Serði Monster meinað að syngja í Hvítasunnukirkjunni

 

trúarbragðamunur.jpgÞar sem mér hefur alltaf verið hlýtt til kirkjunnar og allra hennar deilda þá ákvað ég fyrir skömmu að bjóða henni starfskrafta mína. Ég hringdi í föður Hauk Haraldsson, innsta kropp í búri guðs almáttugs og kunngerði honum að Serðir Monster væri til þjónustu reiðubúinn sem forsöngvari á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Hann spurði pirraður hvort þetta væri eitthvert grín og hvort að það væri ekki hægt fá neinn frið fyrir furðupoppurum. Ég tjáði honum að hér væri dauðans alvara á ferð enda ég ekki vanur að hafa kirkjunnar mál í flimtingum. Serðir Monster væri skapaður í guðs mynd eins og aðrir apakettir og ætti fullan rétt á að fá að syngja hástöfum í öllum kirkjum landsins eins og hann lysti. Annað væri mannréttindabrot. Haukur spurði hvort það væri ekki í lagi heima hjá mér. Ég kvað svo vera en ætti eftir að ryksuga. Hann sagði að þetta kæmi ekki til greina og vildi greinilega slíta samtalinu. Ég sagðist finna fyrir örlitlum fordómum hjá honum, bað hann um að slaka aðeins á og anda með rananum - Serðir Monster væri ekki rassriddari heldur bara ósköp venjulegur pervert og að þetta yrði mikil lyftistöng fyrir Hvítasunnukirkju hans og að fréttatilkynningin yrði flott:

"Serðir Monster verður forsöngvari á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Serðir mun syngja sálma eins og t.d. "Saddam átti syni 7," "Þrjú tól undir fílnum," "Snæfinnur hórkall" og "Stóð mér útí pungsljósi" og mun svo klikkja út með lögunum "Nei nei, ekki á kjólinn" og "Another dick in the hole" af nýju plötunni sinni "Tekið stærst uppí sig."

Ég spurði Hauk hvort þetta gæti nokkuð orðið glæsilegra.

kirkjunnar_menn.jpg- "Þetta er hreint út sagt ógeðslegt. Við erum að reyna að skapa hátíðlega jólastemningu á þessum tónleikum en ekki að búa til einhverja djöflamessu."

- "Voðalegar kellingar getiði verið. Þið eru svo stífir að þið gætuð brotið nagla á milli rasskinnanna. Á ég að skilja þetta sem svo að þið afþakkið þjónustu Saint Monsters?"

- "Já! Kirkjan er ekki griðastaður fyrir klámkjafta og ósiðlegheit."

- "Við skulum nú ekki fara að tala illa um séra Gunnar Björnsson og fleiri guðsmenn."

- "Þetta er útrætt mál."

- "Heyrðu Gaukur minn...."

- "Ég heiti Haukur."

kristilegt umburðarlyndi.jpg- "Ókei, næsta fuglategund við, þú hlýtur að sjá að Serðir Monster er himnasending fyrir kirkjuna. Ég skal fara hérna með nokkrar hendingar úr nýju plötunni þó ég muni ekki kapitula og vers, t.d: "Taktu ofan kaskeitið og glenntu út rassg..."

- "Ég vil ekki heyra þetta!"

- "Hvernig er þetta eiginlega með ykkur í Fílabeinsturnssöfnuðinum..."

- "Þetta heitir Fíladelfíusöfnuðurinn!"

- "Ókei, hvernig er þetta eiginlega með ykkur í Fýludelasöfnuðinum, fyrst útskúfið þið Fretrik Ómari og nú ætlið þið að útskúfa Serði Monster. Ég meina, hver verður það næst? Guðmundur í Byrginu?"

- "Ekkert rugl. Guðmundur hefur látið af störfum í Byrginu."

- "Nú? Er hann kominn út í pólitík? Ætli hann muni ganga "óbundinn" til kosninga?"

- "Vertu blessaður. Reyndu að ganga á guðs vegum."

- "Nei, ég held ég taki taxa."

Það mætti hækka laun heimsins. Þau eru ekkert nema vanþakklæti.

 

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í morgun)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú sem ert nú skemmtilegri en skrattinn færð ekki að syngja nokkrar skemmtivísur ???

Ég sem hélt að fátt væri skemmtilegra en að flengríða skrattanum  !!.. og þú fyrirmynd allra reiðmanna, færð ekki að sýna hversu vel þú hefur tamið dýrið :)

Hneyksli !

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:33

2 identicon

Hér er söfnuður þar sem Serðir Monster má alveg skemmta, hringdu bar í mig og ég bóka þig, númerið er 666-pása-666, er við símann:

http://or.blog.is/blog/or/entry/986422/

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ólafur hvarf, ég hélt að Davíð Oddsson væri með þetta númer. Prófa aftur.

Sverrir Stormsker, 12.12.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Offari

Er Serðir kominn út úr skápnum?

Offari, 12.12.2009 kl. 18:11

5 identicon

Nei ég náði númerinu af Davíð þegar hann missti valdið á skepnunni, nú ríður kallanginn við einteyming óttalegri kusu,  hann er bara að mogga landsmönnum núna eins og færeyingar segja, og það með mátt orðsins eins og Snorri í Betel.... ussss, ekkert fjör.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:19

6 Smámynd: RE

Þú varst of seinn Serðir Monster,

Þeir eru búnir að fá mann frá FÍAT til að syngja,

(Félag íslenska aftani taka,)

RE, 12.12.2009 kl. 18:39

7 identicon

(IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Gulli litli

Mér finnst að Serðir eigi að sjá um aftansönginn....Monsterinn flýgur um aftan inn....Haltu bara áfram að skemmta mér...

Gulli litli, 13.12.2009 kl. 00:41

9 identicon

Nú gengur þú of langt karlinn minn. Eiði nokkrum Guðnasyni, fyrr-verandi e.h. er nóg boðið.

Við erum að misnota málfrelsinu. Hann, eftir því sem ég skil hvetur þið til að halda kjafti. Og í forbífartin segir'an upp mogganum. Sem er karlmennska í aðstæðum..Hann hefur "stöku" sinnum þurft á mbl að halda..Bessastaða syndrom? ertuekkiaðgrínast..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:23

10 Smámynd: Ómar Ingi

Þarna þekki ég þig

Ómar Ingi, 13.12.2009 kl. 02:15

11 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Held að þú hafir misskilið gömlu sendiráðstíkina hann Eið, Hallgerður. þér fannst hann hafa sagt að honum væri nóg boðið... en ég held að hann hafi ætlað að koma á framfæri að honum fyndist ekki nóg í hann troðið og þar með logar fyrrum sendiherratuskan af reiði út í Serði, sem kærir sig varla um gamlar útjaskaðar sendiráðstíkur.

Ég hef reyndar aldrei fattað hvers vegna sumir gera ekki greinarmun á Serði og Sverri. Þetta er sitthvor karakterinn :) .

Ég reyndar skil það í tilfelli Eiðs þar sem gamlir pólitíkusar gera nú ekki einu sinni greinarmun á veruleika og gerfiveröldinni sem þeir lifa í.

Jóhann Kristjánsson, 13.12.2009 kl. 02:26

12 Smámynd: Sigurjón

Ég hlustaði á þáttinn Miðjuna í fyrra þegar H.H. kom í hann.  Þar virtist mér þið vera mestu mátar.  Er það breytt?  Hvað gerðist?

Alla vega, vonandi kemur amma til með að skemmta sér yfir síðustu plötu Serðis...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 13.12.2009 kl. 04:34

13 Smámynd: Sigurjón

Sæll aftur Sverrir.

Ég las pistil Eiðs Guðnasonar og svaraði honum af heilum hug.  Ég setti inn athugasemd nr. 35.  Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti Eiði Guðnasyni, en mér finnst svona skrif ganga út í vitleysu.

Vona ég að þú hafir það gott þessa dagana.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 13.12.2009 kl. 05:07

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Bæði Serðir og Eiður kunna báðir þá tækni að fanga athyglina. Þeir gera það bara á sitthvorn mátann. En flottur pistill hjá þér Sverrir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.12.2009 kl. 08:13

15 identicon

Hvort er Auður Guðsson,

1.  Rík kerling í vesturbænum

2.  Ríkur karl með biskupakomplex, eða

3.  Tómur prestur með sendihnerra

?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 10:53

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ztórzkemmtilegt !

Að fá dona ódýra auglýzíngu frá Leiði Tuðna er náttla eitthvað zem að bara dona ~znellar' ná að verða zér útum, meir en frítt.

Já & takk fyrir kvöldið & nóttin, ~gæzkur~ ...

Steingrímur Helgason, 13.12.2009 kl. 22:26

17 Smámynd: Jón H B

Hoe-sanna

Jón H B, 14.12.2009 kl. 13:10

18 Smámynd: nicejerk

hahahahahahaha,

"innsta kropp í búri guðs almáttugs og kunngerði honum að Serðir Monster væri til þjónustu reiðubúinn"

Og hvernig væri veröldin í dag ef fleiri væru jafn fórnfúsir og Serðir? Gauki kannski stendur á Sama (eða Lappa)?

nicejerk, 14.12.2009 kl. 18:43

19 identicon

Þessi pistill er sannkölluð himnasending Sverrir, Snilld.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:41

20 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þú gerir þó meira fyrir þjóð vora í dag heldur en þeir sem þiggja af okkur launin því þú laðar allavega fram bros hjá landanum án þess að krefjast nokkurs í staðinn. 

Hulda Haraldsdóttir, 17.12.2009 kl. 03:13

21 identicon

Takk fyrir frábæra grein Sverrir, og þú mátt eiga það að þú ert ekki að rakka Fýludelasöfnuðinn... fyrirgefðu Fíladelfíusöfnuðinn niður að neinu leyti... bara að gera góðlátlegt grín að þeim. Enda er Spaugstofan að gera það nákvæmlega það sama æ ofan í æ í öllum þjóðmálunum,  hver er munurinn...

Þeir gera þetta bara langt frá því eins vel og þú.... því miður fyrir þá 

Viskan (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband