Björgólfur Thor er 29 ríkasti maður Bretlands en gasalega blankur á Íslandi

bjorulfur_thor.jpg

 

Djöfull ætla þessir auraapar að leika þjóðina grátt. Bjórúlfur Thor sagði í Kastljósviðtali fyrir stuttu að hann myndi svo sannarlega axla ábyrgð en myndi hinsvegar ekki koma með neina peninga í uppbyggingu landsins. Á nútímaíslensku þýðir þetta einfaldlega: "I don´t give a shit. Fuck you!"

 

Bretar settu Landsbankann á hryðjuverkalista þegar þeir komust að því að það væri verið að flytja hundruði milljarða úr Icesave í Bretlandi úr landi. Þetta var náttúrulega ekkert annað en efnahagslegt hryðjuverk. Líklega eitt stærsta bankarán heimssögunnar.

 

 Hvar eru þessir peningar? Hókus pókus - Horfnir. Og enginn spyr um þá. Þessir bankadelar eru slíkir galdrakarlar og seiðskrattar að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að nota orðið "nornaveiðar." Það þarf einmitt að persónugera vandann. Þeir sem segja annað eru annaðhvort fábjánar eða persónur og leikendur í spilinu. Allar þessar morðfúlgur fjár þurfa Íslendingar að borga næstu áratugina meðan ræningjarnir tróna á listum yfir ríkustu menn heims.

 

Hvað er þetta annað en alþjóðleg glæpastarfsemi? Ef ríkisstjórn Íslands væri ekki samansafn af glæpsamlega vönkuðum geðlurðum og hlandaulum þá væri hún fyrir löngu búin að setja Interpol í málið.

 

Það er ótækt að Bjórúlfur Thor og aðrir kennitöluflakkandi útrásargosar skulu fá að ganga um "blankir" á Íslandi en moldríkir í útlöndum á meðan þjóðinni blæðir út af þeirra völdum. Þeir eiga Hvergi að fá að ganga lausir meðan á "rannsókn" málsins stendur, - "rannsókn" sem því miður mun aldrei hefjast af neinni alvöru ef íslenskir gjörspilltir stjórnmálalúðar fá að ráða.


mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Bretar settu Landsbankann á hryðjuverkalista þegar þeir komust að því að það væri verið að flytja hundruði milljarða úr Icesave í Bretlandi úr landi. Þetta var náttúrulega ekkert annað en efnahagslegt hryðjuverk. Líklega eitt stærsta bankarán heimssögunnar."

... og maður leyfir sér að hugleiða hvort þetta sé það sem sumir vita en vilja ekki segja frá - beita fyrir sig bankaleynd eins og sumir aðrir!

Flosi Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 14:20

2 identicon

Það eru engir fjölmiðlar á Íslandi lengur.

Haraldur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll Sverrir.

Þetta er reyndar gömul frétt, sjá hér: 

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/27/bjorgolfur_thor_a_lista_yfir_tha_rikustu_i_bretland/

Fín samsæriskenning samt.

arnim.

Árni Matthíasson , 8.1.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er langt síðan að fólk gat komið ár sinni þolanlega vel fyrir borð með dugnaði og eljusemi, það er kanski ekki hægt í dag  - nú virðast fáir sem teljast vel settir hafa eignast velferð af heiðarleika, tómt svindl og svínarí

Jón Snæbjörnsson, 8.1.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: ThoR-E

Frábær pistill Sverrir.

Er þér 100% sammála.

kv.

ThoR-E, 8.1.2009 kl. 16:18

6 Smámynd: Heidi Strand

Hvers vegna er ekki ICESAVEmálið rannsökuð sem glæpamál? Bjöggarnir, Sigurjón og Birna bankastíra litur að víta eitthvað um hvar varð um ICESAVEpeninganna sem voru greitt inn  fram á síðustu stund.

Heidi Strand, 8.1.2009 kl. 16:23

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Flosi. Mér finnst þetta hafa verið ljóst frá fyrsta degi. Dabbi hlýtur nú að vita af þessu einsog þú segir. Mætti alveg tjá sig kallinn. Hann ætti nú að kunna það.

Haraldur. Jú Útvarp Saga er nú til. Ennþá. Og svo náttúrulega viskubrunnurinn Omega.

Árni. Þakka þér fyrir ábendinguna. Ég skoðaði þessa frétt í gær á mbl.is og sá svo aftur linkinn á hana á síðu Evu Hauks þar sem hún talar um að fréttin hafi verið fjarlægð. Biðst velvirðingar á frumhlaupinu og axla ábyrgð með því að segja af mér bloggmennsku þegar í stað . Afsögnin tekur gildi eftir 4 ár einsog hjá íslenskum ráðherrum. Færsla mín fjallar reyndar ekki um þetta sem betur fer heldur milljarðaundanskot útrásarhetjanna okkar.

Jón. Á Íslandi stendur skammstöfunin SOS stendur fyrir Svindl Og Svínarí. 

Ace. Ég er þér 100% sammála.

Heidi. Það er absúrd að þetta skuli ekki vera rannsakað sem sakamál. Ef Jón Jónsson myndi stela 100 þúsund kalli af reikningi einhvers þá sæti hann í gæsluvarðhaldi. Þarna er hinsvegar um að ræða hundruði milljarða og þá þykir alveg um að gera að stroka yfir þetta alltsaman og gleyma þessu og láta þjóðina borga. Svona er Icesaveland í dag.

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 17:14

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

 úr leikritinu....Framkvæmdavaldimar og löggjafi hans.

(músíkk: pappírstætari)

Framkvæmdavaldimar:

...."ég hélt að þegar aðspurðir "sérfræðingar" í breskum lögum hefðu komist að því að Icesafe málið væri fyrirfram tapað fyrir breskum dómi að Íslenska ríkið hefði engin önnur úrræði en að höfða mál gegn eigendum og stjórnendum Landsbankans (gamla) fyrir fjársvik".

(pappírstætarinn stoppar augnablik og byrjar svo aftur að  rymja)

löggjafinn:

 það er bara ekki hægt talasaman fyrir þessum helvítis pappírstætara

(pappírstætarinn þagnar)

...var ég ekki búinn að banna alla lögsókn næstu árin, jú mig minnir það

(pappírstætirnn byrjar aftur lágt)

Framkvæmdarvaldimar: .... en hvað með mannréttingadómstólinn í Hopplandi?

 (pappírstætarinn yfirgnæfir það sem á eftir kemur)

takk fyrir skemmtilega pistla Sverrir. ( fyrirgefðu ef ég reyni að stælaðig)

Gísli Ingvarsson, 8.1.2009 kl. 17:16

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ekkert að fyrirgefa Gísli. Þetta er allt að koma

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband