Afmæliskveðja til Davíðs Oddssonar

Davíð og StormskerInnilega til hamingju með afmælið kæri vinur. Vona að þú verðir eldri en Mogginn og jafnvel eldri en Jóhanna Sig, svo langt sé til seilst.

 

Megi hann Davíð lengi lifa
og leiðbeina þjóð sem er skökk og hálf
og sveittur í Moggann sannleikann skrifa.
Sagan skrifar sig ekki sjálf.

 

Morgunblaðið er mannvitssjóður,
manni kemur á lappir.
Mogginn er déskoti dúndur góður
en Dabb’er samt betri pappír.

 

Bestu afmælis- og nýárskveðjur,
Sverrir Stormsker


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Lífshlaup manna misjafnt snýst

margt um það að segja.

Í mogganum er þó alveg víst

að allir landsmenn deyja!

G. Guðmundarson.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.1.2018 kl. 15:23

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurður,

Kostulegt það kalla má,

kann það enginn að skýra enn:

Í Mogganum eingöngu falla frá

fyrirmyndar afreksmenn.

Sverrir Stormsker, 19.1.2018 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband