Bjarni Ben ætlar ekki að segja af sér

Þegar stjórnmálamenn fá dasað fylgi í skoðanakönnunum segja þeir gjarnan eitthvað á þessa leið:

Við förum ekki eftir skoðanakönnunum heldur niðurstöðum kosninga. Tvær vikur eru langur tími í pólitík. Þó við séum með kúkinn í buxunum þá skulum vera alveg róleg og bíða og sjá hvað kemur uppúr kjörkössunum.

Núna er Bjarni að pæla í að segja af sér út af slæmu gengi í skoðanakönnunum, einkum og sérílagi út af niðurstöðu vafasamrar sérpantaðrar skoðunarkönnunar. Það er ansi galið, sérstaklega í ljósi þess að Hanna Birna hefur aðspurð líst sig hæstánægða með þessa bakstungukönnun. Alvöru gæar láta ekki fjósa sig svo glatt.

Vera má að þjóðin beri ekki mikið traust til Bjarna en ég býst við að þjóðin og Bjarni sjálfur beri enn minna traust til Hönnu Birnu eftir það sem á undan er gengið. Bakstungusár gróa ekki svo glatt.

 

Þegar maður leggur hnetuna í bleyti og raðar saman öllum brotunum í þessu ókræsilega púsluspili þá getur niðurstaðan aðeins orðið ein, þvert ofaní spár hinna mætustu manna:

Bjarni mun ekki segja af sér.

Nema náttúrulega að maðurinn sé bara eitthvert snarvankað sirkusnöttkeis, en þá á hann bara að fá sér einhjól og lúður og rauða krulluhárkollu og ganga í VG.


mbl.is Óvissa um framtíð Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2013 kl. 10:15

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Vonandi segir hann ekki af sér því það er ekki margir svo heiðanlegir og skýrir eins og Bjarni það er mín skoðun umm hann...

Jón Sveinsson, 13.4.2013 kl. 10:48

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eiginlega sammála, nema mér fyndist Bf vera betri umgjörð við nýja djobbið.

Jónatan Karlsson, 13.4.2013 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband