Sölvi Tryggvason var rekinn af Stöđ 2 og Sindri Sindrason fyrrverandi fjölmiđlafulltrúi Jóns Ásgeirs ráđinn í hans stađ. Á hans fyrst degi í djobbinu var löng fjálgleg gljáborin umfjöllun um útrásarhetjuna og Glitnishluthafann Róbert Wessman. Svo kom löng frétt af pólförum (ekki bólförum) Ţorsteins Más Baldvinssonar Glitnisgarps. Nú á sko aldeilis ađ taka til viđ ađ lappa uppá handónýta ímynd auđmannanna. Augljóst hvađ er í gangi á ţessum Baugsbć. Til lítils ađ eiga fjölmiđlana ef mađur notar ţá ekki í sína ţágu og vina sinna, jafnvel ţó ţeir séu reknir međ tapi. Valdiđ, áróđurinn og heilaţvotturinn kostar sitt.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
7.1.2009 | 07:28
Eva Hauksdóttir í viđtali hjá mér á Sögu í dag
Gestur minn í ţćttinum "Miđjan" á Útvarpi Sögu FM 99,4 í dag, miđvikudag, kl. 16:00 - 18:00 verđur hin ljúfa galdranorn og skáldkona og klári hugprúđi ađgerđarsinni Eva Hauksdóttir sem lćtur ekkert stoppa sig í baráttu sinni fyrir örlítiđ skárri heimi.
Sem norn hefur hún stungiđ títiprjónum á bólakaf í marga brúđuna og eitrađ margt epliđ og bruggađ margan seiđinn og gengiđ undir margan stigann og séđ margan kolsvartan köttinn hlaupa yfir götu og nóg er víst af spegla-og rúđuglerbrotum í búđinni hennar.
Margar áríđandi spurningar brenna á frostbitnum kjötvörum landsmanna varđandi mótmćlin og annađ, einsog t.d:
Nćst ekki hugsanlega mestur árangur međ ţví ađ ţaga í ca hálft ár niđrá vinstri guđsgrćnum Austurvellinum og mćna á Alţingishúsiđ međ kröfuspjöld? "HELVÍTIS FOKKING FOKK" hefur nú alltaf gefist vel. Er ekki best ađ mótmćlendur séu ađgerđarlausir einsog ríkisstjórnin og stjórnarandstađan?
Getur hún Eva breytt Geir Haarde úr froski í mann? Jafnvel froskmann? Getur hún breytt Ingibjörgu í trúverđugan pólitíkus? Getur hún breytt afturhaldsvandamálaflćkjunni í kollinum á Steingrími J. í lausnir? Tók Ólafur Ragnar ađgerđaráćtlunina "Sveltum Svíniđ" nćrri sér? Hvađ er hann ţungur í dag eftir mótmćlin? Getur mađur fengiđ skriđdreka á góđum kjörum hjá Amnesty International? Er grímulaust ofbeldi stjórnvalda betra en grímuklćdd mótmćli aktivista? Ef ţađ yrđi sett í gang ađgerđ sem bćri yfirskriftina "Grillum Grísinn," hvor myndi ţá fara á taugum, forsetinn eđa Bónusfamelían? Eđa er ţađ kannski sama tó-pakkiđ? O.s.fr. Margs er ađ spyrja ef margt á ađ vita.
Fyrri ţćtti má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
7.1.2009 | 03:40
Atvinnumistakamađurinn Bjarni Ármanns
Öll gerum viđ mistök, en ađeins örfá okkar hafa atvinnu af ţví ađ gera mistök og grćđa á ţeim fúlgur fjár. Bjarni Fjármanns er einn slíkur lukkunnar pamfíll. Hann hefur gert svo mörg stór og glćst mistök í fjármálum ađ hann ţarf aldrei ađ vinna meir. Inspector Cloueau hefđi ekki haft rođ viđ honum enda var sá gći bara í ţví ađ reyna ađ gćta laga og reglu og sleppti öllu peningaklúđri. (Hér á Íslandi er bara einn lögreglumađur sem veit hvađ er ađ vera "múrađur" í vissum skilningi og ţađ er sá kinnbeinsbrotni).
Bjarni birti merkilega grein í Fréttablađinu á mánudaginn ţar sem hann fer yfir stórkostlegan feril sinn í fjármálum sem er ţakinn svo glćsilegum mistökum ađ hann varđ milljarđamćringur fyrir vikiđ á ađeins örfáum árum. Kíkjum ađeins á nokkrar setningar Bjarna úr ţessari grein, (orđ hans eru skáletruđ):
Ég get veriđ sjálfum mér reiđur fyrir ađ hafa tekiđ ákvarđanir í uppbyggingu kerfis sem ekki stóđst, en međ ţeim ákvörđunum verđ ég ađ lifa." (Auđvelt ađ lifa góđu lífi međ mistökum sem voru milljarđa virđi, beint í lommen. Ţjóđin verđur hinsvegar ađ skrimta međ ţessum mistökum).
Trú mín á krónuna." (Ţjóđleg mistök sem borguđu sig ţá).
Uppbygging launakerfis sem fór úr böndunum." (Mjög gróđavćnleg mistök)
Hjarđhegđun sem leiddi til útlánaţenslu." (Samtryggingarmistök).
Í fjölmörgum atriđum hefur okkur ţví miđur farist óhönduglega." (Fagleg mistök).
Í raun hlúđum viđ ekki ađ ţví hvernig viđ vildum ađ fjármálakerfiđ liti út í upphafi einkavćđingar." (Heppileg mistök fyrir útrásarvíkinga).
Ţegar dreifđu eignarhaldi var kastađ fyrir róđa vorum viđ ađ búa til of sókndjarft kerfi." (Bráđnauđsynleg mistök fyrir útrásarbudduna).
Samhliđa ţessu héldum viđ ekki úti nógu ströngu eftirlitskerfi." (Afar heppileg mistök).
Okkur tókst heldur ekki ađ skapa nauđsynlegar hefđir í fjármálageiranum, ţrátt fyrir viđleitni ţar ađ lútandi." (Skiljanleg mistök).
Trú mín og margra annarra á ađ markađurinn gćti smíđađ sitt eigiđ regluverk og framfylgt ţví reyndist ekki byggđ á nćgjanlega traustum grunni." (Heillavćnleg mistök).
Nú er ljóst ađ sú umgjörđ sem smíđuđ var um fjármálageirann dugđi ekki." (Arđvćnleg mistök).
Skorti ţar bćđi á skilning okkar sem störfuđum í fjármálageiranum á ţví ađ lesa samfélag okkar og gćta samhengis viđ ţađ." (Ég-um-mig-frá-mér-til-mín-mistök).
Sömuleiđis skorti á skilning stjórnmálamanna á starfsemi alţjóđlegra fjármálafyrirtćkja og ţar međ hvers konar ramma ţau ţurfa ađ búa viđ." (Samhjálparleg mistök).
Viđ sem leiddum mismunandi ţćtti íslenska fjármálakerfisins sköpuđum of veikan grunn til ađ standast (alţjóđlegu) sviptingarnar. Ţar gerđum viđ mistök í ţví ađ byggja upp of stórt kerfi á of skömmum tíma, reiđa okkur á lítinn gjaldmiđil og peningamálastefnu sem ekki gat gengiđ til lengdar í heimi alţjóđaviđskipta." (Banka-mannleg grćđgismistök).
Viđ létum einnig glepjast af hrađa og skammtímaárangri og misstum ţar međ sjónar á langtímahagsmunum og gildum samfélagsins." (Sömu grćđgismistök).
Ég og ađrir ţeir sem unnu ađ framgangi fjármálageirans hljótum ađ viđurkenna mistök okkar, lćra af ţeim og nýta lćrdóminn til ađ byggja upp til framtíđar." (Sigurjón Ţ. Árnason sem vann líka ađ framgangi fjármálageirans" er t.d. farinn ađ kenna fjáglćf...fjármál í Háskólanum. Ţađ kallast víst ađ "nýta lćrdóminn til ađ byggja upp til framtíđar").
Mikilvćgt er ađ viđ náum ađ vinna okkur hratt út úr vandanum og byggja upp traust í samfélaginu á nýjan leik." (Svo ađ hćgt sé ađ arđrćna ţjóđina aftur og kreista síđasta blóđdropann úr henni. Allavega fara útrásargreifarnir ekki ađ borga til baka milljarđana sem ţeir fengu í laun fyrir öll mistökin").
Mistök fortíđar leiddu okkur á ţann stađ sem viđ erum á núna." (Í ţriggja hćđa lúxusvillu í útlöndum).
Eins mikilvćgt og ţađ er ađ rannsaka ítarlega hvađ gerđist, skiptir ekki síđur máli ađ hver og einn horfi í eigin barm og bregđist viđ ţví sem hann ţar finnur." (Ţjóđin á semsagt ađ gera sér grein fyrir mistökum sínum sem fólust helst í ţví ađ treysta mistćkum útrásarbankamönnum sem ćtluđu ađ láta ţađ verđa sín nćstu og stćrstu mistök" ađ rćna orkulindunum).
Ţjóđin má ekki viđ fleiri skipulögđum "mistökum" auđmanna og stjórnmálamanna.
Kannski voru ţađ mistök hjá Bjarna Fjármanns vini vorum ađ skrifa ţessa grein.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)