Líkræningjar og grafarsprænar

Í kvöld á að “heiðra” minningu Villa Vill söngvara enn eina ferðina með því að syngja hann í kaf. Það fær náttúrulega ekkert að heyrast í Villa sjálfum. Það væri of smekklegt. Það verður sungið yfir hans lög. Þetta er svona einsog að heiðra listmálara með því að mála yfir myndirnar hans. Ef tilgangurinn er virkilega að heiðra minningu Villa en ekki að græða peninga á vinsældum hans þá væri bara haldin kvöldvaka þar sem lög Villa væru spiluð í HANS flutningi og myndum af honum varpað uppá tjald af hans ferli. En meinið er að þá væri ekki hægt að selja miðann á 4.900 kr. einsog nú er gert. Þetta er nefnilega gróðadæmi en ekki “heiðrun.” Hræsni í sinni ömurlegustu mynd. Hverskonar fólk borgar sig inn á svona vibba?

Svo verður þetta endurvinnsludjönk líklega gefið út á plötu til að græða ennþá meira og spilað í tætlur af smekkleysingjum útvarpsstöðvanna og ennþá smekklausari vitleysingar kaupa þetta. (Einsog menn vita þá spila útvarpsstöðvarnar fyrst og fremst nýjustu útgáfur laga hverju sinni því þær sánda svona líka svakalega mikið betur en orginallinn og það virðist vera það eina sem skiptir máli í dag; -að hlutirnir sándi vel þó þeir séu steingeldir). Og eftir situr Villi Vill með sárt ennið, nú eða Haukur Morthens eða Ellý Vilhjálms, nú eða hver sem í hlut á hverju sinni, og heyrast ekki meir í útvarpinu nema á tyllidögum. GrafarræningjarÞað er nefnilega búið að “heiðra” þau í kaf, - út úr útvarpinu og ofan í veski endurvinnslupopparanna.

Það er ekki verið að heiðra minningu þessara söngvara heldur míga á leiði þeirra og nýta sér vinsældir þeirra í sérgróðaskyni. Þetta er álíka merkilegt og líkrán og grafarspræn. Það er nefnilega gríðarleg eftirspurn eftir eftirhermudrullumeiki á Íslandi. Dapurt.

 

 

Heiðrun

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, laugardaginn 5. apríl)

 

Að sjálfsögðu minni ég á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna," á Útvarpi Sögu 99.4 milli klukkan 16:00 og 18:00 í dag, miðvikudag. Gestur þáttarins að þessu sinni er söngvarinn ljúfi Bergþór Pálsson. Hann mun vonandi reyna að kenna okkur félögunum borðsiði og mannasiði. Eldri þætti má finna á www.stormsker.net


Bloggfærslur 9. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband