Vinstri grænir á leið í Heims(k)metabókina

ný stefna.jpgKolbrún Halldórsdóttir er þungavigtarmanneskja í Vinstri grænum, enda ráðherfa. Hún væri ekki ráðherfa ef hún væri ekki ein af hæfustu manneskjunum sem Vinstri grænir hefðu uppá að bjóða.

 

Hún sagði í fréttum í gærkvöld, líklega eftir samráð við aðra í forystu flokksins, að Vinstri-hreyfingin grænt framboð leggðist gegn olíuleit á Drekasvæðinu vegna þess að olíuvinnsla væri í andstöðu við stefnu flokksins.

 

 

no-money.gifEf að fleiri tonn af gulli finndust í jörðu, jafnvel heilt gullfjall einhversstaðar í óbyggðum Íslands, þá væru Vinstri grænir að sjálfsögðu mótfallnir nýtingu þess, jafnvel þótt þjóðin væri að svelta í hel, vegna þess að jarðrask og náttúruspjöll væru í andstöðu við stefnu flokksins. Þetta er nákvæmlega það sem hún er að segja.

 

Að lifa af er í andstöðu við stefnu flokksins. Þetta er fólk sem myndi drepa þjóðina úr hungri ef að ekkert annað væri í boði nema áldósamatur og ólífrænt ræktað grænmeti, vegna þess að það væri í andstöðu við stefnu flokksins að leggja sér svoleiðislagað til munns.

 

VG er annar stærsti flokkurinn á Íslandi í dag. Þetta eru snillingarnir sem Íslendingar vilja fá yfir sig næstu 4 árin, jafnvel næstu 40 árin.

Og ég sem hélt að botninum væri náð og að leiðin gæti bara legið uppávið úr þessu. Ekki aldeilis. Förum endilega undir Vinstri græna torfu.
mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband