Raddir Harðar og hjarðarinnar

hordur_torfa_i_spjalli.jpgHörður Torfa gengur hnarreistur að ræðupallinum á Austurvelli í passlega alþýðlegum verkamannafrakka sem hann krumpaði vel og vandlega heima hjá sér áður en hann lagði af stað. Hann er nýkominn úr viðtali við DV þar sem hann sagði orðrétt: Það kemur ekki að þessum palli fólk sem hefur unnið fyrir stjórnmálasamtök."  Þessi orð hans klingja ekki í höfðinu á honum þegar hann fer að handvelja úr hópnum fólk sem má tala:

„Nei blessaður Einar Már, ert þú ekki örugglega ennþá í Vinstri grænum? Gott. Þá máttu tala. Nú og þið eruð hérna líka mætt, allt kommagerið: Pétur Tyrfings og Kristín Tóma, systir Sóleyjar og Katrín Odds og Viðar Þorsteins. Flokksbundin og flott. Í rétta flokknum. Glæsilegt. Þið megið tala. Ég vil nefnilega að mikill meirihluti frummælenda sem ég leyfi að tala hérna á pallinum séu í Vinstri grænum eða tengist þeim með einum eða öðrum hætti svo að mótmælin beinist í rétta átt. Við verðum að hagnýta okkur harmleik fólksins og nota þessi mótmæli til að koma Vinstri grænum til valda."

Það er bankað í bakið á Herði og hann snýr sér við og segir undrandi:

-  „Blessaður. Er þetta ekki bara sjálfur Steingrímur J.?"

georg_bjarnfredarson.jpg-  „Nei, ég heiti Georg Bjarnfreðarson. Það er þarna einhver smá miiisskilningur á ferðinni. Okkur er oft ruglað saman. Ég myndi nú gjarnan vilja fá að tala á þessum fundi. Ég er með 5 háskólagráður: Í félagsfræði, sálfræði, kommúnis......"

-  „Og ertu örugglega í Vinstri grænum?"

-  „Já, það er ég. Ég er einsog melóna; grænn að utan en rauður að innan. Ég er meiraðsegja með merki kommúnista hérna í barminum, sigð og kamar."

-  „Nú þá er þetta ekkert mál. Þá færðu að tala. Þið hér sem ég er búinn að velja úr megið öll tala á eftir og á meðan þið talið þá ætla ég að standa beint fyrir aftan ykkur á sviðinu þannig að ég verði örugglega í mynd. Ævisaga mína var nefnilega að koma út, þið skiljið. En fyrst tala ég náttúrulega. Þetta eru nú einusinni mín mótmæli þó þau séu í þágu allra kommúnista."

Leiklistarmenntunin kemur sér vel þegar hann gengur ábúðarmikill uppá pallinn og stillir sér upp fyrir framan míkrafóninn með allan heiminn á herðunum. Hann setur í brýrnar og horfir um stund þjáningarfullu heimsósómaaugnaráði yfir soltinn múginn sem þyrstir í lausnir og æðri visku. Loks hefur hann upp raust sína:   

 

hordur_torfa_thjonar_fyrir_altari.jpgHörður:  „Viljum við ríkisstjórnina BURRRT?!"

Hjörðin:  „JÁÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við spillinguna BURRRT?!"  

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við kapítalismann BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frjálshyggjuna BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við einkavæðinguna BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frjálsa samkeppni BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við einstaklingsframtakið BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frelsi einstaklingsins BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við mannlegt eðli BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við gamla spillta Ísland BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við gömlu ónýtu flokkana BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við nýtt og ómengað Ísland?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

frelsarinn_769890.jpg-  „Viljum við Vinstri græna?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við kommúnisma?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við að Ísland verði Kúba norðursins?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við forsjárhyggju og afturhald?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við alla skynsemi BURRRT?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!" 

-  "Viljum við fara að ferðast um í uxakerrum?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við eftirlaunaforréttindi ráðamanna BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem studdi eftirlaunafrumvarpið?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við gjafakvótakerfið BURRRT?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem styður gjafakvótakerfið?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við sérréttindi kvenna og kynjakvóta BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við ofurfemínistann Steingrím J. Sigfússon sem styður sérréttindi kvenna og kynjakvóta?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frelsi til að drekka bjór eins og aðrar þjóðir?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem studdi bjórbannið og vildi bjórinn BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

netlogregla.gif-  „Skál fyrir því! Viljum við Stóra Bróður BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem heimtar netlögreglu!?"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við allt klám BURRRT?!"

 -  "JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við eina lögreglu í hvert svefnherbergi?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við boð og bönn og höft á öllum sviðum mannlegs lífs?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við þindarlaus ríkisafskipti og óbærileg leiðindi? 

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við VINSTRI GRÆNA?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við flokk sem hefur akkúrat ENGAR lausnir á vandanum?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við sama skítinn, bara úr öðru rassgati?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

steingrimur-mosdal.jpg-  „Viljum við Vinstri græna með þá Steingrím J. Sigfússon, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Martein Mosdal og Georg Bjarnfreðarson í broddi fylkingar til að stjórna þessu landi?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Vinstri grænir eru núna með 30% fylgi. Viljum við kosningar STRAX?!"

kosningar_strax.jpg-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Ég spyr aftur: Viljum við kosningar STRAX?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við fara BURRRT úr öskunni og BEINT í eldinn og það STRAX?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

„Örvitar allra landa sameinist: HÚRRA! HÚRRA! HÚRRA! HÚRRAAAAA!!!!!!!!!"


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gerald, Jónína Ben, Eva Hauks og Sturla Jóns komin á netið

Eitt eintak af hverju fyrir sig er nauðsynlegt í hverju landi. Þetta eru umdeildar persónur, sem er mjög gott. Besta leiðin til að komast hjá gagnrýni er að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt.

Ég var víst búinn að lofa fólki því að láta vita þegar viðtölin sem ég tók við þessa fínu uppreisnarmenn á Útvarpi Sögu væru komin á netið og nú efni ég það.

Þættina má finna HÉR

 


Bloggfærslur 12. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband