22.11.2007 | 10:54
RÁÐHERFA
Ég sting hér með uppá orðinu ráðherfa fyrir öfgafemínur sem geta ekki með nokkru móti sætt sig við starfsheitið ráðherra.
Fyrir nokkrum árum gaf ég út frumsamda nýyrðabók þarsem ég lék mér að því að gefa þekktum orðum nýja merkingu jafnframt því að smíða ný. Minnir að ég hafi t.d. notað orðið senditík yfir sendiherra og orðið flygill yfir flugmenn og orðið bíldælingur yfir afgreiðslumann á bensínstöð og orðið andlitsdráttur yfir munnmök og orðið VitGrannir þýddi Vinstri Grænir. Þetta var náttúrulega allt hugsað sem djók, ekki "uppnefni," - vildi teygja aðeins á tungunni, fara í sleik við íslenska tungu, taka orðin á orðinu. Fjölmörg nýyrðanna náðu að festast í málinu og er það vel. Man ekki hvað ég kallaði ráðherra eða alþingismenn. Get birt úrdrátt úr þessari bók við tækifæri ef ég nenni því. Allavega gerði ég 1 stykki málshátt um yfirvaldið sem birtist í málsháttabók sem ég gerði og hann var svona: Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn. Dettur þessi málsháttur oft í hug þegar ég hlusta á þá.
Þegar Steinunn Valdís var borgarstjóri þá talaði hún aldrei um sig sem borgarstýru af einhverjum ástæðum, líklegast þótti henni það ekki nógu virðulegt, en núna vill hún að tekið verði upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geti borið. Kannski er við hæfi að þessi tillaga hennar komi upp núna því það eru ekki margir klukkutímar síðan ný femínísk biblíuþýðing leit ljós dagsins þar sem alfaðirinn almóðirin var leiðrétt og systrum troðið við hliðina á bræðrum og karlkyni breytt í hvorugkyn þar sem því var viðkomið til að bókin yrði á máli beggja kynja og til að guð myndi ekki móðga femínur.
Karlar hafa hingaðtil ekki viljað láta kalla sig frúr, meyjur, freyjur, konur og mæður o.s.fr. og hafa verið snöggir að breyta starfsheitum sem bera slíkar endingar þegar þeir hafa farið í kvennadjobb án þess að hafa farið fram á hina femínísku geldingu tungumálsins að Bæði kynin verði að geta borið starfsheitin einsog Steinunn fer fram á. Þeir kallast t.d. ekki flugfreyjur heldur flugþjónar og flugþjóar, ekki skúringakellingar heldur ræstitæknar eða tuskubellir, ekki vændiskonur heldur gígalóar (gígalókar) o.s.fr. Enginn karl myndi segja aðspurður um starfsheiti: Ég er súludansmey heldur myndi hann segja stoltur: Ég? Ég er strippari, nú eða: Ég er tippari, nú eða: Ég er punglingur.
Ég get þessvegna vel skilið að konur vilji ekki láta kalla sig herra, jafnvel þó þær hafi gert allt til að líkjast þeim; farið að ganga í buxum, ganga í jakkafötum, klippt hár sitt stutt og eiginlega gert allt nema að láta sér vaxa tippi. Það vantaði bara að þær vildu láta kalla sig herra, þannig að ég er í bland svolítið hissa á þessu.
Ef konum finnst svona niðurlægjandi að vera titlaðar ráðherrar og vilja kalla sig eitthvað annað, einsog t.d. ráðfreyjur, ráðstýrur, ráðynjur, ráðfrúr, ráðskonur, óráðskonur nú eða ráðherfur, þá bara gera þær það. Það er enginn sem bannar þeim það, ekki frekar en nokkur bannaði þeim að kalla sig þingkonur. Nú ef að breytingar þeirra ná fótfestu í tungumálinu þá er það gott og blessað. Tíminn er besti dómarinn. Þær þurfa ekki að hlaupa upp til handa og fóta og setja allt á annan endann með stjórnarskrárbreytingum og lagabreytingum og ráða og nefndaskipunum og einhverju svakalegu ekkisens pípi, og þær þurfa allsekki að reyna að þvinga karla til að breyta sínu starfsheiti sem er einfaldlega ráðherra. Varla vilja femínur ráða starfsheitum karla líka? Jú greinilega. Ætti að vinnast þeim létt úr því þær náðu að gelda "orð guðs" (gauðs).
Tungumálið á að fá að þróast áreynslulaust án þvinganna, reglugerða, valdboða, femínisma og fasisma. Einfalt mál.
Margrét Pála skólastjóri Braggabarna, eða hvað hann heitir nú þessi kynskipti leikskóli hennar, vildi allsekki bera karlkyns starfsheitið skólastjóri og tók upp á því að kalla sig skólastýru, sem er bara hið besta mál. Það þurfti ekkert húllumhæ í kringum það - það þurfti ekkert að kveikja á kertum eða slátra geit eða að breyta stjórnarskránni eða lögum eða einu eða neinu, - bara starfsheitinu. Og núna líður henni miklu betur og kemst í mun nánari snertingu við konuna í sér og lifir mun betra Móðurlífi og allir eru gasalega happy. Þetta eiga náttúrulega konur að gera sem fíla Kurt Russel afturábak.
Enginn hefði bannað Steinunni að kalla sig borgarstýru á sínum tíma ef hún hefði kært sig um. Ef kvenkyns leigubílstjóra hryllir við því að kallast leigubílstjóri og vill fyrir alla muni kalla sig leigubílstýru þá bara gerir hún það. Hún þarf ekkert að kalla til einhverja töframenn og sverðgleypa. Ef einhver karlkyns ljósmóðir er með niðurgang af áhyggjum yfir starfsheiti sínu þá þarf hann ekki annað en að kalla sig ljósfaðir eða ljósálf eða whatever og málið er dautt. Ef einhver kvenkyns asni vill ekki fyrir nokkurn mun láta titla sig asna í símaskránni heldur ösnu þá er það ekki vandamálið. No problem.
En hversvegna nær þessi tillaga Steinunnar aðeins yfir æðstu stöður, yfirstéttarstöður, tignarstöður svosem ráðherra og sendiherra en ekki venjuleg valdalaus almúgastörf svo sem strætóbílstjóra og skipamellur? Eru tengslin alltaf að minnka og minnka við raunveruleikann og við það fólk sem hún starfar í umboði fyrir? Varla þyrfti að eyða tíma þingsins og breyta stjórnarskránni og lögum ef kvenkyns strætóbílstjórar vildu kalla sig strætóbílstýrur.
Tungumálið finnur sér farveg án valdboðs. Alltaf best að leyfa vatninu að renna niður í móti.
Þessi þingsályktunartillaga Steinunnar og félaga kemur auðvitað nokkrum áratugum of seint einsog við var að búast, því starfsheitið ráðherra er nefnilega orðið gjörsamlega rótgróið í málinu sem kynlaust orð í hugum þokkalega heilbrigðs fólks sem hugsar ekki alla skapaða og óskapaða hluti útfrá femínískum kynjaþrætubókarfræðum, enda hefur engum kvenkyns ráðherra dottið í hug að amast yfir þessu heldur lagt því meiri áherslu á að sinna starfi sínu einsog maður kona.
Vigdís Finnbogadóttir fór t.d. ekki á taugum yfir því að vera titluð forseti en ekki forseta. Hún var reyndar stundum ávörpuð frú forseti sem var svolítið einkennilegt en hún fór ekki fram á að vera ávörpuð frú forseta, líklegast vegna þess að það hefur minnt of mikið á orðið klósettseta.
(Annars er orðið for-seti náskylt orðinu klósettseti í grunninn að því leiti að þar gæti verið um einhvern að ræða sem situr í for, - semsé í djúpum skít).
Ingibjörg Sólrún hefur heldur ekki kvartað mikið yfir því að kallast forMaður Samfylkingarinnar. Steinunn Valdís og aðrar öfgafemínur vilja líklegast kalla hana forynju Samfylkingarinnar og þá bara gera þær það. Ekki málið.
Steinunn Valdís er svolítið seinheppin í þessu vafstri sínu vegna þess að hún misskilur orðið ráðherra nánast fullkomlega. Ef við gefum okkur að konur (að femínistum undanskyldum) séu samþykkar því að þær tilheyri ekki bara kvenkyninu heldur mannkyninu og þoli jafnvel að láta kalla sig menn, þá er það nú svo að orðið ráðherra merkir ekki karl heldur einfaldlega yfirmaður / yfirkona, yfirvald, boss, þ.e.a.s. manneskja sem fer með vald ráðuneytis. Ekki mjög flókið. Því væri auðveldlega hægt að segja ef Steinunn væri yfirvald: "Hún Steinunn er minn herra," þ.e.a.s. hún fer með húsbóndavaldið. (Ekki húsbóndakonuvaldið). Ég trúi ekki að það þurfi einhvern Einstein til að skilja þetta.
Þegar talað er um herraþjóð þá er ekki átt við þjóð sem karlar einir tilheyra, heldur valdaþjóð, drottnandi, leiðandi yfirvaldsþjóð, aðal mambóið.
Svo má nefna að Herranótt (leikhátíð M.R) er ekki eingöngu ætluð körlum heldur báðum kynjum, semsé mönnum. (Skrítið að femínur skulu ekki vera búnar að breyta þessu í Frúanótt).
Ef að orðið herra þýddi eingöngu karl þá væri ekkert til sem héti herramaður. Eða hefur einhver heyrt orðið frúkona? Hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu að nota orðið herrakona í merkingunni valdakona þó það kunni að virðast skrítið við fyrstu sýn.
Steinunn getur því alveg sofið rótt og sleppt því að sólunda peningum skattborgara og mikilvægum tíma í að skipa nefndir og ráð og óráð til að finna nýtt gasalega fínt virðulegt starfsheiti ráðherra sem bæði kyn geti borið. Þetta orð er nefnilega til nú þegar og það er orðið: Ráðherra.
Ég segi einsog Pétur Jóhann Sigfússon í Næturvaktinni: Þarf að ræða þetta eitthvað frekar...?
Já, það virðist vera. Þetta virðist vera eitthvað svakalega flókið.
Þar sem ég veit að femínur neita að skilja þetta og munu halda áfram að berja hnetunni við steininn þá sting ég semsé hér með uppá orðinu ráðherfa. Miðað við allt dellumeikið í VitGrönnum og öðrum harðlínufemínum þá kæmi mér ekki á óvart að þetta orð verði framvegis notað yfir kvenráðherra: Ráðherfa.
Sem er eiginlega synd því að orðið ráðherra er alveg fyrirtaks starfsheiti sem bæði kynin ættu að geta borið með reisn, ef hún væri til staðar.
Virðum MÓÐURmálið.
Herramaðurinn kveður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2007 kl. 16:06 | Facebook
Athugasemdir
Má ég stinga upp á: Ráðkóngur & ráðsnípur
DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:16
Hvað viltu kalla karlkyns hjúkrunarfræðinga sem vilja ekki láta kalla sig hjúkrunarkonur? Og dagfeður sem vilja ekki vera kallaðir dagmæður? Og svo framvegis.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:16
Hildur ... þú svaraðir sjálfri þér!
Bjarni (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:48
Að stinga upp á orðinu RÁÐHERFA fyrir kvenkyns RÁÐHERRA er álíka málefnalegt og SENDITÍK fyrir kvenkyns sendiherra en vibbalega fyndið samt .... og ekki annað hægt en hlægja nema vera húmorslaus ! .. Held að Spaugstofumenn geti ekki toppað þetta blogg. Ég held (og er fylgjandi) að þetta muni breytast með tíð og tíma - hvenær sem það verður ??? ... það er hollt að hugsa út fyrir rammann..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.11.2007 kl. 11:49
Nei ég er að meina, eru þeir herfur, frekjur öfgakarlrembur eða hvað það er? Hingað til hefur verið alveg sjálfsagt að breyta kvenkyns starfsheitum um leið og karlmenn hafa farið inn í störfin.
Svo eru eiginmenn kvenkyns ráðherra ekki ráðherrafrúr eins og væri alveg eins eðlilegt, heldur eru þeir makar ráðherra.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:57
Bjössi, varla varstu þvingaður til að lesa alla færsluna. Frábær texti og ég er hjartanlega sammála Storminum. Ef þetta var svona leiðinleg færsla, í Guðanna bænum ekki lesa hana og ekki hafa fyrir því að eyða þínum dýræta tíma í að tilkynna okkur það.
Sveppur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:28
Og afsakaðu að ég kalli þig Bjöss þó þú heitir Bárður, kann bara betur við það. Bestu kveðjur.
Sveppur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:28
Þetta er kannski óþarflega langur texti hjá þér Stormsker en boðskapur hans er réttur. Konur skemma bara fyrir sér með svona heimskulegu þvaðri.
S. (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:38
Karlkyns hjúkrunarfræðinga, já! Það liggur beinast við að kalla fyrirbærið "hjúkrunarkarl", s.b.r. "hórkarl"
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:41
Maður bara kallar sig það sem maður vill, setur nafnspjöldin sína svoleiðis og mailið og þá er maður það sem maður kallar sig.
Ég er sammála að við þurfum ekkert að kosta laun til að funda um þetta málefni meðan penningarnir og tíminn gæti farið í eitthvað mikið betra.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 13:08
Ég sá ekki þessa dauðu punkta í blogginu. Bráðskemmtilegt og beitt. Það er mikill munur á því að vera maður eða kona í merkingu orða. Manni hrósað í afmæli og talinn mikill gleðimaður. Ekki notað um konur...svona í hátíðarræðum. Annars sýnist mér orðið -stýra- nothæft stað herra. Umhverfisstýra, félagsmálastýra, menntamálastýra.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:13
Hvernig erþetta með þessa blessuðu feminista? verður maður þá ekki að kalla kvenkynstegundina femínistur?
Hilmar Einarsson, 22.11.2007 kl. 14:30
Þetta er afar brýn umræða og mikilvægt að koma þessum nafnagiftum á tiltlum á efsta stjórnsýslustigi í nútímalegt biblíuhæft form. Í þessu sem öðru þarf að leiðrétta lýðræðishallann á kvenlegan hátt. Ég legg til að ráðherrar verði hér eftir kallaðir ráðrækjur þ.e. sá sem rækir sitt ráðuneyti. Hvernig hljómar þetta: Virðulega utanríkisráðrækja.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:38
Ef þið eruð svona á móti þessu, á þá ekki að kalla eiginmenn kvenráðherra ráðherrafrúr?
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:51
Það er engin á móti þessu, það er bara fáranlegt að gera svona mikið mál úr þessu. Þetta er ekkert flókið. Það þarf ekkert að ræða þetta á Alþingi. Trúi ekki að nokkur maður sé á móti þó einhver kalli sig ráðherra, ráðamann, ráðfrú, ráðskvísa eða what ever.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 14:58
Hver er að gera mikið mál úr þessu aðrir en andstæðingarnir? Það væri mjög einfalt að afgreiða þetta mál og láta það fara sinn farveg. Hvernig brjáluðu femínistahatararnir geta æst sig svona yfir þessu er gjörsamlega ofar mínum skilningi. Og nei, rök ykkar geta ekki verið á þá leið að það sé fleira sem þarf að ræða á þingi. Auðvitað eru mörg brýn þjóðfélagsmál sem þurfa að vera afgreidd þar og slíkt hefur aldrei hindrað að ýmiss konar lítil mál séu líka tekin til umræðu.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:09
Sko afþví þetta er politík. Afþví hún er að er að senda skilaboð með þessu. Taka þetta upp á þingi og senda út fréttatilkynningu. Flest verkalýðsfélög taka slík mál fyrir utan vinnutíma og kjósa þar um málið en ekki hún.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 15:36
Kjaftæði, það kemur málinu ekkert við. Ef það á að breyta heiti á ráðherra, þingmanni eða öðru samkvæmt lögum verður að gera það á alþingi, ekki á bakvið tjöldin.
Sendi hún út fréttatilkynningu? Það kemur hvergi fram. Enda ætti slíkt að vera óþarfi þar sem fjölmiðlar vakta alþingi.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:39
Þú vilt kannski hafa þjóðarkosningu um þetta líka? Það er engin að tala um á bak við tjöldin, fólk bara ákveður utan vinnutíma og tilkynnir svo breytinguna. Það þarf ekkert að snúa þessu upp eitthvað karla v.s konu eitthvað. Ekki eitthvað við látum karla sko ekki beygja okkur....blabla
Ekki stóðu karlkyns hjúkrunarfræðingar yfir sjúklingum og létu sprauturnar bíða meðan þeir fyndu æskilegt nafn sem hentaði þeim.
Eða þegar rafkonur ákváðu nafn sitt létu þær ekki mælin gagna á meðan. Við fengum áfram flugþjónustu meða flugþjónar fundu sitt nafn osf.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.11.2007 kl. 16:05
Við kjósum ekki hjúkrunarfræðinga í störfin og heldur ekki flugvirkja. En við kjósum hins vegar ráðherra og þingmenn þannig að það er eðlilegt að þegar þeir eru að gera breytingar að þær fari í gegn á þeirra vinnustað, sem er þinghúsið. Og það sem fram fer í þingsal fer fram fyrir opnum tjöldum -lýðræðisins vegna.
Nei, ég vil ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta. Þetta fjallar hins vegar um breytingu á heiti samkvæmt lögum um Alþingi og því sé ég ekki hvernig væri hægt að breyta starfsheiti ráðherra nema með því að setja hana í gegn á þingi. Og það er ekkert verið að snúa þessu upp á karla vs konur, slíkt er bara í hugarheimi ykkar sem súpið hveljur yfir þessari hugmynd Steinunnar Valdísar.
Þá er því við að bæta að á Alþingi bíða engin mál út af þessari þingsályktunartillögu Steinunnar Valdísar, eins og þú gefur í skyn. Ef þú heldur að allt fari á hvolf yfir einni þingsályktunartillögu sem fjallar um ósköp lítið mál þá þarftu að kynna þér störf Alþingis betur.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:22
Hildur, það voru konur í kjarabaráttu sem fengu fram breytingu úr hjúkrunarkonu og í hjúkrunarfræðing. Þær töldu að með breytingunni fengju þær hærri laun. Karlar komu þarna hvergi nærri.
Meinhorn (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:54
Það skiptir engu máli hvort það voru fyrst og fremst konur eða fyrst og fremst karlar sem knúðu breytinguna í gegn. Pointið er að ágreiningur um það var lítill eða enginn, enda sæi það hver maður að það væri rugl að vera að æsa sig yfir slíku. Ég segi að það sé sömuleiðis rugl að vera að æsa sig yfir þessari tillögu Steinunnar Valdísar. Og í raun engin rök gegn henni.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:05
Hvurslag tvískinnungur er þetta? Breyta starfsheiti sínu úr hvenkynsheiti yfir í karlkynsheiti undir yfirskyni kjarabaráttu, en svo er rifist út í eitt út af karlkkyns starfsheitum annars staðar. Þvílík hentisemi, varla er þetta runnið undan ryfjum þeirra sem kenna sig við karlkynsorðið femínista. Þessi umræða er tómt rugl uppskrúfaðra kverúlanta.
Hilmar Einarsson, 22.11.2007 kl. 18:46
Dásamlegur pistill. Punglingur..
Er annars ein af þeim finnst að ætti að drífa í því að breyta þessu - án þess að vera að gera mikið mál úr þessu og eyða dýrmætum tíma Alþingis. Kjörnir fulltrúar hljóta að ráða við svona smámál. Legg til að Sverrir verði gerður formaður í nefndinni!
Svo er þá kannski hægt að nota tækifærið og leiðrétta í leiðinni úreltar reglur um að karlmenn þurfi að vera með bindi á meðan konurnar hafa engar slíkar kvaðir um óþægilegan klæðaburð...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:49
Hilmar, úr því að minnst er á uppskrúfaða kverúlanta, líttu í eigin barm. Það er munur á orðum sem eru karlkyns annars vegar og orðum sem enda á -herra hins vegar. Þú ert bara að þykjast vera of vitlaus til að sjá það.
Hildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 19:48
Ég legg til að titillinn sé " ábyrgðarlaus".Það er hægt að segja "hæstvirt(ur) frú eða herra ábyrgðarlaus. Þetta lið ber hvort sem er enga ábyrgð á því sem það gerir,sama hvaða djöfulsins vitleysa sem það er. Óskar.
ÓSKAR AÐALGEIR ÓSKARSSON (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 19:55
Góður titill.. RÁÐHERFA!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 20:04
þú ert algerlega hillarius, ráðherfa, þú ert dásamlegur hahaha
alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 20:12
Hildur. Ef það skiptir ekki máli að karlar komu ekki að nafnabreytingu hjúklrunarkvenna, af hverju ert þú og Steinunn Valdís að fullyrða að það hafi verið tilkoma karla í starfið sem varð kveikjan að nafnabreytingunni? Það sem þið eruð að segja, er að það hafi verið krafa karla að breyta þessu og það sé ekki nema sanngjarnt að tilkoma fleiri kvenna í alþingismannastétt leiði til svipaðra breytinga. Rökstuðningurinn við þessa kröfu þína og Steinunnar er því fullyrðing sem ekki stenst. Það er svo sem ekki stórmál, en það er bara leiðinlegt að fólk þurfi að ljúga til að fá kröfum sínum framgengt.
Meinhorn (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 20:14
Ég sé það af allri þessari umræðu að fleiri eiga um sárt að binda en konur. Hugsið ykkur aumingja plast-herðaTRÉN og járn-herðaTRÉN. Þau þurfa að sætta sig við að vera kennd við timbur, sem þau eiga ekkert sameiginlegt með. Hér verður að bregðast við hið snarasta og leiðrétta þetta hróplega óréttlæti.
Annars mættu kvenkyns ráðherrar mín vegna kalla sig ráðskonur. Gamla ráðskonuímyndin á vel við. Þarna er um að ræða konur sem eru þéttar á velli og þéttar í lund og munar ekkert um að stýra einu til tveimur ráðuneytum á meðan þær hræra í pottunum og skipta á börnum.
ee
ee (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 20:19
Ánægjulegt að sjá hvað margir landar mínir eru í slökun á almennum vinnutíma.
Annars er til mjög gott viðskeyti við mörg þessi embættisstörf s.s "ráð, þing" o.s.frv. Það er viðviðskeytið "þjónn". Dæmi, "ráðþjónn, þingþjónn".
Hugsið ykku titlana "ráðþjónsfrú, ráðþjónsherra, þingþjónsfrú,þingþjónsherra".
Þórbergur Torfason, 22.11.2007 kl. 20:22
Sverrir, ráðherfa er að mínu mati ekki nógu gott. Þá þarf að breyta karlkynsviðskeytinu í "herfi".
Hvernig þætti þér að vera maki "ráðherfu"?
Þórbergur Torfason, 22.11.2007 kl. 20:24
Ráðherfa er frábært! Það fellur vel að málinu og vísar í líka í hefðina, munar bara effinu. Svo er þetta eins konar "f"-orð eins og kaninn kallar það.
Ráðherfur ráða og ráðherfuherrar eru karlar þeirra. Brilljant!
Þorsteinn Siglaugsson, 22.11.2007 kl. 20:38
Textinn er kannski langur...einsog einhver sagðir hér að ofan....en ég "verand" þannig að ég hafa litla þolinmæði í endalausan innihaldslausan bunugang....hélt einbeitningunni allan tímann. Og skemmti mér konunglega...eða drottningarlega...
Þú ert snilld Stormsker...skemmtilegur penni með þinn eigin stíl. Flottur!
Heiða Þórðar, 22.11.2007 kl. 20:42
Ég skemmti mér hið besta við lesturinn. Svona skrifa bara snillingar
Takk fyrir mig....
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:00
Skondin lesning. Mér finnst einnig næstum jafn skondið hvað þessi Hildur er heit yfir þessu. Alveg að sleppa sér.
En munið bara það sem einn "netverjinn" (kvk. væri netverja) segir. "Það er mikilvægt að koma ekki fram við konur eins og fatafellur, einkadans er svo hrikalega dýr".
dvergur, 22.11.2007 kl. 22:14
Frábær færsla hjá Stormsker, eins og við er að búast. Mér finnst samt ráðherfa full nálægt orðinu ráðherra, og svo nær það ekki markmiðum Steinunnar Valdísar sem vill fá nafn sem hægt er að nota á bæði kynin, þ.e. hvorugkynsorð.
Ég sting því uppá orðinu "Ráðsker", sbr. hið kunna hvorugkynsorð "Stormsker", og er það þá notað í merkingunni sá sem ræður á skerinu [lesist Íslandi]. Þar með yrði Geir H. Haarde forsætisráðsker, Ingibjörg Sólrún utanríkisráðsker og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðsker. Svo væri fólk iðnaðarráðssker, félagsmálaráðsker, heilbrigðisráðsker o.s.frv.
Mjög skemmtilegt og að mínu mati miklu betra orð en ráðherfa.
Veiðimaðurinn
Veiðifélagið, 22.11.2007 kl. 23:41
Ég held að allt þetta stólpakvenna- og berserkjatal sé þvæla um keisarans skegg, og þessu verður aldrei breytt. Þetta er enn eitt svona málið sem fær þjóðina til að rísa upp og baula út í veður og vind - og til einskis. Hver og einn svarar gæsunum sem í gær flugu og karlfauskar rjúka upp og kerlingar dusta svuntum að eldinum. Smáborgaramennska viðhlæjanda í hvorumtveggja flokknum fær eitthvað að garfa og allir eru ánægðir. Á meðan brennur Róm. -- Þetta hefur komið upp áður að breyttu breytanda, og ekkert varð úr neinu. Þær ættu samt, þessar ágætu konur, að fá að nefna sig ráðkænskur, ráðviskur eða ríkiskonur eða það sem þeim dettur í hug. Og ef þær vilja setja lög og breyta ráðherra í einhverja kynleysuna, þá er best fyrir þá sem eru að hlæja sig hel hérna eða gráta ráðherrurnar (nei ekki ráðherfurnar) og vald þeirra að viðhalda málsmekk sínum og láta ekki eitthvert batterí á þingi segja sér hvernig skrifa beri eða tala. Annað er aumingjaskapur og lágkúruleg talhlýðni.
Monsi (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:31
-Hver ríður rækjum hér...? ræður ríkjum meina ég!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.11.2007 kl. 01:33
Ég er nú bara það seinfattaður & seinlæs að það var bara við seinni lesturinn á pistlinum þínum allt of stutta að ég uppgvötaði að nýyrðabókin þín góða þarna um árið hefði verið frumsamin, frúmaður minn algóðari.
Steingrímur Helgason, 23.11.2007 kl. 01:47
Altaf jafn góður Hrærir upp storm í vatnsglasi, eins og þín er von og vísa. Áfram með bloggið
Fishandchips, 23.11.2007 kl. 02:24
hahaha flott færsla sverrir
Adda bloggar, 23.11.2007 kl. 07:52
Geta ekki allir verið sammála um það að ofurfemínistar eru að eyðileggja jafnréttismál kvenna, eftir síðasta upphlaup konukarla með gaffallyftara auglýsingu þá gat mér bara dottið eitthvað svona í hug, alveg lýsandi fyrir fáránlegar kerlingar og öfgarugl þeirrra.... mér finnst það sko
Smella hér
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 08:50
Meinhorn. Það eina sem ég er að segja að ég neita því ekki að það voru fleiri ástæður fyrir því að skipta um nafn á hjúkrunarkonum og breyta í hjúkrunarfræðinga heldur en þær að karlar voru komnir inn í starfið. Báðar ástæðurnar eru góðar og gildar.
Hefur annars einhver rök fyrir því að það sé öfgafullt að breyta nafninu á ráðherra, önnur en "af því bara"? Og þá meina ég, rök fyrir því að það sé öfgafyllra heldur en að kalla eiginmann Þorgerðar Katrínar maka ráðherra en ekki ráðherrafrú og að dagmæður heiti nú dagforeldrar?
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:27
Algjör snilld, heyrði reyndar ágætis orð yfir flugþjóna um daginn, Flugfreyr.
Hafþór H Helgason, 23.11.2007 kl. 10:56
Ég er þokkalega ánægður með það að umræðan hér virðist heldur vera að róast. Ég varð þess var að kerskni mín hér að framan náði tilætluðum árangri (allavega eins og ég skynja það) að hleypa aðeins út lofti úr of útblásinni blöðru. Ég sé það að Hildur er aðeins að nálgast jörðina. Þetta með Hjúkrunafræðingana hefur hvorki með kjarabaráttu né innkomu karlpenings í séttina að gera. Megin ástæða breytingarinnar var first og fremst landlæg ósamstaða og metingur sem all tof oft hefur spillt fyrir í jafnréttisbaráttunni. Þegar fyrstu háskólamenntuðu hjúkrunarkonurnar útskrifuðust þótti ekki við hæfi að þær bæru sama starfsheiti og þær hjúkkrunarkonur sem höfðu áunnið sér starfsréttindi í gamla hjúkrunarskólanum. Þannig að það var first og fremst menntahroki sem varð til þess að háskólamenntuðu “hjúkkurnar” tóku upp starfsheiti “fræðingsins”. Guði/Gyðu sé lof fyrir það að framsýnum mannseskjum úr röðum þessara áður tveggja fylkinga auðnaðist að sameinast. Það breytir samt þeirri íslensku málvenju að þessi stétt er enn þann dag í dag kölluð “hjúkkur”.
Varðandi umræðuna um ráðherrana vil ég benda á afaskaplega vandaða og málefnalega fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag (23/11) sem Sigríður D Guðmundsdóttir skrifar. Í framhaldi af því vil ég árétta það að orðið ?herra? varðar ekki eingöngu karlkyns afbrigði homo sapiens heldur miklu fremur þess sem ræður. Eins og fram kemur í grein SDG var bein þýðing orðsins minister, ráðgjafi. Orðnotkunin í því samhengi átti við á þeim tíma þegar embættismenn konungs, sem í danmörku voru kallaðir (og eru) minister, lögðu öll mál fyrir konung sem tók ákvarðanir einhliða á grundvelli ráðgjafar sinna undirmanna, konungur var nefnilega ?herra? konungdæmisins. Vandamál okkar Íslendinga felst í íslenskri málfræði þar sem nafnorð skiptast í kenkyns- og karlkynsorð sem aftur hafa ekkert með hin tvö kynjaskiptu afbrigði homo sapiens að gera. Einfaldasta breytingin sem hægt er að gera til þess að fyrirbyggja slíkar deilur sem hér hefur verið fjallað um er eð breyta íslensku máfræðinni í einn sameinaðan kynlausan flokk nafnorða.AMENHilmar Einarsson, 23.11.2007 kl. 12:53
Fyrst Ráðherra er svona ósköp vont orð þá skulum við ganga alla leið. til dæmis
Fornmaður => Fornkona eða Fornynja
Mannkyn => Kvenkyn ( engin hætta á ruglingi hér )
Háseti => Háseta
Álfur => Álfa
Dvegur => Dverga
og fleira góðgæti.
Í dag er talað um eiginkonu ráðherra sem ráðherrafrú
En eiginmaður Ráðherra sem er kona, hlýtur því að verða Ráðfrúarherra.
Svo vandast málið ef ráðherrann er samkynhneigður, hvað á þá makinn að vera nefndur
Vigfús Pálsson, 23.11.2007 kl. 12:54
Í framhaldi af langloko minni hér að framan langar mig til þess að varpa fram smá fýlubombu. Hvernig stendur á því að það eru bara karlkyns samkynhneigðir sem fá að kenna sig við "Homo sapiens"?
Hilmar Einarsson, 23.11.2007 kl. 12:57
Komast á jörðina? Hvernig væri að þeir sem eru á móti þessu bara til að vera á móti og sannarlega án þess að hafa rök fyrir því kæmust með báða fæturna á jörðina? Ef til vill er það til of mikils mælst.
Hér er annars mjög góð grein um þetta mál eftir mann sem telur réttilega að himinn og jörð muni ekki farast þó svo að heiti á ráðherra verði breytt, eins og er sjálfsagt og eðlilegt að gera http://kga.blog.is/blog/kga/entry/372694/#comments
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:52
PS. Það er enginn menntahroki falinn í því að vera kallaður fræðingur þegar maður er með gráðu í fræðigrein sem hjúkrunarfræðin er. Og jú, það voru víst rök fjölmargra að nú væru bæði karlar að sækja inn í greinina og að "fræðingar" fengju yfirleitt betur borgað en "konur"
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:54
Ástæðan fyrir lengd greina minna er einfaldlega sú að ég vil stoppa uppí sem flestar glufur svo ég þurfi ekki að eyða tíma í svör, enda frekar bundinn einsog Guðmundur í Byrginu, en þrátt fyrir þetta þá ná sumir að misskilja og vanskilja alla hluti og við því er lítið að gera. Ætla samt að endurtaka brot úr þessum pistli mínum og athuga hvort það muni auka skilning sumra ef þeir prófa að lesa þetta brot svona einsog 50 - 70 sinnum:
"Steinunn Valdís er svolítið seinheppin í þessu vafstri sínu vegna þess að hún misskilur orðið “ráðherra” nánast fullkomlega. Ef við gefum okkur að konur (að femínistum undanskyldum) séu samþykkar því að þær tilheyri ekki bara kvenkyninu heldur mannkyninu og þoli jafnvel að láta kalla sig menn, þá er það nú svo að orðið “ráðherra” merkir ekki “karl” heldur einfaldlega yfirmaður / yfirkona, yfirvald, boss, þ.e.a.s. manneskja sem fer með vald ráðuneytis. Ekki mjög flókið. Því væri auðveldlega hægt að segja ef Steinunn væri yfirvald: "Hún Steinunn er minn herra," þ.e.a.s. hún fer með húsbóndavaldið. (Ekki húsbóndakonuvaldið). Ég trúi ekki að það þurfi einhvern Einstein til að skilja þetta."
Þorgerður Katrín er kona og ráðherra. Herra merkir hér yfirmaður. Hún er semsé yfirmaður. Og hér eru splunkuný sannindi: Konur eru menn.
Maki Þorgerðar er ekki frú. Hann er maki ráðherra.
Þetta er flókið maður! (Þetta er flókið kona!)
Með öðrum orðum: Það sem Steinunn Valdís og félagar eru að gera er semsé dæmigerð femínísk þvæla, svona ámóta vitleysa og að fárast yfir smáralindarbæklingi og nú síðast að að stoppa af sakleysislega Toyota auglýsingu einsog Doctor E kemur inná á hér að ofan.
Það er þetta rugl í femínistum sem þokkalega hugsandi fólk er orðið svo rosalega þreytt á einsog sjá má af skoðanakönnuninni hér til vinstri.
Næsta skref þeirra verður líklegast að reyna að fá eftirfarandi í gegn með lagabreytingum:
Hákarl - hákona
Hrúðurkarl - hrúðurkona.
Góða helgi. - Góða helgu.
Sverrir Stormsker, 23.11.2007 kl. 14:08
Sverrir :D snillingur sem ávalt : Saddam átti syni sjö, en nú er hann dauður :D
DoctorE, svo hreint og beint sammála, öfgafeministar eru gjörsamlega að eyðileggja baráttu kvenna með sinni öfgabaráttu. Fólk er að byrja að hætta að taka mark á baráttunni þegar þær fara að troða sínum heimsku nefum í hana.
Vigfús :D snilldarpunktur þar :D
ViceRoy, 23.11.2007 kl. 14:17
Ráðherra er orð sem var fundið upp á þeim tíma þegar eingöngu karlmenn voru með kosningarrétt þannig að líkurnar á því að konur myndu þá gegna þessum stöðum voru engar. Nú eru hins vegar sem betur fer breyttir tímar og engin rök fyrir því að halda þessu starfsheiti óbreyttu. Ég minni á að Siggi Kári sagði í gær í Kastljósi að honum fyndist allt í lagi að konur hétu herrar en að hann myndi sko ekki vilja vera kallaður frú.
Ég minni líka enn aftur á að "af því bara" eru ekki rök.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:33
PS. Skoðanakönnun á þessu bloggi er ekki hávísindaleg og gefur enga mynd af öðru en því hvaða skoðanir aðdáendur síðunnar aðhyllast. Þetta er ekki gallupkönnun. Ef þú skilur ????
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:35
Ég skil ekki hvað Vigfús Pálsson er að blanda mér inn í þessa umræðu....
Svo nefnir háæruvert Stormskerið Hákarl og hákonu. Hvað með Hákerlingu? skilst að það sé færeyska orðið yfir hákarl.
dvergur, 23.11.2007 kl. 14:41
Það sem mér finnst sorglegast að svona smámál gera svo lítið úr alvöru jafnréttindismálum. Ég bloggaði um mál sem er hreint mannréttindabrot. Það hafði ekkert að gera með konur v.s. körlum, þó svo í þessu tilfelli var það kona sem varð þolandinn. Einn sem commentaði gat snúið þessu í feminstamál. Það er óþolandi að jafnréttindabrot sé réttlæt vegna þess að feminstar hafa gengið of langt í sinni baráttu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.11.2007 kl. 14:52
Jafnréttindabrot?
Annars er ég alveg gáttuð á því hvernig fólk getur tekið allri þessari umræðu um hugmynd Steinunnar Valdísar á þá leið að hún sé mikilvægasta baráttumál femínista. Þeir sem halda það ættu að renna yfir bloggfærslurnar á blog.is og átta sig á að þeir sem hvað allra mest kvarta, kveina og baula yfir þessu máli eru andstæðingar femínista. Flestir femínistar líta svo á að þetta sé lítið mál en jafnframt sjálfsagt og því sé óþarfi að vera að setja þetta mál sérstaklega á oddinn. Af hverju kvartið þið og kveinið svona mikið? Ef það er ekki stórkostlegt prinsippmál í ykkar augum að halda í orðið ráðherra, þá eru uppþot ykkar óskiljanleg. Á alþingi koma oft og mörgu sinnum fram þingsályktunartillögur um lítil mál sem jafnlítið er talað um. Kannski andstæðingar femínista séu ekki alveg vandaðasta fólkið í heimi? Tja...!
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:09
Já einmitt þetta Hildur, feministar hafa troðið sér áfram með alls kyns hugmyndir og konur eru ekki sammála eru þær virkilega heimskar og menn dirfast ekki að segja neitt í ótta við að vera kallaðir karlrembusvín.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.11.2007 kl. 15:14
Á þetta að vera eitthvað grín?
Ég er bara að benda á augljósu mótsögnina í því að kvarta og kveina yfir því að femínista skuli láta sér detta í hug að breyta nafninu á ráðherra og benda á að það sé í fyrsta lagi ekki mikilvægt mál og hins vegar að það séu önnur málefni mikilvægara að berjast fyrir. Það er alveg rétt að önnur mál eru mikilvægari -en af hverju hindrar það andstæðinga femínista ekki í því að gera svona ógeðslega mikið stórmál úr litlu máli og láta eins og það sé eitthvað öfgafullt að breyta starfsheiti?
Hér er fólk að tala um að femínistar séu hitt og þetta slæmt og stæra sig af því að það séu margir búnir að kjósa að Femínistar séu Óþolandi viðbjóður tröllheimskra leiðindakerlinga
Hvað er hægt að segja um lið sem talar svoleiðis annað en að það sé óvandað? En það er auðvitað alveg dæmigert ef þeir hinir sömu láti eins og þeir séu sármóðgaðir yfir því að vera dæmdir af orðum sínum.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:25
Herra þýðir hvortveggja húsbóndi, yfirmaður - og er svo einnig (ávarps)titill karlmanns, stöðutitill: herra biskup, herra forseti. Herra er ummyndun á orðinu harri sem er gamalt orð sem haft var um konung, höfðingja og herra (orðið harri er einnig til sem herri). Harri er tökuorð úr fornensku: hearra eða miðlágþýsku herra, sbr fornháþýsku: heriro, sem er eiginlega miðstig af her sem þýðir tiginn, ágætur - en þýddi upphaflega gráhærður, gamall. Orðið er eiginlega þýðing á lat. senior. L. senior "eldri," sbr. ef.. senis) "gamall," þýðir í raun "ofar í tignarröð, lengri starfsaldur. Á miðöldum voru sumir kvenyfirmenn titlaðir sem herra.
Monsi (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:27
Um hákarl. Hákerling er til í íslensku, eða einsog segir í Skútuöld Gils Guðmundssonar: Hákerling er annað heiti [yfir hákarl, og] bregður fyrir í gömlum ritum.
Annað: Þar sem örninn er algengur er hann hafður í kvenkyni og talað um össu og þá ekki aðeins átt við kvenfuglinn, heldur örninn yfirleitt. Eða einsog segir í Sóknarlýsingum Vestfjarða: Í þessum dröngum ungar fuglakóngurinn assa árlega út ungum sínum.
Monsi (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:55
smásál og stórmál.
Ég var að spá í hvort hægt væri að skora á Sóleyju Tómasdóttur, formann mannréttindanefndar (skrifast forMAÐUR skv.vef reykjavíkurborgar) að fylgja í fótspor t.d. Hillary Clinton og mótmæla dómsmeðferð yfirvalda í Saudi Arabíu á stúlkunni sem var hópnauðgað þar í landi en síðan sjálf dæmd til 1/2 árs fangelsis auk 200 svipuhagga. Að því er virðist fyrir það eitt að sitja í bíl með ókunnugum manni.
Nú veit ég svosem ekki hvort hún þurfi heimild til þess sem borgarstarfsmaður
reykjavíkur.Hún tjáir sig þó um nafngreinda menn, málefni og fyrirtæki. Og jú
jú hún er auðvitað formaður mannréttindanefndar Reykjavíkur. En það
er bara svo ósköp lítið um alvöru mannréttindabrot hér í borg.
Og auðvitað væri líka mjög smart hjá henni svona í leið að standa undir eigin yfirlýsingu og leggja smá vigt til að bjarga heiminum. En kannski átti það bara að vera fyndið.
Veit ekki, en tja þarna myndi þó kannski gefast tækifæri til að hrópa húrra
fyrir Sóleyju. Og kannski feministaflokknum öllum ef þær tækju sig saman um viðlíka yfirlýsingu.
siggi j (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:16
Hvernig væri það
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.11.2007 kl. 16:20
Það er þarft mál þó svo að það sé skrýtið að ætla að setja það algerlega á herðar Sóleyjar T að mótmæla. Hvernig væri að fá Alþingi Íslendinga til að gera það? Eruð þið ekki að meina að málið sé svo alvarlegt að Íslendingar eigi að láta í sér heyra? Eða eruð þið að meina að þið viljið nota þetta mál til þess að snúa því upp á íslenska femínista og segja: Sko, svo eruð þið að kvarta! eða Svo eruð þið að röfla yfir nafninu á ráðherra! ?
Ég las annars það sem þú varst að tala um Nanna Katrín um fangelsunina í Brasilíu. Þess má geta að einn bloggari nöldrar yfir því að íslenskir femínistar skuli ekki einbeita sér að málum sem slíkum og sýna þeim óeðlilega lítinn áhuga. Annar yfirlýstur andstæðingur femínista nöldrar hjá þér yfir því að ef þetta hefði verið drengur hefðu femínistar ekki sýnt því neinn áhuga. Möo, væru að sýna þessu máli of mikinn áhuga bara af því að hér væri um að ræða stúlku en ekki dreng. Ég get því tekið undir umkvartanir þínar um að þessu máli væri snúið upp í femínista hitt eða þetta.
Mótsagnirnar í málflutningi andstæðinga femínista eru oft á tíðum hrópandi. Það er svosem í lagi út af fyrir sig -en verra er þegar þeir hlakka yfir því þegar brotið er á konum í útlöndum og geri þau að viðmiðum við baráttumál íslenskra femínista.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:30
Þetta er bara út um allt, fólk er orðið svo þreytt á baráttu gegn fegurðarkeppnum, ljóskubröndurum og kynningarbæklingum og bara að setja konur alltaf í fórnarlambahlutverkið að þegar alvöru mál gerast(sem hefur ekkert með kyn að gera heldur jafnréttindi) tengir fólk þetta tvennt saman.
Góð barrátta kvenna fyrir rétti sínum sem var mjög þörf og er sumstaðar þörf fellur í skuggan á fáranlegri baráttu sem lítur frekar út fyrir að ná hefndum á mönnum heldur en að finna jafnréttindi.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.11.2007 kl. 16:41
ætli ég færist of mikið í fang
að bjarga þessum heimi?
ok best að byrja á íslandi
og heimsbjörgina geymi
siggi j (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:00
hvað með orðið nauðgari, hvernig væri að breita því?
brosi (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:28
Eina sem ég hef um þetta að segja, hefur fólk á alþingi ekkert annað og betra að gera ? og þetta er snilldar færsla.
Sævar Einarsson, 23.11.2007 kl. 18:28
Það hlýtur að fara að koma að því að konur og karlar líka setja hnefann í borðið og losa sig við þessar öfgakerlingar sem nota bene voru að stofna nýja sjónvarpsstöð í dag, sem er svona í takt við Omega enda stakk ég upp á að nefna stöðina Ho-mega á blogginu hennar Sóleyjar
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:46
Þetta er reyndar fréttastofa... Fréttastofa Ho-mega :=)
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:58
Femínismi snýst ekki um hefnd á einum né neinum þó svo að vissulega megi rökstyðja að títtnefndir andstæðingar femínista séu bitrir og reyni að ná fram hefndum.
Hvað varðar stúlkurnar í Sádi Arabíu og Brasilíu sem um var rætt þá held ég að ég þurfi ekki svar við spurningum mínum. Þið viljið ekkert sérstaklega mikið að alþingi komi á framfæri mótmælum sínum við örlögum þeirra þó svo að þið leggið til að borgarfulltrúi (sem ykkur er augljóslega ekki vel við) geri það. Ykkur er svo skítsama um örlög þessarra stúlkna að það hálfa væri passlegt. Þess vegna notið þið sögur þeirra til þess að reyna að snúa þeim upp á femínista. ÞAÐ er sorglegt -mun sorglegra heldur en barátta gegn fegurðarsamkeppnum getur nokkurn tíman orðið.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:21
Hildur: Eg er gleðimaður. Ert þú gleðikona?
Barbatus (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:49
Hvað ertu að spá Hildur... femínistiar eru anti-maskuline... þær skessur sem ráða á þeim bæ hafa sýnt okkur þetta trekk í trekk og fókusinn hjá þeim er út úr öllu korti
Ég elska & virði konur og mun aldrei sætta mig við þá heimsmynd sem ofurfemínistar eru að vinna að.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:52
Barbatus ég er kona mikillar gleði.
Og hvað ég sé að spá DoctorE? Ég er bara að benda á að femínismi snýst ekki um karlahatur. Hvaða skessur ertu að tala um? Þær konur sem þið andstæðingar femínista eru með á þráhyggju gagnvart?
Þess má annars geta að ég elska og virði karla og mun aldrei sætta mig við þá heimsmynd sem ofurandstæðingar femínista vinna að. Reyndar held ég að það væri ekki hægt þar sem þeir eru svo uppfullir af mótsögnum að það nær útyfir allan þjófabálk.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:57
Ef konur hættu að sólunda kröftum sínum í svona orðhengilshátt, eins og hjúkrunarfræðingarnir virðast hafa gert og SV gerir nú, myndum við kannski sjá fram á launajafnrétti eitthvað fyrr en árið 2072. Hvað hlutirnir eru kallaðir skiptir engu. Haldi einhver að það sé svo mikið grundvallaratriði hvort einhver kallist herra eða frú, að þurfi að sóa tíma löggjafavaldsins í þesslags húmbúkk, er sá hinn sami á villigötum.
Hvernig væri að femínistarnir einbeittu sé að hlutum sem raunverulega skipta máli?
Breytingarnar verða að gerast innanfrá, "bottom up". Jafnrétti verður ekki til með valdboði og reglugerðafargani. Konur skyldu jafnframt fyrst af öllu líta í eigin barm. Þær virðast, því miður, sjá um það að mestu sjálfar að stíga á tær hvorrar annarrar.
Mér finnst nefnilega vera einn stór munur, milli karla og kvenna, þegar kemur að því að pota sér áfram. Þá á ég við almennt, í launamálum sem og öðru í lífinu. Svona í hnotskurn:
Sjái karlmaður persónu sem hann telur vera ofar en hann sjálfur, vill hann að komast þangað upp líka.
Sjái kona persónu sem hún telur vera ofar en hún sjálf, vill hún ná henni niður til sín.
Því tel ég að konur séu konum verstar.
Brjánn Guðjónsson, 23.11.2007 kl. 21:50
quote "Því tel ég að konur séu konum verstar." nú kemur Heiða bloggvinkona mín og alvöru kona og tekur þig í gegn.. ég er enn aumur á á bakinu eftir meðferð hennar á mér eftir að ég vogaði mér að taka svona til orða Brjánn.. er enn hálflamaður í blogginu síðan. vá
Óskar Þorkelsson, 23.11.2007 kl. 21:58
Ég er þess fullmeðvitaður hvernig ég lét þessa setningu frá mér.
Það hefði verið fyrst þá, hefði ég látið setningin standa eins og ég skrifaði hana fyrst "Því konur eru konum verstar" sem þær hefðu tjúllast almennilega, enda væri ég þá að fullyrða.
Brjánn Guðjónsson, 23.11.2007 kl. 22:23
Brjánn, þú segir að þetta sé mál sem skipti litlu máli í sjálfu sér. Gott og vel. Ég ítreka þá að einfaldast væri að láta þessa hugmynd bara fara sína leið í þinginu. Þetta mál á alveg rétt á sér -en ef þið eruð að tuða svona mikið yfir því þá fær maður annað á tilfinninguna. Er það mikið prinsippmál fyrir þér að haldið sé í orðið ráðherra? Ef svo er, af hverju? Ef svo er ekki, hefurðu þá ekki betra að gera heldur en að tuða þetta í kór við aðra andfemínista um þetta mál? Ég minni á að langflestir þeir sem hafa bloggað um þetta eru einmitt nöldursamir andfemínistar með allt á hornum sér sem kalla þeta mál öfgar. Femínistar eru almennt lítið að tala um þetta, þannig að ef þetta er stórt mál fyrir einhverjum, þá er það fyrir ykkur hinum sem eruð hvað mest á móti femínistum.
Fabúleringarnar þínar um konur vs karla eru fáránlega fábjánalegar.
Þess má annars geta að það eru karlrembur (af báðum kynjum) sem eru konum verstar.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:24
Hildur það er ekki bara ráðherfa .. allt sem femínistar koma með er bara fargin rugl, ef þetta væri á skynsömum nótum þá væri ég fyrstur til þess að styðja við þetta en því miður er þetta komið út í algera steypu sem er bara sorglegt
Svona er talað um mig á póstlista femínista
"DoktorE setur fram barnaníðingsleg viðhorf sem bera keim af mæðrafyrirlitningu og kvenhatri"
Fuck that ... þetta lið er klikkað
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:33
Nú... snýst þetta núna allt í einu um eitthvað allt annað og meira heldur en breytingu á starfsheitinu ráðherra? Eða ertu kannski nú fyrst að fatta að þetta uppþot ykkar femínistahataranna yfir ályktun Steinunnar Valdísar er í senn óþarfi, bjánalegt og í raun sprenghlægilegt.
Mikið ertu heppinn að hafa fengið umtal á póstlista femínistafélagsins, þú hefur væntanlega náð langþráðu takmarki með því, eða hvað? Eða viltu bara klapp á bakið frá öðrum nafnlausum mannvitsbrekkum á moggablogginu? Ég spyr í fullri einlægni.
Andstæðingar femínista eru fargin klikkað lið og ég bendi á skoðanakönnun Stormskesins hér uppi því til vísbendingar. En mörg ykkar hafa nú vit á að vera ekki að bera ruglið í ykkur á torg undir nafni.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:42
Hildur það fólk sem ég umgengst, bæði konur og karlar eru við það að æla yfir ruglinu í þessu liði, þetta fargin crap er að eyðileggja baráttu kvenna fyrir jafnrétti... sad but true
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:45
Ég er ekkert hissa á að þú umgangist lið sem er þér líkt. Líkur sækir líkan heim. Og án þess að ég hafi kynnt mér annað en stöku komment frá þér þá sýnist mér þú vera í hópi þess íhaldssama fólks sem er í fínu lagi að verði móðgaðir yfir baráttu femínista. En jæja.
Hildur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:49
I rest my case
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:54
Hildur, þetta er komið fínt hjá þér! Það vita það allir að konur eru mjög smámunasamar! og þetta er bara mjög gott dæmi um það! Ekki sé ég margar konur í minni stétt þar sem ég er húsasmiður! En ef konur færu að flykkjast þangað þá breyttist nú margt!
Jón Kristinn (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:46
Ferlega fannst mér skemmtilegt að lesa þetta Já, femínistar, endilega segið mér er einhver kona skipstjóri til dæmis? Og svara núOg afhverju tengi ég bleikt við femínista ha? Afhverju ekki blátt? Afhverju vil ég vera meira heima með börnin mín og kallinn minn er fyrirvinnan? Afþví að sumar konur vilja kannski ekkert með þetta femínistatal að gera, skiljiðið það??
Það er ekkert allir kallar sem vilja míga sitjandi sko, og ekkert meira með það og ekkert vera að rífa kjaft yfir þessari færsluÞví ég er að fýla mig í botn að vera mamma, heima, baka og líða vel því að börnin mín eru ekki að fara yfir um af álagi.
Góða nótt herfur mínar og herrar.
skvísa (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:15
Sæl Hildur.
Kannski fyrir þér séu þetta fabúleringar hjá mér. Þér má finnast hvað þér sýnist um það. Hinsvegar hef ég séð of mörg þannig dæmi, að fyrir mér eru þetta engir órar. Þar fyrir utan er mér slétt sama þótt þið eydduð ævi ykkar í svona tímasóun eins og þessi gjörningur SV er. Ég er bara að benda á að réttara væri að hætta þessu hnoði og fara að gera eitthvað að viti. Hinsvegar er líklega ekki mikil von til þess, sé augunum lokað fyrir veruleikanum og barátta við vindmyllur sett í forgang.
Brjánn Guðjónsson, 24.11.2007 kl. 00:43
Jæja, eftir allt kjaftæðið hjá Steinunni Valdísi um kúgun kvenna og ofríki karla í íslensku þjóðfélagi þá er þetta það sem henni kemur fyrst til hugar. Að konur verði ekki herrar. Er hægt að hugsa sér innantómari kjaftask? Held varla.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:45
því jafnréttismálin snúast ekki um að hafa síðasta orðið. Þau snúast um viðhorfsbreytingar. Ekki bara hjá körlum, heldur fyrst og fremst hjá konum sjálfum.
Brjánn Guðjónsson, 24.11.2007 kl. 00:47
Þegar menn mega ekki skrifa gamanmál og grínast með málið okkar án þess að fá fúkyrði yfir sig þá er fokið í flest skjól.
Hildur. Hvers vegna eru konur líka svona á móti feministum? Það er oft sagt að ef þér finnast allir vera bjánar, fífl, vitlausir, hafa rangt fyrir sér eða hatursfullir þá er vandamálið ekki þeir heldur þú.
Mér sýnist þetta vera svoleiðis dæmi hér.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:59
Frábær grein hjá þér Sverrir. Hildur! Gaman væri að fá Gallup t.d. til að gera könnun á því hve stór hluti af íslensku kvenfólki eru "feministar". Ég held að það yrði ekki há prósentutala. Ég er kona í stjórnunarstöðu hef verið það undanfarin 20 ár. Ég hef komist áfram á eigin verðleikum ekkert femenistakjaftæði þar í gangi. Frá því ég var lítil stúlka hefur mér alla tíð fundist konur og menn vera jöfn að verðleikum. Ég hef lifað rauðsokkutímabilið (var á móti þeim) er að lifa femenistatímabilið er á móti því líka því allt þetta vinnur meira á móti konum en með þeim. Þetta kjaftæði er komið útí algjöra vitleysu. Meira en það ég hef miklu meira trú á konum en það að taka þátt í þessari vitleysu.
Sólþóra (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 02:46
By the way ég held Hildur að comment þitt um að að við sem samþykkjum ekki þennan ofsa femenisma séum "fargin klikkað lið" sem voru þín orð dæmist á þig og þína stefnu.
Sólþóra (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 03:12
Ég skemmti mér við að lesa þrasið alveg þangað til ég rakst á komment sem ég man ekki frá hverjum var og hef ekki orku til að rúlla aftur upp til að geta heimildar. En mér datt í hug að það væri hugmynd að hugsa um að fara bráðum að fara að fara að hætta algjörlega að þéra á Íslandi.
Hvað myndi gerast ef það væri enginn Hæstvirtur lengur til? Kannski myndu Bjölludrottningarstöðurnar lækka í tign og eftirsókn afsettra stjórnmálamanna/kvenna minnka. Ég meina þar sem við heilsum Jóni, Björgólfi og Davíð með Sæll... (vá, ég hugsaði stíft og ég man ekki eftir neinni samburðarhæfri áhrifakonu í augnablikinu ;)
Hættum bara að þéra og hættum að borga fólki í stjórnmálum meira en öðru fólki. Sérstaklega ættum við að fara að fara að hugsa um að fara að fara að huga að láta það ekki sjálft ráða launum sínum og eftirlaunakjörum. Lélegasta skýring sem ég hef heyrt á hvers vegna stjórnmálamenn hafa svona góð eftirlaunakjör er að þeir búi við svo lítið atvinnuöryggi (man ekki heldur hver sagði þetta og get þess vegna ekki getið heimilda). Mér þætti fínt að vera ráðin í stöðu þar sem ég vissi að næstu 4 árin væri ég í góðum málum og á fínum launum og í framhaldi pottþétt örugg í ellinni. Hvaða almenni launþegi hefur það öryggi?
Stjórnmál - ég var búin að lofa sjálfri mér að hætta að skipta mér af þeim... Afsakið röflið
Kristbjörg (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 03:22
Þegar öllu er á botninn hvolft, snýst þessi "umræða" um stöður, titla og starfsheiti... ekki satt? Karlar hafa ekki viljað láta kenna sig við starfsheiti á borð við hjúkka, -freyja, -kona e.t.c... og hafa "náð" fram titlum á borð við "-fræðingur", "-kennari" osfrv. Að sama skapi höfum við konur sem hafa ekki viljað láta titla sig í starfi "-stjóri", "-maður", "-herra". Og virðist þessi umræða snúast um að breyta ákveðnum stöðuheitum í "kynlaus" gildi.
Ég benti nokkrum vinum á þessa grein hans Sverris, sem að mínu mati er kómískt innskot og mjög gott, fyrir alla. Öll voru ÞAU sammála um eitt, af hverju ekki "Borgarstýra"? Ef Steinunni þykir þetta svona mikið hjartans mál, af hverju fyrst núna? Hún var nú einusinni borgarstjóri, og hefði að mínu mati vel getað titlað sjálfa sig "Borgarstýru" (hverjum hefði ekki verið sama?)
Undanfarin ár þykist ég hafa getað kallað sjálfan mig mannréttindarsinna og upp að vissu marki feminista. Upp að vissu marki segi ég af því að nákvæmlega svona tittlingarskítur, röfl, skraf og nöldur er gjörsamlega út í bláinn.
"En hversvegna nær þessi tillaga Steinunnar aðeins yfir æðstu stöður, yfirstéttarstöður, tignarstöður svosem ráðherra og sendiherra en ekki venjuleg valdalaus almúgastörf svo sem strætóbílstjóra og skipamellur? Eru tengslin alltaf að minnka og minnka við raunveruleikann og við það fólk sem hún starfar í umboði fyrir? Varla þyrfti að eyða tíma þingsins og breyta stjórnarskránni og lögum ef kvenkyns strætóbílstjórar vildu kalla sig strætóbílstýrur." - S. Stormsker
Á virkilega að sóa núþegar alltofstuttum tíma alþingis í að skrafa um stöðuheiti "yfirstéttarinnar"? Hvað með almúgann? Á að "pólítíst rétthugsa" allar nafnagiftir í samfélaginu?
Fyrir mér verður hjúkka alltaf hjúkka, hvort sem það er karl eða kona, læknir alltaf læknir hvort sem það er karl eða kona, fasteingasali alltaf....karl eða kona, gjaldkeri...
smiður, garðyrkjumaður, múrari, kennari, tónskáld, ljóðskáld, rithöfundur, alþingismaður, ráðherra, bókasafnsfræðingur, pokatæknir, bíldælingur, rafvirki, pípari, húsvörður, verkfræðingur, arkitekt...................
þessi starfsheiti eiga öll það sameiginlegt að vera STARFSHEITI og að vera nafnorð í íslenskri tungu sem eru af karlkynsstofni! það eru bæði karlmenn og kvenmenn sem sinna öllum þessum störfum og það ætti að beita þessum núþegar alltof stutta tíma Alþingis til þess að ræða mun brýnni mál heldur en þetta helvítis kjaftæði!
Heiðar Smári Harðarson Skrúðgarðyrkjumeistari (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 05:35
Ég held að rokrassgatið hann Sverrir hafi hitt naglann á höfuðið hér í fyrri færslu. Held að fátt lýsi lesendahóp þessarar síðu (með einstaka undantekningum) betur en eftirfarandi:
Heimskingjarnir hópast saman,
Hefur þar hver af öðrum gaman
Eftir því sem þeir eru fleiri
Eftir því verður heimskan meiri
Jón (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 11:23
Ráðherfa , þetta er snilld. Má ég biðja um fleiri leiðréttingar á opinberum titlum, það eru líka karlar sem vinna gegn þjóð sinni.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 11:34
"Ráðherfa" er fyndið orð þótt ekki sé það í samræmi við pólitíska rétthugsun samtímans. En rétthugsunin má fjandakornið ekki drepa svo niður allan húmor að menn verði járnaðir aftur á bak ef þeir hlægja ekki að réttu bröndurunum. Eða hafið þið aldrei verið viðstaddir þegar brandarar eru sagðir um stereótýpíska karla. Hver hefur t.d. ekki hlegið að Homer Simpson.
Þótt ég sé feministi þá er ég fyrst og fremst húmoristi (og svo auðvitað kapítalisti og alkohólisti svo einhverjir ismar séu upp taldir).
Hreiðar Eiríks (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:08
Ég verð að fá að segja, að ég er Sverri sammála hvað þetta varðar. Allar umræður og skoðanir eru farnar að vera svo öfgafullar og menn (notað yfir bæði kvenMenn og karlMenn) hlaupa upp til handa og fóta af minnsta tilefni. Þessi umræða er gott dæmi.
Ég hef greinilega sama málskilning og höfundur pistilsins, mér finnst ráðherra vera kynlaust orð, sem bæði gengur fyrir karla og konur. Ef það þarf að breyta þessum titlum, hvers vegna þá ekki að breyta ÖLLUM orðum sem gætu leitt til þess agalega misskilnings að einhver gæti haldið að átt væri við karlmann í stað kvenmanns. T.d. rithöfundur... bendir það ekki frekar til þess að um karlmann sé að ræða.
Ég er fylgjandi jafnrétti, engin spurning, en mér finnst aðferðir feminista oft hafa þveröfug áhrif. Maður fær litla virðingu og takmarkaðan árangur með frekju og látum.
Enn frekar spyr ég, hver er ávinningurinn af því að breyta þessum titlum ? Ég get ekki séð að það breyti neinu nema því að skiptingin milli karla og kvenna virðist, í það minnsta, meiri.
Ég er líka sammála því sjónarmiði sem fram kom áður, að það að leggja pening í nefndir fyrir svona breytingu er bara rugl. Frekar veita fjárstreyminu á staði þar sem peninganna er virkilega þörf !
Steinunn og þeir, sem henni eru fylgjandi, geta bara byrjað að nota önnur orð og koma þá vonandi af stað málfarsbreytingu. Þó að orðnotkun sé lögfest er ekki öruggt að hún nái fótfestu. Auk þess finnst mér það bara út í hött að setja slíkt í lög. Eðlilegt er að heitin sem í lögum eru, nái yfir sem flesta, þ.e. bæði karla og konur. Það á ekki að vera að eyða óþarfa púðri, nú eða plássi, í skiptingu titla. Lagabálkarnir eru alveg nógu langir fyrir.
Ég held að í stað þess að fólk sé að eyða bæði tíma og orku í svona óþarfa baráttur, þá sé málið bara að láta meira að sér kveða í því sem virkilega skiptir máli. Titill skiptir í raun litlu máli, það er manneskjan sem ber hann sem skiptir öllu. Því er bara um að gera að vinna sína vinnu vel og uppskera svo vonandi eins og maður sáir.
Birgitta (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:22
Mér finnst þetta algjör tímasóun hjá henni og kjánalegt. Hefur hún ekkert betra að gera.
Mér fannst þetta með Kurt Russel (lesa afturá bak) mjög gott hjá þér Sverrir.
Halla Rut , 24.11.2007 kl. 20:31
Steinunn Valdís var kosin af íslenskum almúga og á því að þjóna honum (henni??). Hún sjálf kýs nú að þýðast eigin hégóma og svíkja lýðinn með afvegaleiddu minnimáttarbulli. Það er ömurlegt að horfa upp á lýðinn kjósa innantómt pakk til að fara með lýðræðislegt vald kjósenda í svona tómt píp. Kjósendur ættu að gera meiri kröfur til sjálfs sín og handhafa lýðræðisins og koma í veg fyrir svona bull uppákonur (m). Þetta er frábært hjá Steingerði Valdfýsi að sýna fólki hvernig það á ekki að kjósa. Gott á kjósendur. En það er næsta víst að enginn lærir neitt að neinu frekar en með Árna Johnsen. Það liggur við að Óli Grís með DO ættu að fá alræðisvald í 5 ár eða svo til að koma skipulagi á hlutina. Brennt barn forðast að lenda í öskunni en það situr enn allt við sama heygarðshornið í (Lata-)Þingbæ, 101 Reykjavík.
nicejerk (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:00
Gargandi snilld Stormsker. Ég skil ekki hvers vegna við höfum ekki fleiri nóbelsskáld en raun ber vitni. Les öll þín blogg og hlæ mig máttlausann hér í svíaríki. En þar sem "Jólasveinarnir" fara nú að streyma til byggða til að blekkja börnin -- væntanlega kjósendur, tilviljun að þeir skuli vera svona áberandi á sama tíma og hinir/hinar í grjóthleðslukotinu hverfa af sjónarsviðinu -- þeir/þær skildu þó ekki bara hafa skipt um höfuðfat, alla vega skrýtið að stuttu eftir að hinir hrekkjóttu eru búnir að gera allt vitlaust í lok hvers árs birtast hinir/hinar glaðbeittir/beittar með útkýlda vömb og eflaust svarta tungu líka -- þá mæli ég með orðunum RÁÐSNÍKILL / RÁÐSNÍKJA.
Þórarinn Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:41
Hvað með orðið "Ráðvirki" = Sá eða sú er hefur einhver ráð og virkir þau eftir skástu getu.
Bullukollur (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:15
Frábær skrif hjá Stormskerinu. Góðar pælingar í sambandi við feminisma.
Minnist þess ekki að öfga-feministar og Hildur hafi nokkurn tímann minnst á ójafnréttið sem feður/karlmenn búa við þegar þeir skilja og börnin þeirra. Hvernig stendur á því að 97% karlmanna eru meðlagsgreiðendur ?
Hvernig stendur á því að meðlagsgreiðslur fara ekki eftir umfangi umgengni, hvers vegna á faðir að greiða meðlag þann tíma sem hann hefur barnið ?
Hvernig stendur á þvi að flest börn fá ekki að umgangast feður sína nema 4 - 6 daga í mánuði eftir skilnað ?
Hvernig stendur á þvi að Jafnréttisstofa sýnir ekki fordæmi og hefur jöfn kynjahlutföll sinna starfsmanna ?
Hvernig stendur á því að Jafnréttisráð er skipað 6 konum og 3 körlum ?
Hvernig stendur á þvi að Jafnréttisráðherra skipar konur í meirihluta þeirra nefnda og starfshópa sem eru á hennar snærum ? Hélt að við ynnum að jafnrétti en ekki forréttindum. Formerkin eru orðin röng.
Er Jafnréttisbaráttan hjá feministum ekki gegn-heil..............er hún bara gerfi ?????
Snýst hún bara um launamun og stöðuveitingar ?
Vona að Hildur sjái sér fært að svara þvi sem feministar forðast eins og heitan eldinn í umræðunni !!
Jafnréttissinni(a) (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 01:56
Hvað er sammerkt með bláklukku og rækju?
Svar: Þær skipta um kyn í sínu lífshlaupi.
Ráðrækja er nýja heitið fyrir ráðherra!
Kristjána (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 08:31
Mér finnst gott mál að finna lágstemmdara orð fyrir ráðherra. Þingbóndi er því besta orðið að mínu mati. Hann á að huga að grasrótinni sem erum við, á hverju ári en ekki bara á fjögurra ára fresti. Bóndi sem stendur sig reynir að stýra Búinu sem allra best. Hann slátrar ekki bestu mjólkurkúnum. Hann fer vel með féð og sinnir því daglega en veitir því þó frelsi svo það komi feitt af fjalli en lærðir smalar sjá um það verkefni. Lélegur Bóndi er náttúrulega út á túni, úr tengslum við umhverfi sitt og brýnustu verkefni sem þarf að leysa. Það þarf t.d. að girða landið fyrir svörtum sauðum að mati frjálslynda flokksins.
Björn Bjarnason, dómsmálabóndi Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsbóndi Geir H. Haarde, forsætisbóndi Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisbóndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisbóndiJóhanna Sigurðardóttir, félagsmálabóndi Kristján L. Möller, samgöngubóndi Þorgerður K. Gunnarsdóttir, menntamálabóndi Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisbóndiÖssur Skarphéðinsson, iðnaðarbóndi
Árni Matthísen fjármálabóndi
Benedikt Halldórsson, 25.11.2007 kl. 09:35
Ráðherfa er góð tillaga í þessa umræðu en svo mætti líka breyta alveg starfsheiti ráðherra og kalla þá karlkyns ráðherra ráðríkur og þá yrði kennkynsheitið ráðrík og forsetisráðherra gæti þá orðið ráðríkastur.
Þó að þessi orð séu lýsingarorð að öllu jöfnu þá geta þau vel staðið sem naforð sb. nafnorðin Ástríkur, Steinríkur og Ljóðríkur.
Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:20
"Forynja" "Forríkja" er stórfínt orð á þessar kvenkyns formenn flokkana, og þá væntanlega "Ráðynja" eða "Ráðríkja" á kvenkyns ráðherrana.
axjon (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 14:09
Ég undrast púðrið sem Steinunn setur í þetta mál, minnist ekki að þetta hafi verið kosningaloforð. Getur ekki einhver sagt henni að um sé að ræða starfsheiti, en ekki kyngreiningu?
Að sama skapi er ég feginn að hætt er að tala um rusla- og öskukarla sem þótti þó enginn dónaskapur fyrir 30 árum og meira.
Geri nefnilega fastlega ráð fyrir að Steinunn myndi ekki eyða minni tíma í að jafnrétta þau starfsheiti sbr. ruslakerling og öskukerling...
thusundkall (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:41
En ég get verið sammála að nota þetta nema á Þorgerði Katrínu? Fæ ekkert "correlation" milli hennar of herfu?
K Zeta, 26.11.2007 kl. 00:31
Alveg er það týpískt fyrir illa upplýsta og ofurviðkvæma andstæðinga femínista að stæra sig af því að vera orðljótir og ómálefnalegir, en um leið og femínisti svarar slíkum í sömu mynt fara þeir að væla. Samanber orð mín um "fargin..." sem var augljóslega svar við sama orðalagi hjá Doctor E. Svo sé ég engan gera athugasemd við ömurlegu orðalagi í könnuninni hérna efst. Já sumir sjá flísina í augum nágungans en ekki bjálkann í sínu eigin.
Þú, nafnleysingi sem kallar þig "jafnréttissinna". Það er alveg týpískt að slengja fram einstæðum feðrum í umræðum um jafnrétti. Eitt af höfuðbaráttumálum femínista er jafnrétti innan heimilisins sem felur það í sér að karlar taki í auknum mæli ábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi í stað þess að það sé fyrst og fremst á herðum kvenna eins og það hefur verið. Það ætti að skila sér í meira jafnrétti á vinnumarkaði og meira jafnrétti foreldra. Þar af leiðandi eru femínistar hlynntir auknum réttindum einstæðra feðra. Eða finnst þér jafnrétti innan heimilisins ekki vera alvörubaráttumál?
Hildur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:59
Hildur þú ættir nú ekki að vera að tala um nafnleysi þegar þú sjálf kemur undir nafnleynd. Hildur segir manni ekkert hver þú ert né hvort þú heitir það í raun. Sjálfum finnst mér ekkert að því að koma fram undir nafnleynd og ætti ekki neinn að vera nauðugur til þess. Þú segir að feministar hafi það af höfuðbaráttu að hafa jafnerétti innan heimilisins, hvað varðar það að hvort sem það er kallin eða konan taki jafn mikinn þátt í uppeldi barnanna svo að fjölskyldulífið leggist ekki bara á herðar Konunnar.
Karlar hafa í gegnum tíðina tekið aukinn þátt í uppeldi barnanna og í heimilsistörfum einmitt vegna þessarar baráttu um að konan eigi að hafa sama rétt út á vinnumarkaði og kallar. Ég er algjörlega sammála því en það er samt sem áður þannig að þó að karlar séu farnir að taka meira þátt í heimilisstörfunum að þá er ekki þar með sagt að heimilinu sé eitthvað sinnt meira. Þvert á móti er það þanning að þegar bæði karlinn og konan er kominn út á vinnumarkaðinn að þá er lítill tími til að sinna börnunum. Allir orðnir dauðþreyttir þegar þeir koma heim og enginn nennir að sinna börnunum. Nýlega sá ég frétt, man þó ekki hvort hún var á mbl.is eða visi.is, en þar stóð einmitt að heimilismatur er á undanhaldi þar sem enginn nennir að elda ofan í blessuð börnin. Nú eru bara keyptir tilbúnir réttir og á það bara að duga. Það verður spennandi að sjá hvernig næstu kynslóðir muni koma út úr þessari blessaðari jafnréttisbaráttu. Svo virðist vera að í allri þessari baráttu að þá hafi gleymst réttur barnanna til að fá að vera með foreldrum sínum og að við sem foreldrar erum nennum að elda ofan í þau.
Ég er ekki að segja að jafnrétti sé eitthvað sem sé ekki verðugt að berjast fyrir. Megum samt ekki gleyma öðrum þáttum sem geta fengið neikvæð áhrif frá þessu og því verður að meðhöndla þessa baráttu af mikilli varðuð en ekki hlaupa að einhverju sem enginn veit hvað hefur í för með sér.
Grétar (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:27
Ég var ekkert endilega að átelja þig fyrir nafnleysið -ég vildi bara vísa til þín sem nafnleysingja sem kallaði sig jafnréttissinna af því að mér fannst það tilhlýðilegra heldur en að kalla þig einfaldlega jafnréttissinna. Sérstaklega af því að ég er ekkert alveg með á hreinu hvort þú sért það í raun, ásamt því sem ég er sjálf jafnréttissinni. Hvað um það.
Ég er alveg sammála því sem þú segir um lengd vinnutímans og hef í sjálfu sér litlu við það að bæta. Eftir stendur að það er engin sanngirni í því að það séu konur sem beri meginábyrgð á heimilisrekstri, alveg óháð því hversu mikill tími fer í hann. Slíkt hindrar konur sem vilja sækja fram á vinnumarkaðnum og karla í því að verja tíma með börnum sínum og axla ábyrgð á heimilunum. Mér finnst bara ekki hægt að kvarta undan ósanngirninni í því að konur fái yfirleitt forræði við skilnað án þess að bæta því við að karlar þurfi að axla meiri ábyrgð á heimilum og börnum.
Jafnréttismál eru mikilvæg og snerta alla. Auðvitað er fleira sem skiptir líka máli -en það er þó ekki alveg að sjá á kommentum allra þeirra sem eru brjálaðir yfir jafn einfaldri og sjálfsagðri þingsályktunartillögu eins og Steinunn V setti fram.
Hildur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:44
Ja hérna hér og nú.. ég nennti nú ekki að lesa öll "kommentin" hérna, enda tossi og þar af-leiðandi ekki ráðherra.
Enn hvernig væri að sættast á að við erum öll menn.
Ráðmenn,hjúkrunarmenn,borgarstjórar -með það í huga að við erum jú öll menn og maður stýrir...
kvennmenn, karlmenn.. þetta allt sama draslið.
Hryllilega hressandi umræða, ég held ég þurfi hreinlega að fara leggja mig eftir þessa umræðu og leyfa helvítis frunsuni éta á mér andlitið á meðan ég sef.
oo
maggarut (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:30
Ótrúlega mikið bull er hér saman komið í framhaldi af einni færslu sem væntanlega er rituð í fljótfærni. Mér ofbýður hvað mörgum dettur í hug að leggjast lágt í lágkúruhætti.
Legg eindregið til að Bréf til Láru verði lesið kvölds og morgna uns þessi galgopi er runnin af sem flestum!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.11.2007 kl. 21:19
Má ekki bara nota “¿” í staðin ? það er borið fram sem smellur eins og í Tsonga tungumálinu.
FREE SEMINARS FOR WOMEN (WO¿):
Tergiversate (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:08
Hildur kallar alla sem finnst að þetta mál ekki eiga erindi við Alþingi Íslendinga and-femínista. Hún heldur því fram að allir þeir sem hafa tjáð sig hérna og færa rök fyrir því að það sé ýmist sín tilfinning að ráðherra sé kynlaust orð eða þeir sem færa málfræðileg rök fyrir því að herra sé ekki einungis orð yfir karlmenn, séu andstæðingar femínista. Og svo virðist hún ekkert skilja í því hversu lítið fylgi femínistar hafa innan þjóðfélagsins.
Heimurinn er ekki bara svartu og hvítur Hildur mín, þó einhver sé ekki sammála þér í einu máli, er ekki þar með sagt að hann sé "andstæðingur" þinn.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 27.11.2007 kl. 17:54
Hver er Guð , er hann kannski hún ? Engill , er það maður eða kona eða hvorugt ? Mannvonska , geta menn bara verið vondir eða er til Kvennvonska ? Dómari , er það kona eða maður ? Barnaníðingur er karlkynsorð , bendir það til þess að þar séu eingöngu karlmenn á ferð ? Þjálfari ? Fasteignasali ? Hálfviti ? Húsvörður ? Bílasali ? Hvernig líta kvennkynsorðin af þessu út ?
Glettingur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:27
Æ í guðanna bænum ekki vera að gera mér upp skoðanir. Ég hef aldrei sagt að það sé ekki hægt að rökstyðja óbreytt ástand, ég er bara að benda á hversu ótrúlega hallærislegt og fáránlegt það er að vera með svona mikið uppþot út af jafnléttvægu máli. Og þú ættir að lesa aftur málflutning meginþorra þeirra sem kommenta hérna áður en þú furðar þig á því að ég skuli kalla þá hina sömu andfemínista. Þeir eru það ekki fyrir að vera ekki sammála mér eða Steinunni Valdísi heldur eru þeir það vegna ótrúlega ómálefnalegs og stórkallalegs orðalags síns í garð femínista. Þú ert blindur ef þú sérð það ekki sjálfur. Annað get ég ekki sagt.
Hvað meinarðu annars með að þetta mál eigi ekki erindi við Alþingi? Ég hef staðið í þeirri meiningu að það sé einmitt á vettvangi Alþingis sem á að breyta þessu orði, verði það gert yfir höfuð. Ef það er hægt að breyta því annars staðar en á vettvangi Alþingis er það hið besta mál.
Hildur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:31
Ég sagði aldrei að mér þætti þetta mál ekki eiga erindi við Alþingi. Mín persónulega skoðun í þessu máli hefur aldrei komið fram. Það eina sem ég var að reyna að benda þér á er að þú vinnur ekki málstað femínista mikið fylgi með því að skríða um einhverjar skotgrafir og kalla alla sem leyfa sér að draga mikilvægi þessa eina máls í vafa, andstæðinga og óvini.
Ef þú villt virkilega geta breytt einhverju í heiminum, verðuru að átta þig á því að fólk geti verið ósammála þér um stöku mál án þess að vera ómenni.
Þú mættir líka alveg fara eftir egin ráðleggingum og lesa aftur sum af þessum kommentum sem þú hefur verið að fjargviðrast útí. Sumir þessara sem þú hefur verið að kalla and-femínista leyfðu sér einfaldlega að benda kurteisislega á það, að þeim þætti það svo sjálfsagt að bæði konur og karlar gegndu þessum mikilvægu embættum, að þeim finndist orðið ráðherra vera kynlaust.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 28.11.2007 kl. 11:31
Ég er ekkert að fjargviðrast út í þá sem eru óvissir um nauðsyn þess að breyta orðinu. Ég er að fjargviðrast yfir þeim fjölmörgu ótrúlega orðljótu og ómálefnalegu kommenturum sem láta eins og þeim leyfist allt þegar kemur að því að tala um femínista. Ef þú hefur ekki séð svoleiðis komment skal ég glöð benda þér á nokkur dæmi þó svo að ég treysti þér alveg til að koma auga á þau sjálf.
Ég held að hver sá sem kýs í könnuninni að femínismi sé Óþolandi viðbjóður tröllheimskra leiðindakerlinga megi kallast andfemínisti og ég get ekki ímyndað mér að sá hinn sami taki því nærri sér. Ef hann gerir það, þá má hann kannski líta sér nær.
Hildur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:51
,,Kurt Russel" afturábak. Þvílík snilld!
Sigurjón, 28.11.2007 kl. 14:33
Tvær gátur hér:
Spurning: Hvað þarf marga feminista til að skipta um ljósaperu???
Svar: Tvær - einn feminista til að skipta um ljósaperu, og hinn feministann til að sjúga á mér typpið.
Spurning: Af hverju hljóp feministinn yfir götuna??
Svar: Nú....til að sjúga á mér typpið auðvitað!!
i. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:59
Þokkaleg snilld þessi pistill Sverrir, einn af þeim sem gjörsamlega þaggar niður allt nema kannski píp frá þeim sem eru á móti viðfangsefninu og lesa bara það sem þeir vilja lesa og ráða síðan í eyðurnar með restina. Örugglega óvart hjá þeim og allt það en misskilningurinn og útúrsnúningarnir eru tafsamir.
Einhver mikilvægustu heilbrigðamerki sem ég sjálfur leita eftir í kvenmanni er að hann(hún) sé ekki femínistabelja; í raun bara svipað og að fullvissa sig um að hún sé ekki með eyðniæxli eða gervifót. Fátt kemur þó heilbrigðar fyrir sjónir en stúlkur, líkt og sumar hér, sem átta sig á því hvað þetta er allt mikil þvæla því þetta hefur auðvitað ekkert með réttindi kvenna að gera nema síður sé því þetta skaðar þær líka.
Hafði svolítið gaman að dæminu með Smáralindarbæklinginn. Það er auðvitað afmarkaður hópur þarna úti sem líður afskaplega illa, og einhversstaðar þurfa allir að fá útrás sinna tilfinninga, og af hverju ekki með því að tala um að það séu karlmenn og þeirra gjörðir sem séu ævinlega að eyðileggja allt þarna held ég að femínistinn finni sína rótfestu. Þó gæti það sjálfsagt oft verið ennþá verra hlutir sem hrjáir sálarþjáða einstaklinga en í þeim tilfellum er samt ekki víst að karlþjóðin í heild sinni þurfi að gjalda. Í versta hugsanlega tilfelli, svona innan skynsamlegs ramma, sé ég fyrir mér moggaðar og þjófóttar Gróukellingar sem sulla í brennivíni með fjögur börn á Rítalíni á framfæri og það fimmta uppi í rúmi með Haldol glasið við hliðina á sér og legusár á fósturstellings- slitflötunum af hættu við að kafna í eigin ælu; við hvað ætli sú vesalings móðir fái útrás segi ég nú bara?
Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:34
Var einmitt að velta þessu herra-dæmi fyrir mér fyrir skemmstu þegar þessi vitleysa öll skók samfélagið og eyðilagði fyrir manni Fréttatímann. Oft hefur maður t.d. heyrt talað um konu sem starfar sjálfstætt því hún vilji vera "sjálfs síns herra".
Aldrei hef ég túlkað það þannig að verið sé að tala um lesbíu sem langi til að eiga kynmök við sjálfa sig.
Doddarinn kveður.
Alli Dodd (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.