Afmælisbarnið Davíð Oddsson


Loftmynd af David OddssyniÞegar Davíð Oddsson varð fimmtugur 1998 gaf ég honum málverk eftir mig sem ég hafði verið með á málverkasýningu sem ég hélt á Gallerí Borg 1993. Þetta snotra raunsæismálverk er af krullum og aftur krullum og engu nema krullum og ég skírði verkið “Loftmynd af Davíð Oddssyni.” Með myndinni lét ég fylgja frumsamda huggulega vísu sem var svona:

 

Honum Dabba er margt og mikið gefið

og margt hann gefur fólki á þessum stað.

Hann hefur munninn fyrir neðan nefið

og nóg af gáfum fyrir aftan það.

Hann hlær að aumum andstæðingaklækjum

og leggur pent á leiði þeirra krans.

Davíð getur greitt úr öllum flækjum

nema þeim sem eru á höfði hans.

 

Kallinn var svo ánægður með þessa gjöf að hann tókst á loft og ég hélt að hann ætlaði að snappa og fara að gera mig að menntamálaráðherra eða forseta hæstaréttar eða eitthvað svoleiðis. Hef ekki séð hann svona sælan á svip síðan hann missti 5 aukakíló þegar hann fór í klippingu fyrir 30 árum. (Sjá mynd hér að neðan úr Séð og Heyrt)

 

 Stormsker og David (17.01.98)

 

10 árum eftir að Dabbi varð fimmtugur þá varð hann sextugur og sá atburður gerðist þann 17. janúar síðastliðinn. Hann hélt uppá afmælið sitt í Ráðhúsinu í tjörninni og þar hafði hann myndina góðu uppá vegg til sýnis fyrir veislugesti og talaði fallega um hana í frábærri afmælisræðu sinni. Myndin er svo nákvæm og svo sláandi lík honum að hún er einsog ljósmynd og það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi látið smækka hana og notað í ökuskírteinið sitt. Þegar Dabbi var utanríkisráðherra og mikið í útlandinu þá hefur Ástríður kona hans örugglega haft mynd af málverkinu í veskinu sínu til að muna hvernig hann liti út.  

 

Í byrjun þessa árs talaði Dabbi um það í viðtölum að það væri búið að taka úr honum ógrynnin öll af líffærum og það væri ekki mikið eftir nema einhverjar lappir og krullur. Jú og blá hönd. Í fyrstu hélt ég að Atkins kúrinn væri ekki að virka og að þetta væri hans eina raunhæfa leið til að grenna sig en svo áttaði ég mig á að hann hafi verið fárveikur og að þetta hefðu verið svona frekar bráðnauðsynlegar skurðaðgerðir.

Stormsker og Dabbi 17.01.08Þar sem ég kann ekki við að gera  grín að veikindum fólks, því allir geta jú veikst nema Ólafur F. Magnússon, þá ákvað ég að gefa Dabba líffæragjafakort í sextugsafmælisgjöf. Hann ljómaði í framan einsog tungl í fyllingu, líkt og hann hefði verið að hækka stýrivexti. Hann hefði ekki getað orðið hamingjusamari jafnvel þótt Ólafur Ragnar hefði orðið fyrir eldingu.

Hann horfði á líffæragjafakortið og hugsaði líklega með sér: “Mikið er þetta hugulsamt af honum Sverri. Hann gefur mér líffæragjafakort þar sem hann býðst til að selja mér líffæri. Hjartnæmt. Það vantar eitthvað mikið í mig, en nú hefur Sverrir reddað því.”

Svona var kortið, innrammað og glæsilegt:

 

Líffæragjafakort til handa Davíð Oddssyni sextugum

 

Gegn framvísun þessa korts á hvaða spítala sem er getur þú farið fram á að eftirfarandi líffæri verði tekin úr Sverri Stormsker og grædd í þig eða á, gegn vægri þóknun:

 

Nýra (347.990 kr. með virðisauka)

Lifur, án teljandi skorpu (532.999 kr) 

Hrogn (verið að kanna málið)

Heilafrumur (799 kr stykkið meðan byrðir endast)

Hjarta (verið að kanna hvort það sé til staðar)

Tóneyra (439.990 kr stykkið)

Getnaðarlimur (276.990 kr metrinn)

Hönd, helblá og nett (258.990 kr. stykkið. Aðeins tvær eftir)

Heili (39 kr, enda svo gott sem á síðasta snúningi)

 

              Með vinsemd og virðingu,

 

                  Sverrir Stormsker

 

 

(Segið svo að maður sé ekki góður við vini sína. Fæ kallinn vonandi í viðtal fyrr en seinna í þáttinn okkar Halldórs E á Útvarpi Sögu sem kallast Miðjan. Þar sem ég hef verið spurður soldið mikið um þessa þætti þá má geta þess að gestir fyrri þátta hafa verið Hallgrímur Helgason, Geiri á Goldfinger, Árni Johnsen, Jón Baldinn Hannibalsson og Brunddís Schram og þeir sem hafa misst af þessum þáttum geta nálgast þá á www.stormsker.net).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjör snilld!

vinur vinna sinna og á allt gott skilið.

kv,

Hjörtur 

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Linda litla

HA HA HA HA Ég er búin að veltast um af hlátri Sverrir, húmorinn hjá þér er svo sannarlega í góðu lagi. Verð að fara að fylgjast með þínu bloggi til að geta brosað út í annað öðru hvoru.

Takk fyrir þetta og keep on going.

Linda litla, 22.2.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sindri Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Jahá....metragjald ????

En hvað mikið á Kg ???

Kristvin Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta er nú bara pínulítið sniðugt hjá þér Sverrir. Svo má ekki gleyma að þú verður gestur í Júróvísjón þættinum á Sögu í dag ásamt Páli nokkrum Óskari. Vona að þið farið svakalega á veislukostum. Kveðja,

Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 12:03

6 Smámynd: Games & Toys

Þú ert mergjaður penni. Þú ert ekki hræddur um hvað öðrum finnst um það sem þú hefur fram að færa, gjörsamlega gerir fólk orðlaust.

Games & Toys, 22.2.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Stormskerið er sko ekkert byrjað að blogga aftur Einar, þetta er bara lásý auglýsing fyrir einhverja glataða útvarpstöð.

Þröstur Unnar, 22.2.2008 kl. 15:43

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eru allir edrú í þáttunum á Sögu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.2.2008 kl. 18:22

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Stórkostlegur húmor..næstum betri en minn

Brynja Hjaltadóttir, 22.2.2008 kl. 19:22

10 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 19:42

11 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

jep, hann er krullóttur hann Davíð...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 20:16

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe þú ert alltaf jafn góður

Svanhildur Karlsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:48

13 Smámynd: Heidi Strand

 Þú hefur föndrað við krullurnar á Davíð. Það gerir ekki heldur ekkert til þótt myndin upplitist smá. Þá breytist hún bara í raunsæismálverk.

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 21:49

14 Smámynd: Söngfuglinn

Þú ert nú bara skemmtilegur..hahahaha....    Og hefur svo sem alltaf verið

MIG LANGAR Í AFMÆLISGJÖF FRÁ ÞÉR.....

Söngfuglinn, 22.2.2008 kl. 23:54

15 identicon

Ég panta afmælisgjöf frá þér, ertu ekki með stór brjóst og sléttan maga????

Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:40

16 Smámynd: Matti sax

Þetta er bara snilld

Matti sax, 23.2.2008 kl. 12:23

17 identicon

hae hae tu ert uppahaldssongvarinn minn ef tu vild mattu adda mer 'a msn pafagaukar@hotmail.com  'AFRAM STORMSKER ENDILEGA SEMDU FLEYRI DISKA OG MATT SENDA MER TA skal borga smaveigis fyrir ta er nefnilega oryrki og mikill add'aandi tinn  tu matt lika skrifa vinsaelastu login tin 'a disk eda koma 'a msn og senda mer log 'i mp3 formi eg heiti imma og kaerasti minn er lika mikil addaandi tinn og hann heitir gummi

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:54

18 Smámynd: Vignir Arnarson

Heill og sæll Stormsker,þú ert auðvitað algjör snilli það var löngu vitað,en mikið djöfull er þetta góð hugmynd með metraverðið kallinn hefur örugglega ekki séð hann árum saman svo ertu ekkert smeykur um að hann innheimti þetta ??????   

Vignir Arnarson, 23.2.2008 kl. 15:54

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Síðast

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.2.2008 kl. 19:29

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þessi hrökk inn óboðinn eins og stundum. Vildi segja að síðast þegar ég sá´ann á þér var hann ca 20 cm í árásarstöðu. Dabbi væri því að gera súper kaup í manndelanum á þér fyrir litlar 55.399. Alger tittlingaskítur þegar um svona krúnudjásn er að ræða.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.2.2008 kl. 19:35

21 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hrein snild.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband