Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bónus gefur ekki Krónu eftir

bisness
Skaðlegar verðkannanir.

Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem það var gert óheimilt að breyta verðum í verslunum á þeim tíma sem verðkönnun fór fram. Broslegt. Í dag verður ASÍ að hringja í verslanir og tilkynna þeim hátíðlega að þeir séu á leiðinni til þeirra að gera verðkönnun. Hlálegt. Það er svona svipað og ef löggan myndi alltaf hringja í grunaða menn og láta þá vita að hún væri á leiðinni að gera húsleit hjá þeim svo þeir gætu nú örugglega fengið tækifæri til að hvítþvo íbúðina. Það er samkomulag ASÍ og verslananna að svona skuli þetta vera, sem segir kannski allt um það hverjir það eru sem ráða ferðinni.  

 Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á það hvort að ásakanirnar séu á rökum reistar um að Krónan og Bónus hafi haft með sér verðsamráð og/eða beitt blekkingum og allskyns auvirðilegum trikkum þegar verðkannanir ASÍ hafi verið gerðar, en ég ætla að birta hér nokkur brot úr afar einkennilegu Kastljósviðtali (31.okt) við þá Gylfa Arnbjörnsson framkvæmdastjóra ASÍ og Guðmund Marteinsson framkvæmdastjóra Bónus því ég held að fólk hafi ekki tekið eftir því hvað þeir voru skelfilega missaga og ósannfærandi, báðir tveir. Hef eftir þeim orðrétt:

 

Gylfi hjá ASÍ: Menn geta ekkert átt von á því að við séum að koma með verðkannanir, það fær enginn að vita af því fyrirfram, en þegar við mætum í verslunina samkvæmt verklagsreglunum, sem er reyndar mikill ágreiningur um, en samkvæmt verklagsreglunum þá látum við vita af því þegar við mætum – að við séum að gera verðkönnun fyrir ASÍ og það er fyrst eftir að þær upplýsingar koma fram að einhver möguleiki er á því að fara að hagræða verðum í búðinni.”

 
(Í alvöru? Og afhverju skyldi nú vera “mikill ágreiningur” um þessar verklagsreglur? Skyldi það vera vegna þess að eftirlitsaðilanum ASÍ skuli þykja það djöfullegt að þurfa að beygja sig undir vilja þeirra sem þeir eiga að hafa eftirlit með?)

Spyrill (undir lok viðtals): “En er ekki ofsalega veikt og tannlaust af ykkur að koma bara á skrifstofutíma og hringja á undan...?”

AS(n)IGylfi: “Við hringjum ekkert á undan...”

Spyrill: “Nú þið gefið ykkur fram þarna þegar þið mætið.”

Gylfi: “Það er fólgið í því að við hringjum á undan, við mætum á staðinn sko...”

Spyrill: “Þið mætið á staðinn og þeir vita af því. Það var verið að lýsa því í útvapinu að þegar þið komið á staðinn þá eru bara gefnar meldingar um það inn í búð að þið séuð að koma og þá í einhverjum tilvikum breytt um verð.”

Gylfi: “Ef að svo er þá er það klárlega brot á þeim verklagsreglum sem við höfum sameiginlega mótað með versluninni.”

Spyrill: “Má ekki líka alveg heimfæra það upp á það að framkvæmd ykkar á verðkönnunum er pínulítið veik gagnvart neytendum í landinu sem treysta á þær?”

Gylfi: “Uuu Já hún er veik að því leitinu ef það er sko ásetningur verslunarinnar að blekkja okkur sem neytendur og þá getum við aldrei búið til það kerfi sem kemur í veg fyrir það. Við höfum tildæmis alveg meðvitað ekki farið í verslanir sem eru með rafrænar hillumerkingar. Við getum ekki farið í þær vegna þess að við byrjum á því að melda okkur við verslunina að við séum mættir og þá er ekki nema að ýta bara einu sinni á tölvuna og þá breytast öll verð í búðinni og kassanum á augnabliki.”

Spyrill spyr Guðmund í Bónus: “Þetta er orðið hægt samkvæmt tækni og þið eruð að taka upp þessar rafrænu merkingar?”

Guðmundur: “Já allar okkar nýjustu búðir eru með, með hérna rafrænum verðmerkingum.”

(Þá stoðar nú lítið fyrir ASÍ að fara í Bónus verslandir).

Spyrill: “Er þetta hægt, er bara hægt að ýta á takka og breyta verðum?”

 Guðmundur: “Já ef þú...ef þú...ég meina.. já það er ekkert mál.”

Spyrill: “Kemur það til greina að gera það eða gerið þið það í einhverjum tilfellum þegar...?”

Sparigrisinn godiGuðmundur: “Bónus breytir Aldrei verði á meðan að hérna verðkönnun er í gangi. Aldrei. Það er bara...það er algerlega skýrt.”

Fyrr í viðtalinu hafði Gylfi í ASÍ sagt: “Þetta eru auðvitað stórar búðir og oft á tíðum fjöldi manns í búðinni þannig að við getum ekkert haft yfirlit yfir það hverju er verið að breyta, en við tökum hilluverð. Það verður þá að breyta verðum í öllum hillum í búðinni til þess að þessi blekking gangi upp.”

Spyrill spyr Guðmund í Bónus: “Hversvegna ætti fólk að koma fram í dag og ljúga þessu?” (Um 10 meint vitni að blekkingum og svínaríi).

Guðmundur: “Ljúga...þú veist...sko þú ert að að hérna hérna að koma með hérna einhverjar ásakanir hérna á mig...sko..klárlega...það sem er...það sem er...það sem er búið að vera í fréttum hérna í kvöld islenskur matvaelasalieru grafalvarlegar ásakanir á hendur fyrirtækinu.”

(Verulega sannfærandi svar við spurningunni!!)

Spyrill: “Það er líka grafalvarlegt ef að sá sem að selur fólki mest af matvælum hefur rangt við í verðkönnunum. Það er grafalvarlegt líka.”

Guðmundur: “Nákvæmlega það sem ég er að segja að sjónvarpsáhorfendur núna heima í stofu hlusta hérna á það að ég...ég þræti fyrir málið. Eina sem ég get sagt, ég kveð Samkeppnisstofnun til að skoða þetta mál og það strax og fella sinn dóm í þessu máli.” (Svo fór hann snögglega yfir í allt annað mál sem enginn var að spyrja hann um): “Ég hef Aldrei, nota bene, hvorki hitt eða heyrt þessa hérna þessa starfsmenn hérna Krónunnar sem að hérna er verið að vitna í. Það er verið að tala um að við höfum verið að hittast á einhverjum kaffihúsum og eitthvað. Þetta er Alrangt. Eg ber einn ábyrgð á á hérna verðlagningu í Bónus.” (o.s.fr)

Spyrill: “Er eitthvað til í því að það sé hærra verð hjá ykkur síðdegis og um helgar þegar þið eruð nokkuð vissir um að það sé ekki verið að mæla verð?”

Guðmundur: “Nei, klárlega ekki, en ég viðurkenni það að Bónus hefur hækkað verð um helgar og það er bara partur af því hérna að vera í þessum bransa, hvort sem að verð lækkar eða hækkar.”

Spyrill: “Það er hærra verð hjá ykkur um helgar?”

Gosi med ranannGuðm: “Neinei, neinei, þú veist, neinei, það er ekki svoleiðis, en þa það sko, verð lækka um helgar og verð hafa hérna hafa hækkað um helgar.”

Nokkrum dögum seinna, þann 5.nóv. sagði Guðmundur í viðtali á Útvarpi Sögu: “Bónus hefur hækkað verð um helgar og það er ekkert að því. Við þurfum að borga laun o.s.fr...Það er alveg sama hvað maður gerir, það eru allir óánægðir.”

Það er nefnilega það.

Nú hefur Bónus dregið sig útúr verðlagseftirliti ASÍ og segir Krónuna hafa svindlað í verðkönnunum. Það sama segir Krónan um Bónus. Hvor um sig er sannfærður um að hinn viðhafi svik og blekkingar og þeir ættu nú að vita hvernig kaupin gerast á eyrinni. 

Audthekkt er ASI a eyrunumÉg skil ekkert í því hversvegna þeir hjá ASÍ eru að gera verðkannanir þegar það er minnsta mál í heimi að blekkja þá uppúr skónum og það vita þeir sjálfir og það vita að sjálfsögðu verslanirnar og það vita neytendur núna í dag. Ef eitthvað er þá veita þessar verðkannanir neytendum falskt öryggi og það er mun verra en ekkert öryggi, einfaldlega vegna þess að ef menn búa við falskt öryggi þá sofa þeir á verðinum og halda að allt sé í himnalagi, en ef þeir búa við ekkert öryggi þá halda þeir vöku sinni og eru viðbúnir hverskyns blekkingum og svínaríi. Segir sig sjálft. ASÍ er þjófavörn sem virkar ekki. Batteríslaus reykskynjari. Gerir ekki aðeins ekkert gagn heldur ógagn. Sem verðkannari er ASÍ algerlega vonlaust og vanhæft kompaní.

Það sakar ekki að hin steinsofandi Samkeppnisstofnun rumski og reyni að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn eins og Guðmundur leggur til, en ég myndi nú leggja til í leiðinni að þessar bjánalegu reglur um að ASÍ þurfi að tilkynna hástöfum komu sína í verslanir verði aflagðar ekki seinna en strax!

 

Bjorgvin SigurdssonÍ þessum skrifuðu orðum kemur það fram í fréttum að Björgvin Sigurðsson, okkar verulega góði viðskiptaráðherra, ætli að efla Neytendastofu svo hún geti fylgst með matvælaverði á rafrænan hátt þannig að útilokað verði í framtíðinni að verslunarmenn geti haft í frammi hefðbundin svik og blekkingar og þurfi nauðbeygðir að láta af því leiðindablöffi sínu að hækka og lækka vöruverð 1000 sinnum á dag.

Gott að heyra. Makalaust að það þurfi viðskiptaráðherra til að slá á langa fingur íslenskra kaupmanna.

 

(Sjá skoðannakönnun hér til vinstri á síðunni).


Best er að vera einn í biðröð

Konur og menn eða konur og aðrir menn eða menn og aðrar konur hafa alveg gríðarlega þörf fyrir að tilheyra einhverjum hópi, hvort heldur það er íþróttafélag, stjórnmálaflokkur, trúarregla, listakreðsa, samtök, félög, félagasamtök, klúbbar eða eitthvað þaðanaf óskemmtilegra, og vilja alveg ólmir falla inní hópinn, vera eins og restin, - einsog það er nú eftirsóknarvert. Ég hef oft undrast hvað hjarðeðlið er ríkt í fólki. Menn festa sig á einhvern tiltekinn hóp einsog hrúðurkarlar, ekki endilega vegna sannfæringar og sjálfstæðis hugsjónamannsins, heldur miklu frekar vegna öryggisleysis múgmennisins.
Hjarðmennska og ragmennska eru tvær hliðar á sama peningi.

 

Í stjórnmálum er algengt að menn aðlagi sannleikann að flokksskoðuninni frekar en skoðanir sínar að sannleikanum. Eins er oft hálf spaugilegt að fylgjast með atkvæðagreiðslum á alþingi þegar huglæg og loðin mál eru til afgreiðslu, t.d. siðferðileg álitamál sem skiptar skoðanir ættu alla jafna að vera um innan flokka, t.d. hvort eigi að banna slátrun á skjöldóttum kanínum á sunnudögum eða eitthvað svoleiðis. Heill flokkur getur alfarið verið á móti slíku máli, allir sem einn í flokknum, og annar flokkur getur verið eindregið hlynntur því, allir sem einn í flokknum. Afskaplega idjótískt og gungulegt.

 

Flokksforma�ur � p�ltiStundum getur heill stjórnmálaflokkur verið alfarið sammála um það að gult sé fallegra en bleikt, - og þetta þýðir náttúrulega að menn eru ekki að greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu heldur eru menn einfaldlega sammála um að það borgi sig að vera sammála forystusauðnum og skera sig allsekki úr hjörðinni. Þetta gerist í öllum flokkum og er kallað praktík og framapot og að “spila með liðinu” og þykir bera vott um geipileg klókindi, en er þó lítið annað en hjarðmennska og ragmennska í allri sinni ömurð og ótti við að enda sem kótelettur og lærisneiðar í árlegri grillveislu flokkanna. 

 

Sk�lakerfi�Þarsem ég veit hvað fólk leggur mikið uppúr því að vera sammála þá held ég að flestir geti nú verið sammála um það að strax í barnaskóla er tekið til við að framleiða róbotta og fáráðlinga. Þar er ekki beint verið að ýta undir skapandi hugsun og sjálfstæði persónuleikans. Okkar ríkisrekni guð er t.d. kenndur sem óvéfengjanleg sagnfræði og sannindi meðan hagnýtum staðreyndum um lífið er blásið út af borðinu. Ekkert er spáð í umframgáfur eða sérhæfileika til hugar eða handa heldur er öllum troðið í sömu kvörnina. Allir eiga að gera eins, vera eins, hugsa eins, skrifa eins, þegja eins og gleypa loft eins – og skot. Svo eldast krakkarnir, - ég segi eldast, ekki þroskast, og verða að fyrirtaks leiðitömum múgmennum. Þeir örfáu sem koma óskaddaðir úr þessari hakkavél persónuleikans eru yfirleitt kallaðir frekjuhundar, antísósíal sérvitringar, glæpamenn, snillingar eða eitthvað ennþá hræðilegra.

 

hálfvitarBirtingarform hjarðmennskunnar eru margvísleg: Sumir þeirra sem hafa lært að segja já og amen allt sitt líf, planta sér einsog áður sagði stundum í stjórnmálaflokk og þaðan í sali alþingis til að þessi kunnátta þeirra komi að notum. Aðrar hópsálir líma sig á eitt fótboltafélag til að geta baulað í kór og búið til bylgjur á leikjum með hinum hópsálunum, og svo er þetta eina fótbóltafélag tilbeðið ævina á enda jafnvel þótt það tapi getu og drabbist niður og hætti með öllu að geta hitt boltann og klúðri hverjum leiknum á fætur öðrum í óendanlegu kunnáttuleysi. Svona ævilöng dýrkun þykir af einhverjum ástæðum bera vott um tryggð og traust, en ekki heimsku. Ekki veit ég afhverju. Hver heldur með glötuðu liði bara afþví hann hefur haldið með því frá fæðingu, annar en fæðingarhálfviti?

 

Margir líta svo á að Laxness hafi svikið hugsjónir sínar þegar hann gaf skít í kommúnismann, en það er ekki rétt. Hann gerði hinsvegar það sem fólki er mjög illa við: Hann þroskaðist. Maður á ekki að vera sauðtrúr hugsjónum sínum heldur fyrst og fremst sjálfum sér og maður ætti aðeins að hafa þá einu hugsjón að vera trúr sjálfum sér.

 

Gaman gamanFólki finnst ægilega gaman og nauðsynlegt að vera í kór með alla hluti; fara í banka á sama tíma, versla á sama tíma, helst í fjölsóttustu versluninni, mótmæla klámráðstefnum þegar andúðin er orðin ríkjandi, fara í bíó þegar það er troðið, fara í ísbúðir á sama tíma, bíða í biðröðum og fleira gaman. Meiraðsegja ellilífeyrisþegar sem eru löngu hættir að vinna og ættu að hafa nægan tíma, fara í búðir á sama tíma, - seinni part föstudags þegar allt er pakkað. Er ég virkilega sá eini sem finnst best að vera einn í biðröð? Og það er einsog engum þyki ís góður nema þegar sést í sólarglætu.

 

Menn vilja alltaf rotta sig saman, gera allt saman, gera allt eins, segja allt eins, haga sér eins, undir eins, ganga í tískufötum, helst í takt, vera með “réttu” hárgreiðsluna, “réttu” skoðanirnar, vera á eins bílum, (enda allir bílar orðnir svo eins að ekki sér lengur mun á Benz og Skoda), falla inní hópinn, falla í kramið, vera á tjaldstæðum innanum þúsundir eins manna, labba allir saman á Menningarnótt, vera saman í ferðafélagi og ganga í samfylkingu uppá Esju með samræmdu göngulagi, samtaka, vera sammála um að vera Draumahus islendingsinssamferða í SAM bíó á sama tíma og samferðamennirnir, vera í samlæstri samlokaðri sambúð og búa samtryggðir samábyrgir og samþjappaðir í blokk - sambýli.

Sumir auð(ir)menn eru meiraðsegja reiðubúnir að borga 250 milljónir fyrir að fá að búa í blokk því það er búið að segja þeim að blokkin sem um ræðir sé ekki venjuleg bæjarblokk heldur alveg gasalega fín mið-bæjarblokk í skuggalega flottu hverfi. Alvöru millar myndu aldrei kaupa sér íbúð í venjulegri almúgablokk, hversu flott sem íbúðin væri. Nei, þeir kaupa sér nákvæmlega eins íbúð í millablokk því þeir vilja vera innanum aðra milla svo það fari ekki á milli mála að þeir séu millar þegar þeir segja fólki hvar þeir eigi heima. Þetta er jú svo fínt. Það væri ekki nema ef Jón Ásgeir myndi kaupa sér kjallarakompu í Yrsufellinu að millastrollan myndi fylgja á eftir og kaupa upp allar kjallaraholur í Breiðholtinu. Hjarðmennskan lifi!

 

Fólk fer útí lönd á sama tíma, til landa sem eru í tísku og helst fer það aftur og aftur á sama staðinn, sinn samastað, þangað til hann fer úr tísku, meiraðsegja á sama hótelið og hangir þar saman allan tímann í einni íslendingasamþjöppun, í samkrulli og samfloti með sínum sama fararstjóra, samfarastjóra, sem smalar þeim öllum saman í rútu og saman fara allir að skoða sömu hlutina og sama tóbakið með sömu augum.
Mér er svosem sama.

 

Íslendingar standa saman í úlpubiðröðum og á íþróttaleikvöngum og hingað og þangað en þeir virðast aldrei geta Staðið Saman þegar brýna nauðsyn ber til, einsog tildæmis þegar peningastofnanir, stórfyrirtæki og misvitrir stjórnmálamenn eru að taka þá í kakóið. Þá sundrast þeir og hlaupa einsog fætur toga með kleprana í buxunum hver í sína holu og fara að snakka um óréttlætið í sínum vel einangruðu vakúmpökkuðu eldhúsum.

Hjarðmennska og ragmennska eru nefnilega tvær hliðar á sama peningi.  
                      

HJAR�ARhagi 

 

      Heimskingjarnir hópast saman,

      hefur þar hver af öðrum gaman.

      Eftir því sem þeir eru fleiri

      eftir því verður heimskan meiri.

                                      



Oft byrjar homminn á öfugum enda, enda öfugur

Þeir eru margir sem halda að ég hafi eitthvað á móti hommum og lessum, líklegast vegna þess að ég bjó til og birti í málsháttabók minni “Stormur á skeri” nokkra djókmálshætti um þennan frýnilega hóp fólks, rétt einsog dverga, svertingja, alþingismenn, bankaræningja, olíusamráðsfursta, blindingja, gáfumenn, góðmenni og aðra minnihlutahópa. Ég tók það fram í formálanum að margir minnihlutahópar þjóðfélagsins lægju það vel við höggi að það væri glæpur að láta undir höfuð leggjast að gefa þeim gott vink. Orðrétt sagði ég: “Maður má ekki mismuna fólki á þann hátt að sparka eingöngu í standandi mann. Hvers eiga hinir liggjandi að gjalda? Skoðanir mínar og innihald bókarinnar eru að mestu tveir ólíkir heimar, líkt og verðlag á Íslandi og heilbrigð skynsemi.”

  

Því fer semsé víðsfjarri að ég hafi nokkuð á móti rassmussum og lessumussum. Sumir minna allra bestu vina eru eins þrælöfugir og hægt er að vera og það er bara hið allra besta mál. Allavega ekki mitt mál. Drullupumpur eru líka fólk. Maður á að bera virðingu fyrir saurþjöppum rétt einsog venjulegu fólki. Einn skársti vinur minn sem er kúkalabbi af guðs náð kynnir sig stundum í síma sem kynvillinginn: “Blessaður, það er kynvillingurinn hér. Hvað segja menn?”

“Kynvillingar” njóta í dag allra þeirra réttinda sem aðrir borgarar hafa í þessu landi, sem betur fer, nema hvað þeir fá ekki að gifta sig í kirkju. Og er það eitthvað skrítið? Hvernig skyldi nú standa á þessu?

Skrifað stendur í heilagri Ritningu, þriðju Mósebók:

“Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.”

“Og leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.”

 Hommaaftaka � �ran. N�kv�mlega svona vill gu� fara me� hommana sem n� eru a� berjast fyrir �v� a� f� a� giftast � h�si hans.

Hversu heimskulegt sem mönnum kann að þykja þetta þá stendur þetta engu að síður í biblíunni og það er sá leiðarvísir sem kirkjunnar menn eiga að fara eftir, eigi þeir ekki að kallast hentustefnumenn og hræsnarar. 

Biblían, orð guðs, einsog kristnir menn kalla þessa bók, er afdráttarlaus í þessum efnum. Drottinn allsherjar getur hér varla kveðið fastar að orði. Hann hefur greinilega algert antípat á hommum (sköpunarverki sínu) og vill láta hakka þá alla í spað. Stúta þeim. “Þeir skulu líflátnir verða,” einsog hann orðar það svo fallega af föðurlegri umhyggju og umburðarlyndi. Kallinn er haldinn meiri hommafobíu en Árni Johnsen og vill láta moka öllum þessum helvítis bakpokum og skítseiðum út í hafsauga.  

En hvað vilja “kynvillingarnir” sjálfir? Jú þeir vilja ólmir og uppvægir fá rétt til þess að gifta sig í kirkju, húsi guðs, þess guðs sem hefur ímugust á þeim og vill láta hengja þá í hæsta gálga. Hvar er sjálfsvirðingin? Stoltið? Þeir kalla hátíð sína Gay Pride, en hverskonar stolt er það að sleikja sig upp við harðstjóra sem vill láta lífláta þá? Hefur sá klár eitthvert stolt sem leitar þangað sem hann er kvaldastur? Þetta er einfaldlega aulaháttur. Í besta falli rugl.

Karl Sigurbjörnsson biskup er ekki sammála guði sínum og vill taka fram fyrir hendurnar á honum með því að leggja til að prestar, sem svo kjósa, verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra í húsi drottins. Hann heldur vonandi djobbinu fyrir vikið þó hann haldi líklegast ekki andlitinu í augum guðs.

Gunnar í Krossinum vill hinsvegar standa vörð um ritninguna, orð guðs, og framfylgja því af fremsta megni þó hann hafi reyndar ekki ennþá lagt til að “kynvillingar” skulu skotnir með Colt 45 milli augnanna á Austurvelli, en þá tillögu ætti hann náttúrulega að bera fram sem einarður kristinn maður ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér.

Annaðhvort trúir maður því að biblían eins og hún leggur sig sé innblásin af guði eða ekki. Sá sem tínir þægilegustu og áferðarfallegustu molana úr biblíunni og sleppir hinum sem hann er ekki sammála og samsamar sig ekki við, sá maður þykist einfaldlega vita betur en guð og er að setja sig skör hærra en sá ágæti einræðisherra. (Guð vill vera einráður á markaðinum og þolir enga samkeppni, samanber: “Þú skalt ekki aðra guði hafa,” sem er óbein yfirlýsing um það að aðrir guðir séu til, en þá beri hinsvegar að ignorera því Hann einn sé langflottastur og hann einan beri að tilbiðja og dýrka í skriðdýrslegri auðmýkt og undirgefni, einsog hann sé soldið óöruggur með sjálfan sig og sé haldinn djúpstæðri minnimáttarkennd í bland við all svakalegt mikilmennskubrjálæði. Man ekki í svipinn hvað þetta er kallað í geðlæknisfræðinni).

Gefum okkur að guð sé skapari mannkyns og að við séum sköpuð í hans mynd einsog stendur skýrum stöfum í biblíunni. Óljúgfróðir öldungar og vísindamenn hafa áætlað að samkynhneigðir séu um 10% mannkyns og að önnur 10% séu bisexual. Sjálfur held ég reyndar að tala bisexuala sé mun mun hærri því það hefur hingaðtil ekki reynst ýkja erfitt að fá konur í þríkant. Yfir 80% þeirra hafa verið til í tuskið. Guð skapaði allt þetta lið, allt mannkynið, og það yrkir enginn öðruvísi en hann er. Og hvað þýðir þetta, í ljósi þess að við erum sköpuð í guðs mynd? Jú, þetta þýðir það að guð er um 10% hommi og meira og minna bisexual ofan í kaupið. Hann fyrirverður sig hinsvegar fyrir hommann í sér og vill afmá þessa “viðurstyggð” sem hann kallar svo. Kannski er þetta ástæðan fyrir minnimáttarkenndinni sem lýsir sér í því að hann vill vera dýrkaður og dáður og tilbeðinn í það óendanlega með öllum sínum földu göllum. Hann gengur meira að segja svo langt að hleypa engum inní sitt himnaríki nema að menn trúi á hann (hafi trú á honum) og dýrki hann af alefli og liggi slefandi af hrifningu yfir honum og öllum hans óréttláta ófullkomna heimska heimi.

Það er mitt álit að hommar og lessur eigi ekki að kóa með guði, eigi ekki að falast eftir þeim bjánalega rétti að fá að giftast í húsi þess guðs sem hefur ógeð á þeim og vill láta stúta þeim. Samkynhneigðir verða að hafa eitthvað “pride,” eitthvað stolt. Þeir mega ekki láta guð taka sig svona í kakóið. Borgaraleg gifting er svarið, þ.e.a.s. ef þetta ágæta fólk er svona hrifið af giftingum á annað borð.

Einsog lýðum er ljóst þá hefur guð ekki komið fram opinberlega í 2000 ár og er löngu hættur að skipta sér af málum mannfólksins sem byggir þessa kúlu. Áður fyrr þegar hann var í framboði fyrir mannkynið þá var hann á snakki við Pétur og Pál (aðallega þá tvo) og dreifandi út auglýsingaPésum og tilskipunum og reglugerðum og boðum og bönnum einsog Vinstri græningi, og svo mynduglega var hann með nefið ofaní hvers manns koppi að fólk gat varla rekið svo við að hann væri ekki mættur hnusandi á svæðið með vísifingurinn á lofti einsog Marteinn Mosdal: “Bannað að prumpa hátt. Bannað að pissa utaní garðvegg (það stendur í Gamla Testamentinu). Ég vil Einn ríkisrekinn guð. Ég er hann. Einn ríkisrekinn frelsara. Ég er hann líka. Einn ríkisrekinn heilagan anda. Ég er hann líka. Ég er margskiptur persónuleiki, semsé geðklofi og það er gott mál. Ekki líta á konu með girndarhug. Ekki hommast. Fólk á ekki að vera á Rás 2. Kynlíf er frá djöflinum honum Lúsífer komið sem ég skapaði forðum daga. En uppfyllið helvítis jörðina án þess að hafa gaman af því. Og ekki gleyma að trúa á mig. Því ekki geri ég það. Dýrkið mig andskotans ófétin ykkar. Kjósið Mig. Setjið X við G.”

En það er semsé af sem áður var. Nú er guð greyið búinn að sitja svo lengi í embætti að hann er farinn að láta allt reka á reiðanum og er gjörsamlega búinn að missa tengslin við fólkið og raunveruleikann. Algerlega jarðsambandslaus, enda uppí skýjunum. Lætur aldrei ná í sig. Svarar ekki áköllum. Löngu búinn að gefast upp á þessu öllu saman. Liggur marflatur í sínum skáp með leppa fyrir augunum og hrýtur. Alveg búinn á´ðí.  

Enda hér á vísum sem ég birti í ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð:"

 

Við þurfum á drottins hjálp að halda,

hér fer engan vel um,

en guð er hommi allra alda,

ævinlega í felum.

 

Ég bið um mikið, bið um frið og kærleik,

bið um greind og sálarlegan færleik.

Það er ólán, skelfing, skömm og synd

að sköpuð vorum við í drottins mynd.

                                                                                                    


Ó borg mín borg

  Gamli góði villti tryllti VilliGerði eina litla fallega vísu á þriðjudaginn var þegar nýi meirihlutinn í borginni settist að kjötkötlunum þar sem mauksoðið fórnarlamb var m.a. á matseðlinum:

 

Baktjaldamakkarónar

í bakherbergjum þinga,

brasa hvern þeir eigi

í bakið næst að stinga,

með hentistefnumál fylgja

Hrappssyni Birni Inga.

- Ömurlegur Dagur

í lífi Reykvíkinga.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband