17.1.2009 | 19:57
Til fjandans með allar nýjar raddir
Hvaða helvítis froskar standa eiginlega að baki þessum "Nýju röddum?" Við eigum að halda áfram að láta Hörð Torfason einan velja fólk sem má tala á Austurvelli. Þannig hefur það verið í 15 vikur og þannig skal það verða áfram. Hörður heyrir raddir og við eigum að hlusta á hans raddir. Raddir hans eru raddir fólksins.
Mótmæli Harðar Torfa hafa skilað gríðarlegum árangri, t.d. kvefi og lungnabólgu fundargesta svo ekki sé nú minnst á hvað þetta er góð æfing í ræðumennsku og tilvalinn stökkpallur inná þing. Enda eru þeir Hörður og Einar Már og Njörður P. Njarðvík og fleiri rauðliðar að stofna stjórnmálaflokk upp úr þessum mótmælum.
Geta þessar Nýju raddir ekki drullað sér eitthvað annað? Viljum við virkilega óheft tjáningarfrelsi? Viljum við virkilega að hver sem er geti tjáð sig niðrá Austurvelli á laugardögum kl. 3? Á ég að trúa þessu?! Ég meina, viljum við almennilegt fasistaríki eða ekki? Sjá menn ekki hvílíkt glapræði það er að hafa opinn hljóðnema fyrir hvern sem er til að tjá sig?
Guði sé lof að lögreglan fór að beiðni Harðar Torfa og fjarlægði bíl og hljóðtækjabúnað Nýrra radda og kom þannig í veg fyrir að nýjar og óæskilegar raddir heyrðust. Ef við leyfum þessu pakki að vaða uppi þá eigum við á hættu að hér þróist eitthvað sem geti kallast lýðræðisleg vinnubrögð og viljum við það? Ég segi NEI! Ég spyr einsog Hörður Torfa gerði á Austurvelli í dag: "Viljum við svona fólk?" NEI! Þetta fólk er ekki þjóðin.
og: Nýjar raddir
Fjöldi manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 18
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 975153
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh
Athugasemdir
þarna kom Höddi níðingur upp um sinn innri mann
Ómar Ingi, 17.1.2009 kl. 20:01
Ég hefði kannski átt að mæta?
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:10
Allt í lagi með nýjar raddir, svo lengi sem þær gera hlutina á sínum forsemdum.
Ástþór reynir sem hann getur, að spilla fundum sem aðrir hafa skipulagt.
Hann má mín vegna standa fyrir uppákomum hvar sem hann vill.
Við skulum ekki rugla saman lýðræði og yfirgang..
hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 20:24
Hörður Torfason hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í tengslum við þessa fundi á Austurvelli. Auðvitað mega menn skella límband á fésið á sér ef þeim sýnist svo. Einnig getur væntanlega hver sem er boðað til mótmæla að vild. En að troða þeim mótmælum á sama tíma og sama stað og Hörður og félagar eru með sinn fund er ákaflega bjánalegt. Það er reyndar ekki skrítið í því ljosi að það sem gerir bjána að bjánum er að þeir haga sér bjánalega.
Jón Kristófer Arnarson, 17.1.2009 kl. 20:26
Ég spyr enn og aftur, hef spurt oft og á mörgum stöðum en engin fengið svörin; hverjum hefur verið synjað um að fá að tjá sig á þessum mótmælafundum Radda fólksins, og á hvaða forsendum?
Ég tek fram að mér finnst fyrir neðan allar hellur að lögreglan skuli hafa skipt sér af Ástþóri og hans 'nýju röddum' í dag. Skil það því annars hefðu skapast kjör aðstæður fyrir óeirðir, fylkingum slegið saman og kennski einhver meiðst, en löggan hafði samt engan rétt til að fjarlægja þetta fólk. Ef laganna verðir væru sjálfum sér samkvæmir, hefðu þeir aðstoðað þennan nýja félgasskap við að koma boðskap sínum á framfæri.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:40
Það á að leyfa öllum að tjá sig sem það vilja á Austuvelli og hvar sem er. En er ekki sjálfsagt mál að taka tillit til þess þegar annar er að tala?
Þú getur gripið fram í fyrir presti sem er að gefa saman hjón. Þú getur slegið í glas í veislu þegar annar er að halda ræðu og byrjað að tala sjálfur.
En er það mjög kurteislegt?
Theódór Norðkvist, 17.1.2009 kl. 20:42
TÖKUM BRETANA EINU SINNI ENN TIL FYRIRMYNDAR!
Hide Park Speaker's Corner; Í Lundúnum, Englandi, (London U.K., svo tölvukynslóðin skilji) er stór almenningsgarður í miðri borginni. Í einu horni hans við Oxford Street er afgirt garðshorn, þar sem ríkir nánast algjört málfrelsi. Þar koma karlar og konur til að hlusta á hina og þessa ræðumenn sem eru með allskonar skoðanir á hinu og þessu. Þetta hefur viðgengst áratugum saman við góðan róm almennings Lundúnarborgar (London).
Þarna er lögreglan á vakt (óvopnaðir Bobby's ekki einu sinni með gas) til að sýnast, svo allt fari vel fram.
EN! Það má ekki hafa gjallarhorn! ("Hátalara" fyrir tölvukynslóðina). Tala bara eins hátt og ræðumenn vilja eða geta.
Ræðumenn koma með klappstóla til að standa á, eða sápukassa eins og Siggi gamli á kassanum og Hjálpræðisherinn sem prédikuðu á Lækjartorgi til forna, eða standa bara á jafnsléttu og tala.
Algjört málfrelsi (innan ramma Hryðjuverkalaganna illræmdu, svo og ekkert eggja-, ávaxta- eða annað skítkast leyft, engir líkamlegir pústrar, þá kemur löggan) og engar reglur um hve langt á að vera milli ræðumanna. Annars algjört friðsamt málfrelsi.
Þannig sting ég uppá að Austurvöllur verði gerður að slíkum vettvangi í framtíðinni. Þá geta Hörður Torfason, Ástþór Magnússon, Eva "Norn" Hauksdóttir, Haukur "Örverpið Nornarson" Evudóttir, Gylfi Magnússon dósent, Sólveig Tómasdóttir, Þorvaldur Gylfason prófessor, Stjórnleysingar, Anarkistar, Níhilistar, Klemenzsonbræður og fleiri allir talað samtímis í friði og spekt, hver á sínum sápukassa og þá sjáum við hversu marga áheyrendur hver hefur að jafnaði. Þannig verður hægt að gera vissa "skoðanakönnun" um fylgi hvers og eins o.s.frv.
Ég tek fram að Hyde Park Speaker's Corner er opið frá því snemma á morgnana langt fram yfir miðnætti alla 7 daga vikunnar allt árið um kring, vilji einhver tala, þ.e.a.s. Þetta ætti að vera einnig á Austurvelli Speaker's Corner.
Það að ekki eru leyfð gjallarhorn (hátalarar) gerir það að verkum að þessi ræðuhöld munu ekki trufla hið háa Alþingi Íslendinga við vinnu sína við að gera hin ýmsu mistök sín og vitleysur, né verður Steingrímur J. Sigfússon truflaður í að móðga aðra alþingismenn né Kolbrún Harðardóttir við að stjórna klæðalitum fólks frá vöggu til grafar eftir kynferði þeirra.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 17.1.2009 kl. 21:09
Ég set reglunar hver talar í mínum anda.
Allir skulu vera jafnir að að láta sína rödd heyrast, sumir jafnari öðrum að láta sína rödd heyrast, eftir mínum boðskap..
Einn flokkur ein rödd ein skoðun einvaldir ræðumenn.
Í okkar anda.
Amen.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 17.1.2009 kl. 21:38
Átti að vera svona.
Burt með tjáningarfrelsið.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 17.1.2009 kl. 21:49
Mótmæli við mótmæli = Meðmæli
Haraldur Baldursson, 17.1.2009 kl. 22:39
Eva spyr hverjum hafi verið synjað um að tala á mótmælafundum. Ég spurði Hörð Torfason að þessu í bréfi sem ég sendi honum fyrir viku síðan, en hann hefur ekki svarað.
Ég veit um nokkra aðila t.d. Eirík Stefánsson, Ómar Ragnarsson, Sturlu vörubílstjóra, Ásthildi Jónu Flosadóttur formann Fjölskylduhjálpar Íslands og svo auðvitað sjálfan mig.
Þessi færsla svarar mörgum spurningum:
17.1.2009 | 23:12
STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík
Kærð er framganga þeirra starfsmanna Lögreglustjórans í Reykjavík er höfðu í hótunum við friðsæla mótmælendur og létu fjarlægja ræðupall Nýrra radda á Austurvelli.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði ósatt í fjölmiðlum. Haft er eftir honum á visir.is: „samkvæmt lögum þurfi ekki að fá leyfi til að mótmæla. Hins vegar þurft mótmælendur að tilkynna til lögreglustjóra að þeir hyggist efna til mótmæla. Geir Jón sagðist ekki vita til þess að síðari mótmælin hafi verið tilkynnt. Hann sagði þó að engin viðurlög lægju við slíku en ef að mótmælin yllu röskun, til dæmis á umferð, þá myndi lögreglan grípa til ráðstafana.“
Eftir að leita upplýsingar um hvert skyldi senda tilkynningu um fyrirhuguð mótmæli sendu Nýjar raddir á Austurvelli tilkynningu föstudaginn 16 janúar á lhr@lhr.is sem starfsmaður embættisins upplýsti í hljóðrituðu samtali að væri vaktað allan sólarhringinn.
Engar athugasemdir bárust frá lögreglunni, fyrr en um kl. 15 á Austurvelli eftir búið var að leigja sendiferðabifreið og annað búnað undir aðgerðina. Framganga lögreglunnar hindraði ekki aðeins eðlilegt lýðræði á Austurvelli, aðgerð lögreglu olli einnig samtökunum tugþúsunda kostnaði sem mátti afstýra ef athugasemdin hefði borist fyrr.
Slík framkoma sem þessi af hálfu lögreglunnar mun ekki stöðva Nýjar raddir á Austurvelli. Við áskiljum okkur rétt til að mæta með ræðupalla og mótmæli hvar sem okkar þóknast. Slíkt er okkar lýðræðislegur réttur.
Þeim ábendingum er komið til lögreglunar að friður gæti ríkt um mótmælafundi á Austurvelli fáist Hörður Torfason til að leggja niður gerræðislega einræðistilburði sem hann því miður stundar núna gersamlega þvert á kynningar fundanna í fjölmiðlum sem er undir allt öðrum formerkjum sem „raddir fólksins“ og breiðfylking gegn ástandinu sem öllum er opin. Verið er að blekkja þjóðina.
Verði tekin upp lýðræðisleg vinnubrögð við val á ræðumönnum í stað þess að valda þeim illdeilum sem raun ber vitni við lýðræðissinna og einstaka mótmælendur, þá gætu aðilar sem vilja leggja orð í belg notast við sama ræðupall með afskaplega friðsömum hætti.
Við minnum einnig á fyrra erindi til Umboðsmanns Alþingis og fleiri að óheimilt er og verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið ef sent er út frá fundum á Austurvelli nema öðrum sjónarmiðum og aðilum sem meinaður hefur verið aðgangur í þær útsendingar eins og ítrekað hefur gerst undanfarið, meðal annars með útburði af fundum og svo með aðgerðum lögreglu í dag, sé einnig veittur sambærilegur aðgangur að ríkisfjölmiðlinum.
Vekjum athygli á vefsíðunni http://kosning.austurvollur.is þar sem almenningur getur lagt til nöfn ræðumanna í opin kjörkassa og kosið síðan um það með lýðræðsilegum hætti hverjir eru valdir til að flytja erindi og ávörp á fundum. Kjörkassinn er öllum opinn.
Nýjar raddir á Austurvelli myndu þá sækja um sinn aðgang með tillögum í kjörkassann og lúta slíku lýðræðislegu vali þjóðarinnar á sínum talsmönnum úr röddum fólksins. Samkomulag aðila um slík lýðræðisleg vinnubrögð myndi leysa úr ágreiningi á meðal mótmælenda, létta störf lögreglunnar og gera þátttöku ríkisfjölmiðilsins mögulega.
Sent Umboðsmanni Alþingis og afrit til Lögreglustjórinn í Reykjavík, Ríkislögreglustjórinn, Dóms og kirkjuálaráðuneytið, Ríkisútvarpið, Útvarpsréttarnefnd, Menntamálaráðherra, Menntamálanefnd Alþingis, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD (alþjóðaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnar Evrópu), París, Frakklandi, Alþingismenn, birt á vefnum: www.austurvollur.is
Ástþór Magnússon Wium, 17.1.2009 kl. 23:22
Sammála til fjandans með þær.
Rannveig H, 18.1.2009 kl. 00:16
Ég get ekki séð að neinn, hvorki Nýjar raddir né aðrir, séu að reyna að "eyðileggja" mótmæli Harðar Torfa einsog hann segir í DV. Ég held að mörgum finnist ekki mjög lýðræðislegt að það sé EINN maður sem handvelji hverjir fái að tala og hverjir ekki - og að vinstri slagsíðan sé þar að auki heldur mikil. Held að menn vilji bara fá fleiri raddir í kórinn. Það er allt og sumt.
Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 01:05
Öllum velkomið að hanna sín mótmæli og tala að vild.
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 01:12
Mér sýnist einmitt að það hafi sannazt í þessu dæmi að svo er ekki Hilmar. Ef þú vilt tala á Austurvelli kl. 15:00 á laugardögum, þarftu að gera það með samþykki Harðar Torfasonar. Hvurslax er þetta eiginlega?!
Sigurjón, 18.1.2009 kl. 01:52
Hver á að samþykkja það Sigurjón ? Hver á að ákveða hver talar ? Dómnefnd ? Kosning ? Handaupprétting ?
Kantu eitthvað form á því Sigurjón ?
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 01:56
Nýjar raddir stilltu upp hljóðnema þar sem öllum var frjálst að koma og taka til máls, einn í einu að sjálfsögðu. Þetta held ég að þeir hafi einfaldlega gert til þess að ræðumenn þyrftu ekki að fara í gegnum síu einvaldsins Harðar Torfa. Lögreglan fjarlægði hljóðnemann að beiðni Harðar svo hann gæti haldið áfram að handvelja þá sem mættu tala
Held að Nýjar raddir vilji semsé einfaldlega gera þessa fundi lýðræðislega. En Hörður má svo sem alveg eiga þessi mótmæli fyrir mér og nota þau sem stökkpall inná þing.
Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 03:08
Hilmar: Já, ég kann form á því. Það á enginn að samþykkja það! Það á enginn að ráða því hver talar og hver ekki niðri á Austurvelli á laugardögum um kaffileytið. Ekki Hörður, ekki lögreglan, ekki neinn!
Sigurjón, 18.1.2009 kl. 03:12
Ókey var ekki þessum röddum ( sem að mínu mati eru ekkert séstaklega nýjar, hvað þá ferskar ) plantað sér á annan stað og boðið fólki að tala ?
Sverrir þú segir Hörð nota fundina sem stökkpall inn á þing. Hefurðu eitthvað fyrir þér í því ?
Má ekki þá með sama hugarfari segja að þú sért að nota Útvarp Sögu til að komast á þing, eða eitthvað annað.
Ekki það að mér sé ekki sama..
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 03:19
Sigurjón: Sá sem er fyrstur að grípa míkrafóninn ?
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 03:20
(ekki frjálst) vantar á eftir röddum í færslu 19. Sorrý fljótfærnina..
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 03:22
Það er þyngra enn tárum taki að loksins þegar íslendingar eru búnir að læra að mótmæla skuli þeir ekki geta staðið saman. Klofningur meðal mótmælenda er aðeins til þess fallinn að mótmælendur eyði öllu púðrinu gegn hver öðrum en ekki gegn valdhöfunum sem verið er að mótmæla.Ég get þó tekið heilshugar undir það að mér líkar ekki einræðistilburðir við val á ræðumönnum.Slíkt er eingöngu til þess fallið að sýna fram á pantaða ímynd einræðisherrans, en á engan hátt þverskurð þjóðarinnar sem fullyrt er að mótmæli öll.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 03:24
Sammála þér Sigurður með það að auðvitað eigum við að standa saman. Ekki það að ég sé séstaklega að lofsyngja Hörð.
En það var þó hann af öllum sem sýndi það frumkvæði að starta mótmælunum. Málið er bara hvernig og hver á að ráða hver talar ? Ef engin á að ráð því, hvaða form á þá að vera á því hvernig fólk velst til að tala á fundunum. Hef ekki enn fengið svar við því
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 03:34
Ég hef víst svarað þér með það Hilmar. Enginn á að ákveða hver kemur og talar, hvort sá hinn sami er með gjallarhorn, hljóðnema og hátalara eða nokkuð annað. Hvað þá að þeim ,,sé boðið að planta sér á annan stað og tala". Hver bauð þeim það og í krafti hvaða valds? Á sá hinn sami að ákveða hvar menn tala núna? Mega þessar nýju raddir ekki tala um leið og Hörður niðri á Austurvelli? Hefur hann einkarétt á þessum tíma á þessum stað?
Nú er komið að þér að svara.
Sigurjón, 18.1.2009 kl. 04:05
Hilmar: Hörður Torfa, Einar Már Guðmundsson, Njörður P. Njarðvík og fleiri ágætir rauðliðar segjast vera að stofna stjórnmálaflokk. Þetta kemur fram í Speglinum á Rás 1, fimmtudaginn 15. jan.
Nei, ég er ekki að nota Útvarp Sögu til að komast inná þing eða komast eitt eða neitt. Ég leyfi þar ÖLLUM röddum að njóta sín. Ég hef verið með Einar Má í viðtali og ég myndi meiraðsegja leyfa Herði Torfa kollega mínum að tala. Stórefast um að Hörður myndi leyfa mér að tala á sínum fundum ef mið skal tekið af þeim fjölmörgu sem hann hefur úthýst.
Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 04:12
Verst finnst mér hversu fáir, þeirra sem mæta niður á Austurvöll, horfa til lausna. Þessi dæmalausi barlómur vandamála og eymdarást hreyfir ekki nokkru í átt til lausna. Ég óttast að Hörður sé ekki á þeirri bylgjulengd, því verði viðlagið "er ekki lífið hreint dásamlegt þegar allt er farið til helvítis" spilað á Austuvelli um nokkra hríð.
Haraldur Baldursson, 18.1.2009 kl. 11:16
Tjáningarfrelsið er mikilvægt. En, hvers vegna boða Nýjar raddir ekki annan fund á öðrum tíma og auglýsa hann. Þá geta þeir mætt sem vilja áherslur Ástþórs og félaga. Lifi tjáningarfrelsið.
Ég held að þú Sverrir sért með þáttinn á Sögu á ákveðnum tíma og hafir hann fyrir þig. Þættir með öðruvísi áherslum eru á öðrum tíma. Útvarpsdagskrá og eins dagskrá funda er oftast spurning um skipulag og áherslur.
Ég held að þetta mál á Austurvelli hafi ekki með lýðræði eða tjáningarfrelsi að gera.
Jónína Óskarsdóttir, 18.1.2009 kl. 12:31
Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Hvers vegna getur Ástþór ekki auglýst fund eftir sínu höfði og á öðrum tíma?
Þið sem eruð að væla út af meintum einræðistilburðum á mótmælunum, hafið þið sjálfir mætt á fundina? Ef ekki, hvað eruð þið þá að skipta ykkur af skipulaginu?
Að lokum: Hvernig myndi Ástþór bregðast við, ef hann auglýsti sinn fund, síðan kæmi einhver annar og setti upp mikrófón við hliðina og byði öllum að tala á meðan einhver á vegum Ástþórs væri að halda ræðu?
Theódór Norðkvist, 18.1.2009 kl. 13:08
Sigurjón: Annað hvort er ég að misskilja þig, eða þá að þú skilur ekki spurningu mína.
Sammála ykkur Jónína og Theódór. Þetta getur varla verið einfaldara.
Umræða um frekari skilgreiningu á því hvort verið sé að vega að lýðræðinu með fundunum á Austurvelli, hún er í versta falli öfund og í besta falli barnaleg.
Tek undir með Sigurði : það er dapurlegt, að þegar mest mæðir á að standa saman, og fólk er að átta sig á því að til er eitthvað sem heitir samtakamáttur, að þá skuli koma upp úrtöluraddir sem ætla mótmælendum allt hið versta. Nokkurskonar kjaftasögukenningar í anda Séð og Heyrt.
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 13:42
Án þess ég hafi nokkra hugmynd um eftirfarandi, þá finnst mér góðar líkur að svo sé.
Ef fundirnir niðri á Austurvelli væri fyrir fólkið (hina marg rödduðu íslensku þjóð), þá hefði eflaust ekki komið til tveggja funda á sama tíma. Þessir fundir hjá Herði hafa sætt svo mikilli gagnrýni fyrir val og einstefnu ræðumanna, að mér þykir það lofsvert að einhver hafi sýnt því smá andúð í verki (ekki bara orði).
Ég persónulega fékk hroll þegar ég sá þessa mynd af íslensku sambræðrum mínum og samsystrum. Gargandi upp yfir sig JÁ!!! NEI!!! í víxl á eftir vel völdum orðum frá fundarhaldara eins og heilaþveginn kirkjusöfnuðurinn eða fórnalamb komúnismans.
Ég skil samt sjónarmið þeirra sem sjá dónaskapinn í þessu. En meðan menn kalla þetta rödd fólksins, þá vill ég fara sjá fólkið þarna (múrarann sem missti vinnuna, læknirinn sem tapaði öllu sínu, stormsker sem hefur skoðun á öllu). Á meðan þetta er ekki kallað flokks mótmæli þá á enginn 1 að ákveða ræðumanninn.
"Allir fyrir einn, einn fyrir alla"
Ottó Örn (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:30
Jónína. Ég get ekki svarað fyrir Nýjar raddir en vísa í svar mitt nr. 7. Útifundur er svolítið annað en útvarp. Ég var ráðinn á Sögu en Hörður er ekki ráðinn af einum né neinum nema sjálfum sér og á ekki Austurvöll svo ég viti.
Theódór. Ég get ekki svarað fyrir Ástþór en vísa í svar mitt nr. 7. Ef fólk vill hafa fundina með þessum hætti þá er því það alveg guðvelkomið mín vegna. Áskil mér samt rétt til að gagnrýna fyrirkomulagið á þessu sem öðru. Vona að "lýðræðið" reyni ekki að svínbeygja mig til að syngja í þessum kór.
Hilmar. Jú Hilmar. Það er áríðandi að standa saman. Þessvegna finnst mér ekki alveg nógu gott að sumum skuli vera leyft að tala en öðrum ekki sem eru ekki Herði þóknanlegir af einhverjum ástæðum. Hann vill greinilega að sumir eigi að standa saman og aðrir eigi að halda sér saman.
Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 14:56
Þegar ég les þessa athugasemd hér:
27
Tjáningarfrelsið er mikilvægt. En, hvers vegna boða Nýjar raddir ekki annan fund á öðrum tíma og auglýsa hann. Þá geta þeir mætt sem vilja áherslur Ástþórs og félaga. Lifi tjáningarfrelsið.
Ég held að þú Sverrir sért með þáttinn á Sögu á ákveðnum tíma og hafir hann fyrir þig. Þættir með öðruvísi áherslum eru á öðrum tíma. Útvarpsdagskrá og eins dagskrá funda er oftast spurning um skipulag og áherslur.
Ég held að þetta mál á Austurvelli hafi ekki með lýðræði eða tjáningarfrelsi að gera.
Jónína Óskarsdóttir, 18.1.2009 kl. 12:31
þá bara fer um mig hálfgerður hrollur, hvort það geti í raun verið þannig að þetta fólk sem er að mæta þarna eins og ofangreind Jónína sé upp til hópa einhverskonar fávitar. Ólesið fólk nýskriðið úr torfkofum í afdölum?
Í fyrsta lagi: Ég var ekki á Austurvelli í gær
Í öðru lagi: Fólkið sem ætlaði að tala þarna á ræðupalli Nýrra radda tengist mér engum pólitísku eða félagsböndum. Ég hef nákvæmlega enga stjórn á því hvað þetta fólk vill eða hefur að segja.
Í þriðja lagi: Mín aðkoma að þessu hefur byggst á að setja upp kerfi á síðunni: http://kosning.austurvollur.is til að velja frummælendur með lýðræðislegum vinnubrögðum. Ég hef nákvæmlega enga stjórn á því hvern fólkið vill velja þarna. Ég sá að búið var að mæla þar með Herði Torfasyni með málefnalegum skýringum. Þannig á lýðræðið að virka. Verði hann kosinn inn á ræðupallinn verður haft samband við hann og honum boðið að ávarpa fundinn.
Lokaorð: Þetta mál snýst nákvæmlega um það að standa vörð um lýðræðið og tjáningarfrelsið. Þetta SNÝST EKKI UM NEITT ANNAÐ!
Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 17:09
Já Ástþór, ég verð að viðurkenna að ég fæ ekki minni hroll við að lesa þessi ummæli þín.
Það er væntanlega lýðræði að fólk velji hvort það kemur á Austurvöll og hlustar á ræðumenn þar, eða hvort það kemur á mótmæli hjá þér eða hverjum sem er,
Á ÖÐRUM STAÐ. Við skulum ekki vera að bullast með orðið lýðræði..
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 17:19
Ástþór! það er óþarfi að kalla mig fávita, þó ég sé það eflaust á ýmsum sviðum.
Mér þykir leitt ef ég hef að ástæðulausu tengt þig við Nýjar raddir og bið afsökunar á þeim misskilningi mínum.
Fáðu þér heitt te, það tekur úr þér hrollinn.
Jónína Óskarsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:07
Já Ástþór, fáðu þér heitt te og farðu í ullarsokka.
Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 21:35
Með hunangi í.
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 22:25
eða valium
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 22:28
Já Ástþór, farðu í ullarsokka með hunangi og valium í.
Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 22:47
Hilmar: Hvers vegna á öðrum stað? Er Hörður búinn að míga á Austurvöll og á hann því einkarétt á að halda fundi þar?
Sigurjón, 19.1.2009 kl. 00:40
Geisp.......zzzzzzz
hilmar jónsson, 19.1.2009 kl. 00:50
Þetta eru ekki mótmæli, þetta er grenjuskjóðusamkoma..... og Ástþór stefnir þessu í að verða grenjandi vitleysinga samkoma
Það verður að brjóta mótið og búa til nýtt
DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.