6.12.2009 | 17:48
Femínistinn
Femínistar hafa barist fyrir mörgu merkilegu á undanförnum árum. T.d. hafa þeir (þær) viljað finna kvenkynsorð yfir ráðherra. Ég græjaði málið í snarhasti fyrir þá (þær) og kom með orðið ráðherfa. Það orð sló strax í gegn og nú kallast allir kvenkyns ráðherrar ráðherfur og allir geta tekið gleði sína á ný.
Smáralindarbæklingurinn frægi fór mikið fyrir bæði brjóstin á femínistum því þar sást ung stúlka beygja sig eftir dóti. Málið var sett í nefnd og komist að þeirri niðurstöðu að það væri klámfengið og glæpsamlegt að ungar stúlkur væru að beygja sig eftir dóti í auglýsingabæklingum.
Á femínistasíðunni smugan.is hafa femínistar verið að telja typpin á RÚV. Þar verði að koma á kynjakvóta sem og í öðrum fyrirtækjum. Fyrirsögnin er mjög greindarleg: Hæst bylur í eintómum typpum.
Á sömu síðu er barist fyrir því að á Grundarfirði verði ekki talað um gulir, rauðir, grænir og bláir, heldur verði þetta haft í kvenkyni: Gular, rauðar, grænar og bláar. Þau eru stór og merkileg málin sem femínistar eru að berjast fyrir.
Biblíuna sjálfa er búið að femínisera. Þegar Kristur segir: Bræður, þá ber honum að segja: Bræður og systur, jafnvel þótt engar kellingar hafi verið á staðnum. Engu að síður er kristið fólk ekki velkomið í raðir femínista eftir því sem trúaður maður segir mér og má það undrun sæta.
Strax eftir hrunið fannst femínistum mikilvægast að berjast fyrir því að hvítvoðungar klæddust fötum í kynlausum litum á fæðingardeildum því það gæti haft alveg gríðarleg áhrif á launakjör þeirra í framtíðinni. Einmitt. Greindarlegt alltsaman. Listinn er óendanlegur.
Á nýju plötu Serðis Monsters Tekið stærst uppí sig er lag eftir mig sem kallast Femínistinn. Lagið má finna í tónlistarspilaranum hér til vinstri á síðunni. Hér er textinn:
Femínistinn
er fylgjandi Stalín og Kristi.
Ég er kvenrembukommúnisti
og kynjakvóta ég styð.
Ég er ófullnægð, bæld og bitur,
bráðum ég kafna úr fitu.
Ég varla get talist vitur,
en það venst einsog útlitið.
Ég láta vil loka stöðum
með léttklæddum stelpum gröðum.
og hindrunum út í eitt.
Ég kála vil karlrembunöðrum
sem káfa á viljugum blöðrum.
Ég vil hafa vit fyrir öðrum
þó viti ég sjálf ekki neitt.
Ég er svo beisk og bæld,
ég er svo breið og spæld.
Helvítis rassinn á mér
hann þarf sér
póstnúmer.
Það hyski´ætti´að hengja og brenna
sem hlutgerir líkama kvenna.
neitt grínklám í feisið á mér.
Mér líður svo ill´yfir öllum
ánægðum drulluböllum.
Ég vil´ekki vita af köllum
vera að skemmta sér.
Ég er svo beisk og bæld,
ég er svo breið og spæld.
Fer kannski´að fíla djók
fái ég fílalók.
Ég banna vil klám og bölvun,
ég banna vil kynlífsölvun,
ég banna vil blowjob í tölvum,
ég banna vil ljóskugrín.
Ég banna vil frjálslyndi´og frelsi,
ég fagna hér hverskonar helsi.
Þeim grýta´á í rammgirt fangelsi
sem grínast með kvenrembusvín.
Ég er svo beisk og bæld,
ég er svo breið og spæld.
Fer kannski´að flissa dátt
fái ég góðan drátt.
Ef að ég gæti þá myndi
ég afnema mannréttindi.
Vil eingöngu kvenréttindi,
allsekkert karllægt shit.
Ég´er hluti´af þeim gaggandi hænum
sem hýrast í Vinstri grænum.
Í guðanna guðanna bænum
gefðu mér atkvæði þitt.
ég er svo breið og spæld.
Flýg upp til skýjanna
fái ég í´ana.
Ég er svo beisk og bæld,
ég er svo breið og spæld.
Spái´ekki´í spillingu
fái ég fyllingu.
ég er svo breið og spæld.
Helvítis rassinn á mér
hann þarf sér
póstnúmer.
Bryndís Ásmundsdóttir: Söngur og bakraddir.
Serðir Monster: Kassagítarar, rafmagnsgítarar, píanó,
trommur, bassagítar, hljómborð.
Útsetning og stjórn upptöku: Sverrir Stormsker.
Stúdíó: Fjarupptökur.is
Upptakari: Snorri Snorrason.
Hljóðblöndungar: Snorri Snorrason, Sverrir Stormsker
og Vilhjálmur Guðjónsson.
(Þessi grein birtist í Morgunblaðinum í gær)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Þetta er snilld
Takk fyrir
mbk HH
Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 18:31
Þær hafa líka þungar áhyggjur af ábyrgum feðrum. Það hljóta að vera varhugaverðir andskotar.
http://www.dv.is/frettir/2009/12/3/feministar-vara-vid-abyrgum-fedrum/
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.12.2009 kl. 19:09
HAHAHAHAHA
Ómar Ingi, 7.12.2009 kl. 00:06
Já, það hlýtur að fylgja því meiri virðing (annarra- og sjálfs-), tiltrú, greind, starfsöryggi, betri launakjör, sjálfsöryggi. Já, almennt sterkari sjálfsmeðvitund (meðvitundarleysi) við það að nota helv... nafnorðin, fornöfnin og ..... í kvenkyni.
Þar sem þú minntist líka á Biflíuna, þá varð ég klumsa fyrir nokkrum árum þegar Guða og Ésa voru eiginlega orðin kvenkynsorð.
Það sem verra var, að ég hafði alltaf haldið að Guð, Ésu og Biflían hefðu verið að tala til mín, þótt þar stæði t.d. "Sá yðar sem ......" eða "Hver sá sem ... "Farísear" (kk.orð). Hafði bara tekið þetta "hver-sá-þeir-hann" sem það benti á EINSTAKLINGINN sem, viti menn, er karlkynsorð.
Svo tekur konuklúbbskirkja sig til og móðgast! Voða er maður eitthvað viðkvæmur.
Stöðuheiti á Alþingi og víðar; sérstaklega "-herra".
Á mínu heimili var talað um að vera sjálfs sín herra. Mamma sagðist aldrei hafa verið sjálfrar sinnar frú!!!!
Herraþjóð! Engar konur þar? Eða kannski þjóð sem hefur yfirráð? Eða getur ekki verið kona í stjórn herraþjóðar. Þvílíkt andsk... bull sem mér finnst þetta vera.
Ef við erum ekkert án typpa eða karlkynsorða, nú þá bara höfum við ekkert að gera í elsku, litlu, sætu karlpungana okkar : )
Eygló, 7.12.2009 kl. 01:07
Halldóra, samt vonandi ekki “tær snilld” einsog Icesave
Sverrir Stormsker, 7.12.2009 kl. 14:24
Helga Guðrún, þessi grein sem þú linkar á er enn einn naglinn í líkkistu....ég meina enn ein rósin í hnappagat femínista. Nú er bara að vona að allir ábyrgir feður safnist til feðra sinna.
Sverrir Stormsker, 7.12.2009 kl. 14:28
Ómar, ef þér finnst þessi texti spaugilegur prófaðu þá að hlusta á femínista þegar þeir tala í alvöru. Þá fyrst byrjar nú fönnið.
Sverrir Stormsker, 7.12.2009 kl. 14:31
Eygló, það er víst til eitthvað í Háskólanum sem heitir kvennaguðfræði og kvennabókmenntir og kvennafélagsfræði og kvennasálfræði og kvennamálfræði og kvennafáfræði. Skilst það eigi að fara að leggja niður mannfræði og taka upp kvenfræði.
Kvenréttindalessur hafa komist að því að Ésúsa hafi verið kelling og þar af leiðandi með pjöllu og það breytir náttúrulega öllu. Og svo er náttúrulega guð líka kelling og því beri að biðja: “Móðir vor með móðurlíf, þú sem ert á himnum.” Þetta breytir líka öllu. Þau eru merkileg málin sem femínistaspekingarnir eru að berjast fyrir.
Sverrir Stormsker, 7.12.2009 kl. 14:38
Þetta er svo satt hjá þer.
Sjáðu alþingi,
Þessar herfur eru bara þarna til
að fylla upp í kynjakvóta.
Þær eru ekki þarna af þvi að þær eru vaða í gáfum.
RE, 7.12.2009 kl. 18:01
Ég vil alls ekki meta gáfur eftir typpalengd, ég er t.d. eiturklár...
Það eru bæði fávísir karlar og konur á Alþingi, stórfrétt...
Sem betur fer eru þar líka klárir karlar og konur - færri vita það ...
Sem sagt, kynfæri, heilabú eða stjórnmálaflokkar eru vanhæf til samanburðar.
Ef karlarnir okkar á Alþingi væðu í svokölluðum gáfum, tæki ég að mér að loka kynsystur mínar í dýflissu meðan þeir björguðu málunum. Svo er þó ekki. Og lítið betra held ég að tæki við ef "herfurnar" væru settar í slorið; mættar í bleikum samfestingum, með prestu sem bæði til Gyðu og Ésu fyrir og eftir þingfundi. Og hefðu fastráðna pitsu-sendlu.
Eygló, 7.12.2009 kl. 18:48
Jæja gamli dóni... hefurðu eitthvað skánað í borðtennis síðan síðast :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 09:34
Konan sem lífið þér gaf ? Ert þú að tala um hana ?
Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.12.2009 kl. 11:58
RE, mig minnir að VG hafi verið eini flokkurinn sem setti kynjakvóta á sjálfan sig, enda yfirlýstur femínistaflokkur. Kommúnismi og femínismi virðist fara einkar vel saman.
Þeim finnst öllu máli skipta hvað fólk hefur á milli fótanna en engu máli skipta hvað það hefur á milli eyrnanna.
Sverrir Stormsker, 8.12.2009 kl. 14:03
Eygló, femínistar hafa aldrei barist fyrir láglaunakonur eða að kynjakvóta verði komið á í vélsmiðjum og á bifvélaverkstæðum og í slökkviliðinu eða einhverju slíku. Þeir vilja hinsvegar yfirfylla embættismannakerfið af sjálfum sér og gengur mjög vel í því.
Femínistar vilja forréttindi, sérréttindi, ekki jafnrétti. Þeir leggja áherslu á kvenréttindi, ekki mannréttindi.
Þeir segja þetta sjálfir berum orðum á smugan.is:
"Til þess að ná fullkomnu jafnrétti kynjanna verður til að byrja með að halla á það kyn sem hingað til hefur verið ráðandi."
Sverrir Stormsker, 8.12.2009 kl. 14:29
Ólafur í Hvarfi, nei, það er erfitt að skána þegar maður er orðinn svona góður. En hefurðu skánað eitthvað í rassinum frá því ég tók þig síðast?
Sverrir Stormsker, 8.12.2009 kl. 14:35
Anna, nei, ég er ekki að tala um mömmu. Ég er að tala um femínista. Mamma er alveg heilbrigð og gengur á öllum. Hún hefur komist áfram á eigin verðleikum og finnst kynjakvóti og slíkt horseshit niðurlægjandi fyrir konur.
Femínismi er eitur í hennar beinum enda er hún alveg laus við minnimáttarkennd og er með enga komplexa yfir þeim "fæðingargalla" að vera ekki með typpi, - en einsog þú veist þá eru femínistar mjög uppteknir við að telja svoleiðis fyrirbrigði í valdastofnunum landsins.
Sverrir Stormsker, 8.12.2009 kl. 14:47
Gamli skarfur,
það er nú meira gortið að halda að þú getir meitt einhvern með þessu sýnishorni
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:40
Það var satt best að segja af hreinni samúð sem ég leifði þér að leika við mig.. og ekki skipti það máli þó að við skiptum um stöðu og stellingar, ég gerði mér fljótt grein fyrir að ég var með frekar óreyndan gæja.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:01
Hér er eitt dæmi.
http://www.dv.is/sandkorn/2009/12/8/ofriki-alfheidar/
Þetta talar ekki,
Þetta öskrað af frekju,
RE, 8.12.2009 kl. 17:21
Ólafur í Hvarfi, þú ert með bakhöndina á hreinu í borðtennis, - en ég með yfirhöndina. Þetta er nú munurinn á okkur og sannleikurinn í þessu háalvarlega máli
Sverrir Stormsker, 9.12.2009 kl. 01:42
RE, tími Ögmundar er ekki liðinn, en þetta case er alveg búið dæmi. Dæmið dæmir sig sjálft, - úr leik. Því minni völd sem andlegir dvergar hafa því gjarnara er þeim að nota þau.
Sverrir Stormsker, 9.12.2009 kl. 01:51
Var að hlusta á feminista lagið þitt, alveg ótrúlega flott lag og texti!! ég fékk karlrembu gæsahúð ( sem er mjög gróf) til hamingju með þetta, hvar get ég nálgast diskinn?
Auðunn Árnason, 9.12.2009 kl. 22:04
Hvað er að væða?
Siggi Lee Lewis, 9.12.2009 kl. 23:00
.... í gáfum?
Siggi Lee Lewis, 9.12.2009 kl. 23:00
Auðunn, takk fyrir það. Ekki slæmt að þetta lag skyldi hafa tjúnað uppí þér karlrembuna. Félag íslenskra karlrembusvína heldur einmitt stórsamkvæmi á Spot í Kópavogi kl. 7 næsta laugardag. Allir velkomnir.
Diskinn má nálgast í Eymundsson, Kosti Dalvegi 10, Bónus, Hagkaup, 10-11 og Skífunni svo dæmi séu tekin.
Sverrir Stormsker, 10.12.2009 kl. 01:06
Siggi Lee, þetta er mjög góð spurning. Ég myndi eflaust geta svarað þessu ef ég "væddi í gáfum."
Sverrir Stormsker, 10.12.2009 kl. 01:27
Sverrir það er mikill áhuginn hjá femínistum á klofinu. Niðurstaða þeirra er jafnan að hangikjötsleysið sé betra. Það væri fróðlegt að gera skoðanakönnnun á meðal þeirra og spyrja hvort þær hafi ekkí, í rannsóknum sínum, tekið eftir breytingu; hvort þær merki ekki að þjóðin sé upp til hópa að færast frá 2 cm yfir í 5 cm í útvíkunn ? Ekki það að niðurstaðan auðveldi aðgengi að smurefnum...þessi þjóð fær ekki að velja... þurrt skal það vera.
Haraldur Baldursson, 10.12.2009 kl. 02:06
Hár aldur, já það skal annaðhvort vera þurrt eða skraufþurrt.
Sverrir Stormsker, 10.12.2009 kl. 12:44
Ég´er hluti´af þeim gaggandi hænum
sem hýrast í Vinstri grænum.
Í guðanna guðanna bænum
gefðu mér atkvæði þitt.
"tær snilld" Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Halldór Egill Guðnason, 11.12.2009 kl. 03:42
Vill Serðis Monster ekki bare réttlæta eiginn heigðun í Tælandi? Ég má og gera það, þó hún væri undir 16? Er það ekki betra að hún greiðir eitthvað á mig en að púla á hrísarka heima fyrir norðan? Helvítis femínastar sem reyna að tala til samvísku mínar?
Jakob Andreas Andersen, 12.12.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.