Mannlífsviðtal um blogg

Í nýjasta hefti Mannlífs sem kom út fyrir stuttu er viðtal við mig um bloggið. Læt það vaða hér enda viðeigandi að birta viðtal um blogg á blogginu:

  

1.  Búseta? Þar sem mér dettur í hug að búa hverju sinni. Heimurinn. 

 

2.  Hvernig tölva? Lítil ferköntuð sem hægt er að loka einsog skjalatösku, man ekki hvað hún heitir, Anal eða Ass-eitthvað, Assus eða Rassmus.

 

3.  Áhugamál? Tónlist, billjard, heimspeki, textagerð, skrítnir og framandi staðir, bíómyndir, leikhús, handritagerð, krossgátur, sérkennilegar týpur, trúarbrögð, töfrabrögð, dulspeki, sálfræði, mannkynssaga, stjórnmál, ljóðlist, stjörnufræði, stangveiði, golf, borðtennis, kokkamennska, djók, skáldsögur, seinni heimsstyrjöldin, hraður tæknilegur fótbolti, spakmælaritun, badminton, mafían í USA á fyrri hluta og um miðbik síðustu aldar, auglýsingasálfræði, nýyrðasmíði, tennis, hundar, arkitektúr. Ekkert endilega í þessari röð.   

 

4.  Hver ertu? Einhverskonar einkennilegur hrærigrautur af öllum áhugamálum mínum og fleiru.

 

5.  Hvaðan? Vesturbænum í Reykjavík.

 

6.  Hvenær byrjaðirðu að blogga? 18. október síðastliðinn.

 

7.  Hvers vegna bloggarðu? Ætlaði fyrst bara að birta eina vísu og búið en svo kom upp þetta mál með hommana og kirkjuna og mér fannst svo yfirnáttúrulega galið af hommum að vilja gifta sig í kirkju þess guðs sem er með yfirlýst ógeð á þeim samkvæmt Biblíunni að mér fannst ég verða að reyna að koma einhverri glóru í þessa umræðu. Svo hélt ég bara áfram að blogga en geri það náttúrulega bara þegar ég nenni því. Þetta er engin skylda eða kvöð.

 

8.  Hvenær bloggarðu á sólarhringnum? Þegar ég er vakandi, semsé á næturna.

 

9.  Hve löngum tíma eyðirðu í bloggið? Misjafnt. Pistlarnir mínir eru yfirleitt í lengra lagi því ég vil klára nokkurnveginn alveg það sem ég vil segja um hvert mál svo ég þurfi ekki að útskýra það frekar. Svara helst aldrei athugasemdum því ég hef séð á öðrum síðum hvað ofskýringar geta verið tímafrekar. Ákvað að sleppa slíku helst alveg. Ég vil ekki að skrifa örlitla pistla um ekki neitt fyrir fólk sem nennir hvorki að lesa né hugsa og þurfa síðan að útskýra það í löngum þrætum hvað ég var að reyna að segja. Það er semsé ekki af hroka heldur tímaskorti að ég svara helst engum.

10.  Heldurðu að netlögga sé nauðsynleg? Ég held að pappalögga sé nauðsynlegri. Ég hélt að við værum að reyna að komast útúr kommúnismanum, ekki dýpra inní hann. Kínverjar dýrka svona gáttaþefsstarfsemi og ganga lengra og lengra í ruglinu. Þetta er í raun svo galin hugmynd að Svíar hljóta að taka hana upp. Síðan Íslendingar. Svo Vestmannaeyjingar. 

11.  Halda vinsældir bloggsins? Það finnst mér líklegt. Íslendingar hætta aldrei að hafa gaman af því að þræta og þjarka og dylgja og drulla yfir náungann. Ef maður skrifar t.d. um óþurft nagladekkja eða eitthvað svoleiðis þá gæti maður átt von á því að fá þau “rök” í athugasemdum að heyrst hafi að maður sé dópsali og hryðjuverkamaður. En þarna eru svo líka oft mjög áhugaverðar málefnalegar greinar klárra náunga og ólík sjónarmið sem vegast á og svo eru þarna þráhyggjusjúklingar, samsæriskenningasmiðir, trúarofstækishallelújahopparar og allskonar furðulegir frauðfroskar og svo náttúrulega fólkið sem er ekki rónni fyrr en maður er með það á hreinu hvað það fékk sér í morgunverð, alveg upp á korn. Semsé öll flóran. Bloggið Naesta bylting i tolvuheiminumer skrifleg Þjóðarsál. En miðað við hvað það eru ótrúlega margir illa skrifandi þarna þá finnst mér skrítið að einhver málverndunarfasisti skyldi ekki hafa lagt það til á degi íslenskrar tungu að banna bloggið gjörsamlega.

12.  Hver er næsta bylting í tölvuheiminum? Tölva sem maður getur sett eitt A4 blað í og prentað beint á það og ef maður gerir vitleysu þá gæti maður þurrkað vitleysuna út með tippexi og prentað svo aftur réttu stafina ofan í. Svona nýjung myndi örugglega rjúka út.  

13.  Hvers vegna Moggabloggið? Hvers vegna ekki?

14.  Hve lengi heldurðu að þú endist í að blogga? Ég er ekkert að hugsa um það meðan ég er að blogga, ekki frekar en að ég er alltaf að hugsa um það hvenær ég muni nú hætta að hugsa þegar ég er að hugsa. Gæti þessvegna misst áhugann á þessu á morgun og hætt. Finnst það reyndar mjög líklegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ágæt svör við yfirgengilega geldum og hugmyndasnauðum spurningum.

-Hver tók "viðtalið"?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.12.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Haha næsta nýjung er tölva sem prentar A4 blað og tippexar yfir villurnar!!!

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:02

3 identicon

Sem fyrr ertu frábær, en langar til að forvitnast hvað er "hraður tæknilegur fótbolti" ?

Er sú íþrótt þá jafnhommaleg og þú lýsir svo snilldarlega í blogginu á undan þessu ?

Kristinn (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:41

4 Smámynd: Túrilla

Ertu alveg brjálaður, maður! Núna verðurðu kærður fyrir að hafa skrifað viðtalið hér því Birtíngur hefði getað selt þúsundir eintaka af Mannlífi, bara út á þig. Nú fylgjast þeir með bloggsíðunni þinni og síðan verðurðu rukkaður fyrir 899xþeir sem heimsækja síðuna (ef blaðið kostar 899 kr.) Opnaðu styrktarreikning strax ef þú vilt ekki verða gjaldþrota!

Annars er ég ekki viss um að Vestmannaeyingar taki upp netlögguna, ég held það sé ekki netsamband þar

Túrilla, 4.12.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: Ásta Björk Solis

og hana nu.

Ásta Björk Solis, 5.12.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 5.12.2007 kl. 02:13

7 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ég var einmitt að hugsa um það um daginn að bloggið væri orðin nýja Þjóðarsálin, þar sem lítilmagnin getur kvartað og kveinað af vild, og ekki þarf maður lengur að hafa áhyggjur að útvarpsmaðurinn skelli á mann þó að maður sér dauðadrukkinn...

Davíð S. Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

bjorksofunny.gif

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.12.2007 kl. 19:34

9 identicon

flott hja tjer mr'Storm bid ad heilsa fra Usa

Gunnar (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband