Eva Hauksdóttir í viðtali hjá mér á Sögu í dag

eva_hauksdottir_766285.jpgGestur minn í þættinum "Miðjan" á Útvarpi Sögu FM 99,4 í dag, miðvikudag, kl. 16:00 - 18:00 verður hin ljúfa galdranorn og skáldkona og klári hugprúði aðgerðarsinni Eva Hauksdóttir sem lætur ekkert stoppa sig í baráttu sinni fyrir örlítið skárri heimi.

Sem norn hefur hún stungið títiprjónum á bólakaf í marga brúðuna og eitrað margt eplið og bruggað margan seiðinn og gengið undir margan stigann og séð margan kolsvartan köttinn hlaupa yfir götu og nóg er víst af spegla-og rúðuglerbrotum í búðinni hennar.

Margar áríðandi spurningar brenna á frostbitnum kjötvörum landsmanna varðandi mótmælin og annað, einsog t.d:

Næst ekki hugsanlega mestur árangur með því að þaga í ca hálft ár niðrá vinstri guðsgrænum Austurvellinum og mæna á Alþingishúsið með kröfuspjöld? "HELVÍTIS FOKKING FOKK" hefur nú alltaf gefist vel. Er ekki best að mótmælendur séu aðgerðarlausir einsog ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan?

sveltum_svinid.jpgGetur hún Eva breytt Geir Haarde úr froski í mann? Jafnvel froskmann? Getur hún breytt Ingibjörgu í trúverðugan pólitíkus? Getur hún breytt afturhaldsvandamálaflækjunni í kollinum á Steingrími J. í lausnir? Tók Ólafur Ragnar aðgerðaráætlunina "Sveltum Svínið" nærri sér? Hvað er hann þungur í dag eftir mótmælin? Getur maður fengið skriðdreka á góðum kjörum hjá Amnesty International? Er grímulaust ofbeldi stjórnvalda betra en grímuklædd mótmæli aktivista? Ef það yrði sett í gang aðgerð sem bæri yfirskriftina "Grillum Grísinn," hvor myndi þá fara á taugum, forsetinn eða Bónusfamelían? Eða er það kannski sama tó-pakkið? O.s.fr. Margs er að spyrja ef margt á að vita.

 

Fyrri þætti má finna á:  www.stormsker.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

..... og þú situr greinilega alveg á nábrókinni af tilhlökkun yfir þessu. Misjafnt er manns gaman.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég hef mjög gaman af Evu og finnst hún mjög virðingarverð fyrir margra hluta sakir. Hún er sem betur fer ekki þessi Denni dæmigerði. Nenni yfirleitt ekki svoleiðis fólki.

Sverrir Stormsker, 7.1.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Sverrir og þakka þér fyrir góða heimasíðu.  Vil bara benda þér á eitt, af því að þú ert með Evu og Sturlu í þættinum þínum.  Þetta  er listi yfir spilltustu lönd í heimi, við fáum ekki slaka einkunn þarna, bara nokkuð góða.   Við erum í 6. sæti yfir þjóðir heimsins, langt ofar langflestum ESB löndum sem allir eru að míga utan í um þessar mundir. En kannski er þetta bara spillt eftirlitsstofnun sem gerir úttektina.  Verð hinsvegar að segja að innihald  í rökum Evu og Sturlu er alveg út í hött.  Þvílíkt bull um anarkisma o.s. frv.  Og Sturla er náttúrulega bara ga-ga.  Af hverju svara þau ekki spurningum þínum um það hverjir eiga að taka við.  Er það kannski Hörður Torfa ???

1 New Zealand 9.4 9.2 - 9.6 6

Denmark 9.4 9.2 - 9.6 6

Finland 9.4 9.2 - 9.6 64 Singapore

9.3 9.0 - 9.5 9

Sweden 9.3 9.1 - 9.4 66 Iceland

9.2 8.3 - 9.6 6

7 Netherlands 9.0 8.8 - 9.2 6Switzerland

9.0 8.8 - 9.2 6

9 Norway 8.7 8.0 - 9.2 6Canada

8.7 8.3 - 9.1 6

11 Australia 8.6 8.1 - 9.0 812 Luxembourg

8.4 7.7 - 8.7 5

United Kingdom 8.4 7.9 - 8.9 614 Hong Kong

8.3 7.6 - 8.8 8

15 Austria 8.1 7.5 - 8.7 616 Germany

7.8 7.3 - 8.4 6

17 Japan 7.5 7.1 - 8.0 8Ireland

7.5 7.3 - 7.7 6

19 France 7.3 6.9 - 7.8 620 USA

7.2 6.5 - 7.6 8

21 Belgium 7.1 7.1 - 7.1 622 Chile

7.0 6.5 - 7.4 7

23 Barbados 6.9 6.6 - 7.1 424 Saint Lucia

6.8 6.1 - 7.1 3

25 Uruguay 6.7 6.4 - 7.0 5Spain

6.7 6.2 - 7.0 6

27 Slovenia 6.6 6.1 - 6.9 828 Estonia

6.5 6.0 - 7.0 8

Portugal 6.5 5.8 - 7.2 630 Israel

6.1 5.6 - 6.7 6

Saint Vincent and the

Grenadines
6.1 4.0 - 7.1 3

32 Qatar 6.0 5.4 - 6.4 4

33 Malta 5.8

Sigurður Sigurðsson, 7.1.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þetta er bráðfyndin niðurstaða SISI. Ef að erlendir sérfræðingar myndu fara alveg ofaní saumana á íslenska gjörspillingarþjóðfélaginu þá yrðu þeir fljótir að girða landið af einsog hvert annað sýklabæli. Og svo Þegar þeir væru búnir að fara í nokkra leiðangra ofan í spillingardrulludýkið með súrefniskút á bakinu þá myndu þeir gefast upp og bera eld að öllu saman. Þeir myndu sjá að það væri ekki í mannlegu valdi að þrífa klósett einsog Ísland.

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband