25.6.2008 | 07:14
Reykingar og hávaðamengun
Við sátum um kvöld á rómó veitingastað hér í borg, ég og vinkona mín. Kertaljós, notaleg tónlist í bakgrunni, góður matur - og kelling með organdi smákrakka á næsta borði. Hún hefði allt eins getað mætt með loftbor. Ég spurði þjóninn hvort ég mætti kveikja mér í vindli, það væri örugglega minni mengun af honum en öskurapanum. Nei, ég mátti það ekki, ég yrði að sýna tillitssemi. Ég spurði þá hvort hann væri til í að sýna þá tillitssemi að biðja mömmuna við hliðina að sýna gestum þá tillitssemi að borða heima hjá sér með loftbornum sínum. Nei, það vildi hann ekki. Ég spurði: Eru reykingar bannaðar en hávaðamengun leyfð á veitingastöðum þar sem fólk vill njóta næðis? Hann heyrði ekki hvað ég sagði fyrir öskrum og gekk í burtu. Stemman var í molum og við hröðuðum okkur út með hlustaverk.
Daginn eftir skruppum við til útlanda. Flugvélin var þéttsetin. Langt flug fyrir höndum. Fyrir framan okkur sat kelling með hágrenjandi smákrakka í fanginu. Einmitt það sem vantaði. Farþegarnir hrylltu sig og fóru að raða í sig svefntöflum og róandi, allir nema litli loftborinn sem var í gangi á öskrandi ferð alla leiðina. Engum kom dúr á auga. Ein lítil róandi barnatafla í réttan munn og öll vélin hefði steinsofnað. Kannski vantar sérbása fyrir ómálga flugdólga? Ég ætlaði að fara að kveikja mér í vindli en mundi að ég varð að sýna tillitssemi.
(Þessi pistill birtist í 24 Stundum 14. júní)
Í þætti mínum "Miðjunni" í dag klukkan 16:00 á Útvarpi Sögu fm 99.4 verður gestur minn Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaskáld. Hann var í spjalli hjá mér fyrir fáeinum vikum og þar sem hann er mikill sagnabrunnur þá er ekki annað hægt en að rekja aðeins fleiri garnir úr honum, - allavega eina ósmurða görn.
Síðustu 4 þættir verða komnir inn á síðu mína www.stormsker.net fyrir helgi. Njótið vel.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 149
- Frá upphafi: 975162
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh
Athugasemdir
Ha ha ha!! Já lítill loftbor! Já ég verð eiginlega að vera sammála þér með þetta þó að ég eigi nú börn sjálf, að þá fer þetta líka í taugarnar á mér, ef ég vil hafa ró og næði í kringum mig.
Skemmtilegir pistlar hjá þér.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 25.6.2008 kl. 08:38
Þaka góða þætti á útvarpi Sögu. Það verður virkilega gaman að heyra í Hrafni. Gleymdu ekki að spyrja hann um það þegar hann var næstum búinn að kveikja í Stjórnarráðinu og eins hvernig hann hefur komist upp með ýmsa hluti í Laugarnesinu, sér bátastæði, flutningi á grjóti og öðru í fjörunni hjá sér án þess að spyrja neinn um hvort má, án þess að fara í umhverfismat!!!
365, 25.6.2008 kl. 09:10
Við reykingafólk erum líka fólk.....bara ekki eins lengi.
Gulli litli, 25.6.2008 kl. 11:31
kannski við ættum að banna börn?
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 13:43
Já það meiga allr menga fyrir reykingarfólkinu en svo má reykingarfólk ekki menga fyrir öðrum, ferlega óréttlatt eitthvað. Sem sagt öll mengun er leyfileg sama hvaða nafni það ber nema reykingar. En svona hávaðamengunarloftboraorg er hvimleitt að hlusta á..úff bara. Ég tala nú ekki um ef maður vill hafa það næs á veitingastað með sínum vinum, með kertaljós og rauðvín. Kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 14:55
Það á ekki að banna börn en barnafólk ætti að læra tillitssemi við aðra. Það mun það seint læra. En einhver gerir svo athugasemd við barnaöskrin á algjörlega óviðeigandi stöðum þá setur barnafólkið upp svip. Einu sinni flaug ég frá Krít í sjö tíma flugi og þar var eitt svona skrímsli í næsta sæti. En ég var séður eins og fyrri daginn og stakk upp í eyrun á mér voldugum eyrnatöppum. Allir aðrir í vélinni hötuðu helvítis barnið og mömmu þess.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 16:04
Það er nú meira djöfulsis vælið alltaf í ykkur reykingafólki! Sjálfselskan að DREPA ykkur og þá sem eru næstir ykkur!
Himmalingur, 25.6.2008 kl. 16:40
Reykingar eru svo 80´s Sverrir og meira segja 90´s er að verða vinsælla en 80´s hvað tónlistina varðar , þannig að þú verður bara að hætta að reykja og verða smart aftur
Segi nú bara svona , en það mátti ekki fara mína leið í þessum málum staði fyrir reykingafólk og staði fyrir reykleysa , nei þá er verið að mismuna fólki sem á veitingastaði.
En hey allt annað að sjá kallin eftir að þú lagðir hárinu úr andlitinu á þér til hliðar
Ljúfar
Ómar Ingi, 25.6.2008 kl. 17:22
Hvaða hvaða. Ég flýg mikið, lendi oft með organdi smábörnum (og þá er ég reyndar ekki að tala um sölumennina hjá fyrirtækinu sem ég er hjá, ótrúlegt en satt) ne mín aðferð við þetta er einföld. MP3 spilari og mjög, mjög heyrnatól. Verra með matsölustaðina....
Heimir Tómasson, 25.6.2008 kl. 17:23
Átti náttúrulega að vera mjög GÓÐ heyrnatól. Afsakið.
Heimir Tómasson, 25.6.2008 kl. 17:24
Hvort er verra á veitingastað, móðir með ungbarn grenjandi, eða þrír háværir hrokagikkir með tilheyrandi öskrum og hrossahlátri, á næsta borði?
Theódór Norðkvist, 25.6.2008 kl. 18:16
Ungbörnum líður oft illa í flugvél og það er spurning hvort fólk ætti eitthvað að vera að þvælast með þau í langar ferðir fyrsta árið og hvað þá taka þau með á veitingastaði.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:02
Mér hefur dugað ágætlega að spyrja kurteislega hvort fólki sé ekki sama hvort það hætti að éta meðan ég reyki. Pakkinu verður þá vanalega orðavant nægilega lengi til að ég geti klárað smókinn.
Smábörn þurfa aðra og drastískari meðferð. Eins og þú komst svo sniðuglega að í dag, elskan.
PS. Ofsalega hló ég kvikindislega!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.6.2008 kl. 20:53
Grínistinn Dave Allen (sá Írski með stóra vindilinn) var tíður gestur á íslesnkum heimilum, rétt fyrir litasjónvarpið....(Hmmmm já, ég ER svona gömul!!!) Hann kom skemmtilega að þessum málum, hann lýsti kvöldi í kvikmyndahúsi, þar sem hann mátti sitja undir poppkorns-bryðjandi, gos-sjúgandi og ropandi sessunautum,- og heyrði vart hvað gerðist í bíómyndinni,- en hann mátti ALLS EKKI kveikja í sínum vindli, ónei,ónei!!!! Þetta er einhvernveginn allt öfugsnúið. Ég er alveg sátt við að reykja ekki í kringum mína stráka, en ég áskil líka öðru fólki þau sjálfsögðu mannréttindi, að þeir geti hagað sér á almannafæri. Ef þeir valda ónæði fyrir aðra, þá get ég tekið þá annað. Afhverju þarf þetta allt að vera svona flókið? Afhverju mega vertar ekki ákveða hvort leyfðar séu reykingar inni á þeirra eigin stöðum, og þá geta þeir upplýst starfsfólk um það fyrirfram (þetta er/er ekki reykingastaður) og allir eiga sér val. Kúnnar eiga líka að eiga slíkt val..... En nei, heldur boð og bönn,- og láta svo allan annan ósóma yfir reykingarmanninn ganga, eins og einhver sagði,- fullir, slefandi og öskrandi kúnnar eru OK, en Fjandinn fjarri mér ef þeir sitja hljóðlausir á endanum á sínum vindli!!!! Sverrir, góð grein, ég er algjörlega sammála!!! Kveðja frá Kongó :) Steinunn
Steinunn Helga Snæland, 26.6.2008 kl. 10:43
Að hugsa sér Sverrir minn, að einu sinni varst þú svona óþolandi,grenjandi hávaðasamur loftbor og þinn uppalandi hefur örugglega Jesúsað sig í bak og fyrir.........Eina, að þá mátti reykja út um allt og pirruðu gaurarnir á næsta borði eða sætum eða eitthvað svoleiðis hafa bara hallað sér aftur og kveikt sér í vindli eða sígó. Ég man eftir öllum bíl og flugveiku börnunum á meðan reykingar voru leifðar út um allt og enginn vissi betur. Ef þú hefðir kveikt þér í vindli og allir hinir líka þ.e.a.s. ef það hefði mátt, þá hefðirðu kannski fengið yfir þig ælugusur líka, frá loftbornum ógurlega. Tek það fram að ég er ekki að predika gegn reykingum, er sjálf alltaf að reyna að hætta þeim ósóma Eigðu góða helgi, lausa við loftbora.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 28.6.2008 kl. 11:32
Ef þetta hefði verið fullorðin einstaklingur sem öskraði svona, þá hefði nú þjónninn líklega beðið viðkomandi um að hafa hljótt.. síðan beðið hann um að fara.
Er það ekki bara nákvæmlega þannig sem á að fara að í svona sitjúasjon, biðja þann sem ber ábyrgð á þessum hávaða vinsamlegast að fara?
..flækist nú málið ef þetta á sér stað í flugvél. En þá væri viðkomandi flokkaður sem flugdólgur og líklega skilinn eftir og handtekinn einhverstaðar.Viðar Freyr Guðmundsson, 28.6.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.