Júróvisjón brestur á

Ég er búinn að hlusta á þessi 4 Júrólög sem verða í Sjónvarpinu núna eftir nokkrar mínútur. Ellý Ármanns hjá www.visir.is bað mig að segja álit mitt á snilldinni og ég varð að sjálfsögðu við þeirri bón enda ekki annað hægt þegar svona flott og skemmtileg skutla á í hlut. Svona lítur þetta út:

 

1. The kiss we never kissed  -  SmileSmileSmileSmile
Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári.


edgar_smari.jpg"Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast t.d. ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og "töff." Gríðarlegir "töffarar" sem eru of cool fyrir "væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag.
Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma. Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog t.d. Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er. 

 


2. Dagur nýr  - 
Sleeping
Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs.

Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (t.d. Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta.
Þetta er alltsaman voðalega vel spilað en það er bara ekki nóg því Halldór hefur gleymt að byggja grunninn, kjallarann og 1. hæðina. Það er ris í laginu en það er allt og sumt. Það er ekki hægt að búa í undirstöðulausu risi. Þetta lag hefði átt að heita "Dagur rýr."
Heiða er ein af okkur allra bestu söngkonun. Getur látið billegustu lög virka flott, getur blásið lífi í dauðvona sjúkling en þarna hefði hún bara átt að kippa öndunarvélinni úr sambandi.

 


3. Is it true  - 
UndecidedUndecided
Lag og texti: Óskar Páll Sveinsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.

Óskar Páll Sveinsson er fagmaður, allavega sem upptökumaður. Hef ekki heyrt mörg lög eftir hann. Þetta lag virkar frekar cheap við fyrstu hlustun en vinnur svo á, sem þýðir að þetta er ekki slæmt lag en kannski aðeins of venjulegt og lítt afgerandi. Það er hvorki til hægri né vinstri. Þetta er svona framsóknarmiðjumoð. Gæti eflaust slegið í gegn með Jessicu Simpson eða einhverri svoleiðis meikdollu en er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfu sér. Jóhanna "litla" Guðrún gerir þessu góð skil en heildarpakkinn er soldið einsog hænsni: lyftist frá jörðu en nær aldrei flugi.

 

 

4. Hugur minn fylgir þér  -  Devil
Lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Flytjandi: Ólöf Jara Skagfjörð.

olof-jara.jpgÉg ætla að vona að höfundurinn Valgeir Skagfjörð taki þessu ekki persónulega en þetta "lag" er einfaldlega hryllilega lélegt og asnalegt í alla staði. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvernig þetta komst inn nema ef söngkonan góða og eiginkona Valgeirs, Guðrún Gunnars, skyldi hafa verið í dómnefndinni. Melódían er kubbsleg og reglustikuð, einsog hún hafi verið sett saman í einhverju tónlistarforriti fyrir þroskahefta. Taktskiptingarnar eru svo klúðurslegar, skrikkjóttar og viðvaningslegar að það er ekki nema fyrir verulega hélaðan spassa að hreyfa sig eftir þessu.
Það er í raun ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta sull og ennþá síður svartan, rauðan nú eða gulan. Grænar geimverur myndu meiraðsegja hrista hausinn.
Ólöf Jara Skagfjörð er góð söngkona einsog mamman og reynir að bjarga því sem bjargað verður en það er einsog að setja sérríber á ruslahaug. Vonlaust mál. Dæmið er six feet under.

 

Frekari upplýsingar eru hér


Aðgerðir skila árangri, ekki skiltagerðir

geisp.jpgÞað er sárt að segja það en ég get lofað ykkur því kæru krepplingar og hef það frá fyrstu hendi að stjórnmálamenn taka akkúrat Ekkert mark á fundahöldum einsog þeim sem úlpurnar eru að halda niðrá Austurvelli. Þeim gæti ekki verið meira sama. Pulsujapl og geisp og dösuð ræðuhöld hrófla ekki við sálarró þeirra. Friðsamleg skiltamótmæli í þessum dúr bíta ekki á þá frekar en rök á fávita.

 

Ef fólk heldur að Gandhi og Martin Luther King og þeirra gengi hafi iðkað svona svefndrukkin mótmæli þá er það regin misskilningur. Það var borgaraleg óhlýðni sem skilaði árangri.

 

geieieisp_768452.pnghippo-yawn.jpgStjórnmálamenn voru ekki sáttir við að Kryddsíldinni þeirra skyldi hafa verið sturtað niður en þeir eru hinsvegar afar sáttir við sakleysisleg ræðuhöld og hangs niðrá Austurvelli. Við eigum ekki að láta þessa slímsetustjórnmálamenn og spillingarforkólfa í bönkum og skítafyrirtækjum vera sátta. Við erum ekki sátt við þá og á meðan þeir sýna engan vilja til úrbóta skulu þeir ekki vera sáttir við okkur. Við eigum að fara verulega í taugarnar á þeim. Við eigum að flæma þá út úr grenjum sínum með óhlýðni og taumlausum leiðindum.

Eitt er víst: Aðgerðir skila árangri, ekki skiltagerðir.

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

Bendi hér á gott erindi sem Eva Hauksdóttir flutti á Opnum borgarafundi í Iðnó í fyrradag.

Viðtal mitt við Evu Hauks og Sturlu Jónsson verður endurflutt á Útvarpi Sögu FM 99,4 á "besta tíma" í kvöld klukkan 20:00 til 22:00.


mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband