Loksins tekur Egill Helgason almennilegt viðtal

jon_nasker_696432.jpgEndurtek: Loksins tekur Egill Helgason almennilegt viðtal. Spurningarnar sem hann pundaði á Jón Násker í Silfrinu í dag voru ákveðnar og beinskeyttar enda var hann marg manaður í að taka ekki á þessum sleipa pilti með latexhönskum. Spurningarnar voru stórar og þungar og svörin lítil og léttvæg að sama skapi. T.d. sé ég ekki alveg fyrir mér Jón í jakkafötunum á lyftara í Bónus, einsog hann lýsti framtíðarstarfi sínu. Ábyrgð hans og annarra útrásarstrumpa á hörmulegu ástandi landsins er nákvæmlega engin af orðum hans að dæma. Allt er að sjálfsögðu ennþá Davíð að kenna.

 

 

 

Egill Helgason

 

Egill, þessi hægláti snobbaði maður sem alltaf er með sömu elítuna í sínum þáttum, bætti einum í safnið, en sýndi jafnframt og sannaði að hann getur tekið öflug og "kjörkuð" viðtöl ef þjóðin öll er á móti viðmælandanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já einmitt myndi maðurinn fara að vinna á lyftara hjá sjálfum sér þegar hann á fullt af peningum sem hann hefur stungið undan í gegnum árin, það má kalla maninn mörgum nöfnum en vitlaus er hann ekki.

Hann er snjall en samviskulaus og ég hreinlega efast um að hann viti hvað samviska þýðir og er.

Sá nú ekki viðtalið en það verður víst endursýnt í kvöld !!.

Ómar Ingi, 12.10.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Það er sagt að kurteisi kosti ekkert og kannski er það vegna þess að hún er einskis virði. Sama má kannski segja um samviskuna. Veit það ekki.

Spurningarnar sem þjóðin er að spyrja sig að beindi Egill að Jóni Náskeri, en það er rétt sem kemur fram hér að ofan; svörin skiluðu litlu og að því leiti var viðtalið loftkennt, en það var ekki Egils sök.

Sverrir Stormsker, 12.10.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ljóst að Ford 55 var er eða langar að vinna hjá Baugsmiðlum eða Baugi nema að þetta sé úr fjölskyldu þeirra.

Samúð.

Ómar Ingi, 12.10.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Egill var ansi aðgangsharður og ómálefnalegur í dag.  Í heildina fær samt Silfrið silfurverðlaun hjá mér og var þátturinn mjög fínn. 

Jón Ásgeir komst mjög vel frá þættinum og vann þessa lota í stigum.  Ljóst samt á viðbrögðum að nornaveiðar eru hafnar. 

Jón Halldór Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Stefán Stefánsson

Sverrirst Ormsker...... ég verð nú að segja það að Jón Ásgeir kom mikið betur út úr þessum þætti heldur en Egill hahahaa.

Það var alveg ótrúlegt hvað Jón var rólegur, en Egill var alveg að springa, en samt gaman að hlusta á þá.

Stefán Stefánsson, 12.10.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar er samkvæmt skilgreiningu markaðskerfisins hlutverk þátttakenda þess það eitt að vera hagsýnir, eigingjarnir og hámarkandim, þ.e. þeirra hlutverk er að vera gráðugir og græða. En hlutverk ríkisvaldsins er að setja leikreglur og eftirlitsstofnanir til að framfylgja þeim. Björgólfar og Jónar sem lögðu nótt við dag bara til að græða sem mest voru þannig nákvæmleg að uppfylla sitt hlutverk sem allt hið kapítalíska kerfi er grundvallað á, - og gerðu það með glans. þeirra hlutverk var ekki að passa kerfið, - aðrir höfðu beinlínis það hlutverk.

Í trausti þess að allir þátttakendur á markaðstorginu séu hagsýnir, hámarkandi og eigingjarnir og gæti sinna hagsmuna kusu Davíðar að berjast gegn öllum reglum og eftirlitsstofnunum - hin ósýnilega hönd markaðarins skyldi sjá um það.

- Það er svo spurning hvort árangursríkustu þátttakendurnir í leiknum brugðust sínu hlutverki sem er aðeins að vera eigingjarnir og hámarkandi fyrir sig sjálfa eða hvort skorti reglur og grundvöll undir kerfið og eftirlitsstofnanir til að fylgja leikreglum eftir, - ef svo var eru það yfirvöld sem brugðust.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 03:15

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég gæti svo hæglega gripið frammí fyrir þér núna og kafsiglt svo þínar vesældlegu réttlætingar á frammígjammi fréttamanns þegar hann ætti að þegja og hlusta að þú myndir væla og biðjast vægðar... en það yrði eflaust líka Dabba að kenna svo ég segi auðvitað ekkert sem kæmi honum illa.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.10.2008 kl. 08:07

8 identicon

Mér fannst þetta GLATAÐ!! viðtal.

alva (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:39

9 identicon

Egill var gargandi eins og heilalaus hæna í þessu viðtali.

alva (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:39

10 identicon

Það er rétt að Egill stóð sig ágætlega í þetta skiptið, enda erfitt að klúðra matseld úr jafn öflugu hráefni. Hér er augsýnilega fólk sem hefði viljað hafa latexhanskana á Agli og mögulega eitthvað fleira.

Jóni Ásgeiri tókst ekki að fela siðblindu sína og kom það mér ekki á óvart. Það er nefnilega einkenni siðblindu að viðkomandi hefur ekki einu sinni vit á að reyna að fela hana, hann veit ekki af blindunni, og það truflar hann ekki það sem hann sér ekki.

Annars er þessi piltur búinn að koma sér í slæm mál, og ætti fólk að hugsa út í af hverju Philip Green bankar upp á hjá viðskiptaráðherra til þess að vitja um "eigur sínar" samkvæmt Jóni Ásgeiri. Pilturinn er búinn að koma sér í meiri vandræði en orð fá lýst.

Var Egill dóni við piltinn? Þessir menn eru búnir að kalla hörðustu kreppu sem þekkist í sögu lýðræðis á Íslandi yfir okkur og börnin okkar.

Afsakiði  meðan ég æli.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:59

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég beið eftir að Egill fengi hjartaáfall... hann var æstur...rauður og þrútinn... það er ófagleg fréttamennska og Jón Ásgeir var næstum trúverðugur í þessum atgangi.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2008 kl. 13:16

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

Egill er alltaf rauður og þrútinn og við það að fá hjartaslag. Hann fæddist rauður og þrútinn og við það að fá hjartaslag. Sumir hefðu kannski óskað þess að hann hefði klappað Jóni réttsælis og leyft honum að mala einsog ketti út allan þáttinn um snilli sína og annarra útrásarskrípla og um að hann beri akkúrat Enga ábyrgð á því hvernig komið er fyrir klakanum, en ég held að það hefði ekki verið bráðsniðugt. Egill hafði ekki mikinn tíma og varð að koma að mörgum knýjandi spurningum og hann er náttúrulega alltaf óðamála einsog Pétur Blöndal og það er bara alltílagi. Ég skil reyndar ekki afhverju hann gaf ekki Jóni lágmark 1 og hálfan klukkutíma til að fara yfir sviðið svo þetta yrði ekki svona taugaveiklað úr því að hann var kominn með pollrólegan æðstastrump í settið á annað borð.

Sverrir Stormsker, 13.10.2008 kl. 15:04

13 identicon

já já það hefði alveg mátt taka harðar á honum Sverrir. Annað hvort er tekið slátur eða ekki. Ég hefði gaman af að heyra hann í þættinum hjá þér Sverrir!

Nú pilturinn hefur sem sagt fengið að taka í lyftarann hjá honum pabba sínum einhverntíman og eru það honum eflaust kærar minningar. En ég skil ekki samhengið.

Ef ég ætti 10 milljón dollara íbúð í NYC og snekkju í Key West sem ég hefði ekki hugsað mér að selja fyrir skuldum, af hverju ætti ég þá að vera að koma heim til íslands til þess að taka lyftaravaktir?

Þetta er vissulega mjög alþýðlegt allt saman og örruglega hefur hann hugsað um lítið annað en þennan ásetning sinn á undanförnum árum en að fljúga einkarellunni sinni í vinnuna á lyftarann hér heima á klakanum.

Er ekki bara einfaldara að hafa einn eða tvo lyftara í bílskúrnum sínum í Ameríku á íslenskum númmerum.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:55

14 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Hef staðið mig æ oftar að kíkja á bloggið þitt: Þú ert sérlega leikinn með orð og mannanöfn... Verrir Ormger ?  Já viðtalið var hressilegt og þarft; en ég kalla Jón Á-ekki-lengur-sker góðan að halda ró sinni og ég tel það honum til hróss: Það má ekki missa sig og það er of snemmt að fara á nornaveiðar og vera hver með hendi upp á móti annars: Frestum aftökum: Halt þú annars þínu striki á þessu Stormskeri ( og Davíð þarf örugglega á vini að halda en burtséð frá því hvað þér finnst um manninn sem slíkan; Hann hefur ekki alltaf verið réttur maður á réttum stað (á réttri öld( )

Pétur Arnar Kristinsson, 14.10.2008 kl. 02:08

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Var ekki Latex málið á "The Viking" 

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:35

16 identicon

Annars skilst mér að þjóðkunnur auðmaður ætli að redda þessu öllu á lyftara pabba síns. Meiningin er að breyta lyftaranum í peningaprentvél.

Þetta er þó enginn venjulegur lyftari þar sem hann er af gerðinni Bentley og gengur fyrir kjarnorku. Þetta er sem sagt dýrasti lyftari sem hefur verið framleiddur.

Svo er í honum mp3 spilari, internetaðgangur og gervitunglasamband með fastri chat línu við forseta Úganda. Þá skylst mér að forsetinn sé á leið til landsins til þess að ganga í Vinstri Græna.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband