Rétt hjá Imbu Sollu: Árni Mathiesen er æði

Árni Mathiesen.jpgImba hældi Árna Mathiesen sem fjármálaráðherra í hástert í Kastljósi í gær. Skiljanlega. Maðurinn er búinn að standa sig alveg óaðfinnanlega. Flott t.d. þegar hann lét bróðir sinn fá eignirnar á varnarsvæðinu á spottprís. Spilling? Nei. Ekki frekar en í bönkunum.

 

Svo var glæsilegt hvernig hann tæklaði Icesave dæmið við Darling. Það hefði allt getað farið í klúður en hann reddaði málunum gjörsamlega.

 

bjorgvingsigurdsson.jpgÁrni og Björgvin G. Sigurðsson eru líklegast þeir sem fylgjast hvað best með því sem er að gerast í þjóffélaginu. Þeir eru alltaf með svör á reiðum höndum enda vel inní öllum málum. Aldrei undir nokkrum kringumstæðum myndu þeir segja:

"Ég veit það ekki."  "Ég hef ekki heyrt um þetta."  "Mér hefur ekki verið sagt frá þessu."  "Mér þykir þú segja fréttir."  "Ég held að málið sé í skoðun."  "Var þetta í blöðunum?"  "Ertu að segja mér að það sé eitthvað til sem heitir KPMG?"  "Hvað áttu við með ábyrgð?"  "Hvað sagðirðu að íslenski seðlabankastjórinn héti?"  "Ég kannast ekki við þetta."  "Bíddu, ertu að meina að þetta mál heyri undir mig?"  "Ég man ekki eftir að hafa fæðst í gær."  "Ef ég vissi hvað ég héti þá myndi ég segja þér það."  

 

dr_jekyll_and_mr_hyde.jpgÞað er ekkert skrítið að Imba Solla skuli vera ánægð með þessa kappa. Sjálf er hún gjörsamlega búin að brillera í stjórninni. Hún er virkilega fulltrúi fólksins í landinu þó að engin okkar hinna sé það.

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                       Dr. Jekyll and Mr. Hyde


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðarskútan rekur fyrir vindum, er eiginlega sokkin og fíflin telja sig vera að stýra og hrósa hvort öðru fyrir vel unnin störf.
Þetta er Twilight Zone krakkar, það er varla nokkur leið út úr þessu nema að fara og ná í þetta lið og henda því fyrir borð.... fyrr getum við ekki farið að ausa úr þjóðarskútunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þetta gengi á það sameiginlegt með guði að vera uppí skýjunum og nenna ekki að fylgjast með því sem er að gerast á jörðunni. Alveg lost lið.

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Jack Daniel's

Þessi svör sem þú vísar í þarna eru dæmigerð fyrir þetta lið.
Það lítur á almenning í landi sem sauðheimskan líð sem það er hátt yfir hafið og blaða og fréttamannastéttin sýnir og sannar en gang til, að hún er setin steingeldum aumingjum sem hafa hvorki getu né vilja til að fá sannleikann upp á borðið.  Aumingjar og ræfla upp til hópa öll stéttin og það nota þessir handónýtu stjórnmálamenn sér.

Jack Daniel's, 8.1.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jack. Stöð 2 var nú að ráða Sindra Sindrason í Ísland í dag en hann var blaðafulltrúi Jóns Ásgeirs, svo þetta hlýtur nú að fara að lagast.

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 18:19

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ælan er kominn upp í háls... viðbjóðurinn er alger.. Imba er búin á því.. 

Óskar Þorkelsson, 8.1.2009 kl. 18:57

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Henni langar um að fá að kyssa Árna líka

Sigurður Þórðarson, 8.1.2009 kl. 21:55

7 Smámynd: Marta smarta

Það er nokkuð ljóst að heilinn var tekinn og æxlið skilið eftir.

Marta smarta, 8.1.2009 kl. 22:17

8 identicon

Þú hittir naglann áhöfuðið!

  

Kolbrún Valvesdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:46

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Góður pistill þetta Sverrir ....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 00:14

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn    Ekki kannast ég við þetta    Óstjórnin ríður ekki við einteyming.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband