5.11.2024 | 11:39
Trump mun tapa þó hann sigri
Ég ætla að biðja alla góðviljaða lesendur þessarar greinar um að örvænta ekki og gefast ekki upp þó að hún sé í lengra lagi.
Lengdin skiptir máli. Líka lengd greina.
Ég vil því biðja þá báða í lengstu lög um að gefa sér korter og halda lestrinum áfram ósmeykir.
Ég veit að á þessum tímum athyglisbrests og ofvirkni og andlegrar leti þá eiga greinar helst að vera álíka stuttar og Zelensky og Kata Jak, en þar sem ég skrifa svo sjaldan þá ákvað ég að hafa hana stóra og spikfeita einsog Sigmund Davíð og sjálft umfjöllunarefnið: Donald Trump.
Vona að mér fyrirgefist það.
Hefst þá greinarkornið:
Nær allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum styðja Harris enda eru þeir í vasa Demókrataflokksins. Þeir úthúða að sjálfsögðu Trump samviskusamlega á hverjum einasta degi árið um kring einsog þeir hafa gert non stop í 9 ár og útmála hann sem rasista og fasista og nasista sem sé stórhættulegur lýðræðinu og heimsfriðnum.
Það er margt skondið við þessar brigslanir um það hversu hættulegur hann sé lýðræðinu:
Fyrir það fyrsta þá styður lýðræðissinninn Harris og allir meginstraumsmiðlarnir umboðslausa fasistaleiðtogann Zelensky sem er búinn að loka öllum fjölmiðlum og orthodox kirkjum og fleygja öllum stjórnarandstæðingum í dýflissu og banna alla flokka og banna allar kosningar og banna allt sem ógnað gæti alræðisvaldi hans.
Þetta er nú öll lýðræðisást demókrata í hnotskurn og nákvæmlega svona lýðræði vilja þeir koma á í hinum vestræna heimi.
Einræðisherrann Zelensky er dýrlingurinn sem Kamala Harris og allir vestrænir vinstrisinnaðir leiðtogar segja að sé að verja lýðræðið og verja vestræn gildi.
Hafiði heyrt hann betri?
Hvorki þessi sí-betlandi einræðisherra í Úkraínu né nokkur einasti leiðtogi í Vestur-Evrópu er að verja vestræn gildi eða kristnar dyggðir eða vestræna menningu heldur hafa þeir verið á fullu í því að innleiða niðurbrjótandi davoskan glóbalisma og wokeisma og fjölmenningu og úrkynjun þannig að nú er svo komið að Evrópa er að kikna undan fargi eigin heimsku og það þarf ekki annað en nettan selbita til að hún hrynji til grunna.
Eini maðurinn sem berst á móti þessum ófögnuði og stendur uppí hárinu á þessu rétthugsunarslekti er Donald Trump og þessvegna er hann níddur allan ársins hring og þessvegna þarf að fjarlægja hann með góðu eða illu.
Það er ekki flóknara en það.
Hvít kona sem enginn kaus segist vera svört og segir að Trump sé ógn við lýðræðið
Það er alveg hreint kostulegt að Harris og meginstraumslygamiðlarnir hennar skulu vera að væna Trump um að vera fasista og ógn við lýðræðið því ef það er einhver ein stjórnmálamanneskja sem á nákvæmlega ekkert skylt við lýðræði þá er það Kamala Harris. Hún er með ekkert lýðræðislegt umboð frekar en fasistaleiðtoginn Zelensky.
Hún er með ekkert atkvæði á bak við sig. Núll. Það var enginn sem kaus hana.
Hún var handvalin. Hún var ekki valin vegna þess að hún hefði eitthvað mikið á milli eyrnanna, og hún var ekki valinn vegna þess að hún hefði eitthvað mikið á milli handanna, heldur var hún valinn vegna þess að hún var með réttu græjurnar á milli fótanna, - og það var ekki sprelli einsog á Michael Obama, eiginmanni Barrack Obama.
Hún var semsé valin vegna þess að hún er kona ... og ekki bara kona heldur svört kona í þokkabót, en það þykir alveg gasalega smart og woke og tikkar í mörg box hjá vinstrisinnuðum rétthugsandi rugludöllum, jafnvel þó hún sé ekki svört, - en á þessum woke-tímum þá er nóg að segjast vera svartur til að vera svartur og nóg að segjast vera sjálfkynhneigður sebrahestur til að vera skráður þannig.
Ef það væri raunverulegt lýðræði í Brandararíkjunum þá væri Kamagra Harris ekki í þessari stöðu sem hún er í dag. Og ef hún væri ekki kona og "svört" þar að auki þá væri hún það ekki heldur. Hún væri bara að sleikja frímerki og rassa í einhverri skrifstofubyggingu einsog hún var að gera áður en hún var útvalin vegna kyns síns og náins vinskapar við Hillary.
Hún skíttapaði í forkosningunum 2020 á móti Biden og hrökklaðist atkvæðalaus á dyr með djöflahalann á milli skankanna - og núna á hún að verða forseti!
Kamala og Katajak
Sem varaforseta var Harris falið að sjá um landamærin. Hún gerði það mynduglega og opnaði þau uppá gátt og bauð velkomna 20 milljónir ólöglegra innflytjenda og þar af dágóðan slatta ribbalda og morðingja og misindismanna sem var bókstaflega flogið inní landið á breiðþotum beint úr fangelsum vafasamra landa.
Demókratar eru glóbalistar og stefna glóbalista er jú að rústa innviðum vesturlanda svo að alheimsstjórn þeirra geti tekið yfir án mótstöðu.
Þetta var því ekkert klúður einsog margir hafa haldið fram heldur markviss aðgerð og alveg í takt við það sem hefur verið að gerast í Evrópu og á Klakanum síðustu 7 árin undir kommúnistastjórn Bjarna og Kötu.
Það má segja að Kamala sé Katajak þeirra Bandaríkjamanna enda eru þær ansi líkar um margt.
Kamala myndi seint komast í þáttinn; Spekingar spjalla.
Eina vitsmunalega getan sem hún hefur umfram Biden er að labba upp tröppur.
Hún er harðlínu marxisti eins og þeir gerast verstir ... en þó líklega hófsöm miðað við Katrínu Jakobs og Svandísi Stalíns.
Kamala er yfirlýstur feministi og wokeisti (þetta helst í hendur) og hefur sagt að allir verði að vera woke (Everybody needs to be woke.)
Það er svona svipað og segja að allir verði að vera rétthugsandi hálfvitar.
Og auðvitað verður fólk að vera þeirra gerðar til að geta kosið hana.
Trump hefur einmitt sagt að munurinn á Biden og Harris sé sá að Biden hafi orðið rugludallur í ellinni en Harris hafi fæðst þannig.
Hillary Rotten Clinton og demónar
Menn halda að Hillary Clinton hafi drekkt sér í brennivíni og gufað upp eftir að hún tapaði fyrir Trump 2016 sællar minningar en það er öðru nær.
Hún stjórnar því sem hún vill stjórna í einni valdamestu mafíu heimsins, sem kallast Demókrataflokkurinn, eða demónar einsog ég kalla þessa djöfla.
Þó það fari ekki hátt þá er Harris algerlega í vasanum á Hillary og það var Hillary fyrst og fremst sem tróð strengjabrúðunni sinni henni Harris í varaforsetastólinn.
Meginstraumslygamiðlarnir tala að sjálfsögðu ekki um þennan stóra skuggastjórnanda á bak við dverginn Harris og kjósa að ljúga með þögninni einsog fyrri daginn.
Hillary og co tefldu ekki fram Biden og Harris vegna þess að þau væru svo snjallir stjórnmálamenn og mikil gáfnaljós heldur vegna þess að þau eru prýðilegt gluggaskraut og auðstjórnanlegir og meðfærilegir vitleysingar sem vita ekkert í sinn haus og gera það sem þeim er sagt.
Allir vita að Harris er nutcase, svo maður tali nú aðeins undir rós.
Meiraðsegja Joe Biden gerir sér grein fyrir því og er hann þó gjörsamlega heiladauður og á pari við jólatré.
Harris er ekki beint manneskja sem er að kljúfa atóm inná kontór heldur er hún bara að kljúfa valhnetur, svipaðar þeim sem hún er með í hausnum sem nutcase.
Þegar hún er spurð að því hvort hún sé hálfviti þá hringlar í hausnum á henni þegar hún kinkar kolli.
Hún er svo vönkuð að hún getur ekki einusinni gripið bolta.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá er varaforsetaefni hennar, Tim Walz, ennþá vinstrisinnaðri (vitlausari) en hún, hvernig sem það nú er hægt.
Hann myndi smellpassa í 2. sætið í kraganum hjá Sjálfstæðisflokknum á eftir Bjarna bolsjevika - eða í 2. sætið hjá Samfó á eftir Kristrúnu, sem aukaleikari, - eða sem formaður Vinstri Geðveikra, Pírapa og Viðreksturs.
Hillary og stríðshaukarnir hennar í Washington sem stjórna Bandaríkjunum vilja fá þessa Dumb and Dumber í frontinn sem leppa þó að stjórnmálafræðingar skilji það ekki og haldi að skuggastjórnendur og djúpríki sé nokkuð sem sé ekki til á þessari plánetu og sé bara samsæriskenning.
Biden sparkað inní grafhýsið og Harris dregin á flot
Biden og Hillary hafa kallað stuðningsmenn Trump rusl svo það hlýtur að mega halla orðinu á þessa heilagleika.
Það var hin skuggalega Hillary Rotten Clinton sem knúði það fram að Biden yrði skipt út fyrir bestu vinkonu sína hana Harris því það varð augljóst eftir kappræðurnar að Biden væri stagbætt steindauð fuglahræða með hálm í hausnum sem hvorki væri á vetur né sumar setjandi og það væri of augljóst að svona hræ gæti ekki unnið Trump án svindls.
Öruggast var því að skipta hræinu út og smella vinkonunni góðu henni Harris á sviðið og gefa lýðræðinu langt nef og saka svo Trump um að vera hættulegan lýðræðinu.
Hillary tókst ekki að sigra Trump uppá eigin spýtur en hún ætlar sér að gera það í gegnum Harris.
Hillary mun halda í stjórnarstrengina sem liggja í brúðuna Harris þegar hún verður komin í Hvíta húsið.
Það var crooked Hillary sem á sínum tíma fékk það í gegn sem utanríkisráðherra að Líbýa yrði sprengt í tætlur og Gaddafi drepinn, sem voru mikil og stór mistök, þannig að menn skulu ekki halda að þarna sé einhver friðardúfa á ferðinni sem vilji leysa deilur við samningaborðið líkt og Donald Trump, sem vinstrivitleysingar uppnefna af einhverjum ástæðum Hitler þó hann hafi aldrei farið í stríð.
Killary skellihló einsog vitfirringur þegar hún sat fyrir framan sjónvarpið í Hvíta húsinu og horfði á Gaddafi pyntaðan og drepinn.
Hún er ekkert lamb að leika sér við einsog sést best á glóðaraugunum sem kallinn hennar gengur reglulega með eftir að hafa sótt sér ánægjulega tilbreytingu hjá álitlegum geðheilbrigðum dömum.
Hillary og Bill eru sannkallaðir HillBillies.
Endurtek: Hillary mun í raun verða við stjórnvölinn í Bandaríkjunum verði Kamala kjörin forseti - og heitasta ósk Hillary er að berja á Rússum.
Árið 2016 sögðu hermálayfirvöld í Rússlandi að hefði Hillary unnið kosningarnar þá hefðu líkurnar á heimsstyrjöld aukist verulega.
Það hefur nefnilega ekki farið leynt í um aldarfjórðung að heitasta ósk Hitlery hefur verið að breyta Rússlandi í rústland, og þessvegna er nú m.a. ekki verið að flagga henni í þessum kosningum.
Herskáar konur hættulegar heimsfriðnum
Margir halda að Úkraínustríðið sé stríð Rússlands gegn Úkraínu en sannleikurinn er nú sá að Bandaríkin bjuggu til þetta stríð einsog önnur 37 stríð eftir lok WW2 og þetta er í grunninn stríð Bandaríkjanna gegn Rússlandi sem háð er í Úkraínu með aðstoð ístöðulausra vankaða vinstrileiðtoga Evrópuríkja og NATO, sem hvortveggja er í vasanum á Bandaríkjunum.
Þetta stríð, sem Bandaríkin drullumölluðu 2008 og svo ennþá betur 2014 og eru að heyja gegn Rússlandi á vígvellinum í Úkraínu, mun að öllum líkindum harðna til muna þegar/ef Hillary Harris tekur við kökukeflinu af kjallaramúmíunni Biden og andskotinn einn veit hvar það endar en Hillary hefur ekki viljað opinbera þá vitneskju sína.
Það eru semsé ekki bara herskáu marskálkarnir Kata Jak og Flórdís Kolóð Reykás Grýludóttir sem heimta blóð og vilja halda þessu stríði áfram til síðasta Úkraínumanns.
(Ég man aldrei hvað hún heitir þessi með langa nafnið og biðst velvirðingar ef ég fer rangt með nafnarununa).
Stríðinu mun aldrei ljúka öðruvísi en að Pútín haldi Krímskaga og austurhéruðunum því það stöff mun hann Aldrei láta af hendi.
Allt annað er lennonískur draumur óraunsærra skýjaglópa.
Og því fyrr sem menn átta sig á þessar staðreynd því fyrr nást samningar - og því fyrr sem samningar nást því færri mannslíf fara í súginn - því betra.
Það er ekkert skrýtið að andstaðan við Trump á æðstu stöðum skuli vera svona yfirgengileg.
Hann er eini maðurinn sem hefur getu og vilja til að koma á friði og stöðva þetta stríð, sem og önnur. Nokkuð sem Hillary og stríðshaukarnir hennar í Washington vilja ekki fyrir nokkurn mun að gerist.
Þessvegna er Trump útmálaður sem stórhættulegur brjálæðingur og kallaður fasisti og líkt við Hitler og öllum brögðum beitt til að losna við hann og öllum alrikisstofnunum demókrata (hinna raunverulegu fasista) beitt til að taka hann úr sambandi og koma honum útúr myndinni og helst útúr heiminum.
Þó að fjölmiðlum demókrata hafi tekist að telja trúgjarnri heimsbyggðinni trú um að Trump sé stórhættulegur heimsfriðnum þá eru það í rauninni þeir sem standa að baki þessum glóbalistalygaáróðri sem eru hættulegir heimsfriðnum.
Trump er síðasta hálmstrá hins fallandi heims og síðasta lýðræðislega andspyrnan gegn komandi fasisma sem mun yfirtaka heimsbyggðina á næstu árum.
(Kommúnismi + fasismi = Glóbalismi).
Segðu mér hverjr óvinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert
Það er vitað að wokeistar og femínistar og DEI-istar hata Trump og það er vitað að allir þessir kexrugluðu kókaíntrúðar í Hollywood hata hann og það er þekkt að öll þessi liberal progressive fjölmenningarvinstriviðundur "af öllum kynjum" hata hann. Það er ekkert nýtt.
En förum aðeins yfir það hvaða valdamenn og valdablokkir það eru sem hata Trump einsog pestina:
Demókratísku meginstraumskommúnistalygaáróðursmiðlarnir með mongólítastöðina CNN í broddi fylkingar hata hann.
Ríkisfjölmiðlar útum allan heim sem stýrt er af Reuters - einsog t.d. BBC og RÚV (Rétttrúnaðarútvarp vinstrimanna) hata hann.
Um 85% af allri pressunni hatar hann.
Establishmentið hatar hann.
Big Tech (Google, Facebook og fleiri slíkir netrisar) hata hann.
George Sori, sem vinnur við að rífa landamæri uppá gátt og eyðileggja þjóðríki, hatar hann.
Kill Gates hatar hann.
Clinton/Bush/Obama-mafían hatar hann.
Klás Skvap hatar hann.
World Economic Forum hatar hann.
Alþjóðlegar stórglæpastofnanir einsog t.d. Sameinuðu þjófarnir og Alþjóðaheilbrigðismálafasistastofnunin hata hann.
Árásarbandalagið NATO hatar hann.
Stjórnlynda yfirþjóðlega Evrópusambandið hatar hann.
Allt Davosdraslið einsog það leggur sig hatar hann.
Loftslagrétttrúnaðarkirkjan hatar hann.
Rétthugsandi handónýtir leiðtogar úrkynjaðrar handónýtrar Evrópu hata hann.
The Deep State hatar hann, (en það er víst bannað að tala um djúpríkið í dag því okkur er sagt að það sé ekki til frekar en George Sori og Kill Gates og aðrir skuggastjórnendur).
Lyfjarisarnir hata hann, (þeir eru kannski ekki til heldur).
Blackrock hatar hann.
Rothschild familían hatar hann.
Vopnaframleiðendur hata hann (því hann er eini Hitlerinn sem vill ekki stríð heldur frið).
Og sér í lagi hatar téð heimsvaldaglóbalistaelítan hann af lífs og sálar kröftum því hann setur djúprist strik í þeirra reikning og setur heimsmarkmið þeirra gjörsamlega úr skorðum og í allsherjar uppnám, og slíkt munu þeir aldrei láta viðgangast.
Þetta er valdafólkið sem hatar Trump og styður Harris.
Þessir hatursfullu glóbalglópar eiga það sameiginlegt að þykjast vera að berjast gegn upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu en eru helstu boðberar haturs í heiminum.
Hvað segir þetta okkur?
Þetta segir okkur að Trump hlýtur að vera að gera eitthvað rétt og sé kórréttur maður í djobbið.
Íslendingar vilja frið en styðja stríðsæsingakvendi sem vill ekki frið
Eftir alla þessa upptalningu hér að ofan þá myndi maður nú halda að sæmilega skynsamt fólk myndi átta sig á því með hvorum frambjóðandanum það ætti að standa en svo virðist ekki vera.
Þetta er víst of flókið.
Kannanir í Bandaríkjunum segja að mikill meirihluti kvenna styðji Harris einsog við mátti búast þar sem hún hefur um fátt annað talað en fóstureyðingar og aftur fóstureyðingar og rétt kvenna til fóstureyðinga fram að fæðingu (sem telst þá barnadráp) og kvenna þetta og kvenna hitt og allskyns píkuproblem og kellingavesen, - en mikill meirihluti karla styður Trump sem hefur hinsvegar lagt áherslu á að byggja upp landið eftir alla eyðilegginguna sem þau Biden og Harris hafa valdið, og loka landamærunum og koma efnahagnum í lag og koma á friði í heiminum, sem hann hefur sannað að hann er vissulega fær um.
Samkvæmt könnunum á Íslandi þá er mikill meirihluti Íslendinga andvígur vopnakaupum kommúnistastjórnar Bjarna Ben fyrir úkraínska fasistaleiðtogann og atvinnufarandbetlarann og vilja friðsamlega lausn deilunnar en í könnunum kemur jafnframt fram að 90% Íslendinga styðji stríðsæsingakvendið Kamölu Harris sem vill halda stríðinu áfram fram í rauðan dauðann, - og einnig kemur fram að 90% Íslendinga hafi ímugust á friðarboðberanum Donald Trump, eina manninum sem hefur vilja og getu til að stöðva þetta stríð.
Það er ekki alltaf auðvelt að skilja rökhugsun Íslendinga.
Það verður að segjast einsog er að íslenska þjóðin er að megninu til smáborgaralegir ferkantaðir pappakassar - dauðhræddir við að skera sig úr fjöldanum og þora ekki fyrir sitt litla líf að hafa sjálfstæða og óvinsæla skoðun á nokkrum sköpuðum hlut fyrr en hún er alveg örugglega búin að öðlast viðurkenningu fjöldans af ótta við að verða að athlægi og verða útskúfað úr samfélagi örsmárra örvita í örríki einsog það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af í stað þess að líta á það sem ákveðna gæðavottun í sjálfu sér.
Einsog það eru nú margir Íslendingar sem eru frábærir, þó ég þekki hvorugan þeirra persónulega, þá eru þeir upp til hópa ósjálfstæðir og áhrifagjarnir og trúgjarnir einfeldningar og einhver mestu hjarðmenni í heimi sem gleypa allt hrátt sem að þeim er rétt, meiraðsegja eitthvað tilraunaeiturglundur sem virkar ekki frekar en kattahland, og svo gleypa þeir allt hrátt sem að þeim er logið í kommúnistalygaáróðursmiðlum einsog CNN og MSNBC og ABC og BBC og RÚV og öðrum slíkum heilaþvottastöðvum sem eru sérhannaðar fyrir gagnrýnislausa vinstrisinnaða ístöðulausa hélaða frethausa.
Ástæðan fyrir því að það er svona auðvelt að heilaþvo Íslendinga er líklega sú að það er svo lítið að þvo.
Fasismi flokksins sem kennir sig við lýðræði
Demókratar eru búnir að stjórnmálavæða dómstólana og réttarkerfið og leyniþjónustuna og fjölmiðlana og skólakerfið og heilbrigðiskerfið og vísindin og allt heila klabbið.
Þeir hafa eflaust til fyrirmyndar gamla góða nazismann sem á sínum tíma náði til allra þátta samfélagsins þegar Þriðja ríkið var og hét.
Núna er fasismanum gefið nýtt nafn og kallast í dag glóbalismi.
Og Gestapó morgundagsins mun kallast Mannréttindastofnun.
Öllum þessum vinstriviðbjóði og niðurbroti og úrkynjun er Trump að berjast gegn.
Hann er í raun síðasta vígi lýðræðis og og kristinna dyggða og heilbrigðra vestrænna gilda í þessum táradal vankaðra wokeista og hatursspúandi hræsnandi heimsyfirráðakommúnista.
Enda hata Demónar hann einsog pestina og prestana og Jesú Krist og hafa sigað alríkislögreglunni sinni á hann trekk í trekk og látið brjótast inn til hans og gera húsleitir hjá honum og dregið hann aftur og aftur fyrir dómstólana sína fyrir allskyns upplognar sakargiftir og hafa reynt að klína því á hann að hann sé útsendari Pútíns og agent og njósnari og seiðskratti og galdrakarl og guð má vita hvað og hafa reynt að fá hann dæmdan fyrir raðnauðganir og leyniskjalaþjófnað og valdarán og allt sem nöfnum tjáir að nefna til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram, - og eftir allar þessar fasísku og stasísku ofsóknir þá kóróna þeir óskammfeilnina með því að hamra á því í öllum sínum lygaáróðursfjölmiðlum að það sé Hann sem sé ógn við lýðræðið.
Vinstrimennskan í allri sinni dýrð. Breytist ekkert.
Alltaf eins.
Democracy - Demoncrazy
FBI og CIA eru í raun bara deildir innan Demókrataflokksins sem demónar nota eftir hentugleikum þegar þarf að berja á pólitískum andstæðingum.
Demókratar eru ekki lýðræðissinnar einsog nafnið gefur til kynna heldur harðir andstæðingar lýðræðis.
Þeir eru raunverulega fasistar. Verkin sýna merkin.
Það þarf engu að ljúga uppá þetta lið.
Öfgavinstrimenn eru þekktir fyrir að vera það sem þeir ásaka aðra fyrir að vera.
Glóbalistar í Demókrataflokknum og í Sameinuðu þjófunum og í Evrópusambandinu og öðrum slíkum fasistaklíkum sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta vilja takmarka tjáningarfrelsið til muna og hafa nú þegar gert það og hafa sett þumalskrúfur á Facebook og fleiri slíka risa en vilja ganga mun lengra og reyndar svo langt að ekkert verður eftir af tjáningarfrelsinu nema bara nafnið.
Kína er fyrirmyndin.
Það er ekki að ástæðulausu að hinir ljónkláru samfélagsmiðlamenn Elon Musk, Tucker Carlson og Joe Rogan og fleiri meistarar styðji Trump af heilum hug því þeir vita að Trump er síðasta hálmstrá tjáningarfrelsins í Bandaríkjunum og ef að Kamala vinnur þá mun demókratafasistamafían gera þeim lífið ansi leitt og jafnvel þagga niðrí þeim fyrir fullt og allt.
Hillary hefur sagt það berum orðum að það þurfi að koma böndum á X-ið hans Musk og sölsa það undir Demókratamafíuna einsog aðra fjölmiðla.
Musk er raunverulega í lífshættu þó hann hafi ekki ennþá fengið kúlnahríðina yfir sig einsog Trump, sem hefur ekki undan við að tína byssukúlur úr hausnum á sér í hvert skipti sem hann fer út fyrir hússins dyr.
Demókratar vilja stjórna umræðunni alveg útí eitt og þeir líða enga óþæga ljái í sínum þúfum.
Musk mun pottþétt enda á grillinu hjá þeim og fá á sig eina af þeirra alríkisstofnunum sem þeir stjórna með joystick, hvort sem það verður Skatturinn eða FBI eða einhver önnur deild í þeirra eigu.
Þeirra Democracy ætti að kallast Demoncrazy.
Demónum er að takast að koma á fót fasísku þjóðskipulagi - og svo kalla þeir manninn sem vill stöðva uppgang fasismans fasista og líkja honum við Hitler.
Öllu er snúið á haus og fólk sér ekki í gegnum þetta og kokgleypir blekkinguna úr lygaáróðursfjölmiðlum Demókrataflokksins og heldur að Trump sé vondi kallinn afþví að hann er jú furðuleg týpa og dólgslegur í tali og appelsínugulur í framan með gulllitað köngulóarnet á hausnum.
Svindl og svínarí
Eftir sigur Trumps á crooked Hillary hér um árið sóru demónar þess dýran eið að svonalagað skyldi Aldrei gerast aftur. Aldrei!
Demónar eru því búnir að reyna að búa þannig um hnúta að slíkt gerist ekki aftur og það er aðeins ein leið sem virkar og hún kallast einfaldlega kosningasvindl.
Þeir kalla það eflaust "hagræðingu atkvæðatalningar" eða eitthvað svoleiðis.
Þetta eru engin gasaleg geimvísindi.
Bandaríkin er ótrúlega frumstætt þriðja heims land hvað kosningafyrirkomulag áhrærir.
Það er ekki vegna tæknikunnáttuleysis heldur einbeitts brotavilja demókrata.
Utankjörfundaratkvæðafyrirkomulagið er í skötulíki. Póstatkvæðasystemið er í skötulíki. Allt er í skötulíki. Viljandi. Fólk getur í sumum ríkjum kosið margsinnis bara með því að skipta um hárkollu og gleraugu. Heilu flugvélafarmarnir af hottintottum eru fluttir inn til Bandaríkjanna til að kjósa Harris. Dautt fólk getur kosið. Draugar og afturgöngur eru vinsælir kjósendur Demókrataflokksins.
Í lágmark 14 ríkjum þarf ekki að sýna persónuskilríki þegar kosið er og það er reyndar bann við því að krefjast skilríkja vegna þess að það þykir vera svo gasalega mikill rasismi. Að sjálfsögðu er það Blátt bann demóna.
Þegar allt er gert til að auðvelda svindl þá ER að sjálfsögðu svindlað. Til þess er leikurinn gerður. Þetta er ekki flókið. Demónar vilja halda öllum leiðum opnum til svindls.
Svindl hefur verið fest á filmu þar sem verið er að troða atkvæðaseðlum í kjörkassana eftir lokun og tölum hefur verið breytt o.s.fr.
Það hefur verið margsannað að það ER svindlað.
Þetta eru engar samsæriskenningar þó að íslenskir stjórnmálafræðingar afneiti þessu að sjálfsögðu einsog tilvist djúpríkisins.
Demókratísku fasistarnir eru að hópnauðga lýðræðinu í Bandaríkjunum.
Núna vilja þeir láta banna að það sé talað um kosningasvindl og það er ekkert skrýtið.
Kosningasvindl er jú þeirra sérgrein og faktískt það eina sem þeir kunna virkilega vel fyrir utan að ofsækja andstæðinga sína.
Þeir þurfa í raun bara að svindla í Pennsylvaniu og þá er þetta komið en þeir hljóta samt að reyna svindla í fleiri ríkjum til að vera alveg 100% öruggir um að Trump taki þetta ekki.
Menn sem víla ekki fyrir sér að djöflast árum saman á pólitískum andstæðingi og beita til þess dómstólum og lögreglu og alríkisstofnunum og FBI og CIA einsog þetta séu einhverjar undirdeildir í Demókrataflokknum í þeirra einkaeigu slíkir menn víla ekki heldur fyrir sér að svindla í svona gríðarlega mikilvægum kosningum.
Það ætti að segja sig sjálft.
Þeir hafa gert það áður með góðum árangri og munu reyna það aftur.
Það er jafn öruggt og að nótt fylgi degi.
Menn sem halda eitthvað annað ættu að sækja um sem stjórnmálaskýrendur á RÚV.
Það er semsé ekki spurning um það HVORT það verður svindlað heldur HVERSU MIKIÐ umfang svindlsins verður og hvort það dugi til.
Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir heimsvaldakommúnista að Trump verði ekki kosinn.
Þetta eru mikilvægustu kosningar sögunnar.
Demónar munu gera bókstaflega Allt til að koma í veg fyrir að Trump fari aftur í Hvíta húsið.
Fyrr fer hann í rafmagnsstólinn en í forsetastólinn.
Allt heimsyfirráðaplan þeirra mun riðlast verði hann kjörinn forseti. Fyrirhuguð þaulhugsuð heimsstjórn þeirra er í húfi. Hvorki meira né minna.
Flestir eru að spá því að Trump muni sigra en ef það gerist þá hefur munurinn verið of mikill á honum og Harris til að svindlið hafi getað tekist, sem þýðir að þeir munu þurfa að beita öðrum ráðum til að ryðja honum úr vegi.
Trump lengi lifi
Ég er alveg sannfærður um að Trump muni vinna þessar kosningar en málið er að þetta er ekki spurning um það hver sigrar í þessum kosningum heldur hver sigrar í atkvæðatalningunni.
Þetta er semsé ekki spurning um hvernig kosningarnar fara heldur hvernig atkvæðatalningin fer.
Þó að Trump muni sigra í þessum kosningum þá mun hann engaðsíður tapa. Ansi góðar líkur á því.
Við fáum aldrei að vita hin sönnu úrslit kosninganna en við munum fá að vita úrslit talningarinnar.
Trump mun vinna kosningarnar en Kamala mun líklega vinna atkvæðatalninguna.
Ég lagði viskíflösku undir fyrir þremur árum síðan að svona myndi þetta fara þó ég hafi ekki vitað hver yrði í framboði á móti Trump, enda skiptir það engu máli því demókratar hefðu unnið þó þeir hefðu teflt fram skúringafötu eða rugguhesti.
Þeir tefldu fram múmíunni Biden síðast, sem steig aldrei uppúr líkkistunni í kjallaranum, og hann vann, og það segir nú sitt.
Ég hef aldrei áður tapað veðmáli á ævinni en ég vona innilega að þetta verði það fyrsta.
Ég spái því að þetta verði fyrsta veðmálið sem ég tapa.
(Takk fyrir þennan langa lestur. Kíkið á síðustu grein til gamans. Þar spáði ég því að Halla Tómasdóttir myndi vinna með um 10% mun á næsta frambjóðanda, sem yrði Kata Jak.
Það fór svo að Halla vann Kötu með 9% mun).
(Tónlist Stormskers má finna á Spotify)
Jafnt á fyrstu tölum í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.11.2024 kl. 20:13 | Facebook
Athugasemdir
Þessi langi lestur var þess virði. Þakka þér fyrir þennan fróðleik.
Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2024 kl. 12:35
Tek undir með Sigurði. Skemmtilegur og áhugaverður lestur
Haraldur G Borgfjörð, 5.11.2024 kl. 15:48
Hárrétt lýsing á þessu vintra-demó ruslhyski.
Snilldarpistill að venju.
Kærar þakkir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2024 kl. 20:40
Stormsker er fyndinn OG sannur. Þótt ég og fleiri náum að lyfta okkur yfir meðalmennskuna á Stormsker auðvelt með að stökkva yfir hana. Bjargar deginum og gefur manni húmor á að takast á við ef kosningar fara á versta veg. Kamöluveg.
Ingólfur Sigurðsson, 5.11.2024 kl. 21:25
Þú "klikkar" ekki frekar en fyrri daginn og þú ert alger snillingur í meðferð málsins....
Jóhann Elíasson, 6.11.2024 kl. 01:49
Sverrir.
Thú tapadir sem betur fer.
Til lukku med thad.
Kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.11.2024 kl. 11:16
Það er óhætt að segja, að þú Sverrir kannt að raða upp málinu á einkar skemmtilegan hátt. Sem betur fer þá tapaðir þú þessu veðmáli.
Það er stór furðulegt að þú hafir ekki komið þér á framfæri stjórnmála á Íslandi. Að lokum fleyri greinar frá þér, kv. RV.
Rúnar Valsson, 6.11.2024 kl. 13:12
Nú hefði viskíflöskunni verið vel varið, ef henni hefði verið veðjað, -farið í að ná fílunni úr einhverri skúringafötunni eða rugguhestinum.
Magnús Sigurðsson, 6.11.2024 kl. 13:20
Þakka ykkur góð orð drengir góðir.
Þetta var soldið sérkennilegt veðmál sem ég gerði.
Einsog ég segi í greininni þá var ég alveg handviss um að Trump myndi vinna þessar kosningar, rétt einsog kosningarnar 2016, en ég var hinsvegar jafn viss um að hinir snarklikkuðu demókratar myndu sjá til þess að hann myndi tapa atkvæðatalningunni þó hann myndi vinna kosningarnar og ef að það tækist ekki þá myndu þeir með einhverjum hætti koma í veg fyrir að hann kæmist í Hvíta húsið aftur, jafnvel þó þeir þyrftu að sprengja það í loft upp.
Kallinn á að taka við embætti 20. janúarber og það er ekki loku fyrir það skotið að hann verði skotinn, en við skulum vona að hann komist óskaddaður í gegnum kúlnahríðina og inní kofann og verði ekki hengdur í ljósakrónu þarna inni eða kæfður í svefni með kodda eða forsetastólnum breytt í rafmagnsstól eða honum troðið ofan í trjátætara bak við hús eða hamborgararnir hans eitraðir með „bóluefnum.“
Trump lengi lifi!
Sverrir Stormsker, 6.11.2024 kl. 22:46
Takk fyrir góða grein. Hér opinberar þú ekki eingöngu beittan húmor þinn heldur einnig dýpri skilning á alþjóðamálum en gengur og gerist, en það er víst ekki hrós. Hefði samt viljað að þú hefðir opinberað að Trump er langt frá því að vera mest útskitni maður gyðglóbalista mafíunnar. Þú nefnir reyndar þann mest útskitna nokkrum sinnum á nafn í þessari grein þar sem nafn hans nýtist vel til útskits.
Magnús Orri Grímsson, 7.11.2024 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.