20.8.2009 | 08:37
Forsetinn hefur ekki úr háum söðli að detta
Hvað er Óli Grease alltaf að reyna að ríða einhverjum truntum þegar hann veit að honum er fyrirmunað að sitja merar lengur en eina mínútu? (Ég er ekki að tala um Dorrit). Þær kasta honum allar af sér einsog hlandi. Er hann ekki ennþá farinn að skilja að þessar skepnur, að Íslendingum meðtöldum, vilja ekki hafa hann hangandi á sér einsog merkingarlausa fálkaorðu? Hestar eru mannþekkjarar og ekkert ólíkir konum að því leiti að þeim er ekki alveg sama hver hossast á þeim. Meiraðsegja þroskaheftur múlasni myndi fleygja kallinum af baki langar leiðir.
Eins gott að hann reyni ekki einhverntíma að ríða asna inní Jerúsalem. Fyrir nú utan að fólk myndi ekki vita hver væri hvað.
Ég veit það þykir gasalega fínt og lordalegt að fara í útreiðartúra en þetta er bara greinilega ekki hans deild. Hans deild er náttúrulega 33c. Eitthvað í líkingu við það sem við sáum í Gaukshreiðrinu hér um árið.
En ef hann heldur áfram í útreiðartúrum og lætur sér ekki segjast þá er gjörgæsludeild hans deild. Finnst honum virkilega eðlilegt að hver einasti útreiðartúr endi í sjúkraþyrlu Landhelgisgæslunnar? Heldur hann að þetta eigi að vera svona? Að þetta sé hluti af sportinu? Að ríða voðalega kúl inní sólarlagið og koma svo allur mölbrotinn heim, vafinn einsog múmía frá hvirfli til ilja? Eru þetta hans hugmyndir um að vera stórbrotinn karakter? Held hann sé eitthvað að misskilja hlutina.
.
Gölturinn slasar sig á öllu og klúðrar öllu sem hann kemur nálægt. Hann hlýtur að vera með lágmark 10 þumla á hvorum skanka. Það er fréttaefni í hvert skipti sem hann fer á hestbak. Blaðamenn flykkjast að honum þegar hann stígur "um borð" á einhverja húðarbykkju rétt einsog hann sé að fara í geimflaug til tunglsins. Þeir horfa á hann í angist og súpa hveljur. Skyldi hann lifa þetta af? Hvað ætli hann brjóti mörg rifbein í þetta skiptið? 65? Skyldi lokkurinn haggast þegar hann hálsbrýtur sig? Skyldi hann detta svo kröftuglega á hausinn að hann gangi aftur í Framsóknarflokkinn?
Ég skal veðja að hann gæti ekki spilað á munnhörpu án þess að hún hrykki ofan í hann. Hann er vægast sagt mjög heppinn að hann skuli ekki hafa lært á trompet. Væri ekki á lífi í dag.
Billjard og pílukast eru stórhættulegar áhættuíþróttir í hans huga. Ég myndi ekki einusinni treysta honum til að komast lifandi úr bingói i Vinabæ. Það eina sem kallinn hefur getað gert án þess að beinbrjóta sig er að smjatta á rjómatertum og hengja skálkaorður á útrásarræningja.
Hann sest á truntu og nánast drepur sig. Hann sest á forsetastól og nánast drepur þjóðina. Kallinn er af baki dottinn, í öllum skilningi.
Ólafur Ragnar slasaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 13
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 975148
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh
Athugasemdir
Frábær pistill.Þú ert búinn að bjarga deginum.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 09:00
Sé fyrir mér ímyndaða sviðsetningu.
Afagrísinn kemur hlaupandi til mömmu sinnar og segir óðamála: "Mamma, mamma, merin henti afa af baki".
Tinna: "Djöfullinn hún Dorrit! Þetta hefði mamma aldrei gert".
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.8.2009 kl. 09:17
Þú ert í stuði í dag , Sverrir .
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:52
Þú segir það sem ég hugsa.....bara miklu, miklu betur en ég gæti gert.
Púkinn, 20.8.2009 kl. 10:04
Urrandi snilld bara.
Jack Daniel's, 20.8.2009 kl. 10:25
Fróðlegt heimildarritgerð.
Guðmundur St Ragnarsson, 20.8.2009 kl. 12:29
Vill þakka góð og hlý orð um þegna mín, hef tárast og þurft að strjúka tár af barmi í allan dag.
Rauða Ljónið, 20.8.2009 kl. 12:53
Samkvæmt breskum fræðingum er neysla Alsælu álíka áhættusöm og hestamennska. Þessi samlíking var notuð til að sýna fram á að áhættan væri lítil, þar sem hestamennska er ekki bönnuð ennþá. En þeir hafa líklega ekki tekið með í reikninginn að mögulegt væri að setja svín á hestbak.
Þorri Almennings Forni Loftski, 20.8.2009 kl. 12:57
Ef ég væri yngri þá myndi ég eflaust hugsa sem svo: HAHA gott á Óla njóla skítadrjóla...
En ég er of gamall til að segja það ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:05
Það fylgdi fréttinni að merin sem hnoðaðist undan honum hafi verið sérvalin fyrir konu hrossabóndans vegna þess hve ljúfur og þægilegur reiðhestur hryssan er. Það varð Ólafi til happs að detta af þetta vænni meri og barnagælu í stað þess að detta af alvöru reiðhesti. Þá væri kallinn margbrotnari og í verri málum.
Jens Guð, 20.8.2009 kl. 14:02
Hvaða fýlupoka datt í hug að Íslendingar væru húmorslaus þjóð!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.8.2009 kl. 15:24
Mae West sagði "When I´m good, I´m good. When I´m bad I´m better".
Slæmur strákur Sverrir !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 16:39
Ég segi ekki margt Það gladdi mig samt ótrúlega að Dorrit vakti yfir sjúkrabeði drengsins í alla nótt..Það er svona þér að segja í trúnaði meira en ég hefði gert fyrir forseta Íslands.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:42
Snilldarpistill hjá þér gamli. Þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:04
Slæ á putta þér, Sverrir, en dáist að ritsnilldinni. ÓRG: Hvað er þetta með síbrotamenn sem geta ekki axlað ábyrgð .... ?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.8.2009 kl. 17:17
Hann á litla samúð með þjóðinni,
RE, 20.8.2009 kl. 18:14
Sigurbjörg, grísinn bjargaði hinsvegar mínum degi.
Helga Guðrún, það er grís að hann skyldi ekki hafa drepið sig.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:37
Hrafn, alltaf í myljandi.
Púkinn, skrítin tilviljun, ég segi einmitt líka það sem ég hugsa.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:42
Jack, ekki flóknara en það.
Guðmundur, ég mun nota þessa ritgerð sem uppistöðu í mastersritgerðina mína í stjórnmálafræði.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:44
Egill, ég væri kominn inn á þing ef ég væri alltaf að klikka.
Snauða Ljónið, ég samhryggist.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:46
Þorri Almennings, svín og hestar eiga ekki samleið, nema þá sem gúllas.
DoctorE, maður er aldrei of gamall til að segja: HAHA, gott á Óla drjóla tortÓla.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:49
Jens, maður á helst ekki að setja mann á fjórum fótum á bak ferfætlingi.
Valdís, já það væri gaman ef asninn myndi fá sér asna. Helst tvöfaldan.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:51
Jenný, held að Svíum hafi dottið það í hug.
Hildur Helga, góð lína hjá Mae Best. Útrásarvíkingarnir munu örugglega reyna að taka hana í nefið.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:53
Hallgerður, Dorrit var ekki beint að vaka yfir kallinum. Hún var að reyna að kippa öndunarvélinni úr sambandi.
Sigurður, stundum klikka ekki klikkaðir menn.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 18:56
Guðný, grísinn axlar ekki mikla ábyrgð úr þessu.
RE, við eigum að reyna að bera virðingu fyrir öllu fólki. Ólafur er fínn gæi. Allavega í tauinu. Útrásarvíkingamellur eru líka fólk.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 19:01
Húnvetnskir hestar eru skynugar skepnur. Þó það séu mest Framsóknarmenn sem ráða yfir þeim. You're so terrible that you're terrific. You are my man.
Bergur Thorberg, 20.8.2009 kl. 21:20
Sverrir, þú klikkar aldrei. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Eins og talað frá almúganum sem aldrei þorir að segja neitt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.8.2009 kl. 21:43
Maður vissi nú að hann væri með verulega þungbæra vinstri slagsíðu en er þetta ekki full langt gengið?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.8.2009 kl. 23:34
Bergur, meiraðsegja framsóknarhestur hendir Óla af baki!!
Sigurður Kristján, þetta venst.
Sverrir Stormsker, 20.8.2009 kl. 23:56
Helga Guðrún, þetta er víst í þrítugasta skipti sem hann hrynur niður á vinstri öxlina og brýtur hana í spón. Veit ekki alveg hvort að fall sé fararheill, en hann ætti að prófa að taka nokkur kíló af skálkaorðum úr vinstri jakkavasanum og færa þær yfir þann hægri svo hann haldi betur jafnvægi.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 00:04
Usss hann er að funda í kyrrþey.
http://www.dv.is/sandkorn/2009/8/20/forsetinn-fundar-i-kyrrthey/
RE, 21.8.2009 kl. 01:05
Ég fékk hláturskast þegar ég frétti að hann hafi dottið af baki. Svona eins og Davíð í áramótaskaupinu um árið...
Sigurjón, 21.8.2009 kl. 03:01
á ekki truntan skilið að fá fálkaorðuna
Óðinn Þórisson, 21.8.2009 kl. 08:18
Best væri sennilega að fá orðufálkann á þyrlupallinn, setja grísinn og útrásarræningjana á bak og segja óbjóðnum að fljúga. Ég hef aldrei keypt það að svín gætu ekki flogið. Þau hafa gert það alveg trekk í trekk. Sennilega verið meira á flugi en á fótum. If assholes could fly, Bessó would be an airport.
Hvað segirðu.. berjamó? Im game tomorrow.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.8.2009 kl. 10:55
Óðinn, finnst þér hún hafa staðið sig svo vel sem forsætislandráðherfa að hún verðskuldi það?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.8.2009 kl. 11:19
Fálkaorðu.... vill einhver heilvita maður eða hestur fá slíka orðu... það er löngu sýnt að þetta er Álkuorða
DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:30
Auðvitað vil þjóðin að þessi "meri fá fálkaorðuna" enda hefur Óli grís þegar afhent "fjölda ASNA fálkaorðuna" - nú er komið að öðrum dýrum sem lifa í SVÍNABÆ. Persónulega vil ég að MERIN fái Riddarakrossinn..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 21.8.2009 kl. 11:59
RE, já, Óli er að funda með sveitavargnum í kyrrþey einsog sjá má í öllum fjölmiðlum landsins.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 12:00
Sigurjón, ég skellti náttúrulega uppúr einsog aðrir vel innrættir Íslendingar þegar kallinn datt af baki, en ég fékk hinsvegar hláturskast þegar hann var kjörinn forseti.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 12:01
Óðinn, jú mér finnst að Jóhanna forsætisráherfa ætti tvímælalaust og jafnvel þrímælalaust að fá skálkaorðuna fyrir vel unnin störf í þágu Breta. Samt óþarfi að kalla hana truntu einsog þú gerir. Ég dæmi fólk aldrei eftir útlitinu.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 12:04
DoctorE, allt fram til ársins 2006 hafði fálkaorðan verið hengd á venjulega fálka, og þessvegna hét þetta nú fálkaorðan. Svo fór Óli að hengja hana í ríkum mæli á skúrka og skálka og þessvegna heitir þetta í dag skálkaorðan. Það er allavega mín tillaga.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 12:06
Helga Guðrún, það er búið að sanna að svín geti flogið, allavega af baki.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 12:07
Jakob Þór, hér áðurfyrr voru glæpamenn hengdir á krossa. Í dag eru krossar hengdir á glæpamenn.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 13:43
Mín tillaga er að Óli verði síðasti súperofuröryrkinn sem íslendingar velja yfir sig
DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 14:03
DoctorE, já forsetaembættið er af baki dottið einsog bankakerfið. Hrunið til grunna. Við þurfum ekki fleiri ofuröryrkja en þessa 63 á alþingi. Mætti líka gjarnan slá þá af.
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 15:15
Sverrir! Ef ég ætti Fálkaorður, þá fengir þú þær allar!! Áfram með úttekt á Gallíonsfígúru Íslands!!!!!
Örn Smith, 21.8.2009 kl. 15:30
Örn, það er meira nammi á leiðinni
Sverrir Stormsker, 21.8.2009 kl. 16:03
Gerði hann þetta ekki bara viljandi til að þurfa ekki að axla ábyrgð.
Þorvaldur Guðmundsson, 21.8.2009 kl. 22:21
Sverrir, af því að þú segir að asninn eigi helst að fá sér tvöfaldan asna þá má skjóta því hér inn að kauði hefur aldrei látið áfengi inn fyrir sínar varir. Það skýrir margt sem ég læt öðrum og mér fróðari að ráða í.
Jens Guð, 22.8.2009 kl. 00:21
Eins og Árni Johnsen og Ómar Ragnarsson. Sumir þurfa ekki áfengi. ,,Say no more."
Þorri Almennings Forni Loftski, 22.8.2009 kl. 00:41
Gleymdi aðalaðdánda Óla Grís. Björgvin fyrrum bankamálaráðherra
Þorri Almennings Forni Loftski, 22.8.2009 kl. 00:43
Björgvin er reyndar þurr alki.
Sigurjón, 22.8.2009 kl. 01:16
Afsakið fáfræðina, en einhverntímann skildi ég það þannig að hann hefði aldrei smakkað það.
Þorri Almennings Forni Loftski, 22.8.2009 kl. 02:28
Sem skjólstæðingur geðdeildar Landsspítalans, deild 33c þá hefur komið í ljós að enginn okkar vilja sjá Óla grís hér, en allir á deild 33d vilja sjá SVÍNIÐ, þannig að sú deild er svo sannarlega geðveik og þar væri hann í hópi vina sem skilja gerpið.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 22.8.2009 kl. 09:52
Þorvaldur, aldrei að vita. Ef það hefur verið meiningin að fá "samúð" þá held ég að hann misreiknað sig einsog fyrri daginn, en þetta er allavega "góð" auglýsing.
Sverrir Stormsker, 23.8.2009 kl. 12:34
Jens Guð, ég sest aldrei undir stýri hjá edrú Íslendingi. Held að Óli ætti að fá sér einn sterkan áður en hann sest á hestbak svo hann komi ekki óorði á hestamennskuna.
Sverrir Stormsker, 23.8.2009 kl. 12:35
Þorri Almennings, ég á rosalega erfitt með að treysta fólki sem treystir sér ekki til að drekka einsog menn. Nú eða einsog svín. Grísinn þyrfti að fara að hugsa sinn gang í þessum málum.
Sverrir Stormsker, 23.8.2009 kl. 12:37
Sigurjón, ekki nema von að hann hafi klúðrar hlutunum svona eftirminnilega. Björgvin G. þarf nú virkilega að fara að taka sér taki og tappann úr flöskunni ef hann vill láta taka sig alvarlega.
Sverrir Stormsker, 23.8.2009 kl. 12:40
Jakob Þór, þú fyrirgefur minnisleysið. Það er svo langt síðan ég hef verið lagður inná geðdeild. Örugglega tvær vikur. En geðdeild Landspítalans er semsagt 33d. Ekki c. Ókei. Læt Óla vita af þessu. Hann hlýtur samt að villast. Endar örugglega á einhverri krufningsstofu.
Sverrir Stormsker, 23.8.2009 kl. 12:42
Vel mælt Sverrir. Nú vitum við afhverju títtnefndur tekur ekki þann grís á glasið. Sá grunur læðist að hann gæti jafnvel skánað við það. Kannski áhættustýringarstjórnun. Öl er innri eða annar maður bla bla...
Þorri Almennings Forni Loftski, 24.8.2009 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.