Frelsi til að gagnrýna "frjálshyggjuna"

Friedman bróðir bestiPólitíkin hér á Los Klakos er persónuleg og sveitó. Fólk límir sig á ákveðið lið og reynir síðan að aðlaga sannleikann að flokksskoðuninni í stað þess að aðlaga skoðanir sínar að sannleikanum.

Þegar ég segist t.d. líta á gjafakvótakerfið sem óréttlátt nonsens, landbúnaðarhaftakerfið sem peningaklósett og Íraksstríðið sem óráðsrugl þá halda sumir að maður hljóti að hafa eitthvað persónulega á móti Davíð Oddssyni.

 

Marx bróðirinnSumum ósjálfstæðum Sjálfstæðismönnum finnst að ég sem hægrisinni eigi helst að tapa allri sjálfstæðri hugsun um leið og Sjálfstæðisflokkurinn opnar munninn. Bush-syndromið: „Þeir sem ekki eru með mér í einu og öllu eru á móti mér." Styðja frjálshyggjumenn ekki frelsi til að gagnrýna „frjálshyggjuna?" Er hér kommúnísk "frjálshyggja?"

 

 
TrúmaðurStjórnmálakerfi umbreytast oft í trúarbrögð, hvort heldur spámaðurinn heitir Marx eða Friedman. Þeir sem halda að allur sannleikur heimsins rúmist í einni kenningu eru trúmenn, líkt og stalínistinn Þórbergur. Menn verða að halda gagnrýninni hugsun ef þeir vilja halda trúverðugleika því annars þurfa þeir að halda kjafti fyrir kosningar.

Hverskonar frjálshyggja er það sem tekur því sem árásum á Foringjann ef maður leyfir sér á stundum að vera á öðru máli en hann og Flokkurinn? Máski stendur hin séríslenska „frjálshyggja" of nálægt kommúnismanum um margt, sérstaklega hvað varðar útþenslu ríkisbáknsins og bælda skoðanatjáningu.

 

 

Þessi pistill minn birtist í 24 Stundum, 28. júní.

 

 

Minni vitaskuld á þátt minn "Miðjuna" á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur minn að þessu sinni er glaumgosinn og reiðhrókurinn Fjölnir Þorgeirsson. Honum hefur einstaka sinnum brugðið fyrir í Séð og Heyrt og í nýjasta heftinu segist hann vera búinn að fá sig fullsaddan af kellingum og öllu sem þeim tengist. Þetta alvarlega mál þarf að spyrja hann aðeins nánar út í. Ætlar hann alfarið að snúa sér að hryssunum og dýrunum í sveitinni eða ætlar hann bara að toga í rörið á sér það sem eftir er? Hver djöfullinn er eiginlega að gerast með þennan mann?! Ætlar hann að bregðast sínum skyldum einsog ríkisstjórnin?!!!

Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net 


Bloggfærslur 23. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband