEftir sigur Trumps á crooked Hillary hér um árið sóru demónar þess dýran eið að svonalagað skyldi Aldrei gerast aftur. Aldrei!

Demónar eru því búnir að reyna að búa þannig um hnúta að slíkt gerist ekki aftur og það er aðeins ein leið sem virkar og hún kallast einfaldlega kosningasvindl.

Þeir kalla það eflaust "hagræðingu atkvæðatalningar" eða eitthvað svoleiðis.

Þetta eru engin gasaleg geimvísindi.

 

Bandaríkin er ótrúlega frumstætt þriðja heims land hvað kosningafyrirkomulag áhrærir.

Það er ekki vegna tæknikunnáttuleysis heldur einbeitts brotavilja demókrata.

Utankjörfundaratkvæðafyrirkomulagið er í skötulíki. Póstatkvæðasystemið er í skötulíki. Allt er í skötulíki. Viljandi. Fólk getur í sumum ríkjum kosið margsinnis bara með því að skipta um hárkollu og gleraugu. Heilu flugvélafarmarnir af hottintottum eru fluttir inn til Bandaríkjanna til að kjósa Harris. Dautt fólk getur kosið. Draugar og afturgöngur eru vinsælir kjósendur Demókrataflokksins.

 

Í lágmark 14 ríkjum þarf ekki að sýna persónuskilríki þegar kosið er og það er reyndar bann við því að krefjast skilríkja vegna þess að það þykir vera svo gasalega mikill rasismi. Að sjálfsögðu er það Blátt bann demóna.

 

Demókratar að störfumÞegar allt er gert til að auðvelda svindl þá ER að sjálfsögðu svindlað. Til þess er leikurinn gerður. Þetta er ekki flókið. Demónar vilja halda öllum leiðum opnum til svindls.

Svindl hefur verið fest á filmu þar sem verið er að troða atkvæðaseðlum í kjörkassana eftir lokun og tölum hefur verið breytt o.s.fr.

Það hefur verið margsannað að það ER svindlað.

Þetta eru engar samsæriskenningar þó að íslenskir stjórnmálafræðingar afneiti þessu að sjálfsögðu einsog tilvist djúpríkisins.

 

Demókratísku fasistarnir eru að hópnauðga lýðræðinu í Bandaríkjunum.

Núna vilja þeir láta banna að það sé talað um kosningasvindl og það er ekkert skrýtið.

Kosningasvindl er jú þeirra sérgrein og faktískt það eina sem þeir kunna virkilega vel fyrir utan að ofsækja andstæðinga sína.

Þeir þurfa í raun bara að svindla í Pennsylvaniu og þá er þetta komið en þeir hljóta samt að reyna svindla í fleiri ríkjum til að vera alveg 100% öruggir um að Trump taki þetta ekki.

 

Menn sem víla ekki fyrir sér að djöflast árum saman á pólitískum andstæðingi og beita til þess dómstólum og lögreglu og alríkisstofnunum og FBI og CIA einsog þetta séu einhverjar undirdeildir í Demókrataflokknum í þeirra einkaeigu – slíkir menn víla ekki heldur fyrir sér að svindla í svona gríðarlega mikilvægum kosningum.

Það ætti að segja sig sjálft.

Þeir hafa gert það áður með góðum árangri og munu reyna það aftur.

Það er jafn öruggt og að nótt fylgi degi.

Menn sem halda eitthvað annað ættu að sækja um sem stjórnmálaskýrendur á RÚV.

Það er semsé ekki spurning um það HVORT það verður svindlað heldur HVERSU MIKIÐ umfang svindlsins verður og hvort það dugi til.

 

Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir heimsvaldakommúnista að Trump verði ekki kosinn.

Þetta eru mikilvægustu kosningar sögunnar.

Demónar munu gera bókstaflega Allt til að koma í veg fyrir að Trump fari aftur í Hvíta húsið.

Fyrr fer hann í rafmagnsstólinn en í forsetastólinn.

 

Allt heimsyfirráðaplan þeirra mun riðlast verði hann kjörinn forseti. Fyrirhuguð þaulhugsuð heimsstjórn þeirra er í húfi. Hvorki meira né minna.

Flestir eru að spá því að Trump muni sigra en ef það gerist þá hefur munurinn verið of mikill á honum og Harris til að svindlið hafi getað tekist, sem þýðir að þeir munu þurfa að beita öðrum ráðum til að ryðja honum úr vegi.

 

 

Trump lengi lifi

74396246007-2161922008-1016858224Ég er alveg sannfærður um að Trump muni vinna þessar kosningar en málið er að þetta er ekki spurning um það hver sigrar í þessum kosningum heldur hver sigrar í atkvæðatalningunni.

Þetta er semsé ekki spurning um hvernig kosningarnar fara heldur hvernig atkvæðatalningin fer.

Þó að Trump muni sigra í þessum kosningum þá mun hann engaðsíður tapa. Ansi góðar líkur á því.

 

Við fáum aldrei að vita hin sönnu úrslit kosninganna en við munum fá að vita úrslit talningarinnar.

Trump mun vinna kosningarnar en Kamala mun líklega vinna atkvæðatalninguna.

 

Ég lagði viskíflösku undir fyrir þremur árum síðan að svona myndi þetta fara þó ég hafi ekki vitað hver yrði í framboði á móti Trump, enda skiptir það engu máli því demókratar hefðu unnið þó þeir hefðu teflt fram skúringafötu eða rugguhesti.

Þeir tefldu fram múmíunni Biden síðast, sem steig aldrei uppúr líkkistunni í kjallaranum, og hann „vann,“ og það segir nú sitt.

 

Ég hef aldrei áður tapað veðmáli á ævinni en ég vona innilega að þetta verði það fyrsta.

Ég spái því að þetta verði fyrsta veðmálið sem ég tapa.

 

 

 

(Takk fyrir þennan langa lestur. Kíkið á síðustu grein til gamans. Þar spáði ég því að Halla Tómasdóttir myndi vinna með um 10% mun á næsta frambjóðanda, sem yrði Kata Jak.

Það fór svo að Halla vann Kötu með 9% mun).

 

 

(Tónlist Stormskers má finna á Spotify)


mbl.is Jafnt á fyrstu tölum í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konunglegir leghafar og pungberar

KonungsfjölskyldanÞar sem ég ætla að fjalla hér lítillega um kóngafólk þá skal ég reyna að vanda orðaval mitt í hvívetna og laga það að kröfum ríkjandi rétthugsunnar.

 

Það er blessunarlega nýbúið að opna Grafhýsi íslenskunnar, sem kallast Edda, og þangað eru flutt skelfileg orð einsog „mamma“ og „pabbi,“ sem nú kallast foreldri nr. 1. og foreldri nr. 2., og „kona“ sem nú kallast leghafi, og „karl“, sem nú kallast reðurhafi eða pungberi eða sláturhafi eða eitthvað álíka smekklegt.

 

Það er sumsé verið að hreinsa tungumálið af óæskilegum og varasömum orðum sem falla ekki að yfirlýstri alræðisstefnu heimsvaldakommúnista (glóbalista) sem raunverulega stjórna landinu þó að (land)ráðamenn ríkisstjórnarinnar sjái um að framkvæma vald þeirra.

 

Kalla tími komÞetta er soldið bagalegt því að nýkrýndi maðurinn sem ég er að fara að fjalla um heitir einmitt Karl og hann heitir ekki bara Karl heldur ER hann líka karl, sem er alveg ferlegur dónaskapur í dag, og svo er hann hvítur í ofanálag sem „kórónar“ nú óskammfeilnina, og þar að auki er þessi karl sem heitir Karl sonur pabba síns og líka sonur mömmu sinnar, sem vill svo til að er kona. Ekki trans heldur alvöru kona af gamla skólanum.

Þetta verður ekki mikið verra.

 

 

Háæruverðugi leghafinn Elísabet II

Kalli ánægðurSvo ég móðgi ekki öll þessi 780 kyn sem eru til í dag og öll  þessi kúguðu fórnarlömb sem tilheyra minnihlutahópum þá held ég að það sé best að kalla Karl bara Kalla. Þá verður enginn sár og enginn fer að titra af bræði einsog nú er í tísku.

 

Ég skal reyna að fara fínt í þetta og ef ég minnist á Elísabetu þá skal ég reyna að muna eftir að tala ekki um hana sem konu heldur sem leghafa eða foreldri Kalla nr: 1, sem gæti reyndar orðið soldið ruglingslegt því hún sjálf er Elísabet II og Kalli sjálfur er Karl III.

 

Beta í kistunniÞess má geta að ég fór einmitt í útför téðrar Elísabetar því það vildi svo vel til að ég var staddur í Betuveldi á þessum tíma, og þegar ég stóð við kistuna í Westminster Hall þá rétthugsaði ég:

 

„Í þessu fánasveipaða gullna boxi hvílir Elísabet II foreldri Karls III  númer 1. Ef sál hennar lifir þá kæmi sér nú vel fyrir hana að geta hugsað útfyrir boxið. Blessuð sé minning þessa merka leghafa. Hún var ekki bara konungleg persóna heldur var hún eflaust með konungLeg og ætti því að kallast konungleghafi. Að auki var hún ansi skemmtileg og ekki ósennilegt að hún hafi verið með skemmtiLeg og ætti því máski að kallast skemmtileghafi. Ég vona allavega að hún hafi getað skemmt þér konunglega þó hún hafir verið drottning. Hvíl í friði háæruverðugi konunglegi skemmtileghafi eða skemmtilegi konungleghafi.

Guð blessi Betu Bretadronsu.“

 

 

Krýning reðurhafa og „kóngs“

Konungshjónin og bastarðurinnKrýning Kalla var ekki bara sögulegur viðburður heldur var þetta einstakur sjónvarpsviðburður því í fyrsta skipti í sögunni fékk heimsbyggðin að horfa á krýningu Bretakonungs í beinni og þar að auki er Kalli sá allra elsti sem krýndur hefur verið. Engin hætta á að menn ruglist á orðunum „kornungur“ og „konungur“ þegar hann er annarsvegar.

 

Ég ætla í þessari grein að lýsa stuttlega því sem fyrir augu bar vegna fjölda áskoranna fólks hvaðanæva af landinu sem missti af herlegheitunum vegna þess að það er búið að reka það úr íbúðum sínum til að koma velferðarflóttamönnum og lúxushælisleitendum í húsaskjól.

Landamærin verða jú að verða galopin að kröfu WEF og ESB sem stjórna stjórnvöldum.

 

Ég er ekki góður í að muna mannanöfn og ef ég misfer með nöfn eða verð missaga einhversstaðar þá biðst ég velvirðingar á því.

 

 

Ennishátt varðmenniÞað var breskt veður þennan morgun og það rigndi á háa sem lága, aðallega lága sem hímdu úti og horfðu á háa stíga úr glæsivögnum sínum og ganga inn í Westminster Abbey.

 

Fólk var nýbúið með morgunverðinn sinn og morgunverðir stóðu vörð við kirkjuna.

Þessir konunglegu heiðursvarðmenn eru allir með verulega hátt enni einsog sjá má af löngu loðnu höttunum sem þeir þurfa að bera af þeirri ástæðu.

Þeir klæðast blóðrauðum búningum til að það sjáist ekki ef þeir særast.

Af svipaðri ástæðu klæðist Joe Biden alltaf brúnum buxum.

 

 

Guðni Th. Wokehannesson og aðrir gestir

Guðni Th. WokehannessonÍ kirkjunni var margt tignra gesta í sínu allra fínasta pússi. Má þar fyrstan nefna Guðna Th. Wokehannesson. Hann sást að vísu aldrei í mynd en hann hefur áreiðanlega verið í sínum hátíðlegustu stuttbuxum í öllum regnbogans litum og í marglitum köflóttum hnéháum sokkum og upprúlluðum sirkusskóm í stíl og með buff á hausnum, líklegast fyrsta flokks hakkabuff frá SS.

 

Norður-kóreski kubburinn með flottu mackintoshdolluklippinguna, sem hágæða veitingastaðurinn „Feiti dvergurinn“ er mjög líklega skírður í höfuðið á, hann komst ekki vegna aftaka ... veðurs, en í hans stað var kanadíska öfgavinstrimanninum Justin Trúðó boðið, sem margir telja gott efni í fyrirmyndar fasistaleiðtoga. Samherji hans, hún Úrkula vonar Liar, aðalritari ESB, var á svæðinu en þótti ekki heppilegt myndefni í opinni dagskrá, ekki frekar en Ólafur Skólp, kanslari Þriðja ríkisins.

 

„Vinur“ Ólafs Skólps, hann Joe Biden, sá sem lofaði að sprengja þýsk-rússnesku Nord Stream gasleiðslurnar ef Rússar færu inn í Úkraínu, til að veikja bæði Þýskaland og Rússland, hann gat ekki mætt því það var verið að laga nokkrar sprungnar leiðslur í hausnum á honum eftir þrálátar hrasanir undanfarin ár.

 

Þarna voru margir fyrrum gosar úr Clowning Street 10, svosem friðarhöfðinginn Tjóni Blair, Íslandsvinurinn Gordon Clown, handabakarinn Boring Johnson og svo Liz Trash sem var forsætisráðherfa í heila 40 daga áður en glóbalistinn Risky Slimebag tók við.

Vona að ég fari rétt með nöfnin á þessu ágæta fólki.

 

 

Elítan flýgur á undan með góðu fordæmi

ElítuhræsnararnirÁður en lengra er haldið er ekki úr vegi að fræða lesendur örlítið um kóngsa.

Einsog aðrir sem gera mikið af því að fljúga um í einkaþotum þá er Kalli afar mikill loftslagsáhyggjumaður, eða það sem ég kalla lofthaus, - airhead, enda er hann yfirleitt með sinn kvíðafulla haus í skýjunum og þar fyrir ofan. Svo sterk er trúarsannfæring hans um að veðurfarið sé manngert og svo miklar áhyggjur hefur hann af þessu öllusaman að hann verður að teljast einn fremsti loftslagsáhyggjumaður í heimi.

 

50 mínútna flug í einkaþotu losar jafn mikið kolefni og 1 venjulegur fjölskyldubíll gerir á einu ári og þessvegna er nú Kalli og aðrir elítu-umhverfissinnar stöðugt fljúgandi útum allar jarðir á loftslagsráðstefnur til að vara almenning við því að vera að ferðast um á bílum og með flugvélum og fara frekar að ferðast fótgangandi eða í gripalestum.

 

Til að róa samviskuna þá er Kalli búinn að láta breyta gamla Austin Martin bílnum sínum þannig að í dag þá á þessi bíll það sameiginlegt með Boring Johnson að ganga fyrir hvítvíni. Ótrúlegt en satt. Engin missögn.

Sláttuvélin hans hlýtur að ganga fyrir kampavíni þannig að hann er nú aldeilis búinn að bæta fyrir allt sitt einkaþotuflug.

 

Móðir náttúra vs mongólítarKalli hlýtur fljótlega að boða Grétu Tungldverg og Djörk Guðmunds og Grettis-Kötu á sinn fund til að bjarga plánetunni og lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunnar.

Áðurfyrr var talað um vitringana þrjá sem komu með gull, reykelsi og myrru.

Í dag er talað um vitfirringana þrjá sem koma með bull, ergelsi og firru.

 

Neyðarástandið sem mun ríkja innan nokkura ára mun reyndar ekki stafa af hamfarahlýnun heldur hamfarafasisma sem loftslagsvinstrið verður búið að koma á.

 

 

Kalli og loftslagsbissnissinn

Konungur glóbalistaKalli mætti galvaskur á fund World Economic Forum í Davos í janúar 2020, á einkaþotunni að sjálfsögðu, þar sem hann mærði í hástert glænýja verkefnið: „The Great Reset,“ sem ku vera runnið undan rifjum Klás Skvap stofnanda WEF. Nokkrum mánuðum síðar, eða 3. júní, startaði Kalli verkefninu formlega og varð opinber verndari þess.

 

Stórhuga svindilkompaní fá iðulega kóngafólk eða fyrrum forseta sem andlit sorans útávið til að gefa blekkingaglæpastarfseminni trausta ímynd og trúverðugleika. Vigga Finnboga var eitt sinn notuð á þennan hátt sem "useful idiot" af þekktu íslensku ponzisvindlfyrirtæki.

 

VindmyllurugliðKalli er ekki alveg hlutlaus verndari því krúnan stórgræðir á þessum loftslagsbissniss sem eigandi hafsbotnsins umhverfis Bretland og fær því dágóðan skilding í lommen fyrir hvert haf-vindorkuver sem reist er.

 

Orkureikningar þjóðanna munu fara uppúr þakinu og peningar sogast úr vasa almennings í vasa hinna ofurríku sem fitna einsog Pútín á fjósbitanum. Aldrei hefur verið fundin upp kröftugri peningasuguvél sem samtímis rústar þjóðríkjunum, einsog ætlunin er. Meiraðsegja „bóluefna“faraldurinn bliknar í samanburði.

 

Miðað við hvað mannkynið er trúgjarnt og vanbúið til höfuðsins þá hlýtur þessi „hamfarahlýnun af mannavöldum“ að vera alsnjallasta fjárplógshugmynd og valdatökuplott allra tíma.

 

 

Bretlandseyjar verði „Grænhöfðaeyjar“

Kalli wokeKalla er margt til lista lagt. Hann er ekki bara umhverfiskommúnisti og wokester heldur spilar hann á selló og lúður. Er jafnvígur á herlúður og grálúður og stórlúður og ýmsar aðrar lúðutegundir.

Hann er verulega góður vatnslitamálari, reyndar svo góður að hann þykir slaga uppí Adolf Hitler. Ekki leiðum að líkjast, segja eflaust topparnir í ESB.

 

Kalli er hardcore glóbalisti (kommúnisti) einsog flestir billjónamæringar, og grænn að sama skapi. Hann nýtur þess að róta í blómabeðum og kálgörðum með öllum sínum eiturgrænu þumalputtum. Hann er sannkallaður grænhöfði sem elskar allt vænt sem vel er grænt og vill að Bretlandseyjar verði einskonar „Grænhöfðaeyjar“ í vissum skilningi.

 

Loftslagsbreytingar af mannavöldumHann er ekki bara grænn í gegn heldur er hann líka alveg ómeðvitaður og grænn fyrir því að gríðarlega miklar loftslagsbreytingar hafi átt sér stað frá árdaga, löngu áður en burrandi mannkyn og prumpandi búpeningur kom til sögunnar, og að 97% af heildarlosun koltvísýrings sé af náttúrulegum orsökum, sem hefur að auki engin áhrif á hlýnun jarðar.

 

Þessi mikli grænhöfði minnir um margt á grænu hausana sem hann ræktar í kálgarðinum sínum.

Þess má geta að Filippus drottningarmaður kallaði Elísabetu sína alltaf „cabbage,“ sem þýðir kálhaus, þannig að Kalla kippir greinilega í kynið. (Gúgglið þér vantrúaðir).

 

Kalli hefur sagt að hann klappi blómum og tali við plöntur.

Flestum þykir jú gaman að tala við andlega jafningja sína. Sækjast sér um líkir.

Hann elskar sumsé plöntur og gróður en er engaðsíður á móti losun koltvísýrings sem er undirstaða gróðurs og lífs á jörðunni.

Það er ekki alltaf auðvelt að skilja umhverfiskommúnista.

 

 

(Kol)efnilegur Kalli viðar að sér fáfræði

LoftslagstrúarbrögðinSem wokester nýtur Kalli þess að lesa ritskoðaðar heimsbókmenntir og bækur um loftslagskvíða og loftslagstrúarbrögð og femínisma og kynjafræði og kynrænt sjálfræði og "fögnun fjölbreytileikans" og fjölmenningu og menningarmarxisma og open borders og dýrð hins "vísindalega" kommúnisma sem í dag kallast glóbalismi o.s.fr. og svo liggur hann yfir „fréttunum“ á BBC og CNN og MSNBC og öðrum rétthugsandi meginstraumsfjölmiðlum og gleypir þar í sig hvert orð.

 

Vinstri libtardsÞví meira sem hann les því fáfróðari verður hann, og nú er svo komið að hann er orðinn einn helsti og virtasti fáfræðingur heimsins og gæti eflaust komist að sem álitsgjafi á RÚV (Rétttrúnaðarútvarpi vinstrimanna) ef hann missti vinnuna sem kóngur, því hann er afar hlynntur galopnum landamærum og myndi njóta sín vel við að skilgreina þá menn sem tala fyrir aðhaldi og skynsemi í innflytjendamálum sem „útlendingahatara“ og „popúlista“ og „öfgahægrimenn.“

 

Kalli hefur ekki bara gaman af að sökkva sér oní kellingabækur (leghafabækur) heldur líka oní allskyns gjár og drullupytti og rotþrær og skólpfrárennsli því hann er einnig lærður kafari.

Harry hefur greinilega erft þennan áhuga föður síns á köfun því hann er að eigin sögn djúpt sokkinn í eiturlyf.

Þeir feðgar eru allir á dýptina ... í vissum skilningi.

 

 

Fallið í trans

Villi með hárgreiðslunaAftur að krýningunni. Þarna í kirkjunni var að sjálfsögðu Villi krónprins með alla sína krakkalakka og allar sínar mikilfenglegu tennur og stórglæsilegu hárgreiðslu sem hefur aldeilis slegið í gegn útum allan heim. Hann hefur mest verið að vinna með hárið í hliðunum og að aftan. Hann hefur það snöggklippt og slétt og er ekkert að flækja málin með permanenti eða dreadlocks eða neinu slíku rugli. Virkilega flottur kragi. Nettkrulluð hárin á hvirflinum eru líka gasalega lekker, bæði tvö, og eru alveg í stíl við hrokkin bringuhárin, enda eru þetta líklega bróderuð bringuhár sem hann er með þarna á skallanum. Þau gætu líka verið af einhverjum vafasamari stað líkamans og þar er hugsanlega komin skýringin á því hversvegna hann er kallaður rasshaus.

 

Villi virkar nokkuð geðheilbrigður og fínn gæi þó hann sé woke einsog aðrir í þessari fjölskyldu. Hann sást aldrei kasta kveðju á Harry, sem von er. Fyrr myndi hann kasta í hann sveðju en kveðju.

Villi mun feta í kolefnisfótspor föður síns innan nokkura ára en Harry mun halda áfram að freta í fótspor föður síns.

Konungdæmið byrjaði með William the Conqueror, sem er afkomandi víkingsins Göngu-Hrólfs einsog undirritaður - og það mun að öllum líkindum enda með William the woke.

 

Villi, Kate og króarVilli var að sjálfsögðu með sínum myndarlega eiginleghafa, henni Katrínu og yrðlingunum þeirra þremur einsog áður sagði.

Sá elsti, Georg, er verðandi kóngur, ef guð lofar. Ef hann verður sendur í almennan grunnskóla, þar sem kerfisbundið er ruglað í hausnum á börnum og þau látin efast um eigið kyn og mönuð í að ákveða hvort þau vilji vera strákur eða stelpa, þá eru góðar líkur á að hann muni falla í trans-gryfjuna og verði því ekki konungur heldur drottning og kallast Georgina.

Margir myndu eflaust "fagna þeim fjölbreytileika" að fá brjóstgóðan ladyboy sem drottningu með kóng í nærbrókunum.

Tveir fyrir einn.

 

 

Katrín og Harry Pothead í íslensku fánalitunum

Kate í íslenska fánanumKatrín prinsessa er virkilega rennileg og ísmeygileg skonsa. Hún var í glæsilegum kufli í íslensku fánalitunum; bláum, rauðum og hvítum. Það vill svo til að þetta eru líka bresku fánalitirnir, en hún hefur örugglega ekki haft hugmynd um það.

 

Harry rauðnefjiÞað má segja að íslensku fánalitirnir hafi sömuleiðis einkennt prinsinn og kannabissnissmanninn Harry Pothead því hann var þarna mættur vel reyktur með hvítuna og sitt þrútna æðasprengda blárauða kókaínnef og sitt ryðrauða strý á galtómum hausnum. Að auki var hann í hvítri skyrtu í stíl við það sem hann var með í nefinu.

(Talandi um þetta efni; Zelensky var ekki sjáanlegur í kirkjunni).

 

Harry með nefiðÞegar erkibiskupinn hrópaði: „God Shave the King,“ þá tóku allir kirkjugestir undir nema Harry, sem stóð þarna einsog álfur útúr alkóhól og saug uppí ranann.

Þegar allir kirkjugestir sungu þjóðsönginn þá tók hann tvær fyrstu línurnar og gafst svo upp, enda vanur að taka öðruvísi línur.

Ekki ætla ég að núa honum því um nasir.

 

 

Meghan ekki eggjandi í London

Harry fjallhressHarry er orðinn svo loðinn um lófana af því að drulla yfir konungsfjölskylduna að hann ætti að kallast Hairy. Hann sat þarna bitur og beyskur og þroskaheftur og taðreyktur einsog Húsavíkurhangikjöt á bekk með reiðhróknum Andrési föðurbróður sínum og einhverjum öðrum stropuðum dúddum. Þetta virkaði einsog sakamannabekkur.

 

Harry og AndrewAndrés, sem var augasteinn og epsteinn móður sinnar og loks legsteinn hennar, er pungberi sem kallar ekki allt ömmu sína, enda ekki mikið í ömmunum. Hann þykir ansi þurr og súr týpa og bara hreint út sagt hrútleiðinlegur. Það má eiginlega segja að hann sé súrsaður hrútspungberi.

 

Oprah og fórnarlömbinHarry og Meghan eru komin niður fyrir Andrés og Amber Heard í vinsældum. Þau mælast einhversstaðar mitt á milli Joe Biden og Charles Manson, en með þeim kollegum Biden og Manson hefur ekki verið lífsmark svo árum skiptir.

 

 

Meghan og rakkinnEf gullgrafandi atvinnufórnarlambið Mega Markless hefði látið sjá sig þá hefðu tómataframleiðendur og eggjabændur grætt milljarða, en hún lagði ekki í að mæta í þessa matvælasturtu. Hún er að auki líklega upptekin við að skrifa opinskáar opinberunarbækur og opinberunarþáttaseríur um einkalíf sitt og mikilvægi þess að fá að vera í friði fyrir hnýsnum fjölmiðlum sem virða ekki friðhelgi einkalífsins, og hvað hún verði fyrir miklum fordómum sem svört leikkona, ... þó hún sé hvorugt.

 

Þar sem það er ekkert meira á Harry að græða þá hlýtur hún að vera að undirbúa að fleygja honum í ruslið með öðrum afgöngum og fá sér nýjan pungbera, ekki beint nýjan heldur einn fjörgamlan fjörlítinn hjartabilaðan siginn pungbera, moldríkan vel að merkja og vel snekkjaðan.

 

 

Kalli dregur gardínurnar fyrir

Kalli í gardínunumKalli var klæddur í allt of síðan lafafrakka sem hefði mátt stytta um svona 10 metra. Skrýtið að sjá rígfullorðinn mann í einhverjum flauelsgardínum einsog trúður. Klæðskerinn hans ætti að setja tappann í flöskuna. Það þurfti 4 gaura til að halda jakkalafinu frá jörðu. Buxunum gat hann hinsvegar haldið uppum sig alveg sjálfur.

 

Kalli loksins kóngurKalli var gugginn og þreytulegur og tuskulegur einsog hann hafi verið að skríða af hádegisbörunum. Jafnvel líkbörunum. Fyrir utan að vera tuskulegur í orðsins fyllstu merkingu í þessum gardínulörfum þá er skiljanlegt að hann skuli vera lúinn og dasaður því hann er búinn að bíða og bíða og bíða allt sitt líf eftir að sú gamla pakkaði saman og flyttist yfir í annan heim svo hann gæti orðið kóngsi.

Kannski er að auki búið að vera að æfa þessa krýningu á nóttunni árum saman og svo núna loksins þegar kemur að stóru stundinni þá er hann á áttræðisaldri með annan fótinn í gröfinni og hinn á bananahýði.

 

 

Þungar byrðar lagðar á Kalla

Kalli og kraftlyftingaklerkurinnKalli sat þarna einsog dæmdur maður í sinni bjálfalegu flauelsgardínu á meðan erkifíflið ... ég meina erkibiskupinn, messaði yfir honum.

 

Kórónan sem beið Kalla er þyngsta kóróna í heimi enda er hún úr solid gulli og þakin mörg þúsund demöntum og rúbínsteinum og safír og tópaz og ópal og strepsils og öllu þessu dóti. Hún er víst álíka þung og ísskápur.

 

Kalli með blóðhlaupin auguKraftalega vaxinn biskupinn tók upp níðþunga kórónuna í réttstöðulyftu og tróð henni þéttingsfast af gríðarlegu afli beint ofaná skallann á Kalla sem varð rauðþrútinn í framan og það var einsog augun ætluðu útúr hausnum á honum. Hann varð einsog Ástþór Magnússon til augnanna, en það eina sem sá maður á útistandandi eru augun. Það var einsog hausinn á Kalla greyinu væri alveg við það að skreppa saman í harmonikku.

Hann þorði ekki að hreyfa sig. Ef hann hefði hallað höfðinu lítið eitt þá hefði hann líklega hálsbrotnað.

 

 

Kalli woke en Beta skynsöm

Woke should wake upKalli sór ekki bara eið að mótmælendatrúnni einsog aldagömul hefð er fyrir heldur einnig að íslam og öðrum trúarbrögðum og þá líklega lofslagstrúarbrögðunum líka, því Kalli er jú airhead og wokester fram í fingurgóma einsog aðrir eftirlifandi fjölskyldumeðlimir.

Í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Tímanna tákn.

 

ShariaCourtsInEnglandLíkt og aðrir frjálslyndir öfgavinstrimenn sem „fagna fjölbreytileikanum“ og „fjölmenningunni“ þá vill Kalli kóngur mörg lög og marga siði í landinu og heldur að það sé til friðar fallið. Skynsamir menn hinsvegar, einsog t.d. ástkær afi minn hann Þorgeir Ljósvetningagoði, vissu að þessu er öfugt farið. Mörg lög og margir siðir í landinu eru ávísun á ófrið til lengri tíma litið. Ef við slítum í sundur lögin og siðinn þá er úti um friðinn.

En þetta er tómt mál að tala um því tjónið er nú þegar orðið og Bretland er að molna niður innanfrá líkt og Evrópa öll, sem verður búið spil innan ekki margra ára.

 

 

Gardínurnar dregnar frá

Kalli gardínukóngurÍ miðri heilagri krýningarmessunni var níðþunga kórónan losuð með miklum djöfulgangi af ringluðum lofthausnum á Kalla og gardínurnar dregnar frá og teknar niður og hann færður úr öllu heila draslinu og eiginlega bara berstrípaður þannig að hann var með allt niðrum sig og líklega bara verið á pungnum þó að það hafi ekki sést í mynd. Það má segja að þetta hafi „kórónað“ sérkennilegheitin.

 

 

Hann var smurður með einhverri olíu, örugglega ekki diesel eða koppafeiti því hann er á móti öllu slíku enda skröltir hann ennþá um í hestakerru þegar hann er ekki á hvítvínsbílnum eða á einkaþotunni, en þetta hefur líklegast verið einhver ægilega umhverfisvæn og heilög snákaolía, alveg margblessuð í bak og fyrir.

 

Kalli í pimpnáttsloppnumAð smurningu lokinni var hann færður í gulllitaðan náttslopp einsog melludólgar klæðast gjarnan í bíómyndum. Hugh Hefner hefði tekið sig vel út í þessu en ekki cheap Charlie. Þarna fór kallinn soldið yfir strikið í tilraunum sínum til að virka töff.

 

Svo var skellt oná skallann á honum léttari kórónu, einhverri leikfangalegri Bónusútgáfu sem hann gat sprangað um með án þess að eiga á hættu að hálsbrotna.

 

 

Fegurðardrottningin og drottningin Camilla

FegurðardrottninginNú, svo kom röðin að augnayndinu henni Camillu Barking Bulldog eða hvað hún nú heitir, margkrýndri fegurðardrottningu sem núna átti að krýna sem alvöru drottningu. Hún hefur ekki alveg verið látin njóta sannmælis sem augnakonfekt í gegnum tíðina. Sumir smekklausir menn vilja meina að hún sé einsog útskitið hundsrassgat í framan en ég er allsekki sammála því. Ég tel það orðum aukið. Margir halda að Kamilla sé að „moona“ þegar hún rekur hausinn útum bílglugga. Menn halda svo margt.

 

Diana og fegurðardrottninginMeð fullri virðingu fyrir Díönu þá hafði hún ekki fegurðina og útgeislunina og kynþokkann sem Karlmella hefur. Fegurð Kallmellu minnir á íslenska náttúru að því leyti að hún er ekki óáþekk huggulegu hraungrýti í framan.

Karamella er með fallega crispy húð einsog djúpsteiktur kjúklingur. KFC ætti að sponsa hana. (Kentucky Fried Camilla).

Ef hún væri ekki drottning þá gæti hún lifað kóngalífi á því að auglýsa grófmynstraða hjólbarða.

 

Camilla KFCKanamella Parket Balls er léttur og skemmtilegur leghafi sem finnst gaman að reykja og drekka og hún segist gera mikið af því enda er hún afskaplega dugleg og viljasterk manneskja sem hættir ekki því sem hún er byrjuð á.

Hún þykir einhver farsælasti strompur og ástsælasta fyllibytta sem Bretland hefur alið síðan Winston Churchill var og hét. Sjálf reykir hún Winston rettur og Churchill vindla og fer létt með að drekka heilu sjóræningjaáhafnirnar undir borð og jafnvel fyrir borð.

 

Ég veit ekki hvort að Kalli sé fullmeðvitaður um himneska fegurð Kamarmyllu sinnar því hann laug því að henni alveg fram að krýningu að Covid væri ennþá í gangi svo hún tæki ekki niður grímuna.

Og líkt og krakki þá hefur Kalli mikið talað um að það sé ógeðslegt skrímsli undir rúminu sínu.

Þau sofa í koju. Hann á efri hæðinni.

 

En þeim kemur vel saman og þau eiga allt lífið framundan. Ég vona innilega að þau muni ekki falla frá í blóma lífsins einsog hæstvirtur leghafi, Elísabet II, foreldri hæstvirts sláturhafa Karls III nr: 1, og hæstvirtur pungberi, Filippussa, foreldri hæstvirts sköndulhafa Karls III nr: 2.

 

Happadagur

Kalli og KanillÚtför Betu Bretadronsu fór fram 19. september 2022.

Kalli var krýndur 6. maí 2023.

Hvað þýðir það?

Það þýðir að krýningin fór fram 6 mánuðum og 6 vikum og 6 dögum eftir útför Betu.

Það hlýtur að boða lukku og samræmast trúarbrögðum einkaþotuelítunnar.

 

KarmellaMeðan Kamagra Porkneck Bowling sat þarna í kirkjunni og beið eftir kórónunni sinni þá brosti hún sínu fallega brosi einsog hún væri að rýna í sólina og borða sítrónu á sama tíma.

 

Einhver aðstoðarmaður kom og fór að dedúa við hana með kremfötu í annarri hendi og sandpappír eða slípirokk í henni. Maður sá þetta ekki vel en það steig reykský upp frá andlitinu á henni þegar hann hafði lokið sér af og hún ljómaði í framan og leit út einsog milljón dollarar, ... milljón dollarar í krókódílaveski.

 

GullvagninnKórónunni var síðan troðið af miklu afli á hausinn á Kanínu drottningu og hún trítlaði á eftir konunglega pungberanum sínum í pimpnáttfötunum og gardínulörfunum eftir kirkjugólfinu og útí hrollkalt global-warming-sumarið þar sem gullvagninn beið þeirra með 8 loftslagsmengandi prumpandi óslátruðum hestum, - gullvagni sem mun svo að endingu sækja þau vindmyllurafknúinn aftur á efsta degi.


Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum

Bomban góðaValdimar Pútín varð sjötugur í gær. Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með áfangann og óskum honum áframhaldandi velfarnaðar í lífi og starfi.

Kallinn fékk af einhverjum ástæðum ekkert heillaóskaskeyti frá Biden og stríðshaukunum í Washington.

Það fer ekki mikið fyrir kurteisinni þar á bæ.

 

Bandaríkjastjórn er orðin svo hrædd um að stríðið hennar í Úkraínu, sem hún undirbjó svo vel, færist heim að dyrum hjá sér að hún er búin að birgja sig upp af lyfjum gegn kjarnorkusprengjum.

Grímuskylda æskileg í kjarnorkustyrjöldÞetta passlega magn af kjarnorkusprengjutöflum ætti að duga til að halda lífinu í elítunni ef Pútín skyldi gerast svo ósmekklegur að senda kaldhæðnislegt heillaóskaskeyti til Washington, - og þá er ég að tala um flugskeyti.

Best að setja hinsvegar bara grímuskyldu á almenning svo hann smiti ekki aðra af geislavirkni og Covid og frelsisást og einstaklingshyggju og öðrum óþverra.

 

Ekki er vitað hvort lyfin dugi ef kjarnorkusprengjurnar hæfa elítuna beint á milli augnanna.

KjarnorkusprengitöflurVið slíku þyrfti hún hugsanlega að taka öflugri pillur sem lyfjarisarnir eru mjög líklega að þróa í þessum skrifuðu orðum, - einhver sterkari og töframeiri snákaolíumeðöl sem væru svona álíka gagnleg og stórkostlegu „bólefnin“ þeirra.

Ekki ólíklegt að þeir séu langt komnir með svokallaðar sprengitöflur í því „augnamiði“ að afstýra bólgum og eymslum sem geta hlotist af völdum kjarnorkusprengja sem lenda beint á milli augnanna.

 

Svo að dýrmætur tími og ennþá dýrmætari peningar fari ekki til spillis þá gætu lyfjarisarnir haldið áfram sínu sama gamla, góða verklagi og einfaldlega bara skipt um merkimiða á óseldum og útrunnum „bóluefnum“ gegn Covid og kallað þau „Bólefni gegn kjarnorkusprengjum“ og lofað 99% árangri einsog þeir gerðu í sprautufaraldrinum sínum.

Ef upp um vörusvikin kemst þá skiptir það engu máli því þá verður enginn til frásagnar og þar að auki þá er búið að banna alla „hatursorðræðu“ gegn blekkingum, lygum, falsi, rétttrúnaði og svikum.

 

Kjarnorkusprengjur eru mannskemmandiÉg tek alltaf lýsi og vítamín á morgnana og ýmis lyf við bólgum og aids og femínisma og berklum og kláðamaur og glóbalisma og slíkum plágum en nú þyrfti ég að fara að bæta við Pfizer-sprengitöflum gegn óheilsusamlegum kjarnorkusprengjum úr því að stríðshaukarnir í Washington eru svona vissir um að þeim sé að takast að króa Pútín af einsog rottu útí horni og þröngva honum til að stökkva.

Ég vil nefnilega, líkt og Bandaríkjastjórn, vera með sterkt ónæmiskerfi og við góða heilsu ef ég skyldi fá kjarnorkusprengju í hausinn.


mbl.is Kaupa lyf gegn geislunarskaða fyrir 41 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondi kallinn Trump og Íslandófóbía háttfirrtra þingmanna

Trump er Hitler. EinmittGríðarleg móðursýki hefur gripið um sig eftir að Adolf Hitler - en svo kalla vinstri öfgamenn Donald Trump - setti 90 daga bann við komu fólks frá nokkrum vara- og vafasömum ríkjum sem að mestu heyra undir alræðisstefnuna Íslam.

Flest þessi ríki eiga það sameiginlegt að hafa verið bombarteruð af Obama, friðarverðlaunahafa Nóbels, og því var talið líklegt að þau væru ekki í sjöunda himni með það og vildu hugsanlega svara fyrir sig á sínu tungumáli - með hryðjuverkum. Þessi ríki voru því ekki valin af handahófi. Obama sá um þetta á sínum tíma og enginn sagði neitt við því.

 

Trump var ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Hann uppgötvaði ekki harðar reglur í innflytjenda- og varnarmálum. Vestræn ríki eru hvert af öðru að vakna upp af óværri þyrnirósarmartröð og taka upp strangari landamæragæslu, gott ef ekki öll, nema Ísland að sjálfsögðu.

Vissulega er Trump stórtækur í þessu sem öðru og situr ekki við orðin tóm. Það finnst mörgu góðu fólki mjög slæmur ókostur.

 

Kosningarnar eru búnar. Skiljú?

LibtardFjölmargir Bandaríkjarforsetar hafa sett svipuð ferðabönn á undan Trump og enginn hefur gert óveður út af því en þar sem Trump á í hlut þá er náttúrulega um að gera að reita og tæta hár sitt og skegg og öskra afar vinsæl blótsyrði eins og „fasisti rasisti nasisti kvenhatari“ og ganga alveg af göflunum og hnífunum.

 

Það þarf varla að taka það fram að þessi móðursýki er að megninu til í höfðinu á vinstrimönnum sem hata kallinn einsog pestina og prestana og geta með engu móti sætt sig við að hann hafi sigrað óspilltu friðardúfuna hana Hillary í lýðræðislegum kosningum eftir þeim leikreglum sem gilda í USA. Á ensku heitir þetta að vera libtard, en það orð er samsett úr orðunum liberal (frjálslyndur) og retard (þroskaheftur).

 

Íslamófóbía - Nasismófóbía. Einhver munur?

Svefnlaus nóttMóðursýkin er komin á það alvarlegt stig að nú segjast Píratar ekki lengur geta sofið á nóttunni sökum angistar og þeir sjá eld og brennistein og gasklefa í hverju horni og eru með klærnar fastar uppí sér í vitfirringslegri skelfingu og sængina breidda uppfyrir haus - titrandi og skjálfandi í rækjustellingu - muldrandi í svitakófi og óráði að nú sé heimsendir í nánd því vondi kallinn hann Trump (Hitler) ætli sér að sprengja okkur öll í loft upp. Svo gægjast þeir undir rúmið með geðveikislegan hræðsluglampa í augunum til að athuga hvort að skrímslið hann Trump (Hitler) sé nokkuð mættur á svæðið.

 

Fake newsVinstrimenn verða að fara að róa sig. Slaka aðeins á. Taka valium eða svefnpillu eða arsenik eða eitthvað.

Það er Hillary en ekki Trump sem vill stríð við Rússa. Það var Hillary en ekki Trump sem talaði Obama inná að sprengja Líbýu í tætlur. Obama friðarhöfðingi var í stríði hvern og einn einasta dag sem hann sat á forsetastóli en Trump hefur hinsvegar ekki farið í stríð við neinn ennþá - nema hvað hann mun alveg örugglega taka blessuðu englana í ISIS í bakaríið - svo farið nú að anda með rananum kæru óttaslegnu taugabiluðu vinstri öfgamenn hvar í flokki sem þið standið og hættið að gleypa allt hrátt sem stendur í falsfréttamiðlunum ykkar og látið af angist ykkar og andúð og taumlausu hatri og ofsa og ofstæki og grynnkið aðeins á þráhyggjukenndri heiftúðugri hatursorðræðu ykkar sem þið eruð alltaf að ásaka aðra um að viðhafa. Þið verðið að fara að láta af þessari nasismófóbíu ykkar svo þið öðlist svefnsamar nætur.

 

Vinstriflokkarnir 3 - Gísli, Eiríkur og Helgi

Vinstrimenn, Gísli, Eiríkur og HelgiÉg er náttúrulega að tala við vegg (múr) því nú hafa vinstriflokkarnir 3, semsé Vinstri græningjar, Samfylkingin (þriggja manna „fylking“) og systurflokkur þeirra – Píratar - tekið sig til og drullumallað gjörsamlega tilgangslausa þingsályktunartillögu þar sem tilskipun Trumps er harðlega mótmælt og farið fram á að „Alþingi fordæmi og saki Bandaríkjaforseta um fordæmalausa mannfyrirlitningu og fordóma,“ eins og þeir orða það svo fágað og fordómafullt. Popúlisminn og pólitíska rétthugsunin í algleymingi.

 

Ef það á að vera eitthvað samræmi í þessu óráði þeirra og ofstæki og ef þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir þá verða þeir einnig að senda harðorð mótmæli til þjóðhöfðingja Japans, Austurríkis, Ungverjalands, Póllands, Slóveníu, Króatíu o.s.fr. en öll þessi ríki hafa verið mun harðari í innflytjendamálum og landamæravörslu sinni en Bandaríkin.

En munu þeir gera það? Nebb. Hversvegna ekki? Sumir myndu segja að það væri vegna þess að þeir væru libtard, en það er bara hluti af skýringunni. Annað brot af skýringunni er inngróin kommalufsuhræsni og eðlislægur popúlismi stefnulausra rekalda.

Það er t.d. mikill misskilningur hjá Sjálfstæðisflokknum að halda að það sé til fylgisaukningar og vinsælda fallið að stökkva uppá bögglabera vinstri öfgaflokkanna og þeirra úrelta útrunna útbrunna pólitíska rétttrúnaðar. Svoleiðis reiðhjólatúr er dæmdur til að enda útí skurði.

 

Trumpófóbía

Umburðarlyndir frjálslyndir vinstrimennEn fyrst og fremst beinast mótmæli háttfirrtra þingmanna og fordæmalaus mannfyrirlitning og fordómar þeirra eingöngu gegn Trump vegna þess að þeir hata hann út af lífinu og orðræðan eftir því. Hann stendur fyrir allt sem þeir hata og svo snúa þeir hatri sínu á honum yfir á hann sjálfan og segja að hann sé kvenhatari og kynþáttahatari o.s.fr. Tóm vitleysa og rugl. En það er ansi margt sem þeir hata við hann:

 

Hann er t.d. ekki femínisti. Hann er ekki hálfviti (sem er mjög slæmt því ef hann væri það þá væri hann hugsanlega femínisti). Hann er kjaftfor ráðríkur ákveðinn og óheflaður (ruddaleg týpa með vonlausan tónlistarsmekk). Svo er hann að sjálfsögðu Hitler með afrakaða hormottu og uppfærða hárgreiðslu. Hann er ómútanlegur (það hlýtur að hneyksla Hillary). Hann er öðruvísi (allir verða að vera eins í dag). Hann stendur við kosningaloforð sín og er snöggur að því (algerlega ófyrirgefanlegt). Hann er ekki kelling í neinum skilningi. Hann er með pung í öllum skilningi. Hann er ekki pólitískt rétthugsandi viðrini (skelfilegt. Hvert er þessi heimur eiginlega að fara?). Hann tengir saman öfgaíslam og hryðjuverk (öfugt við Hillary og Obama sem þorðu aldrei að nefna öfgaíslam á nafn og hvað þá að fordæma hryðjuverk íslamista). Hann er hreinskilinn og segir hug sinn umbúðalaust án fílters og án tillits til hvort það falli í kramið eða ekki (öfugt við popúlista). Hann þorir að vera hann sjálfur (glæpur). Hann hefur heilbrigða þjóðerniskennd (en það er bannað í dag og er kallað þjóðremba). Hann vill landi sínu og þjóð allt hið besta og vill verja landamærin mynduglega (öfugt við vinstrimenn). Hann gerir sér grein fyrir að galopin landamæri þýða eyðileggingu þjóðríkisins. Hann vill ekki að land sitt fari til helvítis eins og Evrópa stefnir hraðbyr í undir forystu Merkel. Hann er semsé ekki dæmigerður vestrænn stjórnmálaslúbbert.

 

Menn hafa nú verið hataðir fyrir minna en þetta. Og svo er hann með hárgreiðslumeistara sem hlýtur að vera mikill húmoristi.

Auðvitað er kallinn egóisti, klámkjaftur, frekur, hefnigjarn, gráðugur, móðgandi, ögrandi, „karlrembusvín,“ en svo hlýtur hann líka að hafa einhverja ókosti því enginn er fullkominn.

 

Hagsmunir Íslands aukaatriði að venju

SósíalistarHvaða árangri vilja vinstriflokkarnir ná með þessari þingsályktunartillögu sinni og fordæmingu og formælingum? Hverju vilja þeir ná fram? Halda þeir að þetta komi Íslandi vel? (Það finnst þeim náttúrulega aukaatriði enda haldnir Íslandófóbíu). Halda þeir að þetta bæti samskipti ríkjanna? (Aukaatriði. Íslandófóbían). Halda þeir að Trump breyti stefnu sinni vegna þessa?

Ég þykist vita að þeir séu að slá sig til réttlætisriddara með þessu dómgreindarlausa tilfinningalega frumhlaupi sínu en halda þeir virkilega að Trump segi við ráðherrana sína skjálfandi röddu:

 

„Ég var að fá hérna fordæmingu og svívirðingar frá Alþingi Íslands og það þýðir að ég verð að hætta þessum komubannspælingum einn tveir og bingó. Ég er lamaður af ótta og er alveg við það að spræna í buxurnar og gubba af stressi. Ég veit að þið hafið aldrei heyrt á Ísland minnst en ég get sagt ykkur það að Ísland er smáhólmi norður í rassgati með nokkrum hræðum. Við byggðum handa þeim flugvöll og höfum varið þá í um 7 áratugi endurgjaldslaust. Þingmenn þessa eyjakrílis eru ofboðsleg gáfnaljós og vammlausir stálheiðarlegir óspilltir siðavandir réttlætisriddarar og eru gríðarlega áhrifamiklir í alheiminum þannig að það er mjög mikilvægt að hafa þá góða. Ég er hættur við öll áform um ferðabann og ég verð að fara að ganga í brúnum buxum svo það sjáist ekki þegar ég drulla á mig úr hræðslu.“

 

Ekki vaxa dvergar yfir höfuð

ChurchillEru þetta viðbrögðin sem vinstrivitringarnir búast við? Ef ekki, til hvers eru þeir þá að þessu?

Árangurinn af svona óráðstillögu verður að liggja fyrir. Það þarf engan stjórnvitring til að sjá að þetta vanhugsaða tilfinningalega óðagot mun engu skila nema fullkomnu antípati valdamesta manns heims á okkur. Trump er ekkert að fara að taka við fíflalegum umvöndunum og formælingum einnar spilltustu þjóðar Evrópu með brosi á vör án þess að svara með rothöggi til baka eins og hann er frægur fyrir. Það er kýrskýrt.

 

Það er nú þegar búið að eyðileggja móralinn milli Íslands og Rússlands með þátttöku okkar í fáránlegu viðskiptabanni og nú á að myndast við að rústa vinskapnum milli Íslands og Bandaríkjanna, sem alltaf hafa reynst okkur vel, rétt eins og Rússland.

 

Hjálp. Við erum ósammála manninumFyrir rúmu ári stakk borgarstjórinn í Reykjavík uppá því að sniðganga vörur frá Ísrael, sem var náttúrulega gaga, og um svipað leyti toppaði kafteinn Pírata hann í ruglinu með sniðgöngutillögu á Kína og sagði:

„Ég legg til að við skoðum innkaupastefnu Alþingis um það hvort við eigum að kaupa vörur frá Kína.“

 

Hvað er að? Mikilmennskubrjálæði? Veruleikafirring? Eigum við ekki bara að slíta öll tengsl við umheiminn og fara að búa í leðurblökuhelli í öllum okkar heilagleika úr því að siðferði okkar er á svona líka miklu hærra plani en allra annarra? Hvað höldum við eiginlega að við séum? Íslendingar verða að fara að fatta að þeir eru dvergar í dvergríki og hafa ekki beint úr háum söðli að detta í neinu tilliti. Dvergar stækka ekkert við það að tylla sér á tá og reyna að breiða úr sér

 

Trump er ekki Hitler. Óhætt að fara að sofa

SkoðanakönnunÞað vill gleymast að meirihluti Bandaríkjamanna styður forseta sinn í þessu máli og svo má geta þess að samkvæmt nýrri viðamikilli breskri skoðanakönnun kemur fram að meirihluti fólks í 10 ESB löndum vill alfarið stöðva innflutning fólks frá löndum múslima. Ekki tímabundið eins og Trump er að gera heldur varanlega og alfarið.

 

Draumur vinstrimannaÞessi 10 vondu ESB lönd kunna greinilega ekki að meta góða „fjölmenningu“ og nútímalega sharia dómstóla. Hvað ætla háttfirrtir vinstriþingmenn á Íslandi að gera í því? Krefjast viðskiptabanns á þau? Sniðganga vörur frá þeim? Fordæma þessar þjóðir og gangsetja sína dæmigerðu hatursorðræðu gegn þeim og úthrópa þær sem rasista og fasista? Heimta að þær taki við fólki frá löndum múslima með góðu eða illu og raði því á 5 stjörnu hótel á kostnað skattgreiðenda eins og gert er á Íslandi?

 

VinstripressanTraust og virðing Alþingis mælist skiljanlega í frostmarki en samt halda þessir óhæfu óvitar að þeir séu þess umkomnir að skipta sér af innanríkismálum Bandaríkjanna og vanda um fyrir Bandaríkjaforseta með blammeringum og fasistauppnefningum og segja honum til í þjóðaröryggismálum og jafnvel í fóstureyðingarmálum. Síðan hvenær fór rottan að hafa efni á að halda siðaprédikun yfir fílnum? Á hún ekki að vera að taka til í sinni illa þefjandi rottuholu?

 

Háttfirrtir þingmenn eru með allt í rusli hér heimafyrir í öllum málaflokkum og með allt niðrum sig og saursletturnar langt uppá hnakka en halda samt að þeir séu akkúrat réttu mennirnir til að segja Trump hvernig hann eigi að stjórna landi sínu.

Hvað eru þessir jólasveinar eiginlega að reykja? Þurrkaðan grameðluskít? Finnst þeim þeir virkilega hafa efni á að leika einhvern Tarzan útí heimi? Þessi gúmmí Tarzan er ekki einusinni í skýlu eða með bleyju. Hann er ekki apabróðir heldur bara apaköttur.

 

Ísland fyrst

Trumpurinn góðurSvo lengi hafa værukærir krónískir vinstrimenn legið maríneraðir í sínum pólitíska rétthugsunarsora eins og klóakrottur að það er ekki nema von að þeir fái hland fyrir hjartað þegar fram kemur harðduglegur sjálfstætt þenkjandi hreingerningamaður sem lætur hendur standa fram úr ermum og fer að skrúbba allt hátt og lágt.

 

Ef þessir háttfirrtu þingmenn vilja fordæma forseta Bandaríkjanna og saka hann um mannfyrirlitningu og fordóma og rasisma og fasisma og þessháttar ekkisensdellu og prumphænsnapíp þá eiga þeir að gera það í sínu eigin nafni, ekki í nafni Alþingis eða þjóðarinnar - en það er örugglega til of mikils mælst. Þetta eru nefnilega að uppistöðu til sömu flokkarnir og vildu að við borguðum Icesave og slóu tjaldborg um heimilin. Þeir virðast haldnir Íslandófóbíu á mjög háu stigi.

 

Þessir háttfirrtu þingmenn mættu gjarnan taka Trump sér til fyrirmyndar og fara að setja hagsmuni eigin lands og þjóðar í fyrsta sæti. Það væri tímabær tilbreyting. Til þess voru þeir kjörnir og til annars ekki - þó þeir skilji það greinilega ekki ennþá.

 

Til að taka ómakið af góða og gáfaða fólkinu með réttu skoðanirnar þá skal ég titla mig með ofnotuðustu blótsyrðum þess::

 

Sverrir Stormsker

Höfundur er rasisti, fasisti, nasisti, kvenhatari og miðaldra hvítur karlmaður.

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í morgun).


Hillary Clinton og Donald Triumph

Hellary eftir kosningarnarSamkvæmt heimildum RÚV er heimurinn í einu allsherjar taugaáfalli eftir að sú sorgarfregn barst út að spilltasta stjórnmálakvendi norðan Suðurpóls hefði ekki náð forsetakjöri í Bandaríkjunum.

 

Vinstrimenn í öllum flokkum Íslands hafa tilkynnt að þeir séu "í sjokki" og "harmi slegnir" og í taumlausu táraflóði og með óstöðvandi ekka eftir sigur Donalds nokkurs Trump og segja grátbólgnir með titrandi neðrivör að "þröngsýni," "kvenhatur," "fordómar," og "hatur" útí allt og alla hafi haft sigur í kosningunum.

 

Clinton and Huma AbedinMér finnst nú ansi fordómafullt að fullyrða að helmingur Bandaríkjamanna séu fordómafullir þröngsýnir kvenfyrirlítandi hatursspúandi illfygli. Hillary þurfti sjálf að biðjast afsökunar á ámóta ummælum sem hún viðhafði um stuðningsmenn Donalds Trump fyrir um mánuði síðan. Þetta er yfirlæti og hálfgerður dónaskapur. Þetta er svona svipað og ef ég, prúðmennið sjálft, myndi segja að maðurinn sé það sem hann éti og að Hillary sé þar af leiðandi kunta.

 

Það er einkennilegt að tala um kvenhatur þegar það voru hvorki meira né minna en 42% kvenna sem studdu þennan hræðilega Donald Strump. Varla hata þær sjálfa sig?

 

Þögli meirihlutinn fékk málið

Trump 2 dögum eftir kosningarSigur Trump þessa var í raun ein stór og feit og löngu tímabær langatöng framan í stjórnmálaelítuna, fjármálaöflin, banksterana, Bush/Clinton mafíuna, lobbýistana, sérhagsmunahópana, öfgafemínismann, Open bordersruglið, fjölmenningarnonsensið, fjölmiðlaelítuna, herskáa stríðshauka-alheimslögreglu-utanríkispólitíkina, status quo, pólitíska rétttrúnaðinn - semsé allt það sem forréttindakvendið og spillingardrottningin Hillary Clinton stóð og stendur fyrir.

Skoðanakannannaframleiðendum var sömuleiðis gefið langt nef og snýtt hressilega. Þeir höfðu ekki árangur sem erfiði í skítkokkamennsku sinni.

 

Hellary for prisonHinn venjulegi þögli Jón og hin venjulega þögla Gunna voru einfaldlega búin að fá uppí kok af yfirgangi rétttrúnaðarsinna. Þeim fannst þau hafa verið sniðgengin og ekki hlustað á þau um árabil og sögðu einfaldlega Stopp! Þetta er orðið gott!

 

Þetta er einnig ástæðan fyrir uppgangi svokallaðra "hægri öfgaflokka" í Evrópu. Það eru vinstrifasistarnir sem ómeðvitað skapa þá með heiftúðugri frekju sinni, ofstæki, þöggunartilburðum, skoðanakúgun, upphrópunum, þindarlausum yfirgangi og pólitískum rétttrúnaðaröfgum.

 

Þögli meirihlutinn í Bandaríkjunum fékk málið í gegnum Trump.

Því meira andlegu ofbeldi sem vinstrifasistarnir beita því fleiri Trumpa fá þeir yfir sig.

 

Öllu tjaldað til - en tjaldið féll

Hellary for saleHillary fékk ómældan stuðning úr öllum heimshornum enda gat hún varla gengið óstudd. The Clinton Foundation verður að teljast einhver stórkostlegasta þvottastöð seinni tíma ef árangurinn er mældur í umfangi pólitískrar spillingar.

 

Þó að Hillary Rotten Clinton hafi verið studd af Bush fjölskyldunni, öllu poppara- og leikaraslektinu einsog það leggur sig, öllum þeim elítum sem nöfnum tjáir að nefna, Wall Street, George Soros, öllum meginstraumsfjölmiðlum heimsins, meiraðsegja RÚV, sjálfum Obama-forsetahjónunum og ekki má gleyma Qatar og Saudi Arabiu - sömu öflunum þar á bæjum sem styðja ISIS (ekki nema von að Obama og Hillary hafi gengið svona erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra samtaka. Vantar kannski áhugann?) þá dugði það ekki til.

 

Hellary ákallar HellAllt kom fyrir ekki. Fólkið stoppaði hana af. Svo ég leyfi mér nú að skerpa línurnar örlítið á kurteislegan hátt þá vildi millistéttin frekar óheflaðan óháðan ómútanlegan hugsjónaríkan tæpitungulausan skrítinn utangarðsbissnisskall með steindauða gullhúðaða fljótarottu á hausnum en valdagíruga peningasjúgandi gegnumspillta hugmyndalausa hraðlygna gleiðbrosandi rammfalska stagbætta blóðþyrsta eiturnöðru með klofna tungu.   

 

Tap Hillaryar – sigur heimsins

Hellary er bombaÞegar allir hinir fjölmörgu þumalputtar Hillaryar hafa nú blessunarlega verið fjarlægðir af valdataflborði heimsins má gera ráð fyrir að skárra ástand skapist í Mið-Austurlöndum, (sem hún er reyndar búin að fokka upp eins og öllu öðru sem hún hefur komið nálægt), og einhver þíða myndist á milli Bandaríkjanna og Rússlands, nokkuð sem hún var alfarið á móti að myndi nokkurntíma henda. Í kosningabaráttunni lét hún ekkert tækifæri ónotað til að ráðast á Putin, enda hafa frammámenn í Rússlandi sagt að hefði hún náð kjöri hefðu líkurnar á Þriðju heimsstyrjöldinni aukist verulega.

Eru vinstrimenn að gráta það glataða tækifæri?

Þeir geta huggað sig við að einhver úr Clinton/Bush mafíunni hlýtur að bjóða sig fram eftir 4 ár.

 

Karl eða kona. Who gives a f...?

Hellary dílítariMeðan hinn samningalipri Trump boðaði bætt samskipti við erlend ríki á nokkuð nýstárlegan hátt þá boðaði Hillary sömu gömlu úr sér gengnu bandarísku herskáu inngripa-utanríkispólitíkina sem hefur leitt af sér ómældar hörmungar 37 ríkja frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Íran hefði verið næst á dagskrá hjá henni og fengið sömu meðferð og Líbýa og fleiri lönd sem hún hefur tekið virkan þátt í að rústa.

 

Er það þetta sem vinstrisinnissjúku vitringarnir eru að háskæla yfir eftir sigur Donalds Trump? Eða finnst þeim engu máli skipta hvað valdamesta manneskja heims hefur á milli eyrnanna heldur eingöngu hvað hún hefur á milli fótanna? Héldu þeir að breytingar á heimsmálunum og sjálfu forsetaembættinu fælust í að skipta um kyn þeirrar mannveru sem gegndi því?

 

Trumpurinn á réttri leiðÞó að Trumpurinn eigi það til að taka sterkt til orða og sé ekki fullkominn líkt og góðhjörtuðu grátgjörnu rétttrúnaðarsafnaðarmeðlimirnir þá má undrun sæta að þeir skulu umturnast af taugaæsingi og geðshræringu loksins þegar sjálfstæður óháður einstaklingur sest á forsetastól sem ekki er strengjabrúða banksteranna og valdaelítunnar.

Loksins loksins.

 

 

 

(Skrifaði þessa grein 10. nóvember, daginn eftir forsetakosningarnar, og sendi hana vini mínum honum Davíð uppá Mogga til birtingar, en hún hefur þar ekki ennþá litið dagsins ljós. En það er nú bara árið 2016 svo að það er ennþá von).


mbl.is Biður fólk að gefa Trump tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnt að því að breyta Rússlandi í Rústland

Ég get ekki betur séð en að það sé að brjótast útNato against Russia styrjöld við Rússland. Undirbúningurinn er kominn vel á veg.

Putin er búinn að vara Pólland og Rúmeníu við að setja upp eldflaugapalla við landamærin.

Ef þeir hunsa varnaðarorð hans þá mun hann ráðast á þá. Náttúrulega ekkert annað sem hann getur gert. En hann mun ekki taka fyrsta skrefið. Það er verið að þjarma að honum og egna hann til stríðs.

Að sjálfsögðu taka Íslendingar þátt í óráðinu sem undirgefin NATO-þjóð og taglhnýtingar Bandaríkjanna, án sjálfstæðrar utanríkisstefnu.

obamacareHernaðarbandalagið NATO (áður varnarbandalag) og stóri bróðirinn, Bandaríkin, eru búin að flytja þvílíkt magn vopna að landamærum Rússlands að annað eins hefur ekki sést síðan 1941.

Æðsti draumur Obama er að breyta Rússlandi í Rústland. Sá armi brotherfucker virðist vera í einhverskonar samkeppni við George W. Bush um að komast í sögubækurnar sem galnasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi.

HellaryEina sem gæti hugsanlega toppað þá félaga í heimshættulegri heimskunni væri HELLary Clinton, nái hún kjöri, en einsog menn vita þá var hún hægri hönd Obama við að fokka upp Líbíu og framleiða ISIS.

Þetta yfirvofandi stríð við Rússa er aðalfréttin í flestum fjölmiðlum heimsins, eiginlega allsstaðar nema á Íslandi, en hér á landi eru fjölmiðlar auðvitað of uppteknir við að birta áróðurskannanir viðvíkjandi íslensku forsetakosningunum til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þá.


Er hetjuskapur að viðurkenna aulaskap sinn?

Dagur BMargir eru búnir hæla Degi B. Eggertssyni í hástert fyrir það fáheyrða drenglyndi og gáfnamerki að hafa dregið idjótasamþykkt sína og meirihlutans til baka og viðurkenna stórfelld mistök sín og biðjast afsökunar á dómgreindarleysi sínu, fúski og rugli.

(Ég hef reyndar hvergi séð hann biðjast afsökunar). Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálamenn sýna þann hetjuskap að viðurkenna aulaskap sinn.

 

Sumir vinstrimenn húðskamma hann reyndar fyrir að hafa dregið rugl sitt til baka og vilja að hann klúðri hlutunum ennþá meira en orðið er með þeim rökum að bágur efnahagur landsins eigi að víkja fyrir mannréttindum, einsog það sé í verkahring smáborgarstjóra að bjarga heiminum, en svo eru aðrir vinstrimenn niðrá jörðinni sem segja að hann sé „maður af meiru“ og „maður að meyru“ og „maður með meiru“ fyrir að hafa séð að sér. Þeir virðast aldrei ætla að geta lært að koma þessum einfalda frasa skammlaust frá sér.

 

Sú góða dama, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gengur svo langt að segja að Dagur hafi hvorki meira né minna en „brotið blað í íslenskri pólitík með því að viðurkenna að honum og meirihlutanum hafi orðið á mistök...“ og bætir við: „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.“

 

Já. Akkúrat. Svona viljum við hafa stjórnmálamennina. Þeir eiga að brjóta blöð og helst lög líka. Þeir eiga að klúðra hlutunum big time, reyna svo að klóra sig útúr vandanum og kenna öðrum um, hlaupa úr einu lygahorninu í annað og neyðast svo til að viðurkenna glópsku sína og stjarnfræðilegt dómgreindarleysi og muldra svo afsökunarbeiðni oní hálsmálið og málið dautt.

 

Hvernig er hægt að kalla eitthvað "mistök" sem hefur verið í undirbúningi mánuðum saman með lögfræðingum og innkaupastjórum og öllu tilheyrandi? Það eru ekki "mistök." Það er ásetningur. Einbeittur brotavilji.

Katrín Júl hefði því frekar átt að segja að Dagur hefði "brotið blað í íslenskri pólitík með því að viðurkenna að honum og meirihlutanum hafi orðið á ásetningsbrot."

En það hefði kannski ekki komið eins vel út fyrir samfólin.

 

Eftir því sem Björk Vilhelms segir þá var búið að undirbúa þessa sniðgöngutillögu í heilt ár, en samt var hún vanhugsuð. Menn geta þá rétt ímyndað sér hvað þetta lið er lengi að hugsa. Ekki nema von að meirihlutinn hafi ekki getað séð fyrir viðbrögð Gyðinga í Bandaríkjunum. Hefði þurft lágmark 20 ár til að kveikja á perunni.

Alveg glæpsamlega vitlaust gengi.

En svona eiga pólitíkusar að vera. „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.“ Lútum höfði í auðmýkt og undirgefni og færum Degi gull, reykelsi og myrru. Krjúpum í lotningu við fótskör meistarans. Vér skulum biðja.

 

Jón GnarrÉg efast samt um að Dagur hafi „brotið blað í íslenskri pólitík“ með því að viðurkenna axarsköft sín og handabakavinnubrögð. Ég man nú ekki betur en að fyrirrennari hans og fyrirmynd, Jón Gnarr, hafi gert fátt annað en að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar á þeim, á milli þess sem hann var að gera þau. Þetta var full time job. Ef eitthvað var gert þá voru það mistök og þau voru viðurkennd og beðist afsökunar á þeim. Svona gekk þetta árið um kring. Mistök - þau viðurkennd - beðist afsökunar. Þetta var Dags-skipunin.

 

Gnarrinn var alltaf fyrstur manna til að viðurkenna að hann vissi minna en ekkert um málefni borgarinnar og að hann hefði ekki hugmynd um hvort hann væri að koma eða fara. Er hægt að hugsa sér betri eiginleika sem geta prýtt borgarstjóra?

Vanhæfni er vanmetinn kostur.

 

Hann sagði að það væri ekki til sá hlutur innan borgarkerfisins sem hann hefði minnsta skilning á. Hann má þó eiga að hann viðurkenndi það.

Stjórnmálin voru svo djúpt sokkin á þessum tíma að einu kröfurnar sem fólkið gerði til stjórnmálamanna voru að þeir viðurkenndu að þeir væru froskar sem vissu ekkert í sinn haus.

 

HofsvallagataJón Gnarr var ekkert að reyna að fela það og uppskar miklar vinsældir fyrir vikið. Fólk var ekkert að ætlast til þess að hann gerði eitthvað af viti og breytti gangi himintunglanna heldur bara að hann væri að hirðfíflast í Gleðigöngunni og þrengja götur borgarinnar og búa til hjólreiðarstíga og fuglahús og gefa lóðir til trúarsafnaða og viðurkenna að hann vissi ekki neitt.

 

GnarrMaður sá hann ekki í sjónvarpinu öðruvísi en að hann væri að biðjast afsökunar á einhverju klúðri og játa að hann hefði ekkert vit á þessu eða hinu og hefði ekki sett sig inní málin því hann væri með athyglisbrest og gæti ekki haldið sér vakandi á fundum sökum leiðinda og vissi í raun ekkert hvað hann væri að gera þarna.

 

Svona eiga borgarstjórar að vera. Og þessvegna var hann svona vinsæll og mikils metinn. Hann viðurkenndi nefnilega að hann væri alveg úti að aka í öllum málum og vissi nákvæmlega ekkert í sinn haus. Og þessvegna urðu þeir svona góðir vinir, hann og Dagur. Þeir áttu svo margt sameiginlegt. Enda borgin að stefna í gjaldþrot.

 

Það var einmitt Jón Gnarr sem átti þá hugmynd að fara með smáborgarstjóraembættið í útrás og slíta sambandinu við Moskvu fyrir að brjóta á réttindum samkynhneigðra. Hann sendi umvöndunarbréf til Moskvu en var ekki svarað. Lengra náði það ekki.

Ekki veit ég hversvegna hann sendi ekki svipað bréf til Saudi-Arabiu, Írans og annarra múslimaríkja en þessi hugmynd hans var semsé kveikjan að þeirri vanhugsuðu ruglsamþykkt sem núverandi meirihluti var að draga til baka.

 

Dagur moskunnarÞó að Jón hafi ekki náð að slíta sambandinu við Moskvu fyrir að brjóta á réttindum samkynhneigðra þá bætti hann og Dagur úr því með því að gefa islamistum lóð undir mosku en einsog allir vita þá eru samkynhneigðir í hávegum hafðir meðal islamista. Aðeins femínistar og geitur eru hærra skrifaðar.

 

 

KlúsóKröfurnar sem vinstrimenn gera til borgarstjóra síns, hvort sem hann heitir Jón Gnarr eða Dagur Bé eða Klúsó eða eitthvað annað, eru fyrst og fremst þær að hann kunni að viðurkenna allt sitt klúður, glópsku, dómgreindarleysi, aulaskap, fúsk og fáfræði, og kunni jafnvel líka að biðjast afsökunar á afglöpum sínum í starfi. Ef hann kann þetta tvennt, og jafnvel ekkert annað, þá er hann virkilega góður og mikilhæfur borgarstjóri í þeirra augum. Mikill leiðtogi og stjórnvitringur. Jafnvel hetja.

 

Ef mistökin eru vel meint þá þykja þau ókei. Ruglið þarf að vera „sett fram af góðum hug,“ einsog Dagur orðaði það. Það er nefnilega hugurinn á bak við klúðrið sem skiptir máli. Svo þegar maður er búinn að fokka öllu upp þá á maður að segja einsog Saxi læknir, kollegi Dags og fyrirmynd í mörgu:

 

Saxi læknir„Æjæ, þarna skar ég aðeins of djúpt. Ég er búinn að stórskemma skurðarborðið. En þetta var ekki mér að kenna. Sjúklingurinn hreyfði sig of mikið, enda ódeyfður. Huhu. Afhverju horfa allir svona á mig? Ókei þá, ég gerði smá mistök. En þið hefðuð örugglega ekki gert þetta betur. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. Huhu. Afhverju horfa allir ennþá svona á mig? Jæja þá, sorry, ef ykkur líður betur með það.“

 

Svona á að gera þetta. Þetta er það sem góður stjórnmálamaður þarf að kunna: Að klúðra hlutunum, játa klúðrið og biðjast afsökunar á klúðrinu. That´s it.

Dagur er búinn að gera þetta þrennt samviskusamlega og því eru alveg hverfandi líkur á því að hann muni segja af sér. Ekki nema að fylgi hans sjálfs eða Samfó færi niður í mínus-tölu, semsé undir frostmark og færi að nálgast helkul. Þá myndi hann hugsanlega þurfa að brjóta grýlukerti af oflæti sínu og láta losa sig úr stólnum með logsuðutæki.

Líka ef það kæmi í ljós að það væri nú eitthvað meira en lítið bogið við þetta allt og að hann væri með óhreinan maðk í pokahorninu og að það væri mjöl í mysunni, svo maður sletti nú smá vigdísku.

Það þarf nefnilega ekki að vera að allar krullur séu komnar til grafar.

 

Ef maður færi fram á það með mikilli eftirfylgni og og hávaða og látum að hætti vinstri öfgamanna að Dagur segði af sér og pakkaði saman ekki seinna en strax þá myndu mótrök vinstrisinnaða góða og gáfaða fólksins með réttu skoðanirnar vera eitthvað á þessa leið á bloggsíðum og kommentakerfum samfélagsmiðlanna, einsog ævinlega í öllum málum:

 

„Hei þú þadna fávitynn þynn, voru sjallar eyttkvað betry þegar þeyr voru í meyrihluta í borgynni, ha? Svaraðu því hellítis rasystinn þynn. Ertu búinn að gleima Hönnu Byrnu? Og var það ekky Davýð Oddson sem samþygti að troða okkur í Ýrakstríðið? Ha? Var það eyttkvað betra? Það ætti nú bara að leggja Sjallaflokkin nyður.

Ég skal bara seija þér það að krystni er sko ekkert betry en ýslam ef þú heldur það djös úddlendingahatarynn þynn, eða ertu kansky búinn að gleima krozzferðonum og öllu þvý? Ha? Akkuru má ekky hleipa 50.000 flóttamönnum til lansins? Þetta er bara fólk eins og við. Sástu ekky mindyna af druknaða sírlenska stráknum í fjörunny? Ha? Fynst þér það ekki næg ástæða tyl að Evróba opny landamæry sýn uppá gátt og bjóði 5 miljónnyr flóttamanna velkommna frá Myðausturlöndum og Afrýku og Öfganistan og Albanýju? Ha? Þú ert bara fullur af mannvonsku og mannhatry. Þú ert bara badnamorðyngi. Það er málið. Ertu einkver sjalli djösins nasystinn þynn? Eða ertu kansky giðingarottusleikja með íslamófóbíu hellítys rasystadjöfullynn þynn? Ha? Eða ertu kansky í frammsóknarfloknum? Þú hlítur að vera sona þjóðrembusvýn sem kant þjósönginn og Öxul við Árna og alt það og elskar Ýsland. Vynnuru á Údvarpi Sögu eða kvað? Þyð eruð bara óumburðarlint og fordómafult pakk og vont fólk með ógisslegar skoðannyr og það ætti að drepa ikkur öll.“

 

 

Jæja. Það er blessuð blíðan.

Mikið er ég nú feginn að vera almennilegt illmenni með rangar skoðanir á öllum hlutum.

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 26. september 2015).


mbl.is Greinargerð tillögu verði felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur skýjaborgarstjórans við Hamas

Skýjaborgarstjórinn í sjöunda himniÉg efast um að hin mannúðlega stuðningstillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur við Hamas hryðjuverkasamtökin verði í heild alfarið dregin til baka af borgarstjórnarmeirihlutanum í dag því að í því fælist vottur af skynsemi. Líklegra er að hann dragi hana til baka með einhverjum fyrirvörum og viljayfirlýsingum um faglegt áframhaldandi þráhyggjurugl eða komi hreinlega með nýja og "betrumbætta" sniðgöngutillögu og auki þannig enn frekar gríðarlegan skaðann sem hann hefur valdið.

 

Meirihlutinn, sem er skipaður Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri græningjum og Pí-rötum, var svona líka glimrandi ánægður með þessa fáránlegu sniðgöngutillögu sína þann 15. sept. að hann mátti vart vatni halda af hrifningu þegar hann samþykkti hana og því hæpið að hann fari að draga allt í land núna og þar með í raun játa að hann sé gjörsamlega dómgreindarlaus og ekki stjórntækur og varla í húsum hæfur.

 

Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sýnt það frá upphafi að hann hefur aldrei kunnað að hlusta á sér vitrari menn (sem eru ansi margir) og leita ráða hjá öðrum en sjálfum sér. Virðist elska lýðræðið meira með vörunum en hjartanu og vera alveg ónæmur fyrir skynsamlegu viti og rökum.

Maður hefur séð þetta í flugvallarmálinu, gatnaþrengingarmálum, byggðaþéttingarmálum, miðbæjarskipulagsmálum, sjúkrahússtaðsetningarmálinu og reyndar í öllum hans illa grunduðu eyðileggingarmálum og í ofanálag eru fjármálin að sjálfsögðu ein rjúkandi rúst og velferðarkerfi borgarinnar í algerðu hakki, eftir því sem Björk velferðarsérfræðingur segir sjálf.

 

Það aftrar Degi samt ekki frá því að heimta fleiri flóttamenn í borgina sína, lágmark 500, þó það sé þriggja ára biðtími eftir félagslegum leiguíbúðum – fyrir Íslendinga.

Meirihlutinn veður áfram í botnlausum sjálfsþótta og blindni einsog mannýgt naut og er gjörsamlega fyrirmunað að hugsa svo mikið sem einn leik fram í tímann. Enda elska vinstrimenn þetta fyrirbrigði.

 

Á fundinum sem haldinn verður í dag ætlar meirihlutinn að draga sniðgöngutillögu sína til baka sem gefur sterklega til kynna að hann ætli í fyrsta skipti að hlusta á rök og sjá að sér.

En mun hann leggja þessa tillögu alfarið á hilluna? Það held ég ekki. Það væri of skynsamlegt og lógískt. Hann mun líklega halda þessu máli til streitu því þrjóska hans, frekja, „prinsipp,“ offors, einsýni og valdhroki er alveg á pari við ofurmannlega heimskuna.

 

Þeir munu viðurkenna, tilneyddir, að þetta sé jú bölvað klúður en það sé nú bara nokkuð mikið vit í þessu klúðri sem þurfi bara að útfæra aðeins betur. Með ómælisheimsku sinni, sem aldrei skyldi vanmeta, má búast við að þeir reyni að sljákka aðeins í eldhafinu sem þeir hafa kveikt, með því að blása á það en munu geyma til góða olíubrúsa í rassvasanum. Þetta eru jú óvitar.

 

Þó að flest ríki heimsins séu að fremja mannréttindabrot í stórum stíl og mörg þeirra að hernema landsvæði út og suður þá er það prinsipp borgarstjórnarmeirihlutans að horfa framhjá þeirri staðreynd og einbeita sér eingöngu að mannréttindabrotum Ísraela, þessu „Gyðingavandamáli,“ sama þó að sniðgöngutillaga hans bitni eingöngu á Palestínumönnum og Íslendingum en sé að öðru leyti gjörsamlega gagnslaus og óendanlega vitlaus einsog hann sjálfur.

 

Degi B. Eggertssyni Utanríkisráðherra Reykjavíkurborgríkisins var falið að útfæra þessa vel meintu stuðningstillögu Bjarkar við Hamas hryðjuverkasamtökin og einsog við var að búast þá var útkoman að sjálfsögðu hroðalegt klúður, einsog Dagur B. hefur viðurkennt sjálfur. Ábyrgðin er hans, í orði - ábyrgðarleysið er hans, á borði.

 

Dagur segir að þetta hafi verið illa hugsað en vel meint en hafi „ekki verið nógu vel undirbúið“ heldur gert í venjubundinni fljótfærni og heimsku, en Björk Vilhelms, hin gamla og góða vinkona Hamas, segir hinsvegar að þetta hafi verið í undirbúningi í heilt ár með lögfræðingum og innkaupastjórum og öllu tilheyrandi.

Ómögulegt er að segja til um hvort þeirra sé að hagræða sannleikanum þvi bæði eru þau jú sannir samfíósar.

 

Mætir lögfræðingar hafa bent á að þessi vafasami gjörningur borgarstjórnarmeirihlutans sé ekki í þágu Palestínumanna þegar upp er staðið heldur eingöngu Hamas hryðjuverkasamtakanna. Djörk Vilhelms verður svo náttúrulega fagnað sem gríðarlegri hetju þegar hún kemur ríðandi á asna inní Palestínu og fer að vinna þar að góðgerðarmálum í góðu yfirlæti eftir þetta vel heppnaða illvirki í borgarstjórn.

 

Dagur ábyrgðarmaður hlýtur að samfagna henni enda sá hann um útfærsluna á tillögu hennar sem heppnaðist svo vel að allir Gyðingar heimsins hugsa okkur nú þegjandi þörfina og eru þegar farnir að sýna það í verki svo um munar. Orðspor landsins og markaðir og viðskiptasambönd út um allan heim – allt á leiðinni niður í holræsið. Skaðinn líklega ómælanlegur einsog heimskan sem bjó að baki þessari ákvörðun.

 

Eini skaðinn sem Dagur hefur áhyggjur af er skaðinn sem meirihlutinn hefur orðið fyrir. Annan skaða sér hann ekki. Í gær sagði hann í viðtali á Rás 2:

„Ég held að þetta mál hafi verið sett fram af góðum hug til þess að undirstrika áherslu borgarinnar á mannréttindi. Við stóðum hins vegar þannig að því að það skaðaði bæði þann málstað og ég held að það hafi skaðað meirihlutann og það er bara eitthvað til að horfast í augu við finnst mér. Ég held að það skipti bara mjög miklu máli þegar við vinnum þetta mál áfram að við gerum það þá betur og með því þá endurvinnum við hugsanlega eitthvert traust.“

 

Skaðinn sem hann og meirihlutinn hefur valdið þjóðinni er honum víðsfjarri og virðist ekki skipta hann neinu máli. Hann sér bara rétt útfyrir nefið á sér. Sérhagsmunir eru honum efst í huga en ekki þjóðarhagsmunir. Í þessu viðtali kemur það einmitt fram að hann virðist ekki ætla að stoppa í sínu óráðsrugli heldur „vinna þetta mál áfram“ og betrumbæta óhæfuverkið og gefa aðeins í og það heldur hann að sé allra sniðugasta leiðin til að endurvinna traustið.

 

Halló! Er einhver heima?! Í hvaða heimi lifir þessi skýjaborgarstjóri? Í loftkastalanum sem hann ætlar að byggja þessar 3000 íbúðir sínar? Meiraðsegja geimfarar eru í meira jarðsambandi en hann. Svona afglapar hreinlega verða að fara í ævilangt frí frá mikilvægum ábyrgðarstörfum. Hann hlýtur að geta orðið formaður Samfylkingarinnar eða eitthvað svoleiðis. Og meirihlutinn sem samþykkti þetta þjóðarpungspark á að sjálfsögðu að fjúka með honum.

 

Þó það megi ekki minnast á landráð á Íslandi þá er hann nú samt ansi skemmtilegur landráðakaflinn í almennum hegningarlögum. 88. grein hljóðar svo:

 

„Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“

 

Þetta er áhugaverð lesning en það er náttúrulega ekkert farið eftir þessu. Þetta er dauður bókstafur. Jafnvel þó borgarstjórnarmeirihlutinn yrði dæmdur þá væri hann ekki sakhæfur. Þetta eru óvitar. Plöntur.


mbl.is „Kom vangaveltum á framfæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osama bin Laden. Minningargrein

(Eftirfarandi grein, sem fjölskylda bin Ladens skrifaði, þýddi ég og staðfærði úr saudi arabíska vikutímaritinu Ain-Al-Yaqeen):

 

Dásama bin LátinnÁstkær eiginmaður okkar, faðir, bróðir, sonur, bróðursonur, mágur og kviðmágur, Osama bin Laden andaðist á heimili sínu árla morguns mánudaginn 2. maí. Dánarorsökin var blýeitrun. Hann var 54 ára að aldri þegar hann safnaðist til feðra sinna.

Margar spurningar leita á hugann þegar maður fréttir af sorgaratburði sem þessum: Afhverju hann af öllum góðum mönnum? Why?! Hvar er réttlætið? Hvert er eiginlega þessi heimur að fara? Ertu þá farinn? Ertu þá farinn frá mér? Hvar ertu núna? Hvert liggur mín leið? Hvert er stærsta stöðuvatn Ástralíu? Afhverju er himininn blár? Hvað er klukkan?

Mörgum spurningum er ósvarað í þessum heimi. Mjög er um tregt tungu að hræra. Góður drengur er fallinn frá. Hvernig má það vera að ungur hryðjuverkamaður í blóma lífsins skuli burtkallast svo sviplega? Við sem eftir stöndum kunnum engin svör heldur lútum höfði í söknuði og trega, - sumir í trega yfir því að hann skyldi ekki hafa sálast fyrr, en aðrir af ást og umhyggju fyrir hjartahlýjum, góðlegum, jólasveinalegum hryðjuverkaleiðtoga.

Deyr fé,

deyja frændur og frænkur,

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

(Úr Sjávarmálum)

Bushama bin LadenOrðstír bin Ladens mun lifa um ókomin ár þó deildar meiningar séu um hversu góður sá orðstír sé. Osama var ekki allra. Óvinir hans sprungu yfirleitt úr einhverju öðru en hlátri. Hann var frekar umdeildur maður og þeir voru jafnvel til sem voru ekki alveg á eitt sáttir um aðferðir hans og framferði á alþjóðavettvangi. Ýmsum þótti hann ganga full langt í að sannfæra heimsbyggðina um að Bandaríkin væru heimsveldi hins illa. Þar þurfti engra sannana við. Víetnamstríðið eitt og sér ætti að nægja sem vitnisburður - svo ekki sé minnst á Britney Spears og Justin Bieber.

Osama lét verkalýðsmál mjög til sín taka og svo fór að hann varð einn frægasti verkalýðsforingi heims. Hryðjuverkalýðsforingi. Ekkert verk var honum ofviða og haft var á orði að hann einn væri fær um að sprengja íslensku þaulsætnu ríkisstjórnina. Til þess kom þó ekki, mörgum til óbærilegra vonbrigða. Koma tímar, koma ráð. Kommatímar, kommaráð.

Binni lati, eins og hann stundum var kallaður, átti það til að fara örlítið fram úr sjálfum sér, en vitaskuld getur enginn gert svo öllum líki. Allt orkar tvímælis þá gert er. En hann vildi vel. Hann var mjög misskilinn maður. Besta leiðin til að komast hjá gagnrýni er að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt. Osama lét verkin tala - aðallega hryðjuverkin. En allt var þetta vel meint. Það er hugurinn á bak við hryðjuverkið sem skiptir máli, en ekki hryðjuverkið sjálft. Fólk kann ekki gott að meta. Laun heimsins eru vanþakklæti.

Eftirsóttur maðurIlla gekk að handsama Osama og Osama var skítsama. Hefði hann náðst lifandi og verið dreginn fyrir dómstóla þá hefði hann líklega verið dæmdur á líkum. Mjög mörgum líkum.

Lofsama bin Laden, eins og hann gjarnan var kallaður, var hrókur alls ófagnaðar og lókur alls getnaðar og eftirsóttur út um allan heim af dömum og herrum, sérílagi af Leyniþjónustu Bandaríkjanna en þar á bæ var hann á lista yfir Ten Most Wanted. Þrátt fyrir upphefð og vegtyllur af þessu tagi og endalaust áreiti og ónæði var hann auðmjúkur og lét lítið fyrir sér fara.

Af einhverjum ástæðum var hann ekki ýkja mannblendinn maður. Hann þreifst illa í fjölmenni og höfðu margir á orði að hann hlyti að vera skápahommi, sá allra mesti í bransanum. Það var þó ekki allskostar rétt þó hann slæi náttúrulega ekki höndinni á móti góðu kakói þegar það stóð til boða, eins og Araba er siður.

 

einbýlishús bin LadensSíðustu æviárin bjó hann á sambýli í Abbottaverybad í Pakistan en lengst af bjó hann í afar huggulegum og snyrtilegum leðurblökuhelli í Tora Bora í Líkkistan. Hann undi sér best í faðmi fjölskyldunnar í þessum fallega innréttaða helli, sem flestum bar saman um að væri gasalega lekker

Inní helli bin LadensSvo heimakær var hann að hann fór oft ekki út úr húsi svo klukkutímum og árum skipti enda hellirinn einkar vistlegur. Heimilið var prúðbúið og skartaði dýrindis kristalljósakrónum og rándýrum sófasettum úr trúboðabeinum, bólstruðum með gyðingahúð. Hann hafði einfaldan smekk og valdi aðeins það besta.

Á veggjum hellisins hengu myndir eftir heimsfræga meistara eins og t.d. Leonardo da Viskí, Van Cock og Stefán frá Nöðrudal. Á borðum hafði hann súpuskálar úr hauskúpum bandarískra fréttamanna og í frystikistunni geymdi hann restina af þeim. Hann átti semsé hug og hjörtu margra Bandaríkjamanna. Hann grobbaði sig aldrei af þessu og fór reyndar með þetta eins og mannsmorð.

Limmósína bin LadensOsama átti margvísleg áhugamál. Hann safnaði frímerkjum og skeggi og var haldinn ólæknandi "bíla"dellu. Limmósínan hans var um 8 metra löng, - einn lengsti úlfaldi sem sést hefur í Los Pakistanos. 8 sæta "kaggi." Satt.

Osama bin Latex, eins og hann gjarnan var kallaður, fór ekki troðnar slóðir í lífinu og batt ekki gísla sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Hann stytti fólki stundir með ýmsum óvæntum uppátækjum og stytti fólki jafnvel aldur þegar vel lá á honum. Shit happens. Þýðir ekki að velta sér uppúr smáatriðum.

Hann var stórtækur þegar hann tók sig til og sprengdi alla skala. Hann var reyndar með áform um að sprengja Scala á Ítalíu en einbeitti sér þess í stað að Eurovision höllinni í Noregi. Hann ætlaði semsé að taka þátt í keppninni með óbeinum hætti og gjörsamlega jarða hana en því miður féllu þessi áform niður þegar hann sjálfur féll dauður niður.

Flugþjónusta bin LadensOsama bin Laddi, eins og hann gjarnan var kallaður, var afar hrifinn af samgöngumálum, sérílagi flugmálum, og vildi bæta þjónustu við almenning á því sviði. Hann réði til starfa marga reynslulitla en áhugasama flugmenn og plantaði þeim sem flugumönnum vítt og breitt um Bandaríkin. Hans draumur var að geta sparað fólki tíma og skutlað því beint á skrifstofuna. Þann 11. september 2001 lét hann þennan draum sinn verða að veruleika. Lendingin hefði kannski getað heppnast betur, en flugið sem slíkt var mjög gott og fólkið komst hratt og beint á skrifstofuna. Enginn farþeganna hefur allavega kvartað hingað til. Maturinn um borð var til fyrirmyndar og ég get séð í anda pakksadda farþega klappa sér á vömd og dæsa að máltíð lokinni og segja: "Ég er bara alveg að springa." Þetta fólk hafði rétt fyrir sér.

Enginn er fullkominn. Öll erum við mannleg, og þá er ég ekki að tala um svertingja heldur okkur mennina. Öllum getur okkur mistekist og Osama bin Lada, eins og hann jafnan var kallaður, var þar hugsanlega engin undantekning. Jafnvel hann gat misstígið sig og stigið á einhverjar tær, en það á ekki alltaf að vera að horfa í baksýnisspegilinn. Maður á ekki að persónugera vandann. Batnandi mönnum er best að lifa... Kannski of seint að tala um það núna.

Þá fluttar eru fréttir

sárt fá sumir grátið.

Hundruð láta lífið.

En hvert er lífið látið?

 

Það býður uppá betra

að bíða en ana.

Það býður þess enginn bætur

sem bíður bana.

(Sverrir Stormsker)

Binni LatiDásama bin Látinn, eins og hann jafnan var kallaður, er burtkallaður. Hann var vel látinn í lifanda lífi og núna er hann látinn. Vel látinn. Verður ekki betur látinn. Margir munu dásama Osama bin látinn.

Mikill maður er fallinn frá, yfir tveggja metra langur sláni og guð veit hversu langan drjó....jæja, við skulum ekki fara nánar útí þá sálma. Hann var grannholda maður. Það eina sem hann náði aldrei að sprengja var mittismálið.

Osama bin Latte, eins og hann gjarnan var kallaður, lætur eftir sig 72 eiginkonur, 358 börn, 890 barnabörn og mikið og gott vopnasafn.

Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Útförin fer fram í kyrrþey en þeir sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og íslenska banka.

Blessuð sé minning hans. Friður guðs hann blessi og allt það. Rest in pieces.

 

Saudi bin Laden family


mbl.is Obama þakkar sérsveitarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er Hómer Simpson

 

Vitleysingar_nÞegar þjóðin kolfelldi Svavarssamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu þá fóru þau djöflaskötuhjú Jóhanna og Steingrímur af hjörum og fullyrtu að nú væru dagar okkar taldir og að himinn og jörð myndu líða undir lok innan fárra vikna því betri díl væri ekki hægt að fá. Annað kom á daginn. Það eina sem leið endanlega undir lok var trúverðugleiki þessara afglapa. Á þessum tímapunkti átti þeim að skiljast að dagar þeirra sjálfra væru taldir og þau áttu einfaldlega að pakka saman öllu sínu pípuhattsdrasli og kanínum og láta sig hverfa aftur inní hólinn sem þau skriðu út úr.

En þau þráuðust við, umboðslaus, getulaus og vitlaus, og héldu áfram að grenja í Bretum og Hollendingum að fá að leggja spilaskuld einkaglæpafyrirtækis á bak almennings. Nú liggur nýr samningur á borðinu, (að þessu sinni uppá borðinu), 200 milljörðum hagstæðari en sá fyrri, ef á annað borð er hægt að tala um "hagstæðan" ánauðarsamning.

Í ljósi þess að fyrri samningurinn hefði stórskaðað þjóðina liggur þá ekki nokkuð ljóst fyrir að þau hafa gerst sek um stórfelld embættisafglöp. Ætti þessi nýi samningur ekki sjálfkrafa að kalla á skilyrðislausa afsögn þeirra og rannsókn á öllu ferlinu?  

homerdohRíkisstjórnin og hennar setuliðar minna mig soldið á fávitann Hómer Simpson sem leggur höndina á rauðglóandi hellu og öskrar DOH! og leggur höndina aftur á brennandi helluna og öskrar DOH! og leggur svo höndina aftur á brennandi helluna og öskrar DOH! og svo aftur og aftur í það óendanlega þangað til lúkan er orðin skaðbrennd og well-done. Alveg fyrirmunað að læra nokkurn skapaðan hlut. Viðkvæðið er alltaf: "Já en við vissum ekki betur...Það er auðvelt að vera vitur eftirá."

Hversvegna geta þessir heyrnarlausu heilasteiktu hallardraugar ekki komið því inní hausinn á sér að þjóðin hafnaði fyrri aftökusamningnum vegna þess að hún tók það ekki í mál að borga upp ránsfeng stórglæpamanna, en ekki afþví að hún væri svona sólgin í að fá hægara andlát með "hagstæðari" aftöku?

Hvað er svona flókið við þetta? Það er deginum ljósara og margsannað af heimsþekktum spesíalistum svo sem Evu Joly og allrahandanna nóbelsverðlaunahöfum að það er akkúrat enginn grundvöllur fyrir greiðsluskyldu íslenska ríkisins.

Ég held það væri ágætis ráð að byrja á því moka skælbrosandi bankaræningjunum í dýflissu uppá hitaveituvatn og grjótharðar tvíbökur og fara vandlega oní saumana á eignasafni þeirra og grafa upp allar þeirra gullkistur áður en gerður er enn einn þjóðaránauðarsamningurinn uppá drápsklifjar til fleiri ára beint ofaná þindarlausar skattahækkanir steingeldrar ríkisstjórnarinnar.

Ég hélt ég ætti ekki eftir að gefa forsetanum high five en nú reynir enn einu sinni á bjargvættinn á Bessastöðum. Ríkisstjórninni gef ég high one. Löngutöng.


mbl.is Býsna góð niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband