Reykingar og hávađamengun

Hávađamengun í formi einstaklingsÓlífrćn hávađamengunViđ sátum um kvöld á rómó veitingastađ hér í borg, ég og vinkona mín. Kertaljós, notaleg tónlist í bakgrunni, góđur matur - og kelling međ organdi smákrakka á nćsta borđi. Hún hefđi allt eins getađ mćtt međ loftbor. Ég spurđi ţjóninn hvort ég mćtti kveikja mér í vindli, ţađ vćri örugglega minni mengun af honum en öskurapanum. Nei, ég mátti ţađ ekki, ég yrđi ađ Martröđsýna tillitssemi. Ég spurđi ţá hvort hann vćri til í ađ sýna ţá tillitssemi ađ biđja mömmuna viđ hliđina ađ sýna gestum ţá tillitssemi ađ borđa heima hjá sér međ loftbornum sínum. Nei, ţađ vildi hann ekki. Ég spurđi: „Eru reykingar bannađar en hávađamengun leyfđ á veitingastöđum ţar sem fólk vill njóta nćđis?“ Hann heyrđi ekki hvađ ég sagđi fyrir öskrum og gekk í burtu. Stemman var í molum og viđ hröđuđum okkur út međ hlustaverk.

 

 

 

 

FlugdólgurDaginn eftir skruppum viđ til útlanda. Flugvélin var ţéttsetin. Langt flug fyrir höndum. Fyrir framan okkur sat kelling međ hágrenjandi smákrakka í fanginu. Einmitt ţađ sem vantađi. Farţegarnir hrylltu sig og fóru ađ rađa í sig svefntöflum og róandi, allir nema litli loftborinn sem var í gangi á öskrandi ferđ alla leiđina. Engum kom dúr á auga. Ein lítil róandi barnatafla í réttan munn og öll vélin hefđi steinsofnađ. Kannski vantar sérbása fyrir ómálga flugdólga? Ég ćtlađi ađ fara ađ kveikja mér í vindli en mundi ađ ég varđ ađ sýna tillitssemi.

 

 

                                                                                    (Ţessi pistill birtist í 24 Stundum 14. júní)

 

 

 

Í ţćtti mínum "Miđjunni" í dag klukkan 16:00 á Útvarpi Sögu fm 99.4 verđur gestur minn Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaskáld. Hann var í spjalli hjá mér fyrir fáeinum vikum og ţar sem hann er mikill sagnabrunnur ţá er ekki annađ hćgt en ađ rekja ađeins fleiri garnir úr honum, - allavega eina ósmurđa görn.

Síđustu 4 ţćttir verđa komnir inn á síđu mína  www.stormsker.net  fyrir helgi. Njótiđ vel. 


Bloggfćrslur 25. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband