Ingibjörg Sólrún reið þjóðinni

geir_og_imba.jpgÉg veit ekki alveg hvor ummæli Imbu Sollu eru óheppilegri; þau sem hún viðhafði á Borgarafundinum í fyrra - að fólkið í salnum væri ekki þjóðin, eða þegar hún afsakaði þessi orð sín í þætti Sölva á Skjá 1 fyrir stuttu: "Mér fannst fólkið reitt og það gerði mig líka reiða."

Reiði hennar var þó af allt öðrum toga en reiði fólksins sem var að missa aleiguna. Fólkið var reitt útí hana vegna getuleysis ríkisstjórnar hennar en Imba var auðvitað ekki reið útí sjálfa sig heldur var hún reið fólkinu fyrir að vera reitt henni og hennar handónýtu ríkisstjórn. Skilningsleysi Imbu er greinilega ennþá alveg í algleymingi. Hún virðist ekki ennþá ná því, ári eftir hrunið, hversvegna fólkið var og er reitt. Menn virðast missa allt jarðsamband um leið og þeir komast á þing. Fara strax uppí 40 þúsund fetin, - sumir í boði útrásardólganna.

 

geir_og_imba_dumb_and_dumber.jpgEr reiði fólks virkilega óskiljanleg?

 

Í þætti Sölva á Skjá 1 sagði Imba Solla spekingslega:

"Ég held að reiðin sé mjög vont afl. Eitt af því, sem ég ásaka sjálfa mig fyrir og á kannski erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér í kringum hrunið, það er það að hafa átt þátt í því að kalla fram alla þá reiði sem varð í samfélaginu. Ég get ásakað sjálfa mig fyrir að hafa ekki stuðlað að því að draga meira úr þeim skelli sem að þetta varð fyrir samfélagið og draga úr þeirri reiði sem þetta kallaði fram í samfélaginu, vegna þess einsog ég segi: Reiðin er svo vont afl."

Hún semsagt framkallaði reiði og reiddist svo fólkinu fyrir að reiðast. Hún skilur ekki að fólk fylltist réttlátri reiði. Reiði getur nefnilega verið réttlát og undanfari breytinga til batnaðar þó að Imba skilji það auðvitað ekki.

 

stjórnmálamenn í boði Bónus.jpgImba leggur réttláta reiði og græðgi að jöfnu

 

Og áfram hélt samspillingarskörungurinn að ausa úr viskubrunni sínum:

"Ég er þeirrar skoðunnar að þeir sem eru hugmyndafræðingar eða talsmenn reiðinnar þeir gera samfélaginu jafn mikið ógagn og hugmyndafræðingar og talsmenn græðginnar gerðu á sínum tíma."

Imba og Óli.jpgVá hvað þetta er djúpt. Einstein bara mættur á svæðið. Hún hlýtur að fá Nóbelinn fyrir þessa speki. Hún leggur að jöfnu fólk sem er reitt yfir því að hafa misst aleiguna og fólk sem mærði græðgina, Baugsveldið og útrásina í hástert. Þar er hún líklega að tala um sjálfa sig, Ólaf Grí(m)s og fleiri slíka lírukassaapa útrásarinnar. Henni virðist fyrirmunað að skilja reiði fólks enda lítur hún ekki á almenning sem þjóðina. Þjóðin er í hennar huga þotuliðið; stjórnmálamenn, útrásarviðrini og kúluvambir bankanna.

imba_haekkar_skattana.jpgHún og hennar vankaða ríkisstjórn framkölluðu reiði með aðgerðaleysi sínu og aulaskap og svo furðar hún sig núna á reiði fólks. Ég veit ekki hvað þetta er sem hún er með í höfðinu, en ég óska henni góðs bata þó hann sé ekki beint sýnilegur. Mitt síðasta verk væri að gera grín að veikindum fólks, en þegar einhver sagði mér að Imba Solla væri með eitthvað í hausnum þá sagði ég að það gæti bara ekki verið. Ég tryði nú ekki hverju sem væri. Hún væri jafn tóm og vasar almennings. Það eru greinilega engin batamerki á lofti. Bara manneskja full af lofti.

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember 2009)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Solla er reið en þjóðin er leið á aulaskap stjórnar hennar.  Solla & ekki meir Geir flugu með einkaþotu á 2 daga fund NATO, til að spara tíma sem var svo dýrmætur, tær snild eað hvað? Í mínum huga hefur hausinn á Sollu alltaf verið tómur & ég hef aldrei skilið það blinda hrós sem hún fékk sem borgarstjóri Error-listans (terrorlistinn) en spunnameistarar Samspillingarinnar bjugu til ímynd af öflugum leiðtoga sem skilur ekki þjóð sína - leiðtogi sem í raun skilur ekki eytt eða neytt.  Ég spái "come-back" hjá drottningunni (hrollur) eða það að hún bjóði sig fram gegn Dabba kóng í embætti Forsetans þegar Óli Grí(m)s verður borinn þar út. Solla er gott dæmi um að það verður að fara að kenna heimspekilega hugsun í grunnskólum landsins, það vantar nefnilega heilu kaflanna í hennar hugsun..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 16.11.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Sverrir.

Ekki skil ég öll þau viðbrögð sem þessi grein hefur hlotið að undanförnu hér í bloggheimum.  Húmorslausar húsmæður úr Vesturbænum hafa bókstaflega ryksugað íbúðina hjá sér með innsoginu einu saman, svo mikil hefur hneykslunin verið.  Vera má að þetta séu sammarar sem ekki þola gagnrýni á fyrrum foringja.

Hvað segirðu annars?  Ertu á Skerinu núna eða í Asíu?

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 16.11.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: RE

Þessi grein varð til þess að greindarvísitalan snarhækkaði meðal lesenda Morgunblaðsins.

http://www.dv.is/sandkorn/2009/11/16/sendiherra-hafnar-skit/

RE, 16.11.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Góð áminning. Varð til þess að ég las fleiri eldri góð blog. Jú listamenn eru listamenn. Var staddur á Grand Rokk í góðum gír, fyrir löngu, þegar einn góður listamaður kom askvaðandi inn um dyrnar.

Móður og másandi tókst honum að stynja upp úr sér að nú væru Íslensku þjóðinni gjörsamlega allar bjargir bannaðar. Það hafði nefnilega kvissast út að læknavísindunum hafði tekist að vinna bug á meinum ISG. Allan greindari hluta samkomunnar setti hljóðan. Var það endalaust ólán sem átti að ganga yfir Íslensku þjóðina.

Annars las ég aðra athugasemd í dag, einhversstaðar um greinina þína sem varð til þess að ég leitaði hana uppi. Takk fyrir að leggja hana inn í bloggið. Þar sagði einn sem mótmælti fussi og sveii á skrifum þínum. Það væri ekki hægt að skrifa níð um ISG, hún væri líklega ómerkilegasti stjórnmálamaður Íslands frá landnámi.

Jens Guðmundur Jensson, 16.11.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fæ ómögulega séð einhverja sérstaka kímni í pistlinum, bara gamlar tuggur um konuna sem margoft hafa heyrst áður. því þykir mér alveg óþarfi að gera veður út af þessu, viðkvæmnin óþörft, en hafi Sverrir ætlað að vera mjög fyndin, þá fer það nú ósköð leynt í þetta skiptið finnst mér.

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Ómar Ingi

Maggi spurning um að spara fyrir smá Húmor

Ómar Ingi, 16.11.2009 kl. 21:03

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Er reið ekki alltaf réttlát í huga hins reiða?

Páll Geir Bjarnason, 16.11.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Sigurjón

Á ensku yrði titillinn væntanlega: ,,Ingibjorg Solrun fucked the nation"...

Sigurjón, 17.11.2009 kl. 03:24

9 Smámynd: Pétur Harðarson

Solla geðstirða er sennilega eina manneskjan á landinu sem nær að skáka Davíð Oddssyni í hroka. Henni er ómögulegt að svara spurningu án þess að glotta og hlæja eins allt sé neðar henni.  Mikið afskaplega er gott að hún sé fjarri stjórnmálum í dag. Vonum að hún snúi ekki aftur.

Pétur Harðarson, 17.11.2009 kl. 04:56

10 Smámynd: Pétur Harðarson

Sverrir, ert þú orðinn leigurakki Davíðs Odds?  Svo er allavega að heyra af öðrum bloggurum. Hér er smá klausa frá einum þeirra:

Ég vil benda alþjóð á að þegar þessi soragrein er lesin ættu lesendur að gera sér grein fyrir því að Sverrir Stormsker (SS) er ekkert annað en leiguþý. Þessi soragrein er á ábyrgð ritstjórans Davíðs Oddssonar og ekki nokkur vafi að hún er skrifuð að hans undirlagi og með hans velþóknun.  Ég tel fullvíst að Sverrir Stormsker (SS) hafi verið fenginn ganggert til að vinna þetta verk; alt bendir til að næstu laugardaga verði framhald á skítkastinu og fyrrum andstæðingar Davíðs Oddssonar rakkaðir niður af orðljótasta manni landsins, sá mun gelta þegar honum verður sigað.

 Ég verð að hryggja þig með því Sverrir að með mér finnst þessi málsgrein hér fyrir ofan vera fyndnari en flest sem þú hefur skrifað.

Pétur Harðarson, 17.11.2009 kl. 06:32

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skil hana alveg, sko. Ef ég nefbrýt einhvern af því hann vill komast inn á barinn á undan og hann reiðist... ég meina, hann var að troðast. Svo verður hann reiður að ég kýldi hann. Kommon, ekki vera með þessa neikvæðni. Reiði er ljót, farðu bara aftast í röðina og passaðu þig að klína ekki blóði í alla. Jú, ég sé kannski soldið eftir að hafa kýlt hann, en það breytir því ekki að reiði er vont afl.

Svo er Óli Grí(m)s flottur í jakkafötum.

Villi Asgeirsson, 17.11.2009 kl. 11:23

12 identicon

Orð í tíma töluð Sverrir minn, húrra, húrra, húrra

bkv.

g

sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:07

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Einu sinni var lítill jarðálfur sem hét Láki, Láki lét sér ekki nægja að sprauta úr pennanum sínum á okkur feminista, heldur tróð hann púðri í pípu forsetans og rak Ingibjörgu Sólrúnu upp í tré! .. Svo sagði Láki og brosti ísmeygilega "Oh, hvað það er gaman að vera vondur"..

Láki samdi nýlega ágætan texta við lagið, "Seasons in the Sun"  sem náði vinsældum 1974, en á sama ári náði hann Billy sem vildi verða hetja einnig miklum vinsældum.  Af því tilefni hefur undirrituð skrifað eftirfarandi íslenskaðan texta um Sverri andhetju,  sem passar nokkurn veginn við lagið um Billy (mæli með því að spila það undir á meðan textinn er lesinn):

Siðgæðisgangan gekk um bloggheima

siðprúð þjóð að henni hænd

Ég leit á síðu og þar sá ég Sverri

sem vildi verða "last in læn"

og á hans herðum sátu púkar

sem léku með hans heilabú

úr mörgum áttum raddir ei mjúkar

af þeirra vörum heyrði hann:

"Sverrir vertekki perri, vertekki fífl alla tið"

"Sverrir vertekki perri, snúðu frá klámtali og níð"

"nú aldeilis komið  er nóg, þú úlfur í Dabbakóngsskóg!"

"Sverrir vertekki perri, þá skötuna* býð"

En sverrir brosti og sagði svo brattur:

"Ekki lýgur Morgublað"

og Dabbi gól: "Við birtum dár og drullu"

við mætast metum frelsi það.

Leyfum þeim Eið og Sigga að kvarta

um "sóðalegan sorakjaft" ..

en Sverrir stífur stóð á sinni síðu

færði sig betur upp á skaft.

"Sverrir vertekki perri, vertekki fífl alla tíð"

"Sverrir vertekki perri, snúðu frá klámtali og níð"

"Nú aldeilis er komið nóg, þú úlfur í Dabbakóngsskóg"

"Sverrir vertekki perri, þá skötuna býð" ..   

Ég heyrði að Sverrir snöggt hefði snúist

látið af sora og svínarí

Já, við þessu hafð´enginn búist

á honum birtist hliðin ný

hann mun ei sækja í ræsið á ný ...

JM - nóvember 2009

* Afsakaðu seint svar Sverrir, þakka gott boð í skötu á Þorláksmessu, en hef ekki smekk fyrir neinu kæstu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.11.2009 kl. 17:29

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jakob, sem borgarstjóri flæmdi Imba Reykjavík uppí Kópavog. Ágætis afrek í sjálfu sér en kannski ekki ýkja greindarlegt. Hækkaði stöðumælagjöldin um 150% og ólöglega bifreiðalagningu um 400%. Setti á holræsaskattinn fræga sem átti að afnema innan skamms tíma en var aldrei aflagður. Bitnaði mest á þeim lægst launuðu.

Lét borgina kaupa hjólbörur handa sér til að geta selflutt kampavínið í fimmtugsafmælið sitt, o.s.fr. o.s.fr. Raðaði kynsystrum sínum í allar áhrifastöður borgarinnar. Femíniseraði borgarkerfið. Sagði mánuði fyrir hrun: “Hér er engin kreppa.”

Eflaust má segja margt jákvætt um embættisfærslu hennar í gegnum tíðina, en þá held ég maður þurfi að vera frekar vankaður. Svo má náttúrulega benda á eitthvað annað, einsog til t.d. Dabba og segja að hann hafi verið mun verri. Þá gera menn það bara. Sársaukalaust af minni hálfu. Ekkert mál.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 21:45

15 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurjón, já margar húsmæðurnar hafa “ryksugað íbúðina hjá sér með innblæstrinum einum saman” einsog þú orðar það svo ágætlega, út af þessari meinleysislegu grein þar sem ég halla orðinu lítillega á snillinginn Imbu sem átti sinn drjúga þátt í hruninu, einsog hún viðurkennir sjálf í tilvitnunum.

Svo getur maður náttúrulega bætt bölið með því að benda á eitthvað annað og slíkir menn finnast á hverju strái, sérílagi í bloggheimum, og það þarf ekki mig til að bæta þar um betur.

Hvað varðar veru mína þá er Skerið sem stendur á Skerinu.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 21:51

16 Smámynd: Sverrir Stormsker

RE, ég kíkti aðeins á þessa háalvarlegu og hátíðlegu vandlætingargrein sem þú bendir á. Það eru ansi margar eyður í henni. Eyður Guðnason virðist ekki alveg ná grunnpunktinum, enda flokksbundinn samfylkingarmaður, og það er lítið við því að gera. Flokkspólitíkin verður oft að trúarbrögðum.

 

Kommentin við grein hans þykja mér öllu áhugaverðari og skemmtilegri. Einn þeirra segir t.d: “Sverrir Stormsker og Davíð Oddsson eru hér samsekir og geta báðir fengið þungan dóm fyrir ærumeiðingar haldi þeir áfram á sömu braut.”

Sniðugt. Og svo er vitnað í Felix Bergsson en hann segir víst á fésbóksíðu sinni:

Felix Bergsson óskar starfsfólki Morgunblaðsins til hamingju með nýja pistlahöfundinn. Stormsker er glæsileg viðbót í flóru málefnalegra skríbenta blaðsins. Og hann hefur eitthvað svo sniðugan stíl - hómofóbía, kvenhatur, útlendingahatur, grín að fólki með sjúkdóma. Já, innilega til hamingju! Agnes verður að fara að herða sig ..."

Oft hef ég lesið dylgjur um mig en ég hef hvergi séð svo margar dylgjur samankomnar í jafn litlum pisltli:

Hómofóbía: Tveir minna bestu vina eru drullupumpur, þ.e.a.s. hommar. Annar þeirra kallar sig alltaf “kynvillinginn.” Aðal samstarfsmaður minn á þarsíðustu plötu minni var rassriddari, o.s.fr. Ekki þar með sagt að ég leyfi mér ekki að gera góðlátlegt grin að saurþjöppum einsog öðrum.

Kvenhatur: Ég væri ekki með fjórum kellingum á föstu útí Asíu ef ég væri kvenhatari. Ég er svo hrifinn af blöðrum að mér finnst að það ætti að leyfa fjölkvæni. Sjálfum myndi ég þá eingöngu giftast systrum, því það þýðir: Ein tengdamamma. Svo má geta þess að þrír af mínum skárstu vinum eru skinkur. Ekki þar með sagt að ég leyfi mér ekki að gera grin að þeim einsog öðrum. Þó ég hafi ekki ýkja gaman að femínistum þá hefur það ekkert með kyn þeirra að gera. Ég lít á þá alla sem karla, allavega wannabekarla.

Útlendingahatur: Myndi ég vera með annan fótinn (miðfótinn) útí Asíu ef ég væri útlendingahatari og þyldi ekki hrísgrjónasmjattpatta? Ef ég hataði útlendinga væri ég þá búinn að mæla með því trekk í trekk að útlendingar sæu um rannsókn íslenskra spillingarsakamála og tækju jafnvel yfir stjórn landsins? Ég fíla flest betur en íslenska sveitalubba. Ekki þar með sagt að ég leyfi mér ekki að gera grin að útlendingum einsog öðrum.

Grín að fólki með sjúkdóma: Besti vinur minn, Þórður, dó úr krabbameini. Ég gerði seinna samnefnt lag um hann. Hann gantaðist sjálfur mikið með sjúkdóm sinn. Ég var ekki kominn uppá lagið með það á þessum tíma. Í hitteðfyrra dó besti vinur minn í Asíu úr heilakrabba. Við gerðum báðir mikið grin að þessari dauðans alvöru. Ekkert er svo heilagt að ekki megi gera grin að því. Þess má geta að bestu gyðingabrandarana sömdu gyðingar sjálfir í fangabúðum nazista.

Eftir að Eyður hafði nær truflast úr taugaæsingi og geðshræringu út af þessari sakleysislegu grein minni þá segir hann í lok athugasemdadálksins við grein sína:

“Ég skil raunar ekki hvað þessi skrif mín hafa komið mörgum í mikla geðshræringu.”

Segir HANN eftir geðshræringargrein sína . Þetta er nákvæmlega sama steypan sem Imba Solla kom með: Hún tryllir fólk úr bræði og skilur svo ekkert í reiði fólks. Alveg magnað teymi.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 22:07

17 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jens, góð saga, sérstaklega pönsið; að það væri ekki hægt að skrifa níð um Imbu

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 22:10

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Magnús, það er rétt hjá þér að þetta eru bara gamlar tuggur hjá henni Imbu, en sjaldan verður góð ýsa of oft freðin.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 22:12

19 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ómar Ingi, það hefur enginn efni á húmor í dag. Það er kreppa á Klakanum. Alveg greinilega. Andleg og veraldleg.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 22:23

20 Smámynd: Sverrir Stormsker

Páll, jú reiði er alltaf réttlát í huga hins reiða, líkt og reið er alltaf réttlát í huga hins graða.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 22:24

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurjón, (nr. 8), þetta er mjög góð þýðing á heiti greinarinnar. Það er reyndar sama hvora merkinguna maður leggur í heitið, báðar eru sannleikur.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 22:26

22 Smámynd: RE

Þú heldur lifi í okkur skuldarsubbunum,

RE, 17.11.2009 kl. 22:41

23 Smámynd: Sverrir Stormsker

Pétur (nr. 9), talandi um hroka og leiðindi og Ingibjörgu og frekju og fúlheit og fleira slíkt þá má kíkja á þetta HÉR einsog áður sagði.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 23:00

24 Smámynd: Sverrir Stormsker

Pétur (nr. 10), já ég á víst að vera orðinn leiguþý Davíðs og framlenging á hönd hans og á að sjá um að rífa hvern þann mann í mig sem Davíð sigar mér á . Davíð semsé undirbýr plottin og fer með galdraþulur og sendir mig svo á vettvang einsog hvern annan leigumorðingja. Ég er nefnilega svo gasalega leiðitamur og hef enga sjálfstæða hugsun og er akkúrat rétti maðurinn til að taka við fyrirskipunum frá öðrum . Ég hef frekar en þú ekki heyrt annað eins óráðshjal í háa herrans tíð þó af nógu sé að taka.

Held að enginn stuðningsmanna Davíðs hafi gagnrýnt hann eins oft og ég þegar hann var “einræðisherra,” en það reyndi ég að gera málefnalega en ekki til að koma á hann pungsparki.

Bara svo að það sé á hreinu þá hef ég ALDREI reynt að þóknast einum eða neinum, hvorki sem listamaður, mannskepna eða greinarhöfundur, og þetta vita allir sem þekkja mig. Og þessvegna er ég kannski óþolandi og er rekinn af öllum stöðum .

Ég myndi hætta sem pistlahöfundur á þeirri sömu mínútu og mér yrði skipað að skrifa á ákveðnum nótum eða um ákveðið mál eða um ákveðna persónu eða að skrifa yfir höfuð á móti sannfæringu minni. Einfalt mál.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 23:11

25 Smámynd: Sverrir Stormsker

Villi, Grísinn er flottur í jakkafötum en tæki sig samt örugglega betur út í sósu með brúnuðum kartöflum.

Sverrir Stormsker, 17.11.2009 kl. 23:20

26 Smámynd: Sverrir Stormsker

Gunnar, takk fyrir það.

Jóhanna, ég vissi að þú værir guðfræðingur en ekki að þú værir femínisti í (ó)þokkabót. Djöfullinn sjálfur. Hvert er þessi heimur að fara?!

Fínn texti hjá þér þó hann grasseri svolítið í þágufallssýki, eða skulum við segja þolfallssýki. Ég skal aðeins setja mig í stellingar Eyðu Guðnasonar leiðréttara og koma með fáein dæmi:

"snúðu frá klámtali og níð." (Þarna ætti að vera: "snúðu frá klámtali og níði," þó það sé reyndar ekki mikið vit í að snúa frá svoleiðislöguðu.

"þú úlfur í Dabbakóngsskóg." (Þarna ætti að standa: "þú úlfur í Dabbakóngsskógi," því þú ert að tala um skóg en ekki strigaskó eða Glaskó eða kaskó eða diskó eða eitthvað svoleiðis).

Hvernig er það annars: Eru þeir alveg hættir að kenna íslensku þarna í guðfræðideild Háskólans?   Er það bara hebreskan og norðlenskan? En ég tek samt viljann fyrir verkið. Öll ljóð um Láka jarðálf, mitt uppáhald, eru vel þegin.

Þú segir að þú sért ekki hrifin af neinu kæstu, en samt ertu guðfræðingur og femínisti. Það er nefnilega það. Þetta gengur nú ekki alveg upp.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 00:11

27 Smámynd: Sverrir Stormsker

RE (nr. 22), mér skilst nú mörgum bloggurum að ég sé alveg að drepa þá .

Þó að mín vegna mættu allir flokkar fara norður og niður þá verður maður víst að passa sig á því að skemma ekki flokkstrúarbrögðin hérna á Klakanum.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 00:17

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk  fyrir leiðréttingarnar Sverrir, maður, reyndar kona í þessu tilfelli, á auðvitað ekki að henda svona athugasemd inn með annarri  hendinni á meðan hún  straujar borðtuskur og nærföt með hinni. 

Feminismi er ekki alslæmur Sverrir, ekki frekar en klám. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.11.2009 kl. 09:25

29 identicon

Þegar Geir & Solla voru ekki að fljúga um í dildó útrásarvíninga, þá voru þau að taka okkur ósmurð í rassgatið með honum.

Femínismi er tímaskekkja, húmanismi er það sem er málið.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:53

30 Smámynd: Sigurjón

Ég vil benda Jóhönnu á að orðið ,,kona" er ekki andstætt orðinu ,,maður".  ,,Kona" er andstætt orðinu ,,karl".  Sem dæmi má nefna að þingmenn geta verið af báðum kynjum, en ef nota á orðskrýpið ,,þingkona", þá ætti að nota jöfnum höndum orðið ,,þingkarl".

Feminismi er svo miklu verri en klám...

Sigurjón, 18.11.2009 kl. 10:45

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jóhanna og Sverrir eru ekki svo ólík. Hún straujar nærföt, hann stjórnmálamenn.

Theódór Norðkvist, 18.11.2009 kl. 11:57

32 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jóhanna (nr.28), einhverntíma hélt ég nú að konur væru menn, en svo komu femínistar til sögunnar og þá breyttist þetta eitthvað. Femínistar vilja greinilega bara tilheyra kvenkyninu, ekki mannkyninu.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 14:29

33 Smámynd: Sverrir Stormsker

DoctorE, femínistar hafa aldrei barist fyrir mannréttindum, bara kvenréttindum. Þær vilja eingöngu tilheyra kvenheimum, ekki mannheimum. Veit ekki alveg hver á að skilja þennan þrýstihóp.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 14:33

34 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurjón, alveg nákvæmlega. Hélt að allir gætu skilið þetta, en kannski gerir maður of miklar kröfur til femínista.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 14:35

35 Smámynd: Sverrir Stormsker

Theódór, góð ábending . Annars er ég að kokka akkúrat á þessari stundu meðan ég er að skutla inn athugasemdum. Hef samt aldrei hugsað um mig sem kúgaða eldhúsmellu.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 14:40

36 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þokkalegasti pistill, sem ég las fyrir misskilning. Ætli ég hafi ekki lagt sömu merkingu í fyrirsögnina og hann Sigurjón. Afsakið að ég roðna svona.

Annars var ekki allt slæmt sem ISG gerði sem borgarstjóri. Hún lét t.a.m. kaupa snyrtivörur fyrir almannafé á kvennasnyrtinguna í ráðhúsinu...og leit miklu betur út á eftir.

Emil Örn Kristjánsson, 18.11.2009 kl. 14:52

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigurjón segir: "Ég vil benda Jóhönnu á að orðið ,,kona" er ekki andstætt orðinu ,,maður".

- og Sverrir jánkar. 

Vil benda ykkur á það að Jón Thoroddsen (1818-1868) skrifaði bók sem heitir Maður og kona.  

Þarna er maður í merkingunni karl. Auðvitað veit ég að konur eru líka menn, en hvernig mynduð þið nú grípa það ef ég myndi skrifa hér athugasemd: 

Menn eru fífl og vitleysingar!! ..

Vandamálið er að konur eru menn en menn eru ekki konur. 


Jóhanna Magnúsdóttir, 18.11.2009 kl. 15:08

38 Smámynd: Sigurjón

,,Vil benda ykkur á það að Jón Thoroddsen (1818-1868) skrifaði bók sem heitir Maður og kona."

Á það að vera einlít sönnun þess að maður sé ekki kona?  Var þessi Jón Thoroddsen með ægivald yfir íslenzkri tungu?

Varðandi setningu þína um fífl og vitleysinga, þá dytti mér ekki í hug að kyngreina hana, enda veit ég að konur eru menn og geta þ.a.l. verið fífl og vitleysingar...

Sigurjón, 18.11.2009 kl. 15:28

39 Smámynd: Sigurjón

Hah!  Þetta sprakk nú þokkalega í andlitið á þér Jóhanna...

Sigurjón, 18.11.2009 kl. 15:29

40 Smámynd: Sverrir Stormsker

Emil, já Ingibjörg gerði margt gott sem borgarstjóri, t.d. hætti hún á miðju kjörtímabili. Sveik reyndar um leið loforð sitt, en er það ekki atvinna stjórnmálamanna?

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 20:49

41 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jóhanna, "Ef ég myndi skrifa hér: Menn eru fífl og vitleysingar," - þá myndi ég segja að það væri mjög femínískt viðhorf. Enda segirðu í næstu línu: "Vandamálið er að konur eru menn..." . Það hlýtur að vera alveg hreint gríðarlegt vandamál fyrir femínista að vera menn. Örugglega skelfilegt áfall að komast að þessu.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 21:00

42 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurjón, talandi um femínisma: það var skoðanakönnun á Útvarpi Sögu í gær þar sem spurningin var: "Telur þú að femínistar hafi orðið samfélaginu til hagsbóta?"

85% sögðu Nei.

12% sögðu Já.

Hlutlausir 3%.

2400 manns tóku þátt í könnuninni.

Femínistar segja náttúrulega að það sé akkúrat ekkert að marka þetta. Geieieieisp.

Sverrir Stormsker, 18.11.2009 kl. 21:25

43 Smámynd: Jens Guð

  ISG sér hvergi til jarðar úr fílabeinsturninum.  Hún hefur ekki við að toppa sambandsleysi sitt við raunveruleikann.  Skemmst er að minnast þegar greiningadeildir erlendra fjármálastofnana sendu frá séer hverja athugasemd og viðvörun um að íslenska bankakerfið væri á bjargbrún.  Viðvörunarljós blikkuðu úr öllum áttum.  Þá flaug ISG í fílabeinsturninum með ófríðum flokki til Afganistan í þeim tilgangi að binda endi á aldagamlar ættbálkaerjur í þeim heimshluta.  Það var liður í )sem betur fer) vonlausri og algjörlega óraunhæfri kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráði SÞ.  

  Jón Magnússon reiknaði út að sú kosningabarátta kostaði yfir milljarð.  Þegar staðreyndin lá fyrir um að bröltið var bara milljarður út um gluggann fagnaði ISG því sem hún kallaði góðan ávinning:  Hann fólst í því að fleiri þjóðir  en áður vissu af tilvist Íslands og það sem mestu máli skipti:  ISG hafði betri skilning en áður á ættbálkadeilum í Afganistan.
 

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 21:48

44 Smámynd: nicejerk

Takk fyrir enn eina góða.

KvenMENN og karlMENN á sitt hvorri plánetunni virðist ekki geta verið langlíft. Allir eiga val. Pick your best choise!

Góð umræða. Hehehehehehe.

nicejerk, 18.11.2009 kl. 22:03

45 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jens, já, það kostaði víst heilan milljarð að auka skilning Ingibjargar á ættbálkadeilum í Afganistan. Dýr lexía. Fólk á náttúrulega mis auðvelt með að læra. Eins gott að þeir reyndu ekki að koma henni í skilning um að það væri kreppa á Íslandi. Þá værum við líklega á hausnum. Vanskilningur margra stjórnmálamanna hefur verið okkur mjög dýrkeyptur í gegnum tíðina.

Gunnar Dal heimspekingur sagði við mig í viðtali á Útvarpi Sögu í fyrra, orðrétt:

"Ingibjörg Sólrún hefur ekkert uppeldi til að vera hæfur stjórnandi. Hún er bara venjulegt rándýr, og hegðar sér sem slík."

Núna veit ég hvað hann átti við með orðinu "rándýr." 

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 01:13

46 Smámynd: Sverrir Stormsker

nicejerk, karlar ku vera frá Venus og konur frá Mars eða Snickers eða eitthvað svoleiðis. Við erum ólíkar geimverur og lítið við því að gera. Veit ekki hvaðan úr geimnum femínistar koma. Hljóta að vera úr einhverju fjarlægu sólkerfi

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 01:22

47 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Við Femínistar komum frá Femínistan en ekki hvað?   Það er annars merkileg tilviljun að nýlega var gerð bara akkúrat sama könnun í Útvarpi Femin  þar sem spurt var:  "Telur þú að femínistar hafi orðið samfélaginu til hagsbóta?"  og þá var niðurstaða þessi:   

85% sögðu Já

12% sögðu Nei 

Hlutlausar 3%.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.11.2009 kl. 07:42

48 Smámynd: Sigurjón

Útvarpi Femin já...

Munurinn er sá að útvarp Saga er raunverulega til, meðan útvarp Femin er í hausnum á Jóhönnu Magnúsar- og Völudóttur.  Því verða þessar niðurstöður dregnar í efa, sérstaklega í ljósi þess að varla færu 15% lesenda útvarps Femin að kjósa annað hvort nei eða hlutlaust við því að feministar hafi gert eitthvað jákvætt.  Það bara gengur ekki upp...

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 10:02

49 Smámynd: ThoR-E

Er þetta greinin sem allt "varð vitlaust" út af.

Jahérna... ég er nú bara að mestu leyti sammála.

Hún náttúrulega gerði út um stjórnmálaferil sinn þegar hún sagði að fólkið á fundinum þarna væri ekki þjóðin... hræðileg mistök og dapurleg tilraun hjá henni að klóra í bakkann núna. Lélegar útskýringar og afsakanir.

Ég játa það þó að á sínum tíma varð ég sáttari þegar Ingibjörg kom aftur að stjón landsins eftir að hafa verið frá og Geir og Björgvin smástrákur sáu um hlutina. En það segir meira um getu Geirs, heldur en hennar... og sú sátt.. breyttist fljótt í andhverfu sína.

Þessi ríkisstjórn sem var við stjórnvölin þegar hrunið varð var ekki hæf til að takast á við þessi gífurlegu vandamál sem voru í gangi þarna. Sú ríkisstjórn sem nú hefur tekið við ... að ég er ekki viss um að þeir hafi hreinlega hæfni til að klára þetta mál.

Lausnir Samfylkingarinnar eru að fara í ESB.. þegar 70% þjóðarinnar er á móti því og lausnir VG eru að hækka skatta og búa til nýja skatta. - Manni líst nú bara ekkert á blikuna.............................................................

Kveðjur

ThoR-E, 19.11.2009 kl. 10:33

50 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Ingibjörg Sólrún reið þjóðinni"

Hvernig eigum við að skilja þetta, Sverrir? Nútíð eða þátíð eða kannski bæði?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2009 kl. 12:58

51 Smámynd: Sigurjón

Ég get svosem ekki svarað fyrir Sverri, en ég vil samt segja við Þorstein: Skilgreiningin er í augu horfandans.  Ef þú ert þannig þenkjandi, þér er þetta í þátíð, annars ekki...

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 13:23

52 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1337 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.11.2009 kl. 19:25

53 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jóhanna (nr. 47), nákvæmlega svona sjáið þið femínistar flestir hverjir raunveruleikann: ímyndaðar tölur á ímyndaðri útvarpsstöð. Mikið væri nú gaman fyrir femínista að lifa ef raunveruleikinn væri ekki alltaf að þvælast svona fyrir þeim

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 21:16

54 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurjón (nr. 48), annars væri nú gaman ef Útvarp Femin væri til, allavega fyrir suma, báðar tvær.

Fyrir stuttu var svakalega pirruð femínistakelling í viðtali og hún var að réttlæta ofbeldi til að ná fram friðsamlegum markmiðum femínista. Aldrei kom fram í viðtalinu hver þessi markmið væru. Bara eitthvað nonsens. Ég hugsaði með mér: “Vá! Ef þessi kelling verður degi lengur á túr þá annaðhvort drepur hún einhvern karlpung eða drepst úr blóðmissi.”

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 21:27

55 Smámynd: Sverrir Stormsker

AceR, ég var viss um að ríkisstjórn Geirs og Imbu væri sú versta í sögunni, - en svo kom þessi..... Guð pressi Ísland.

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 21:29

56 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þorsteinn, það er sama hvernig á þessa fyrirsögn mína er litið og hvernig hún er skilin, - hún er rétt.

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 21:31

57 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurjón (nr. 51), einsog ég segi, það er sama hvernig á þessa fyrirsögn er litið, - hún stenst. Ingibjörg Sólrún reið þjóðinni. Alveg rosalega.

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 21:35

58 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jóhanna (nr. 52), ég er á því að enginn einn hópur hafi eyðilagt eins mikið fyrir konum og þeirra málstað á undanförnum árum og hardcore femínistar. Ég veit þær vilja vel en það vildi inspector Klúsó líka.

Kíktu á skoðanakönnunina hérna til vinstri á síðunni um álit fólks á femínistum. Niðurstaðan er nákvæmlega sú sama og úr öðrum sambærilegum könnunum.

Það eru langt frá því bara einhver sveitt karlrembusvín sem skoða þessa bloggsíðu mína og þú ert nú besta sönnun þess. Þetta eru ekki ímyndaðar tölur einsog femínistar eru með í kollinum heldur raunverulegar.

En það er náttúrulega ekkert að marka þessa könnun frekar en nokkrar aðrar kannanir sem stangast á við draumaheim femínista.

Sverrir Stormsker, 19.11.2009 kl. 21:39

59 Smámynd: Sverrir Þór Magnússon

Nafni Stormsker, hví ertu að leggjast niður á þeirra plan með því að svara þvæluinni frá þessu pakki, það virðist sem bloggarar hjá MBL séu ekki nægjusamir að hafa sitt líf og þurfa þá að angra aðra með sinni eldhús-vask-pirrings-hugsun.

Eins og ég sé þína pistla og huxanir, þá ertu bara að nota okkar tungumál eins og á að gera: ögra,gamnast og hafa skemmtun.

Ég heyrði smá heilræði í dag: Hvert sem þú ferð, þar ert þú,, Skítur flýtur = allt er eins.

Sverrir Þór Magnússon, 19.11.2009 kl. 23:28

60 Smámynd: Sverrir Stormsker

Nafni, ég hef stundum gaman af að svara öllum andskotanum, þ.e.a.s. ef ég tíma. Ef ég hef ekki tíma þá náttúrulega sleppi ég því. Akkúrat núna hef ég t.d. tíma.

En kannski ætti ég bara að sleppa því alveg. Skal pæla aðeins í þessu.

Sverrir Stormsker, 20.11.2009 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband