2.11.2009 | 11:06
Að drulla á gólfið í annarra manna húsum
Öðru hvoru sé ég í bloggheimum hágrenjandi menn sem kvarta sáran yfir því að ég skyldi hafa hent þeim út af blogginu hjá mér sem ótækum kommenterum. Þeir eru um 5 talsins, - 5 af þeim þúsundum sem skrifa og kommentera á moggablogginu. Þessir menn eru svokölluð "troll" eða netheimanöldrarar sem eyðileggja alla umræðu sem þeir koma nálægt með því að dylgja og þrugla og bulla og rugla og leggja endalaust síðuhaldara orð í munn með tuðáráttu sinni og óendanlegum leiðindum.Yfirleitt nota þeir annarra manna síður undir sitt vafasamasta bullshit.
Innlegg þeirra eiga ekkert skylt við "rökræður" eða "skoðanaskipti" heldur aðeins jag og þus og rugl og bull og dylgjur og skítkast og nagg og röfl og skvaldur og nonsens og óbærileg leiðindi. Við svoleiðs menn segir maður einfaldlega: "Veistu það, ég nenni þér ekki. Þér er ekki viðbjargandi. Vertu úti."
Þetta flokka þeir sem gasalega ritskoðun og aðför að tjáningarfrelsinu og fara háskælandi um bloggheima og geta ekki á heilum sér tekið hvað maður er nú vondur að leyfa þeim ekki að nöldra og nöldra og nöldra og nöldra á manns eigin síðu í eyrað á manni í það óendanlega. Síðan taka þeir til við að bulla um að maður hafi ekki undan við að fleygja út mönnum sem eru manni ekki hjartanlega sammála í einu og öllu, sem er náttúrulega fráleit þvæla einsog annað sem þeir hafa uppá að bjóða.
Bloggsíða hvers manns er hans eigið hús sem hann ræður hverjum hann býður í. Sumir menn eru einfaldlega ekki í húsum hæfir. Svokallaðir party spoilerar. Ekkert ósvipaðir drafandi barfyllibyttum sem liggja á öxlinni á manni og slefa einhverri heimsku uppí eyrað á manni. Þessir ódönnuðu aular leggja það í vana sinn að vaða inní annarra manna hús og skíta á teppið og furða sig síðan á því að þeim sé fleygt á dyr og sagt að drulla heima hjá sér. Slíkir menn eru ekki viðræðuhæfir og maður hendir þeim náttúrulega bara út með hryllingi og gúmmíhönskum. Eftir að hafa gefið þeim fullt af sénsum án árangurs þá fær maður að sjálfsögðu uppí kok og segir dæsandi: "Æi vertu úti apinn minn og lærðu að skíta í eigið klósett. Ekki á gólfið hjá mér. Láttu þig hverfa leppalúði. Vertu blessaður."
Það er ekki flóknara en það.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 147
- Frá upphafi: 975160
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh
Athugasemdir
Heilbrigð skynsemi tekur undir þessi orð þín, ég hef einnig þurft að loka á SEX aðila, sem er ólíkt sporðdrekum sem elska SEX, en í þessu tilfelli voru á ferðinni "atvinnu spunnameistarar & lygar á vegum Samspillingarinnar" það lið er ekki húsum hæft og því fór sem fór. Eða með orðum Jóns Náskers: "Farið hefur FÉ betra...!" Mér finnst samt að þú eigir að opna aftur fyrir Óla grís, óþarfi að loka á hann þó hann sé alltaf að skíta á sig - það tengist eflaust skítlegu eðli þess manns.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 2.11.2009 kl. 11:24
Algjörlega sammála. Ég hef þurft að losna við nokkra slíka menn, og sumir einmitt hagað sér svona í kjölfarið.
Takk.
Snorri Bergz, 2.11.2009 kl. 12:25
Allavega ertu ekki búinn að henda mér út. Mér sýnist oft sem að tilgangur þinn sé að hneyksla svo ég er ekkert hissa þótt viðbrögðin verði af misjöfnum toga.
Offari, 2.11.2009 kl. 12:31
Sæll Sverrir. Það er leiðinlegt að þurfa að fara út í svona aðgerðir...
Bara fyrir forvitnissakir: Hvaða 5 menn eru þetta?
Kv. Sigurjón V.
Sigurjón, 2.11.2009 kl. 12:35
Þeir sem þú hefur hent út hafa iðulega bent á að um sé að ræða ritskoðun. Þetta er einfaldlega rangt hjá þeim. Einugis er um dritskoðun að ræða
Jóhann Kristjánsson, 2.11.2009 kl. 13:26
Það er þokkalegur hópur dóna á blogginu. Þá á ég ekki við slormynnta menn sem kunna að skrifa; þeirra framlag er vitanlega ómetanlegt. Nei þessir dónar slá fram órökstuddu bulli og gera allt nema vera skemmtilegir.
Svo eru þeir líka til sem henda fólki út sem þeim er ekki sammála...jafnvel þó engar blammeringar og ekkert drullumall sé í gangi.... það er sorglegt lið sem þolir sjálfsagt eiginkonum sínum að salta grautinn og mikið... reyndar eru þeir einu slíkir sem ég hef rekist á Samfylkingarmenn... það hlýtur að vera tilviljun...er það ekki annars ?
Haraldur Baldursson, 2.11.2009 kl. 17:58
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 20:29
Jakob Þór, já ég verð að fara að hleypa Óla grís aftur inn og verða þar með sá eini á landinu sem umber hann, fyrir utan Dorrit og útrásarvíkingana.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:41
Snorri, þessum niðurgangsmönnum finnst alveg ótækt að fá ekki að vaða fretandi og drullandi inná annarra manna síður og menga þar allt hátt og lágt og finnst síðan alveg gríðarlega óréttlátt og skrítið að vera hent út á götu. Sumir þeirra íhuga eflaust að kæra málið fyrir Mannréttindardómstóli Evrópu.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:44
Offari, hef aldrei séð nokkra ástæðu til að henda þér út þó við séum eflaust ekki sammála um alla hluti, enda breytir það engu.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur tilgangur minn ALDREI verið að hneyksla bara til að hneyksla. Tildæmis varð ég afar hissa þegar einhverjir misskilningsmeistarar héldu að ég væri að saurga íslenska fánann með myndinni á nýja plötuumslaginu mínu. Útrásardólgar ERU einfaldlega að taka Klakann í fjósið og ég teiknaði mynd af því. Fáninn var symbol. Mjög einfalt, en samt ekki nógu einfalt fyrir suma.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:48
Sigurjón, man ekki hvaða 5 gæar þetta eru og nenni satt að segja ekki að garfa eftir því. Man samt að einn þeirra kallar sig Valsól eða Hvalsól eða eitthvað svoleiðis en honum hefur víst verið hent út af eyjunni og víðar, og skal engan undra. Hann er einn af þeim sem má ekki heyra minnst á Sjálfstæðisflokkinn án þess að ganga alveg af göflunum. Held hann sé með Davíðs-heilkennið í þokkabót á mjög alvarlegu stigi.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:52
Jóhann, “dritskoðun” er akkúrat orðið sem mætti nota um þetta. Sjálfur kalla ég þessa netheimanöldrara oft drithöfunda.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:53
Haraldur, þessir drithöfundar eru oft svo sjálfhverfir í þráhyggju sinni að þeir halda að það sé verið að henda þeim út afþví að síðuhaldari sé þeim ósammála en fatta ekki að þeir eru einfaldlega að kæfa allt úr leiðindum með fyrirsjáanlegu nonstop síbyljutuði sínu og eru einsog randafluga í eyranu á manni.
Veit ekki hvort að samfylkingarmenn séu búnir að sérhæfa sig í þessu en það kæmi mér þá ekki á óvart.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:56
Jón Steinar, útrásarvíkingarnir hljóta að fá bóner þegar þeir sjá þessa mynd. Held þeir fái aldrei nóg af “fjósamennsku.” Skilst að Jón Násker sé um þessar mundir að gera enn eina slíka aftanítökutilraunina í gegnum Raupþing banka.
Sverrir Stormsker, 2.11.2009 kl. 20:59
Sæll Sverrir. Mér dettur í hug málsháttur sem ég las,og held nokkuð upp á. "Engin verður óbarinn boxari" Þeir sem kasta skít,geta lent í því að fá eitthvað til baka. Annars langar mig að fá álit þitt á þvi,og vonandi stuðning við að mómæla flutningi Reykjavíkurflugvallar. Sá flutningur MUN KOSTA mannslíf á hverju ári vegna lengri tíma sem mun taka fyrir fólk í lífshættu að komast á "hátæknisjúkrahús". Ég skrifaði blogg um daginn til að mótmæla grein eftir Gísla Martein en því miður hafa sárafáir lesið bloggið. 3 til 4 sem falla á ári til að hægt sé að stækka snobbhverfi er kannski ekki mikil fórn að hans áliti. Ég hef slæma reynslu af fjölmiðlum,þeir beita "þöggun" á þá sem eru ekki "inn". Ég hjólaði í K.Í, B.S.R.B. ríkið og fleiri um árið (2003) en fjölmiðlar þögðu um málið,þrátt fyrir góðan málstað hjá mér.JAFNRÉTTISBROT á KARLMÖNNUM. Mál nr. 10 árið 2003 hjá Kærunefnd jafnréttismála. (Það vannst á endanum) Fékk heldur ekki neina athygli eða auglýsingu í fjölmiðlum í nóvember í fyrra,þegar ég hélt tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. (15 HÁA CÉA tónleika) Hélt líka sjö tónleika í sumar og gaf 1/3 til mannúðarmála,stóru fjölmiðlarnir og blöðin höfðu EKKI áhuga. Ef þú vilt rífa kjaft til góðs fyrir þjóðina,þá bloggaðu um flugvallarmálið.Læknar og sjúkraflutningamenn sem skrifað hafa um það VITA að líf muni tapast ef leiðin lengist. Vonandi tekur þú vel í þetta, það hlusta örugglega mun fleiri á þig en mig. Virðingarfyllst, Kári Friðriksson,(tenorsöngvari).
Kári Friðriksson, 2.11.2009 kl. 23:15
Já, heyrðu, og um leið og þú bloggar um flugvallamálið þá máttu endilega blogga um að það vantar fleiri hraðahindranir í Kópavog, sérstaklega austurbæinn. Og fyrst þú ert nú að bjóða þessa þjónustu þá máttu endilega blogga líka fyrir nýrri lyftu í Vesturbrún 4, Rvík. Svo vantar líka frítt gel í sundlaugarnar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:28
Ég ætlaði að segja rakgel, ekki bara "gel" ... helst þetta í bláu túbunum.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:30
Svo vildi ég benda á að myndin þarna af rassgötunum ER af útrásarvíkingunum ... Jón lengst til vinstri, svo Pálmi Haralds, svo Hannes Smára (þetta með tappanum í), Björgólfur og Óli. Þær hanga uppi á skrifstofu breska fjármálaeftirlitsins og eru frá íslenska ríkinu með þökk fyrir viðskiptin.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:38
Keep up the good work Serðir
Ómar Ingi, 2.11.2009 kl. 23:51
Maður er nokkuð oft umkringdur hálfvitum... líklega með skitu?
Eygló, 3.11.2009 kl. 02:26
Kári, ég get því miður ekki aðstoðað þig í flugvallarmálinu því ég er þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að fljúga í burtu, (jafnvel þó pabbi hafi unnið þar í hálfa öld). Skrifaði um það mál fyrir mörgum árum og færði rök fyrir máli mínu.
Ég skal hinsvegar taka þátt í tónleikahaldi fyrir Mæðrastyrksnefnd og slík samtök hvenær sem ég hef tíma. Frítt að sjálfsögðu. Var einmitt að sækja brauðhlöss í nokkur bakarí með Eiríki Stefánssyni á Sögu vini mínum fyrir stuttu og alla þessa stóru poka keyrðum við svo niðrí Fjölskylduhjálp. Þetta gerir Eiríkur á hverjum þriðjudegi. Eiríkur er einn af mönnunum á bak við tjöldin.
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 03:01
Bergur, þessir myndir af rassgötunum eru náttúrulega af útrásarvíkingunum að sjálfsögðu. Sé það núna. Maður þarf að fara með nefið og augun alveg ofaní skjáinn til að sjá hver er hvað. Hannes Smára (þriðji frá vinstri) notar þessa mynd í ökuskírteinið sitt og það er víst vegna þess að hann myndast betur að aftan en framan.
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 03:08
Ómar Ingi, engin hætta á öðru
Eygló, já maður er undarlega oft umkringdur hálfvitum. Ég var einmitt á þingpöllum Alþingis í dag.
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 03:10
hér hef ég aldrei drullað áður-kannski þú hendir mér bara út........
zappa (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 03:37
zappa, búið og gert. Næsti!
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 07:30
Með svona alvarlegri pistlum frá þér Stormsker, sem er bara gott, fínt og flott.
Sýnir að þú ert fjölhæft sker, sem ég kann að meta í háði og harmi.
(bara að tékka hvort ég væri komin í "fimmbækurnar")
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.11.2009 kl. 08:48
Takk fyrir svarið. Ég vona auðvitað að flugvöllurinn verði áfram. Ef glatast fjögur mannslíf á ári þá gera það 200 á næstu 50 árum,)sem er líklegt að Gísli Marteinn geti lifað. Atvinna á vellinum var held ég fyrir c.a. 600 manns,sem mundi þá færast til Keflavíkur,eða tapast. Óþægindi tímatap og kostnaður fyrir þá sem fljúga og sjálfsagt tap fyrir verslunina í Reykjavík.Sumir munu hætta við að fara þangað ef það tekur mun lengri tíma,fara t.d. til Akureyrar að versla í staðin. Vonandi þurfum við hvorugur á því að halda að komast með flugi "suður" til að komast með hraði á spítala. Fer að koma tími á bók frá þér...Kveðja,Kári.
Kári Friðriksson, 3.11.2009 kl. 12:23
Jenný, ímyndaðu þér ef fimmbækurnar hétu SEX-bækurnar. Myndi örugglega misskiljast.
Annars finnst mér bara ansi gott að vera geðklofi á Íslandi í dag.
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 14:44
Kári, það kemur mjög sennilega út bók á næsta ári þó það sé kreppa. Ekki endilega eftir mig, en mér finnst ekki ólíklegt að það komi út bók á næsta ári, eftir einhvern
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 14:51
Sverrir, gæti verið að þú værir frekar með geðklof? Nei, bara spur.
Eygló, 3.11.2009 kl. 18:46
Eygló, jú geðklofar eru náttúrulega með geðklof. Þessvegna kallast þeir nú geðklofar. Þeir eru einnig kallaðir klofhugar og fá klofbætur hjá Tryggingamálastofnun. Það er ekki flóknara en það.
Sverrir Stormsker, 3.11.2009 kl. 20:21
Ég hef þurft að henta 4 athugasemdum út í gegnum minn bloggferil sem "spannar" 2 ár og banna 3 ip tölur.
Annars hafa þeir sem á mína síðu, semsagt núverandi síðu og þá sem ég hafði áður, verið til friðs og getað haldið uppi málefnalegum samræðum.
En það eru alltaf einhverjir sem það geta ekki. Því miður.
ThoR-E, 4.11.2009 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.