10.1.2009 | 20:13
Júróvisjón brestur á
Ég er búinn að hlusta á þessi 4 Júrólög sem verða í Sjónvarpinu núna eftir nokkrar mínútur. Ellý Ármanns hjá www.visir.is bað mig að segja álit mitt á snilldinni og ég varð að sjálfsögðu við þeirri bón enda ekki annað hægt þegar svona flott og skemmtileg skutla á í hlut. Svona lítur þetta út:
1. The kiss we never kissed -
Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári.
"Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast t.d. ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og "töff." Gríðarlegir "töffarar" sem eru of cool fyrir "væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag.
Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma. Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog t.d. Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er.
2. Dagur nýr -
Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs.
Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (t.d. Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta.
Þetta er alltsaman voðalega vel spilað en það er bara ekki nóg því Halldór hefur gleymt að byggja grunninn, kjallarann og 1. hæðina. Það er ris í laginu en það er allt og sumt. Það er ekki hægt að búa í undirstöðulausu risi. Þetta lag hefði átt að heita "Dagur rýr."
Heiða er ein af okkur allra bestu söngkonun. Getur látið billegustu lög virka flott, getur blásið lífi í dauðvona sjúkling en þarna hefði hún bara átt að kippa öndunarvélinni úr sambandi.
3. Is it true -
Lag og texti: Óskar Páll Sveinsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Óskar Páll Sveinsson er fagmaður, allavega sem upptökumaður. Hef ekki heyrt mörg lög eftir hann. Þetta lag virkar frekar cheap við fyrstu hlustun en vinnur svo á, sem þýðir að þetta er ekki slæmt lag en kannski aðeins of venjulegt og lítt afgerandi. Það er hvorki til hægri né vinstri. Þetta er svona framsóknarmiðjumoð. Gæti eflaust slegið í gegn með Jessicu Simpson eða einhverri svoleiðis meikdollu en er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfu sér. Jóhanna "litla" Guðrún gerir þessu góð skil en heildarpakkinn er soldið einsog hænsni: lyftist frá jörðu en nær aldrei flugi.
4. Hugur minn fylgir þér -
Lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Flytjandi: Ólöf Jara Skagfjörð.
Ég ætla að vona að höfundurinn Valgeir Skagfjörð taki þessu ekki persónulega en þetta "lag" er einfaldlega hryllilega lélegt og asnalegt í alla staði. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvernig þetta komst inn nema ef söngkonan góða og eiginkona Valgeirs, Guðrún Gunnars, skyldi hafa verið í dómnefndinni. Melódían er kubbsleg og reglustikuð, einsog hún hafi verið sett saman í einhverju tónlistarforriti fyrir þroskahefta. Taktskiptingarnar eru svo klúðurslegar, skrikkjóttar og viðvaningslegar að það er ekki nema fyrir verulega hélaðan spassa að hreyfa sig eftir þessu.
Það er í raun ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta sull og ennþá síður svartan, rauðan nú eða gulan. Grænar geimverur myndu meiraðsegja hrista hausinn.
Ólöf Jara Skagfjörð er góð söngkona einsog mamman og reynir að bjarga því sem bjargað verður en það er einsog að setja sérríber á ruslahaug. Vonlaust mál. Dæmið er six feet under.
Frekari upplýsingar eru hér
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Sammála með dóminn á besta laginu, ... einhvern veginn minnti þetta mig á Johnny Logan hin sigursæla.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 20:53
Allt saman hreinasti viðbjóður og ætti aldrei að fá að spilast.
Ómar Ingi, 10.1.2009 kl. 21:16
Er þetta sem sé komið á fulla ferð eina ferðina enn? Mér finnst einhvernveginn að ég hafi ekki fengið árshvíld frá þessari söngkeppni.
Kjartan: Í guðs bænum farðu nú ekki að spá okkur í toopsætin. Nenni ekki að horfa á þjóðina rísa með allt upp um sig, standa svo með allt niður um sig og blóta dómnefndinni.S. Lúther Gestsson, 10.1.2009 kl. 22:14
Ég er sáttur við þig kæri snókersnillingur og allrahanda snillingur. Ertu nokkuð enþá í fílu eftir að ég plataði þig?
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 10.1.2009 kl. 23:32
Zweddi snóker hefur vízt vit á þezzu, þó hann hafi ekki sjálfur gefið út gott lag á öldinni. Ég er samdóma honum, & líka 'Jógu', klárlega írzkur fnykur af ballöðu Heimiz, en hún var verulega vel flutt af þezzum 'Edgari'.
Steingrímur Helgason, 11.1.2009 kl. 00:51
Jóhanna. Johnny Lókur er góður og Edgar Sári ekki síðri.
Ómar. Það má venjast hreinum viðbjóði. Ríkisstjórnin er t.d. ennþá 50% fylgi.
Kjartan. Jújú, Jóhanna Guðrún mun mala þetta alltsaman mélinu smærra og keppnina úti líka og fegurðarsamkeppnina og heimsmeistaramótið í kraftlyftingum og just name it.
Slúther. Ef þetta klúðrast úti þá er það Davíð Oddssyni að kenna.
Kalli. Ég er aldrei í fýlu og síst út í þig. Við tökum leik þegar ég á næst leið um Costa del Mos.
Hleri. Alveg rétt hjá þér. Ég hef aldrei haft "hundavit" á tónlist. Bara mannsvit.
Steingrímur. Já Edgar er mjög góður. Kann engin deili á honum og finnst skrítið að hann skuli hafa komið fram fyrr.
Sverrir Stormsker, 11.1.2009 kl. 01:20
Þú ert alltof jákvæður og umburðarlyndur gagnvart þessari hörmungar vesöld. Hauskúpa á þetta allt og frekar tvær en ein. Bara viðbjóður.
Jens Guð, 11.1.2009 kl. 02:28
Neinei Jens, hvaða vitleysa. Þetta er ekkert "Bara viðbjóður." Þarna er t.d. líka óþverri og hroði og hryllingur og hörmung, nú og svo er þarna skelfilegur skítur og viðurstyggilegt prumphænsnapíp, þannig að þetta er nú miklu fjölbreytilegra en þú heldur.
Sverrir Stormsker, 11.1.2009 kl. 03:07
Kanski segir það allt sem segja þarf um að ég veit ekkert um tónlist að það lag sem þér fannst best fannst mér lélegast.
Óðinn Þórisson, 11.1.2009 kl. 10:26
Íslendingar eru búnir að vinna. Við munum halda sigrinum allveg þangað til stigin koma á töfluna.
Offari, 11.1.2009 kl. 10:32
Þú ert í uppáhaldi hjá mér..
Ellý Ármannsdóttir, 11.1.2009 kl. 10:56
Fínir og ærlegir dómar sýnist mér en mér líst ekkert á "flötið" í umsögninni um Dagur nýr.
Jóhann G. Frímann, 11.1.2009 kl. 13:55
Óðinn, þetta er náttúrulega alltaf smekksatriði. "Það sem Bubbi Morthes þykir gott og gilt / þykir Hauki frænda kannski helst til villt."
En ég reyndi samt svona lítillega að rökstyðja álit mitt sem kostur var í stuttri umögn.
Offari, það er íslenska hefðin. Við sleppum ekki takinu á bikarnum fyrr en stigin hafa verið talin
Ellý, við erum bæði í uppáhaldi hjá mér. Luv ya
Jói. Vinur minn Halldór samdi þetta lag "Dagur nýr," en ég lét það ekki hafa áhrif á "dóm" minn. Ég er enginn hæstiréttur en ég vildi hafa í heiðri orð Hallgríms Péturssonar: "Vinn það ei fyrir vinskap manns / að víkja af götu sannleikans."
Sverrir Stormsker, 11.1.2009 kl. 16:01
Langt besta júrovísjónslagið var þetta sem Spaugstofan var með í gamla daga.
Þetta er júrovísjónlag. Alveg týpísk júróvísjónlag.
Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 16:46
... við þurfum eitthvert lag í anda gamla Sókratesar... er ekki hægt að endursemja það og láta það líta út fyrir að vera nýtt...?
Brattur, 11.1.2009 kl. 22:28
Heidi. Já verst að Spaugstofujúróið skyldi ekki hafa verið sent út. Hefði pakkað þessu saman.
Brattur. Ég myndi treysta Bó Halldórs vini okkar fullkomlega til að endursemja gamla Sókrates undir sínu nafni og flytja það með bravör.
Berglind. Edgar lofar góðu. Kemur ferskur inn. Óþekktur gæi. Ný rödd á markaðnum.
Sverrir Stormsker, 12.1.2009 kl. 11:25
Hvar kemst maður í tæri við þetta á netinu? Betra að falla ekki í "do a Bjagni"-gildruna og dæma draslið óheyrt... skárra að dæma það óheyrilegt heyrt - ekki rétt?
Komumst úr landi án þess að þú fengir restina af Doxinum, ætlaði að skutla því á þig á miðvikudagskvöldið en þú varst þá kominn á nornaveiðar. Eða í pönnsur. Fjarverandi á fundi. Skroppinn í smók.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.1.2009 kl. 14:11
Bleeeesuð Helgan. Þú ferð bara inná www.ruv.is og þar í netsjónvarp. Þetta var sýnt á laugardaginn var.
Slæmt að missa af Doxinum - og þér
Sverrir Stormsker, 12.1.2009 kl. 15:48
Eftir að hafa horft og hlustað á þessa hörmung, er ég með sjón, eyrna og meltingartruflanir! Ef framhaldið verður svona stórkostlegt, þá vinnum við! Það er næsta víst!
Himmalingur, 12.1.2009 kl. 16:58
Vinur minn var lagður inná gjörgæslu eftir að hann horfði á þetta. En þetta venst.
Sverrir Stormsker, 12.1.2009 kl. 18:44
Svona, svona, ég hlustaði á þetta og hef oft heyrt verri lög. Og mér fannst stelpurnar allar syngja lista vel, þó að ég væri sammála þér að lagið með Edgari Smára stæði uppúr. Bæði er lagið ljúft og svo syngur strákurinn bara svo firna fallega að það var eiginlega óvænt ánægja að "finna" hann í forkeppni júró.
Skagfjörð fjölskyldan var bara krúttleg - þó það ruglaði svolítið skilningarvitin að "sjá" hægtoghljótt- stelpuna hans Valgeirs mæma lag flutt af Guðrúnu Gunnars...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.1.2009 kl. 14:07
Það er einmitt það sem veldur mér ugg og ógleði: Að venjast þessari hörmung! Annars trú ég ekki á kraftaverk, og þá sérstaklega í júróvisjón!
Himmalingur, 13.1.2009 kl. 14:19
Sammála Þér með besta lagið: Við fyrstu spilun hætti ég reyndar að hlusta næstum strax af einhverju "Æ, enn ein (v)ælan" reflexi en var að hlusta á þetta núna áðan með opin eyru -og hver veit nema það hafi eitthvað með þá staðreynda að gera að ég er með 38,5ºC hita- en mér fannst lag bara mjög gott og flutningurinn magnaður; það hitti mig einhvers staðar. Nú Auðvitað verður einhver ósmekklegri "stuð"klisjan fyrir valinu.. Ég er löngu hættur að treysta dómgreind þjóðarinnar í þessu þó að fyrir eihverja náð hafi valið í fyrra verið gott.
Pétur Arnar Kristinsson, 13.1.2009 kl. 15:36
Ég er sammála að Edgar hafi verið bestur þarna og satt að segja eina lagið þar sem ég gat fundið eitthvert lífsmark.
Mér datt einmitt í hug svona týpískir Broadway musical taktar eins og í The Lion King, líkt og þú nefnir Sverrir.
Ég kann ekki sérstök deili á Edgar en heyrði hann syngja gospel í Salnum í Kópavogi, tók tvö eða þrjú lög með kórinn að baki og fór honum vel. Minnti jafnvel á Joe Cocker með luftgítarinn sinn. Annars held ég að hann hafi verið í þessu strákabandi sem Einar Bárðason bjó til og floppaði.
(Ég las ekki allar athugasemdir svo það má vera að einhver hafi gefið betri útlistun á Edgari)
Ransu, 14.1.2009 kl. 00:37
Jú það getur meir en verið að Edgar hafi verið í Luxor boybandinu hans Einars Bárðar. Ég tók einmitt eftir að hann var soldið fölur í framan, einsog hann væri ekki alveg búinn að jafna sig á þeim hörmungum. Ég sá smá ælutauma leka út úr nefinu á honum í byrjun lagsins, en kannski hefur hann bara verið nýbúinn að hlusta á hin lögin. Veit það ekki.
Sverrir Stormsker, 14.1.2009 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.