Er geðslegt að reyna að geðjast öllum?

This Is My Life er líklega eina íslenska Júrósigurlagið sem fólki virðist fyrirmunað að muna eða raula eftir tíundu hlustun. Virðist ótrúlega auðgleymanlegt lag. Og þó: Menn geta ekki gleymt lagi sem þeir hafa aldrei getað munað.

Íslendingar vilja sko ekki senda aðra Silvíu Nótt í Júróið og ekkert fjandans grín einsog Ha Ha Ha we say Hí Hí Hí. Þeir vilja fólk sem er að taka þátt í þessari grínkeppni af fullri alvöru. Þeir vilja Alvöru volgt flatt óáfengt öl sem engum getur svelgst á.

Einsog smáborgara er háttur þá eru Íslendingar afar viðkvæmir fyrir því hvaða augum umheimurinn lítur þá og vilja fyrir engan mun verða sér til minnkunnar á erlendri grund og blóðroðnuðu því af blygðun þegar Silvía var að fíflast bláedrú á Grikklandi. Sjálfir rúlla þeir flestir sauðdrukknir um bari erlendis öskrandi og ælandi og eru hvarvetna til ama og leiðinda en það finnst þeim ókey vegna þess að þeir eru ekki í sjónvarpinu.

LortiLadaVið kjósum ekki lengur það lag sem okkur sjálfum finnst best heldur það lag sem við höldum að muni falla öllum útlendingum í geð. En sá sem reynir að gera öllum til hæfis gerir engum til hæfis. Við hefðum t.d. aldrei þorað að senda finnsku skrímslin út. “Hvað gætu útlendingar haldið um okkur?”

Hvort hefði verið betra að senda Mercedes Club út í djóki eða Eurobandið í fullri alvöru? Veit það ekki, en alvaran er nú oft broslegri en grínið.

Fretrick Homar

 

(Þessi pistill birtist í blaðinu 24 Stundir, 8. mars síðastliðinn) 

 

Ég minni að sjálfsögðu á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna," á Útvarpi Sögu 99.4 milli klukkan 16:00 og 18:00 í dag, miðvikudag. Gestur þáttarins að þessu sinni er rithöfundurinn eitursnjalli Einar Már Guðmundsson. Eldri þætti má nálgast á www.stormsker.net 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála, ég hefði valið mercedes club eða Dr Spock.  Ég man ekki einu sinni lagið sem vann en man hin vel.

Óskar Þorkelsson, 19.3.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Varla hægt að tala um hugleysi... Þá hefði Silvía Nótt aldrei náð kosningu. Held að tónlistarsmekkur landans sé bara ekki betri en þetta.

En ég VERÐ að gefa mér tíma til að hlusta á ykkur Dóra....  Að hafa ykkur saman í útvarpi hlýtur að vera banvænn blanda!! Ómögulegt að gera upp á milli hvor ykkar hefur svartari húmor!
Farin að hlusta!

Heiða B. Heiðars, 19.3.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef lagahöfundur ætlar að eiga möguleika í erovision hér heima virðist það hjálpa að velja einhvern dúkkulísu flytjanda sem tilheyrir minnihlutahópi sem ekki má nefna nema í einhverjum hallelúja tóni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.3.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst lagið nú ekki skemmtilegt sem vann, finnst við búin að senda einn svona pál óskar með dansandi leðurgellur í kring og það gekk mjög illa.  Skil ekki afhverju við gerum það aftur núna.  Þetta val kom mér mjög á óvart.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Gulli litli

Sammála, er ekki tími til að senda eitthvað hrikalega íslenskt, og hvað er íslenskara en t.d. Meistari Megas?

Gulli litli, 19.3.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Fólk er með mismunandi smekk. Mér fannst t.d. Sókrates lagið alveg skelfilegt á sínum tíma, en margir af mínum bekkjarfélögum höfðu þó gaman af því. Ekki vil ég samt úthrópa  þessa aðdáendur þína fyrir dræman tónlistarsmekk, né þig sjálfan. Ég veit að fólk er mismunandi og með mismundandi væntingar til tónlistar. Ég bendi á að ég kunni hinsvegar vel við sum af þeim lög sem þú hafðir samið. Fannst þetta t.t. lag bara ekkert svo spennandi.

Og það að lag klingi í hausnum á manni er engin ávísun á slagara. Eftir að hafa unnið með börn sem elska spiladósir og vita fátt skemmtilegra en að trekkja upp aftur og aftur... þá er ekki eins og maður vilji heyra lög klingja í hausnum á manni. Þá vill maður heldur að  t.t. lag komi manni aftur og aftur skemmtilega á óvart, eins og maður sé nánast að heyra það í fyrsta skiptið.

Mér finnst Eurobandið t.d. hafa ákveðin kraft og ferskleika í laginu. Hinsvegar er þetta ekki lag sem ég get hugsað mér að hlusta á endalaust. Það greipaðist fljótt inn í huga minn og fór að klingja þar eftir fyrstu hlustun. Fyrst þoldi ég það ekki, en síðan breyttu þau einhverju í útsendingunni... Sýnir bara hvað útsending getur skipt miklu. Núna fyllir það mann af krafti og gleði að hlusta á það (en ekki sé það spilað of oft). Mér fannst hinsvegar Doctor Spock ákjósanlegra til skemmtunar.

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér finnst Sókrates lang besta lag sem við höfum sent í keppnina fyrr og örugglega síðar. Ég skil ekki enn afhverju það vann ekki aðalkeppnina, ég taldi sigurinn vísann.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.3.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Júróbandið er örugglega ekkert verra en hvað annað sem við höfum sent út. Reynum bara að hafa gaman að þessu!

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 15:23

9 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Var þá Sókrates lélegt ekki fannst mér það og ég spila það oft eins og mörg af þeim lögum sem hafa komið í sambandi við þessa keppni.Regína Ósk er bara Drottning í svona melódíusöng og Friðrik Ómar er mjög góður og er líka að þroskast,þannig að mér líst vel á þetta og horfi á þetta í sjónvarpinu og þori að viðurkenna það,þeir sem bulla um þetta og finna þessu bara neikvætt þei horfa líka en þora ekki að viðurkenna það.

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 15:34

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vildi Ho, ho, ho, we say Hey, Hey, Hey .. ungabörn sem gamalmenni (og allt þar á milli) geta ekki gleymt því lagi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2008 kl. 16:24

11 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég er sammála Stormsker með þetta lag. Eiginlega leiðinleg melódía í þessu lagi.

Annars er það sem ég hef áhyggjur af er að líklegt er að þetta lag eigi eftir að drukkna í öðrum svipuðum austur evrópskum teknó útsettum lögum. Hefðu þau kosið að útsetja þetta öðruvísi væru líkurnar væntanlega betri á því að við komumst áfram.

Hó, hó, hó lagið hefur þó actið fram yfir þetta lag. Hverjum líkar ekki við sæt og viðkunnanleg vöðvatröll?

Pétur Kristinsson, 19.3.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Ómar Ingi

Nei það er ekki geðslegt heldur Ógeðslegt

Sé ekki þetta lag fara í gegnum fyrsta kveldið þarna í Júrólandi.

Ómar Ingi, 19.3.2008 kl. 18:30

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

íslendingar ætla seint að fatta að til að lag eigi séns í svona keppni þarf það að vera grípandi, sem og atriðið allt. flestir sem horfa á keppnina munu vera að heyra lagið í fyrsta sinn. íslenska lagið í ár er ekki þannig lag. það er hinsvegar hóhey lagið. hvað um það. bara njóta þess að vera lúmmó.

burt séð frá gæðum þeirra laga sem íslendingar hafa sent hingað til, er í mínum huga ekki spurning að Palli og leðurgellurnar '97 bera af þegar kemur að performans. einnig var myndatakan það árið sérlega flott. það árið var hið fyrsta sem símakosning fór fram, en einungis í fáum löndum. athyglisvert að þær þjóðir, þar sem almenningur fékk að kjósa í símakosningu, voru að gefa íslendingum gott skor.

Brjánn Guðjónsson, 19.3.2008 kl. 20:09

14 identicon

Ég hlusta á þetta lag á hverjum morgni því að það kemur mér í vor skap.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:25

15 Smámynd: Kristleifur Guðmundsson

þetta er  bara og verður bara eins og Ólympíufaraóar okkar íslendinga.

það skiptir engu máli hvað við sendum þetta endar allt í botnsætum ef það þá nær inn í keppnina sjálfa.

við getum alveg eins sent út einhverja kókómjólkur auglýsingu þegar kemur að eurotrash-inu. við erum svo upptekin af því að falla í kramið að allt sem heitir tónlistasmekkur eða góð tónlist fer bara út um gluggann um leið og talað er um þessa keppni. Sylvía nótt má eiga það að hún drullaði yfir þessa keppni fyrir okkar hönd.

þetta er að verða eins og prúðuleikaraþáttur með engum brúðum.

enda er engin ástæða að hafa brúður í þessu á meðan alvöru fólk er til í að leika sama ruglið.

gleðilega páska 

Kristleifur Guðmundsson, 19.3.2008 kl. 23:45

16 identicon

Sendum bara Pál Óskar aftur. Þó laginu hans hafi alls ekki gengið vel þá var það vegna dómnefnda sem eru fylltar af fólki sem nennir ekki að vera þarna. Unga fólki hinsvegar tók þátt í símakosningunni og samkvæmt henni hefði Palli lent í topp tíu.

Einfaldlega mest töff lag sem við höfum sent í keppnina, kom dans taktinum inn í Eurovision, og atriðið ógleymanlegt! :D 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 01:52

17 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Halló, ferlega klisjukenny lag með sætum söngvururm, hvað vill lANDINN??????????????

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband