3.9.2009 | 18:16
Gott að vera svín á Gríslandi
Forsetinn situr hugsi við skrifborð sitt á Bónusstöðum þegar Dorrit kemur inn í náttkjól.
Dorrit: "Óli grís koma í rúmið og gera Do Do...Dorrit happy. Hvað ertu að gera grísinn minn?"
Óli: "Ég er búinn að banna þér að kalla mig grís."
Dorrit: "Hvað ertu að gera gölturinn minn?"
Óli: "Ekki kalla mig gölt. Ekki dæma mig eftir útlitinu."
Dorrit: "Hvað ertu að gera svínið mitt?"
Óli: "Ekki kalla mig svín. Ekki dæma mig eftir innrætinu."
Dorrit: "Eigum við að fara í Galtarlæk á morgun? Hvað ertu að gera Lord Bacon?"
Óli: "Ég er að brjóta heilann um þessi helvítis vandræðalög um ríkisábyrgðina vegna Icesave."
Dorrit: "Fyrst þú brjóta öxlin og nú þú brjóta heilann. Ekki meiri slys Óli bonehead. Þú mátt ekki brjóta alla bein í kollurinn þinn. Það kemur þér í koll ef þú reyna að brjóta heilann."
Óli: "Þú misskilur alla hluti kellingarfálki. Ég verð að skrifa undir þessi fáránlegu lög. Ég er nú einsusinni guðfaðir útrásarvíkinganna og þessarar óskaríkisstjórnar minnar."
Dorrit: "Já en meirihluti Íslendingar ekki vilja þú skrifa undir þessi lög Óli grís."
Óli: "Só? Þú skilur ekki pólitík. Ég er ekki í vinnu hjá almúgapakkinu heldur elítunni og þotuliðinu. Þetta ættir þú nú vita. Annars værirðu ekki gift mér."
Dorrit: "En þú skrifaðir ekki undir fjölmiðlalögin á sínum tíma Óli flesk?"
Óli: "Nei, og það var vegna þess að ég vildi stoppa Dabba drullusokk af. Er þetta eitthvað flókið?"
Dorrit: "En þú sagðir að það vera út af gjá milli þing og þjóð Óli grís."
Óli: "Og tókstu mark á þeirri ræpu? Ertu hálfviti? Gjá milli þings og þjóðar my ass! Það var gjá á milli mín og Dabba og gjá á milli Dabba og Jóns Náskers. Með hvorum borgar sig nú að standa í lífinu, stjórnmálafífli eða billjóner? Nú auðvitað stóð ég með Jóni Náskeri."
Dorrit: "Heyrðu Óli svín, ertu að segja að það borgar sig ekki fyrir mig að vera með stjórnmálafífli?"
Óli: "Jú, auðvitað borgar sig fyrir þig að vera með mér, en þú veist hvað ég meina. Þú færð náttúrulega fullt af sölusamböndum í gegnum mig og færð að umgangast kóngafólk og svoleiðis. Bissness is bissness. Varla ertu með mér út af útlitinu eða innrætinu?"
Dorrit: "Nei, það segir sig nú sjálft. Sast þú fyrir þegar Bónusgrísinn var teiknaður?"
Óli: "Ekki vera með þetta óþarfa rugl. Auðvitað var ég fyrirmyndin. Við skulum samt ekki fara að rífast núna. Bíðum með það þangað til á næsta blaðamannafundi með erlendum fréttamönnum."
Dorrit: "En Óli göltur, stóðstu með Jón Násker og Baugur gegn þjóðin þegar þú neitaðir fjölmiðlalögin?"
Óli: "En ekki hvað? Hvort heldur maður með Gróttu eða Manchester United? Maður heldur náttúrulega bara með besta liðinu hverju sinni. Maður reynir jú auðvitað að veðja á réttan hest, einsog þú sérð á öxlinni á mér."
Dorrit: "Fatlinn fara þér mjög vel Óli grísarnef. Núna þú vera sannkallað fatla-fól. Gerir allt með hangandi hendi. Geturðu ekki fengið svona fatla að neðan líka?"
Óli: "Hummmm. Heyrðu Dorrit Músarnef, ég semsé reyndi að veðja á réttan hest. Ég stóð auðvitað með Baugi."
Dorrit: "Þér aldrei standa með mér Óli svín."
Óli: "Ekki misskilja hlutina Dorrit og fara að bulla. Við erum ekki í viðtali við erlenda sjónvarpsstöð. Þú ættir nú að þekkja það kvenna best að maður velur ekki alltaf rétt."
Dorrit: "Þú veðja á útrásarmenn en núna allt hrunið til grunnur. Þú baðst óformlega afsökunar og sagðir þú hafa farið offari. Samt þú skrifa núna undir lög að þjóðin borgar fyrir þessir glæpamenn næsta áratugir Óli pig?"
Óli: "Heyrðu Dorrit apahaus, allir stærstu og bestu glæpamenn landsins eru góðir vinir okkar. Auðvitað gæti ég hagsmuna þeirra."
Dorrit: "Ertu að tala um ráðamenn Óli grís?"
Óli: "Já, líka. Ég meina....Ráðamenn. Land-ráðamenn. Hver er munurinn? Þú bætir bara orðinu "land" fyrir framan "ráðamenn" og þá ertu kominn með nánari útskýringu á fyrirbrigðinu."
Dorrit: "Ekki tala svona mikið um Steingrím J., Svavar Gestsson, Jóhönnu og Imbu Sollu."
Óli: "Allt þetta góða fólk er vinir okkar. Maður svíkur ekki vini sína, nema það komi sér vel og maður græði á því."
Dorrit: "Já en þú geta verið neyddur af þjóðin til að segja af þér Óli beikon. Kannski þjóðin safnar saman undirskriftir að þú verða að kvitta að vinna."
Óli: "Kvitta undir hvað? Ég kvitta undir hvað sem er nema fjölmiðlalög og það sem kemur Baugi og vinstristjórninni illa."
Dorrit: "Nei, þú Quit. Quit working. Rekinn með skít og skömm."
Óli: "Neinei, það kemur aldrei til. Þjóðin er samansafn af fíflum og fávitum. Annars hefði hún ekki kosið mig forseta. Og það fjórum sinnum."
Dorrit: "Það er gott að vera svín á Gríslandi."
Óli: "Heiðarleiki kostar ekki neitt, og það er vegna þess að hann er einskis virði. Maður kemst ekkert áfram á heiðarleika, hreinskilni og hugsjónum. Þessi þrjú há-orð eru fyrir hálfvita. Hentistefna er mín eina stefna í lífinu. Gefst best."
Dorrit: "Já það er rétt. Óli grís er stórasti drullusokkur í heimi."
Óli: "Takk. Þú ert nú heldur ekki sem verst."
Dorrit: "Samt þú vera betri Óli flesk. Þú vera með skítlegasta eðli í heimi."
Óli: "You ain´t seen nothing yet."
Dorrit: "Það er rétt. I ain´t svín yet. Óli grís er stórasti og mestasti skítalabbi í heimi."
Óli: "Svona svona, ekki vanmeta þingmennina okkar og útrásarvíkingana."
Dorrit: "Hvað skulum við gera á morgun svínið mitt?"
Óli: "Bara eitthvað frábært. Eitthvað sem getur ekki klikkað."
Dorrit: "Einsog?"
Óli: "Nú, fara á hestbak."
Dorrit: "Já, hvernig væri það? Alveg útilokað að þú gera stærri mistök þar en í starfi. Það væri þá algjör grís."
Óli: "Engin hætta á því. Svo getum við farið út að borða á eftir. Þú getur pantað borð núna."
Dorrit: "Ókei, ég panta skurðarborð á Borgarspítalanum. Þú halda áfram að brjóta heilann."
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.9.2009 kl. 01:45 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert sjálfum þér líkur. Sem slíkur. Bestur, auðvitað.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.9.2009 kl. 18:48
Snilldin ein eins og venjulega.
Jack Daniel's, 3.9.2009 kl. 19:22
Þú ert svo hreinskinin.
En Hirðfíflið skilur það ekki.
RE, 3.9.2009 kl. 19:50
Sammála Jack Daniel´s alveg snilld
Sveinbjörg Sigurðardóttir, 3.9.2009 kl. 20:26
Þvílíkt ~forzetalazd~ ...
Steingrímur Helgason, 3.9.2009 kl. 21:22
Svínið ætti að gefa þér Fálkaorðuna
Ómar Ingi, 3.9.2009 kl. 22:44
Ætli höfundur þæði ekki frekar snúru með krúttlegum grís... um hálsinn.
Nenni ekki að hrósa pistlinum (ég er svo abbó) en mér var ómótt við að sjá myndina af Dóríði og Joe Násker. Sýndist glitta í slefuna á milli þeirra?
Eygló, 3.9.2009 kl. 22:49
Honk, honk.
Jens Guð, 3.9.2009 kl. 23:36
Þetta er algjör snilld
Þórólfur Ingvarsson, 3.9.2009 kl. 23:43
Ég var bara að kasta viðeigandi kveðju á Bessastaði. Þeir skilja sem kunna tungumálið.
Jens Guð, 3.9.2009 kl. 23:59
Góður eins og alltaf.
Hörður Einarsson, 4.9.2009 kl. 00:07
Búin að lesa 66 færslur um þetta efni, sá á facebook,hjá syni mínum mynd af þér og orðið snillingur,hélt þú hefðir gefið út geisladisk. Sé hér hvað hann meinti,árétta það.En er ekki von á geisladiski.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2009 kl. 00:13
Vantar þig leikritaútgefanda Sverrir? Þetta er eiginlega "too good to be true"!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.9.2009 kl. 01:23
Helga Guðrún, alltaf best að vera sjálfum sér líkur. Sem slíkur.
Jack Daniel´s, þetta er samt ekki jafn tær snilld og Icesave-plottið hans Sigurjóns digra og félaga í Landsbankanum.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 02:52
RE, jú jú, ég held að Steingrímur J. skilji það alveg
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 02:54
Zteyngrýmur, þezzu er erfitt að zamzinna ekky.
Ómar, ég get fengið fálkaorðuna niðrí Kolaporti á 50 kall. Held að stórriddarakrossinn sé kominn uppí 70 kall.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 02:55
Eygló, svona eiga brúðkaupsmyndir að vera. Dóríður og Jón Násker eru ekkert með ósvipaða hárgreiðslu. Og ekkert ósvipað augnaráð. Og ekkert ósvipaða slefu.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 02:58
Jens Guð, þetta tungumál er kallað gríslenska. Þetta er móðurmál forsetans.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 02:59
Þórólfur, þetta venst.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 02:59
Helga, jú það er einmitt von á diski með Serði Monster. Hann kemur út núna í október, á 1. árs afmæli bankahrunsins. Við hæfi. Maður verður nú að halda uppá daginn með poppi og prakt.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 03:04
Jenný, jú jú, það væri ansi hreint hressandi að fá heiðarlegan leikritaútgefanda, en ég geri ráð fyrir að þeir séu allir farnir á hausinn.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 03:05
Sorglegt hvernig Jón Násker & Óli grís hafa í raun breytt Íslandi yfir í Grísaland með sínu svínslega eðli - mér skilst að C.I.A grunni þá félaga um að bera ábyrgð á "svínaflensunni" - Kári í Decode hefur nefnilega rakið "svínslega genið" beint til þeirra félaga. Tær snild hjá þjóðinni að velja Óla grís sem sameiningartákn fyrir þjóðina - við eru fyndnasta þjóðin í stjörnukerfinu ef frá er talin pláneta 66 XO.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 4.9.2009 kl. 11:21
Þú þarna stormur eða hvað þú nú heitir. Ég hef talið mér rétt og skylt að snúat til varnar mínu fólki gegn ykkur eitur og sóðakjöftum. Þetta bull kemur mér til að bæta eslku drengnum honum Óla brotna grís í hóp skjólstæðinga minna. Mér finnst að það eigi bara ekki að birta svona nokkuð í blogginu, nóg er af svívirðingunum fyrir því.
Ragnar L Benediktsson, 4.9.2009 kl. 11:40
Þið þarna sem lepjið upp slefuna úr Storminum kunni þið bara ekki að haga ykkur ? mér blöskrar hvernig þið jáist við þessu bulli í storminum. Nær væri ykkur að snúast foringja okkar til varnar. Það er sko engin afsláttur veittur á fleski í Bónus, ekki heldur á skoðunum Þórríðar á okkar fólki. Ég bara skora á ykkur að biðjast afsökunar og sýna auðmýkt þegar þið skammist út í Óla minn og Þórríði, og hana nú.
Ragnar L Benediktsson, 4.9.2009 kl. 12:11
Þessar færslur hafa verið tær snilld hjá þér Stormur og ég held að snilldin sé meðal annars falin í því hversu laus þú ert við flokkadrætti (þó þú sért vonandi ekki alveg laus við drætti af öðrum toga.)
Staðan er einfaldlega þannig að það er engin saklaus. Það er engan hvítan riddara að finna neins staðar í stjórnsýslunni. Ég var að vona að Steini Joð myndi standa við sín stærstu orð loksins þegar vesalingurinn fékk tækifæri til en hann virðist því miður vera beinlaus. Tilbúinn á grillið sem aukaréttur með svínakjötinu.
Takk kærlega fyrir að fá mann til að hlæja að þessu öllu saman. Það er það eina hægt er að gera.
Pétur Harðarson, 4.9.2009 kl. 15:50
Já Pétur, satt er það. Aukaréttirnir eru ýmsir en ekki af ýmsum toga, það er á hreinu. Ragnar L. Benediktsson, Sverrir hefur einstakt lag á því að koma hlutum í orð sem að mörgum finnst en fáum er gefið að stafsetja á jafn skemmtilegan hátt. Óla Grís kaus ég ekki og finn mig alls ekki knúinn til að biðja hann afsökunar á einu eða neinu. Hvað þá vinstri vangefna sem að sitja í stjórn, né heldur samspillinguna. Ef þú hneykslast á orðalagi, lestu þá bara önnur blogg.
Heimir Tómasson, 4.9.2009 kl. 15:58
Jakob Þór, Það er ekki beint hægt að segja að Óli sé sameiningartákn þjóðarinnar en hann er allavega sameiningartákn þjófanna.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 16:39
Ragnar Ell, Tek undir með þér þegar þú segir að við verðum “að snúast Foringja okkar til varnar.” Það er rétt hjá þér að Dabbi er búinn að fá meir en nóg af skít yfir sig. Spyrjum ekki hvað Dabbi getur gert fyrir okkur heldur hvað við getum gert fyrir Dabba. Og þú kemur með svarið: “Að snúast Foringja okkar til varnar.” Alveg kórrétt hjá þér.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 16:52
Pétur, það er rétt hjá þér ég er alveg laus við flokkadrætti nema að þú eigir við “flokkadrætti” í sömu merkingu og hópsex.
Hef aldrei gengið í neinn flokk og mun líklega aldrei gera. Vil sjá hér utanþingsstjórn skipaða fagmönnum, jafnvel erlendum fagmönnum ef engir innlendir finnast.
Flokkarnir hér eru allavega búnir að sanna að þeir eru ekki hæfir til starfans. Svo ég tali nú undir rós þá eru þetta algerðir viðvaningar og leppalúðar upp til hópa.Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 16:54
Heimir, það er ekki flóknara en það.
Sverrir Stormsker, 4.9.2009 kl. 16:55
frábær skemmtun að lesa ...þetta er skitapakk
Örn Björnsson, 5.9.2009 kl. 08:52
Sverrir, ég vísa í orð Dorrit: "Stórustu þjófar alheimsins" Ég vona að Dorrit hætti að henda öllum sínum perlum í Óla grís, perlurnar eiga betra skilið. Talandi um leppalúðanna sem sitja í ríkisstjórn, er ekki hægt að fá starfsmannafélag Jólasveinna til að fara í mál við stjórnina á þeim forsendum að þarna eru amatörar að reyna að leika jólasveina & leppalúða allt árið í kring, nema á jólunum. Þetta eru bara vörusvik sem þessir jokerar bjóða okkur uppá. Setja Talsmann neytenda í málið..!
Jakob Þór Haraldsson, 5.9.2009 kl. 11:20
Já það er svona þegar svínið gaf orðurnar eins og lakkrís bændum sem heyðjuðu og húsmæðrum í vesturbæ fyrir að vaska upp og vakna á morgnana þá er ekki nema von að orðurnar lækki í verði
Ómar Ingi, 5.9.2009 kl. 11:54
Örn, takk fyrir það. Ég vil benda þeim mönnum á sem vilja stöðva þessa miður kræsilegu grísaveislu að fara inná þessa síðu á facebook og skrá sig. Þarna er verið að skora á kallinn að pakka saman.
Sverrir Stormsker, 5.9.2009 kl. 13:27
Jakob Þór, það þarf að setja FÍAT í málið, - Félag Íslenskra Atvinnutrúða.
Sverrir Stormsker, 5.9.2009 kl. 13:30
Ómar, þessar fálkaorður og skálkaorður eru einskis virði í dag. Óli er búinn að gjaldfella þær einsog embættið.
Skrítið að synir Ladda séu að berjast fyrir því í dag að pabbi sinn fái eina slíka. Er þeim eitthvað illa við hann? Laddi vinur minn er góður maður og á þetta ekki skilið.
Sverrir Stormsker, 5.9.2009 kl. 13:42
Frábært.Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.9.2009 kl. 23:31
Sigurbjörg, eflaust eitthvað verra til í þessum heimi :)
Sverrir Stormsker, 6.9.2009 kl. 03:07
Kæru stormsker bloggvinir, Við ættum að fara fram á það að Óli grís sæmi Sverrir Stormsker Fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar bloggvinir,
Fyrir að færa okkur bjartsyni ,
Nú vandast málið, Sverrir er stórmenni, ( hvað ertu hár?) og það er úr mörgu að velja.
Riddarakross,
Stórriddarakross,
Stórkross,
Stórriddarakross með stjörnu,
Stórkross með keðju,
Við þurfum bara að senda um 31.000 undirskriftum á forsetafífl@forsetafífl.is;
RE, 6.9.2009 kl. 15:42
Ekki veit ég hvaða kross Stormskerið á að fá, en ég legg til að forsetinn verði sæmdur stórloddarakrossinum.
Theódór Norðkvist, 6.9.2009 kl. 20:43
RE, stórriddarkross með stjörnu? Er það ekki bara eitthvað fyrir homma?, með fullri virðingu fyrir saurþjöppum.
Sverrir Stormsker, 6.9.2009 kl. 23:58
Theódór, spurning hvort það eigi að hengja kross á kallinn eða hengja hann á kross
Sverrir Stormsker, 7.9.2009 kl. 00:00
Eg veit það ekki. Er stórkross með keðju fyrir negranna?
http://i29.tinypic.com/73mr02.jpg
RE, 7.9.2009 kl. 01:05
Snilldin ein eins og alltaf. Get ekki annað en þakkað fyrir að fá að lesa þetta :)
Valur Hafsteinsson, 7.9.2009 kl. 02:26
Sannleikurinn gerir menn frjálsa. Sverrir er frelsishetja!
Hver er með eintak af bókinni um foretann sem byrjað var að prenta og var breytt eftir 6 október 2008.
Steikjum fleskið!
Svanur Guðmundsson, 7.9.2009 kl. 14:55
hehe jamm það er týpist oli og dorrit að rifast sverrir þu ert alveg stórkostlegur hehe:D
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:54
Sverrir er ekki kominn tími á að þú bendir þjóðinni á að HÆTTA að versla við Jón Násker.
Hann segist hafa traustann kúnnahóp, hver hefur geð í sér að versla í Hagkaup?
Værir þú ekki til í að koma með lista yfir allar þær verslanir sem á '' á '' , reyndar allar í skuld.
Jónsson, 10.9.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.