Mjög gott mál

ny_stefna.jpgHef lítid getað fylgst með því sem er að gerast á Los Klakos undanfarnar vikur. Veit þó að tími Jóhönnu Sigurðardóttur er nú loksins kominn, sem er mjög gott mál, og svo er víst tími Steingríms Joð, Kolbrúnar Halldórs, Marteins Mosdals og Georgs Bjarnfreðarsonar kominn líka og það er líka mjög gott mál. Mjög gott vandamál. Við þurfum ekki að örvænta þegar við höfum svona einvala lið við stjórnvölinn. Við höfum ekki lengur hrossalækni sem fjármalaráðherra heldur jarðfræding og tá hljóta málin nú að fara að blessast. Fagmennskan í fyrirrúmi.

 

dabbi_eltur.jpgSvo skilst mér að Dabbi sé kominn á 400 hestafla Corvettu og sé á stöðugum æðisgengnum flótta um götur borgarinnar undan snarbrjáluðum blaðasnápum og þungvopnuðum almenningi og geti hvergi um frjálsar krullur strokið og að hann sé búinn að flytja skrifstofu sína í Seðlabankanum í rammgirta gullhvelfinguna. Til standi að hann láti múra sig inní bankanum. Það er líka mjög gott mál. Hann er skyldurækinn maður hann Dabbos.

 

Svo var mér sagt að Imba Solla væri með eitthvað í höfðinu. Æxli eða eitthvað svoleiðis dótarí. Því trúi ég nú ekki. Það getur enginn logið því að mér að hún sé með nokkurn skapaðan hlut í hausnum. Ég trúi nú ekki hverju sem er. Það er akkúrat Ekkert í hausnum á henni, enda er hún formaður Samfylkingarinnar.

 

make_love_not_war.jpgEn það er semsé allt komið í flott stand á Los Klakos og það er bara verulega gott mál. Allir farnir að taka þátt í kærleiksgöngum og kossaflensi og faðmlögum og ríðingum. Skilst að það verði eitthvað smokklaust hópsex milli almennings og stjórnmálamanna við tjörnina í dag með lúðrablæstri og söng. Það myndi ég segja ad væri mjög gott mál. Kynlegt mál.


mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Þú klikkar ekki Sverrir minn

Kveðja frá Islandi.

Jón Gerald Sullenberger.

Jón Gerald Sullenberger, 15.2.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hef nú löngum haldið fram að eina hlutverkið sem hausinn gegnir á stjórnmálamönnum heima sé að halda eyrunum aðskildum. Svo virðist sem að þó menn séu með fleiri gráður en hitamælir þá gagnist þær gráður akkúrat ekkert þegar sest er í ráðherrastól ellegar á þing, enda virðist það vera í starfslýsingu að skilja ekki bara siðferðiskenndina eftir heima, heldur einnig alla almenna skynsemi.

Málið er að það skiptir ekki nokkru máli hvort ráðherrann heitir Jóhanna eða Davíð, það er kominn tími á að skipta þessu liði algerlega út. Eins og ég las á einhverju blogginu, þú loftar ekki út skítafýlunni með því að reka við. Marteinn Mosdal væri framför frá þessu liði, öllu með tölunni sem þarna situr.

En góður pistill hjá þér að venju.

Heimir Tómasson, 15.2.2009 kl. 05:59

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sérðu sms á ísgemsanum þínum? Þarf að færa þér fullt af djúsí slúðri. Hvenær kemurðu? x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.2.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jon Gerald. Takk fyrir thad. Vissi ekki ad thu vaerir kominn upp a klaka. A ad fara ad opna Boner i samkeppni vid Bonus? Eg pant rada i hillur einsog Johannes. 

Larus. Engin haetta a ad eg ofreyni mig. Tek ekki nema tvaer blodrur a dag, enda hofsemdarmadur.

Heimir. Rett hja ther. Okkur vantar ekki fleiri professional amatora heldur almennilega proffa. Fagmenn. Ekki Thvagmenn.

Helga Gudrun. Eg er med ser email fyrir sludur og fineri eins og thu veist min kaera. Sendu mer endilega frettir.

Arni. Er i Asiu ad reyna ad na ur mer thunglyndinu. Her er allavega sol thegar a ad vera sol, semse a daginn.

Alex. Eg se ad thu thekkir lifid a Pattaya. Thad er rett hja ther, thetta er erfitt lif. Erfitt modurlif.

Sverrir Stormsker, 16.2.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Glaesileg faersla ad vanda.  Skemmtu ther vel i asiu, Sverrir.  Finnst ther ekki merilegt ad fylgjast med thjodmalunum, eins og allt hefur nu snuist a sidustu timum,- svona utan fra?  Mer finnst ad lesa islensku blodin og tala vid vini heims, eins og ad vera ad lesa og hlusta a otrulegan reifara!!! 

Steinunn Helga Snæland, 17.2.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband