27.12.2008 | 06:41
Sagnfræðingurinn Imba Solla verður fjármálaráðherfa
Það verða að sjálfsögðu engar afsakanir eða afsagnir í ríkisstjórninni en hugsanlega einhverjar hrókeringar. Imba er víst orðin langþreytt á pönnukökubakstri út um allan heim og vill komast í spikfeitt djobb þar sem hún getur hvílt sig og sofið allan liðlangan daginn. Flottustu svefnherbergin eru Fjármálaráðuneytið og Viðskiptaráðuneytið. Mun meiri líkur eru á að hún velji Fjármálaráðuneytið þar sem það ku víst vera mun fínna og virðulegra "djobb," þótt þess hafi kannski ekki sést merki í tíð Árna Matt.
Imba sagnfræðingur verður semsagt fjármálaráðherra og hrossalæknirinn Árni Matt verður þá líklegast utanríkisráðherra. Fagleg sjónarmið eru að sjálfsögðu látin ráða í þessu sem öðru hér á landi. Hinn heimspekimenntaði viðskiptaráðherra, Björgvin G., fer svo hugsanlega í Iðnaðarráðuneytið og ýsukynlífsfræðingurinn Össur Skarpi, sem nú er iðnaðarráðherra, væri þá tilvalinn sem viðskiptaráðherra. Svona á þetta að vera. Réttir menn á réttum stöðum. Fagmennskan í fyrirrúmi. Nú vantar bara Valda koppasala sem heilbrigðisráðherra og allt er fullkomnað. Verst að hann skuli vera óflokksbundinn.
Það er reyndar óþekkt í öðrum löndum að menn séu skipaðir í fagráðuneyti sem hafa ekki sérfræðimenntun til þess en við þurfum ekki á slíkum reglum að halda og síst af öllu á tímum sem þessum. Við erum Íslendingar. Við kunnum þetta. Við erum stoltir víkingar og hlustum ekki á heimskra manna ráð, hvort sem þau koma frá IMF, ESB eða whatever. Þetta eru allt útlenskir fávitar og við verðum að halda reisn okkar sem sjálfstæð þjóð.
Okkur var t.d. ráðlagt snemma árs af fjölmörgum erlendum sérfræðingum að auka gjaldeyrisforðann í einum grænum svo allt færi ekki hér til helvítis þegar tæki að syrta í álinn og okkur var ráðlagt að leita til IMF í vor en að sjálfsögðu hlustuðum við ekki á þessi útlensku erkifífl. Guði sé lof. Annars værum við í vondum málum. Stolt okkar hefði þar að auki beðið hnekki.
Eftir 6 krísufundi í Seðlabankanum sagði Imba orðrétt: Hér er engin kreppa." Svona manneskju er nauðsynlegt að fá í Fjármálaráðuneytið. Þegar okkur var sagt á svipuðum tíma að ástandið hér minnti mikið á kreppuna sem reið yfir Asíu fyrir nokkrum árum þá svaraði ríkisstjórnin í einum kór: Ísland er ekki Thailand." Hér giltu nefnilega séríslensk lögmál. Og séríslensk lögmál kalla á séríslenskar reglur í hagstjórn landsins. Segir sig sjálft. Þessvegna er gott að hafa hér draumlyndan heimspeking sem viðskiptaráðherra, sagnfræðing sem utanríkisráðherra, skriðdýralækni sem fjármálaráðherra og gullfiskakynlífsfræðing sem iðnaðarráðherra, - já þessvegna er hér valinn maður í hverju rúmi. Steinsofandi í hverju rúmi.
Eftir kosningar fáum við svo vonandi yfir okkur ekki minni sérfræðinga, t.d. Steingrím J. Bjarnfreðarson. Hann er með hvorki meira en 5 háskólagráður: Jarðfræði, uppeldisfræði, kennslufræði, forsjárhyggjufræði og afturhaldskommatittsfræði. Getur ekki klikkað. Hann studdi gjafakvótakerfið á sínum tíma og vill hér kröftuga netlögreglu og einsog allir vita barðist hann hatramlega á móti því að bjór yrði leyfður hér á landi og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, en þegar hann var spurður að því nokkrum árum síðar hvaða atvinnuuppbyggingu hann sæi fyrir sér fyrir utan stóriðju þá nefndi hann bjórverksmiðju.
Okkar vantar svona flokk einsog Vinstri græna sem er samkvæmur sjálfum sér og kann að hugsa fyrir fólkið. Ekki skemmir svo fyrir flokknum að hafa fólk einsog Sóleyju Tómasdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur í forystusveitinni. Kolbrún er leikari að mennt og gæti því sómt sér vel sem viðskiptaráðherfa. Sóley er hinsvegar með BA í uppeldisfræðum og væri því skotheld sem fjármálaráðherfa. Við þurfum ekki að hafa nokkrar áhyggjur af framtíðinni þegar svona spesíalistar komast til valda - því þá verður hugsanlega engin framtíð til að hafa áhyggjur af.
Sjá frétt um Imbu Sollu HÉR
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Ég mæli með að Sverrir Stormsker verði kosinn skjátumálaráðherra með þorsktittamálaráðuneytið í hjáverkum.
Sverrir Einarsson, 27.12.2008 kl. 09:19
Það er best að hafa valinn "sofandi" ráðherra i hverju rúmi og alþingi í jóla- eða sumarfríi. Það verður enginn skandall á meðan það hefur marg sýnt sig.
Magnús Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 10:06
já íslendingar kunna ALLT og eru hæfir í ALLT og þurfa sko engin ráð að utan.. við erum best í því að kúga okkur sjálf og gera axarsköftin sjálf..
Við fundum upp hjólið.. að vísu ekki fyrr en 1910 eða svo.. erlend hjól sem hafa verið til í amk 6000 ár voru ekki nógu góð fyrir okkar frábæru SJÁLFSTÆÐU þjóð.
Óskar Þorkelsson, 27.12.2008 kl. 10:38
Það er rétt. Við erum svo klár í að klúðra málunum uppá eigin spýtur að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð í hinum vestræna heimi. Ekki nema von. Hér skiptir miklu meira máli að vera með rétt flokksskírteini heldur en rétt prófskírteini.
Það myndi hvergi líðast annarsstaðar en á Íslandi að iðnaðarráðherra væri einhver ufsakynlífsfræðingur og það myndi enn síður líðast að fjármálaráðherra væri sérhæfður í geldingu hrossa eða í uppskurði hrúta. Árni Matt ætti í rauninni að vera "fjármálaráðherra," semsé landbúnaðarráðherra og varla það.
Einsog staðan er í dag þá held ég að það vanti illilega vandamálaráðherra og sakamálaráðherra og glæpamálaráðherra og óþrifamálaráðherra og leiðindamálaráðherra.
Sverrir Stormsker, 27.12.2008 kl. 11:07
Sverrir 4 Prez
Ómar Ingi, 27.12.2008 kl. 17:21
Svona táknræn ráðherraskipti.
Þetta verður eins og hjá herforingjanum sem skipar hermönnum að skipta um nærbuxur, þeir séu ekki búnir að skipta í hálfan mánuð: ,,Jensen, þú skiptir við Hansen, Nilsen skiptir við Olsen og Pedersen skiptir við Jörgensen" og svo framvegis.
Heidi Strand, 27.12.2008 kl. 22:07
Ómar, takk fyrir að treysta mér fyrir forsetaembættinu en ég held það sé ljóst að Íslendingar vilji frekar útrásarvíkingamærandi rjómatertusmjattandi gleiðgosa en "klámkjaft" einsog mig.
En ef ég ætti að velja a milli kröftugs niðurskurðar í heilbrigðis - og menntakerfinu og svo þeirra þriggja milljarða sem er fleygt í þetta tilgangslausa snobbembætti þá er engin spurning að ég myndi nú frekar skralla af útgjöldum í forsetaembættið. Reyndar mætti þetta embætti fjúka útí hafsauga fyrir mér. Allavega hefur Bónusgrísinn ekki verið að "virkja Bessastaði" nema jú kannski fyrir útrásaraulana.
Sverrir Stormsker, 27.12.2008 kl. 22:17
Já Heidi, þegar það eru komin bremsuför í ráðherranærbrækurnar þá skipta þeir. Þeir eru reyndar flestir með kúkinn í búxunum og nenna ekki einusinni að skeina sér. Algjörðir kúkalabbar sem sýna engan raunverulegan vilja til að setja klærnar í útrásarfroskana, og það gefur almenningi óneitanlega þá hugmynd að þeir hafi sjálfir eitthvað að fela. Sama gildir um alþingismenn.
Sverrir Stormsker, 27.12.2008 kl. 22:43
Ég er sammála þér Erlingur um að það þurfi að jarða flokkakerfið og ég hef talað fyrir því all lengi. Við getum ekki talað um að hér sé lýðræði meðan við búum við þetta handónýta dragúldna flokkakerfi. Í öllum flokkum eru hálfvitar og í öllum flokkum er inná milli ágætis fólk. Við þurfum að koma á persónukjöri og reyna þannig að hreinsa arfana úr blómabeðinu. Einnig mæti brúka hugmynd Vilmundar Gylfasonar um að kjósa forsætisráðherra sem síðan sæi um að velja sína ráðherra allstaðar að úr þjóðfélaginu en að þess sé jafnframt gætt að þeir uppfylli ítrustu kröfur (ekki með flokksskírteinum) um að þeir séu hæfir til starfans.
Ég get ekki verið sammála þér um að allir Samspillingarráðherrarnir hafi staðið sig vel nema Imba Solla. Björgvin G. fór vel af stað, talaði um að afnema stimpilgjöld og lækka tolla á vín og matvörur o.s.fr, semsé talaði mikið en gerði lítið. Hann hefur í ofanálag komið af fjöllum í hverju málinu á fætur öðru. Ég held að enginn ráðherra hafi hrotið eins hátt og hann. Gæinn var ráðinn til að standa vaktina og vera með augun opin en það er einsog hann sé teipaður einsog múmía frá hvirfli til ilja.
Við eigum að fá ERLENDA óháða sérfræðinga til að rannsaka hrunið. Ekki EINN íslenskan úr þessu leiðinda frændaþjóffélagi. Þetta hefðum við átt að gera á Fyrsta degi, og kasta um leið öllum útrásarmoldvörpunum í gæsluvarðhald meðan á rannsókn málsins stæði. En það er víst of seint að tala um þetta einsog svo margt annað. Það er gjörsamlega búið að klúðra þessu í fullkominni amatörmennsku og heimsku.Sverrir Stormsker, 27.12.2008 kl. 23:20
amen eftir efninu.. takk fyrir þennan hressandi svara-pistil Stormsker.
Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 01:14
Spurning dagsins er:
Hver er að æfa hér í Faxaskjólinu undir dyggri leiðsögn frá þjálfaranum með pískinn í Júlí 2007?
Takk fyrir gamla árið sem er að líða. Get ekki sagt annað en að það hafi í alla staði tekist mjög vel og vil ég þakka framámönnum þjóðarinnar fyrir vel unni störf á árinu.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.12.2008 kl. 02:03
Já en hvar er fjámrálarðránuneytseftirltið ?
Hundur í manni..., 28.12.2008 kl. 02:59
Við búum við óbeint lýðræði.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.12.2008 kl. 05:48
Dóra, 28.12.2008 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.