Rétt hjá Imbu Sollu: Árni Mathiesen er æði

Árni Mathiesen.jpgImba hældi Árna Mathiesen sem fjármálaráðherra í hástert í Kastljósi í gær. Skiljanlega. Maðurinn er búinn að standa sig alveg óaðfinnanlega. Flott t.d. þegar hann lét bróðir sinn fá eignirnar á varnarsvæðinu á spottprís. Spilling? Nei. Ekki frekar en í bönkunum.

 

Svo var glæsilegt hvernig hann tæklaði Icesave dæmið við Darling. Það hefði allt getað farið í klúður en hann reddaði málunum gjörsamlega.

 

bjorgvingsigurdsson.jpgÁrni og Björgvin G. Sigurðsson eru líklegast þeir sem fylgjast hvað best með því sem er að gerast í þjóffélaginu. Þeir eru alltaf með svör á reiðum höndum enda vel inní öllum málum. Aldrei undir nokkrum kringumstæðum myndu þeir segja:

"Ég veit það ekki."  "Ég hef ekki heyrt um þetta."  "Mér hefur ekki verið sagt frá þessu."  "Mér þykir þú segja fréttir."  "Ég held að málið sé í skoðun."  "Var þetta í blöðunum?"  "Ertu að segja mér að það sé eitthvað til sem heitir KPMG?"  "Hvað áttu við með ábyrgð?"  "Hvað sagðirðu að íslenski seðlabankastjórinn héti?"  "Ég kannast ekki við þetta."  "Bíddu, ertu að meina að þetta mál heyri undir mig?"  "Ég man ekki eftir að hafa fæðst í gær."  "Ef ég vissi hvað ég héti þá myndi ég segja þér það."  

 

dr_jekyll_and_mr_hyde.jpgÞað er ekkert skrítið að Imba Solla skuli vera ánægð með þessa kappa. Sjálf er hún gjörsamlega búin að brillera í stjórninni. Hún er virkilega fulltrúi fólksins í landinu þó að engin okkar hinna sé það.

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                       Dr. Jekyll and Mr. Hyde


Björgólfur Thor er 29 ríkasti maður Bretlands en gasalega blankur á Íslandi

bjorulfur_thor.jpg

 

Djöfull ætla þessir auraapar að leika þjóðina grátt. Bjórúlfur Thor sagði í Kastljósviðtali fyrir stuttu að hann myndi svo sannarlega axla ábyrgð en myndi hinsvegar ekki koma með neina peninga í uppbyggingu landsins. Á nútímaíslensku þýðir þetta einfaldlega: "I don´t give a shit. Fuck you!"

 

Bretar settu Landsbankann á hryðjuverkalista þegar þeir komust að því að það væri verið að flytja hundruði milljarða úr Icesave í Bretlandi úr landi. Þetta var náttúrulega ekkert annað en efnahagslegt hryðjuverk. Líklega eitt stærsta bankarán heimssögunnar.

 

 Hvar eru þessir peningar? Hókus pókus - Horfnir. Og enginn spyr um þá. Þessir bankadelar eru slíkir galdrakarlar og seiðskrattar að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að nota orðið "nornaveiðar." Það þarf einmitt að persónugera vandann. Þeir sem segja annað eru annaðhvort fábjánar eða persónur og leikendur í spilinu. Allar þessar morðfúlgur fjár þurfa Íslendingar að borga næstu áratugina meðan ræningjarnir tróna á listum yfir ríkustu menn heims.

 

Hvað er þetta annað en alþjóðleg glæpastarfsemi? Ef ríkisstjórn Íslands væri ekki samansafn af glæpsamlega vönkuðum geðlurðum og hlandaulum þá væri hún fyrir löngu búin að setja Interpol í málið.

 

Það er ótækt að Bjórúlfur Thor og aðrir kennitöluflakkandi útrásargosar skulu fá að ganga um "blankir" á Íslandi en moldríkir í útlöndum á meðan þjóðinni blæðir út af þeirra völdum. Þeir eiga Hvergi að fá að ganga lausir meðan á "rannsókn" málsins stendur, - "rannsókn" sem því miður mun aldrei hefjast af neinni alvöru ef íslenskir gjörspilltir stjórnmálalúðar fá að ráða.


mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband