Danski Þjóðarflokkurinn vill banna Stormsker

Var að lesa í virtu dönsku blaði að Danski Þjóðarflokkurinn vilji banna mig í öllum dönskum borgum. Ekki veit ég hvernig þeir hafi komist yfir lög af nýju Serðis Monsters plötunni minni því hún kemur ekki út fyrr en eftir mánuð. Kannski hafa þeir tekið lagið mitt "Nei nei, ekki á kjólinn" upp úr útvarpinu, örugglega X-inu því þar er það mikið spilað.

 

banna_stormsker.jpgDanski Þjóðarflokkurinn lítur málið svo alvarlegum augum að þeir hafa meiraðsegja fyrir því að birta heilsíðuauglýsingu í einu útbreiddasta blaði Danmerku þar sem þeir frábiðja sér að ég láti nokkurntíma sjá mig í dönskum borgum. Þetta hljóta að vera apakéttir því þeir kunna ekki einusinni að stafsetja nafnið mitt rétt. Þeir skrifa "Stormoskeer." Svona er að vera lesblindur og skrifblindur og siðblindur og staurblindur í Danaveldi í dag.

 

Þó það sé pínulítið af "klámi" á nýju plötunni og þó ég sé þar oggulítið að salla niður femínista, bankabullur, útrásarhimpigimpi, stjórnmálafroska, hommadindla og fleiri þjóðfélagshópa, með fullri virðingu fyrir drullupumpum, þá finnst mér þetta óþarfa viðkvæmni af Danska Þjóðarflokknum. Þeir hljóta að vera að misskilja hlutina eitthvað.


Bloggfærslur 10. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband