1.1.2009 | 18:17
Þorvaldur Gylfason kosinn maður ársins á Útvarpi Sögu
Undanfarin ár hafa Íslendingar verið álíka glámskyggnir og mennirnir sem þeir hafa valið sem Mann Ársins á útvarpsstöðvunum. Þeir kusu Ólaf Ragnar mann ársins á Sögu fyrir 5 árum fyrir að neita að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið. Það fannst kjósendum bráðnauðsynlegt og stórkostlegt afrek sem bæri að verðlauna alveg sérstaklega.
Svo kusu þeir gamla góða Villa fyrir að hafa náð að verða borgarstjóri. Það þarf náttúrulega alveg sérstaka hæfileika til að komast í það djobb, og eitt gott hnífasett. Aðeins um 10 manns gegna þessu djobbi árlega svo það hlýtur að þurfa mikinn garp til að ná að troða sér í þennan heita stól.
Í fyrra var svo Jóhannes í Bónus valinn maður ársins á Sögu fyrir vel heppnaða útrás og ólýsanlega viðskiptasnilld. Þetta var víst maðurinn sem kjósendur sammæltust um að hefði gert mest fyrir heimilin í landinu. Grínlaust.
Nú bregður hinsvegar svo við að það er kosinn heiðarlegur maður, - maður sem á þetta skilið, hagfræðingurinn góði Þorvaldur Gylfason. Þar fer gáfaður, víðsýnn og framsýnn maður sem er vel að þessu kominn, - þótt fyrr hefði verið. Á þennan mann hafa Íslendingar ekki nennt að hlusta undanfarin ár en eru núna fyrst farnir að opna eyrun þegar allt er hrunið. Væri óskandi að fá hann sem forsætis - eða fjármálaráðherra í næstu stjórn. Utanþingsstjórn vel að merkja.
Á ríkisdiskótekinu Rás 2 var Hörður Torfason valinn maður ársins fyrir að handvelja menn sem mega tala á Austurvelli. Fast á hæla honum kom afreksfólk einsog Jón Ásgeir forstjóri Baugs, Jóhannes í Bónus stjórnarmaður Baugs, Imba Solla talsmaður Baugs og Ólafur F. fyrrverandi borgarstjóri fyrir að hafa staðið vörð um flugvöllinn sem sker í sundur Reykjavík og fyrir að hafa eytt milljarði af peningum borgarbúa í tvo samantjaslaða vinnuskúra við Laugaveg. Þetta er fólkið sem hlustendum Rásar 2 finnst hafa skarað frammúr á nýliðnu ári. Það er nefnilega það.
Kannski hafa Íslendingar ekki lært svo mikið þrátt fyrir allt. Veit það ekki.
Ég óska allavega Þorvaldi Gylfasyni til hamingju með vel unnin störf undanfarna áratugi og megi vegur hans verða sem mestur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 29.11.2024 Úr öskunni í ESB. - Úr Katrínu í Þorgerði Katrínu
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
-
laugatun
-
allib
-
alansmithee
-
alexandra-hetja
-
malacai
-
aliber
-
andres
-
anitabjork
-
annaragna
-
arijosepsson
-
maxi
-
sjalfbodaaron
-
aronb
-
hergeirsson
-
audunnh
-
axelaxelsson
-
gusti-kr-ingur
-
flinston
-
polli
-
kisabella
-
arh
-
astafeb
-
baldher
-
halo
-
lordbastard
-
bardurorn
-
bergthora
-
binnan
-
birgitta
-
birnan
-
birnast
-
launafolk
-
bjolli
-
bogi
-
braids
-
brahim
-
gattin
-
brynja
-
bestfyrir
-
brynjarsvans
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
boddihlo
-
eurovision
-
limped
-
danni
-
dansige
-
rafdrottinn
-
diesel
-
dittan
-
djdanni
-
dora61
-
gagnrynandi
-
dvergur
-
dyrley
-
eddabjork
-
egillg
-
jari
-
saxi
-
einari
-
jaxlinn
-
hjolagarpur
-
sleggjan007
-
ellasprella
-
elma
-
skens
-
emmcee
-
madcow
-
skotta1980
-
jaherna
-
lundgaard
-
vinursolons
-
eythora
-
skaginn96
-
ea
-
fanneyogfjolnir
-
fanneyunnur
-
fsfi
-
folkerfifl
-
freyrholm
-
fridjon
-
frost
-
saltogpipar
-
geiragustsson
-
kransi
-
valgeir
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gislihjalmar
-
gtg
-
griman
-
gudni-is
-
gudbjartur
-
morgunn
-
lucas
-
gummidadi
-
gkristjansson
-
hugs
-
gummisig
-
dramb
-
lostintime
-
gurrihar
-
gunnagusta
-
zeriaph
-
gullilitli
-
gunnaraxel
-
gunnardiego
-
gunnarasgeir
-
topplistinn
-
gunnarkr
-
gunnarpalsson
-
gunnsithor
-
opinbera
-
gunnh
-
coke
-
gellarinn
-
morgunblogg
-
halldora
-
skodun
-
hvilberg
-
holi
-
hannamar
-
hannesgi
-
joggi
-
haddi9001
-
harpaka
-
haugur
-
730bolungarvik
-
heidistrand
-
heidathord
-
rattati
-
heimskyr
-
nala
-
helgadora
-
blekpenni
-
diva73
-
lost
-
helgatho
-
helgi-sigmunds
-
limran
-
hildurhelgas
-
hilmardui
-
snjolfur
-
himmalingur
-
folk-er-fifl
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
don
-
hreinsamviska
-
minos
-
huldagar
-
minna
-
danjensen
-
hvitiriddarinn
-
kliddi
-
hordurvald
-
ingibjorgelsa
-
jara
-
ingolfursigurdsson
-
ingvarari
-
inaval
-
nosejob
-
keli
-
fun
-
jaisland
-
jevbmaack
-
jensgud
-
jenni-1001
-
svartur
-
jokapje
-
presley
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
jgfreemaninternational
-
johannst
-
ljonas
-
kuriguri
-
jbv
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
jonsnae
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
judas
-
alda111
-
ktomm
-
kari-hardarson
-
kiddijoi
-
bulgaria
-
kje
-
kjarrip
-
photo
-
kolbeinz
-
kona
-
leifur
-
kristbergur
-
krissa1
-
kristinnagnar
-
hjolaferd
-
kiddirokk
-
kristleifur
-
nutima
-
lauja
-
larusg
-
liljaloga
-
lindabald
-
loopman
-
ludvikludviksson
-
madddy
-
madurdagsins
-
maggi270
-
korntop
-
magnusunnar
-
magnusthor
-
maggaelin
-
astroblog
-
maggadora
-
marinomm
-
gummiarnar
-
markusth
-
101isafjordur
-
sax
-
mal214
-
mis
-
morgunbladid
-
nanna
-
offari
-
1kaldi
-
solir
-
king
-
trollchild
-
alvaran
-
vestskafttenor
-
skari60
-
dj-storhofdi
-
ljosmyndarinn
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
pesu
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
frisk
-
raggibjarna
-
raggirisi
-
ragnargests
-
raggipalli
-
ragnar73
-
rannveigh
-
re
-
reputo
-
robertb
-
rosaadalsteinsdottir
-
rosabla
-
lovelikeblood
-
siggileelewis
-
siggagudna
-
sirrycoach
-
meyjan
-
sigrunhuld
-
sigrunsigur
-
sibba
-
sibbulina
-
sigbragason
-
joklamus
-
siggifannar
-
siggi-hrellir
-
nerdumdigitalis
-
sigurdurkari
-
sisi
-
siggivalur
-
siggith
-
sigurgeirorri
-
sigurjon
-
sigurjonsigurdsson
-
sigurjonth
-
silfurhondin
-
sindri79
-
luther
-
snorris
-
sorptunna
-
stebbifr
-
bmexpress
-
rocco22
-
geislinn
-
lehamzdr
-
trukkalessan
-
steinnbach
-
sterlends
-
midborg
-
summi
-
svanurkari
-
ipanama
-
kerubi
-
sveinn-refur
-
sverrir
-
saemi7
-
isspiss
-
saethorhelgi
-
thee
-
linduspjall
-
ace
-
zerogirl
-
tryggvigunnarhansen
-
turilla
-
upprifinn
- skrudhamrar
-
valdimarjohannesson
-
valsarinn
-
jormundgand
-
vefritid
-
vest1
-
what
-
start
-
vibba
-
ippa
-
vilhelmina
-
villidenni
-
vga
-
villialli
-
audurvaldis
-
thjodarheidur
-
hector
-
thorrialmennings
-
steinibriem
-
skrifa
-
hrollvekjur
-
valdivest
-
torabeta
-
thorakristin
-
toti2282
-
bjarnakatla
-
tp
-
congress
-
satzen
-
thj41
-
doddidoddi
-
thorsaari
-
metal
-
iceberg
-
motta
-
hallelujah
-
boi2262
-
ornsh
Athugasemdir
Það er ánægjulegt að hlustendur á Sögu eru búin að læra af reynslunni. Ég reyndi að kjósa en það tókst ekki.
Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 18:55
Miðað við þessa upptalningu eru hlustendur þessara stöðva ekki ýkja miklir spámenn. Í ljósi þess tæki ég með fyrirvara þessu vali á Þorvaldi. Góðvinur hans (að eigin sögn) fékk Nóbelsverðlaunin í ár fyrir hagfræði og sá byrjaði á því að óska Íslendingum til hamingju með að hafa jafn frábæra seðlabankastjórn og raun ber vitni. Hugmyndir nóbelhafans stangast fullkomlega á við hugmyndir Þorvaldar þegar kemur að lausn vandans.
Þær stangast jafnframt á við hugmyndir ríkisstjórnarinnar.
Ragnhildur Kolka, 1.1.2009 kl. 19:59
amen
Brjánn Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 20:35
Hvað er útvarp SAGA? Hlustar einhver á það útvarp? Hvaða víkingar eiga SÖGU?
Björn Birgisson, 1.1.2009 kl. 21:43
Takk
Ómar Ingi, 1.1.2009 kl. 21:52
Þorvaldur er glöggur maður og vel að þessu kominn. Það er reyndar miklu léttara að vera spekingur í Háskólanum en að þurfa að fást við vandamálin "hands-on". Það væri gaman að geta spóla til baka og athuga hvernig allt hefði þróast ef Þorvarður hefði verið Seðlabankastjóri eða forstjóri Fjármálaeftirlitsins!! Kannski hefðum við ekki lent í þessu bankahruni?
Annars dáist ég að litlum fjölmiðlum eins og Útvarpi Sögu og ÍNN Ingva Hrafns. Spyr mig hvers vegna við erum að ausa mörgum milljörðum í RÚV þegar fólk með tvær hendur tómar getur þó gert svona mikið.
Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2009 kl. 23:37
Ég kaus Davíð Oddsson sem mann ársins á Sögu, en hann naut víst ekki hylli útvarpsstjórans sem stundum er undir áhrifum í vinnunni. Hún valdi Þorvald Gylfason sem er líka ágætur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2009 kl. 23:41
Heimir láttu ekki svona maður. Það heitir kosning af því að fullt af fólki kýs ekki satt? Svo er ég alls ekki sammála Þorsteini að það sé auðveldara að vera "spekingur í háskólanum en að fást við vandamálin "hands-on". Þetta er gömul tugga.
Að vera aðkeyptur tæknimaður einhvers viðskiptaveldis er aftur á móti eitthvað sem margir hafa engan áhuga á. Annars er Pétur Blöndal góður tæknimaður stjórnarinnar og tókst að framkvæma óskir manna um að klessukeyra endanlega Íslenskan efnahag. Þetta var allt mjög "hands-on".
sandkassi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:14
Verst að Þorvaldur skuli ekki hafa neinn áhuga á að hella sér útí pólitík, eftir því sem hann segir sjálfur. Slæmt að hafa svona kláran gæa lokaðan inní kústaskáp uppí Melakleppi. Alltof mikið af frauðfroskum í pólitíkinni. En kannski nær Jón Baldvin eða einhver slíkur góður tappatogari að kippa honum útúr kompunni og vippa honum í aksjónina. Þá kannski fylgja aðrir klárir einstaklingar í kjölfarið. Aldrei að vita. Það gengur allavega ekki að hafa óbreytt kosningafyrirkomulag, óbreytt kjördæmakerfi, handónýtt harðlæst staðnað flokkakerfi og alla þessa seinheppnu vönkuðu klúsóa við kjötkatlana. Ég tek undir með Stormsker:
Opnaðu augun
íslenska þjóð.
Út með eitrið
og inn með nýtt blóð.
Sverrir Stormsker, 2.1.2009 kl. 08:18
Gunnar, á Sögu heitir það val en ekki kosning og tillögur hlustenda eru hafðar til hliðsjónar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2009 kl. 10:55
Þetta kemur mér á óvart Heimir. Hef ekki spurt Arnþrúði að þessu. Hélt að hlustendur réðu þessu algerlega. Þeir ættu allavega að gera það úr því það er verið að biðja þá um að hringja inn og kjósa.
Sverrir Stormsker, 2.1.2009 kl. 11:05
Þorvaldur var vel að þessum titli kominn, en ég verð nú að viðurkenna að mér fannst Björk okkar Guðmunds hefði mátt ná lengra með sinni innkomu á s.l. ári.
Þú ert nú býsna góður líka Sverrir, allavega kysi ég þig kjafthák ársins og sérstaklega fyrir að fæla Guðna úr settinu hjá þér.
Megir þú njóta árs og friðar.
ÁFRAM ÍSLAND!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2009 kl. 17:06
Ég veit ekki hvernig þetta fer fram og það skiptir mig engu stórkostlegu máli. Annars má líka Árni Holli fá tilnefningu.
Saga er bara sjálfstæð stöð sem leyfir flestum skoðunum að koma fram. Mér finnst það mjög virðingarvert. Ég held ekki að einhver geri út á það að hljóta útnefninguna "maður ársins". Það væri í meira lagi undarlegt hugarfar.
Annars sé ég ekki að verið sé að gagnrýna útnefningu annarra aðila. Hvað með þetta "Rannveig Rist" dæmi. Ég bið ykkur að afsaka en ég sé ekki tilgang með hennar útnefningu.
Hvað er þessi áliðnaður? Hann er helsta ástæða þess að ekki hefur verið skipt um gjaldmiðil hér og heldur Íslendingum niðri í launum sem þeir fá greidd í krónu. Skítt með þessa umhverfisvernd hennar Bjarkar, hér er búið að breyta landinu í Sweat Shop fyrir erlenda viðskiptajöfra. Íslendingar eru þrælar.
sandkassi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:32
Mér finnst að Jóhannes kenndur í Bónus eigi að fá tilnenfinguna árlega frá Arnþrúði kenndri við Sögu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2009 kl. 18:05
Hurru allir, lesið þessa grein hérna
Diesel, 5.1.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.