Nýskotinn nýbúi

Nýskotinn nýbúi

Í textavarpinu í gær stóð:

"Hvítabjörninn á Skaga hefur verið felldur" (fallegur feldur).
"Björninn var aldraður og kvenkyns."
 

Einmitt: Aldraður og kvenkyns. Semsagt tvær góðar og gildar ástæður til þess að skjóta hann.

Stefán (lík)Vagn Stefánsson yfirlögga á Sauðarkróki sagði að dýrið hefði tekið á rás í átt til sjávar "og því var ekki annað í stöðunni en að skjóta það, því miður."

Hefði dýrinu semsagt verið hlíft ef það hefði tekið á rás í átt til byggða? Í hvaða átt hefði dýrið átt að stefna til að sleppa lifandi? Það hafði vit á að yfirgefa klakann svo fljótt sem auðið var en var skotið á flótta. (Ekki gott til eftirbreytni fyrir nýbúa).

Meiraðsegja Björgólfur Thor bauðst til að standa straum af kostnaði við björgun dýrsins en allt kom fyrir ekki. Björninn reyndi að flýja land og það er nokkuð sem verður aldrei liðið. Þar að auki var hann aldraður og kvenkyns í þokkabót og þá segir það sig náttúrulega sjálft að hann var dauður um leið og hann steig á land.

Mér finnst að við eigum að taka vel á móti öldruðum dösuðum ísbjörnum. Við eigum að gefa þeim eitthvað annað í vömbina en kúlu. Við eigum ekki að fara með þá einsog gamla fólkið. Við eigum að svæfa þá og flytja úr landi, svona svipað og flestar þjóðir vilja gera við múslima.    


Íslenskt dýralíf

                                                                        Íslenskt dýralíf

 

 

 

Gestur þáttar míns, Miðjunnar, á Útvarpi Sögu í dag milli 16:00 og 18:00 verður hinn óumdeildi Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann var einnig gestur minn síðasta miðvikudag en þá rakti hann t.d. rómantískan vinskap sinn við Auði Laxness og Jón Ólafsson Skífubónda, en þau tvö hefur Hannes sem kunnugt er styrkt fjárhagslega og staðið við bakið á í gegnum þykkt og þunnt.

(Það má hlusta á fyrri þætti á www.stormsker.net. Síðustu 3 þættir eru ekki enn komnir inn en það gerist fljótlega). 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Birna Bjarnardóttir er horfin í undirheima grænlenskragoða.  Næst verður það væntanlega Björn Bjarnason.  Kannski kveina ekki eins margir þá.  Segi svona...

Jón Steinar Ragnarsson, 18.6.2008 kl. 06:10

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Verst var að Björgólfur kom ekki á hvíta hestinum og bjargaði hvíta birninum. Takk fyrir síðast Sverrir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það vekur athygli mína Sverrir að þú talar ekkert um umhverfisvernd, í sambandi við dráp hvítabjarnarins. Þar sem það var umhverfisráðherra sem skrækum rómi (af æsingi) hrópaði < skjóta >, hlýtur Þórunn ráðherra að telja til umhverfisverndar að drepa hvítabirnur og annað kvikt sem finnst í landinu.

Andstaða hennar við lífsandann (CO2) bendir til, að henni sé ekkert betur við fífla og hundasúrur, sem ásamt öðrum gróðri er undirstaða dýralífs á Jörðinni. Hvernig væri að nota birnubúrið, sem Danskurinn kom með til landsins, sem nýjan bústað fyrir Þórunni Birnubana? Væri eyðimörk Hólssands ekki hentugt bæjarstæði og mætti nefna Þórunnarstaði. Gæta yrði þess vel, að ekki sæist frá Þórunnarstöðum til landgræðslu-svæðanna á Hólssandi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.6.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: Gulli litli

Þetta er með betra ísbjarnarbulli sem ég hef lesið!

Gulli litli, 18.6.2008 kl. 12:09

5 identicon

hahaha, frábær að vanda!!

alva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:12

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Skáztur...!

Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 12:47

7 identicon

Oohhhh þú ert svo mikið rassgat!

...désú (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: AlliRagg

Undarlegar aðfarir við þetta dráp........á Grænlandi eru veiddir Birnir oftar en ekki eru þeir skotnir á mjög stuttu færi, stundum drepnir með skutli............mér finnst þetta vera sama klúðrið og um daginn.......hefði ekki verið ráð að fá eins og einn Inúíta til að nálgast dýrið og gefa því svefnlyf í bossann....aumingja Birnan varð skelfingu lostin við þennan galgopa hátt að æða af stað á tveimur jeppum .........NEI þetta er stór undarlegt mál........... það er næsta víst.........

Góður pistill hjá þér gæskur.....

AlliRagg, 18.6.2008 kl. 15:38

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já þetta er skammarlegt af ráðamönnum, það var algjör óþarfi að skjóta dýrið úr því að það var á leið út í sjó...AAAAARRRRRRGG maður er bara reiður. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:48

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er hægt að nálgast upptöku af þættinum einhversstaðar?

Brjánn Guðjónsson, 18.6.2008 kl. 19:32

11 Smámynd: S. Lúther Gestsson

þó við getum smíðað álver, skip og virkjanir þá er ekki þar með sagt að við eigum að ráða við smíði á 3 fm búri sem á að halda öldruðum kvennísbirni.

Enda sluppum við afskaplega vel því flugvélin sem leigð var undir búrið kostaði ekki nema 5 millur takk. Veit ekki hver reddaði afsláttarkortinu í því tilfelli, en ekki ólíklegt að okkar háttsetta umhverfisfrú hafi beytt sínum þokka og tælandi röddu í því tilfelli. Allavega kom óþveginn og ílla lyktandi Dani með sem er sérfræðingur í að opna og loka svona búri.

S. Lúther Gestsson, 18.6.2008 kl. 19:39

12 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Þetta var nú ekki merkilegt búr, klamburverk sýndist mér, sem hægt er að slá upp á 2-3 tímum, með rimlum.

Spurning til þín Sverrir. Veist þú af hverju Ísbirnir éta ekki Mörgæsirnar.??

Sölvi Arnar Arnórsson, 18.6.2008 kl. 20:57

13 Smámynd: Þórhallur Rúnar Rúnarsson

Þetta er náttúrulega alveg hárrétt hjá Guðsdótturinni og fleirum, auðvitað átti að leyfa birnunni að synda útí sjó.  Hvað hefði svo sem getað gerst ?? Hefði hún kannski getað gengið á land annarsstaðar og valdið skaða eða drepið einhvern, sem væri náttúrulega bara smá fórnarkostnaður við það ná dýrinu, flytja það til Grænlands og láta skjóta það þar, nú eða skutla það, eins og AlliRagg bendir á ?  Það ætti kannski að ná næsta birni og sleppa honum í Bláfjöllin og spyrja svo hvort ekki ætti að eyða tíma í að fanga hann meðan hann væri að mjaka sér nær borginni ? 

Auðvitað hefði verið frábært að ná dýrinu lifandi, en ekki á kostnað bændanna á Skaganum.  Síðan má spyrja sig að því hvort bóndinn á Hrauni fá nokkrar bætur EF æðarvarpið klikkar á næsta ári, þar sem ansi mörg dæmi eru fyrir því að kollan komi ekki aftur þegar t.d refur er búinn að vera þar árinu áður og tekur það nokkur ár að koma því upp aftur.

Þórhallur Rúnar Rúnarsson, 18.6.2008 kl. 23:16

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hef heyrt að stjórnsýslan ætli að taka málið föstum tökum ... en það á víst að kæra einhvern ljósmyndara sem hætti sér of nálægt dýrinu í flugvél :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.6.2008 kl. 08:38

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Besta hvítabjarnarblogg landsins.. takk fyrir það.

Óskar Þorkelsson, 19.6.2008 kl. 18:41

16 Smámynd: Þorsteinn Mar Gunnlaugsson

Góð færsla! Hló dátt að pælingunni um hvert ísbjörninn hefði á að stefna.

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 19.6.2008 kl. 21:17

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér spjalla ráðsnjallar konur við garpa með sanna hetjulund. "Hver dáð sem maðurinn drýgir/ er draumur um konuást." Gott ef ekki má greina hormónaflæði seitla út frá snjöllum og dramatískum ályktunum.

Upp úr stendur þó að nú þarf ekki lengur að treysta á huglausa heimamenn með framhlaðninga og torfljái íklædda vaðmálsbrókum.

Nú býðst óvígur her ráðsnjallra harðmenna til að fanga næstu hvítabirni sem hingað álpast og án teljandi fyrirhafnar. Og dyggilega studdir af vel menntuðum og hjartahlýjum fylgikonum.

Til gamans bendi ég á bloggfærslu Ellerts V. Harðarsonar ásamt meðfylgjandi myndum.

Þar sjást afleiðingar þess þegar vingjarnlegur bangsi hvítur að lit heimsækir tjaldbúa á heimaslóðum hans.    

Þar voru hinir vösku bloggarar hér að ofan fjarri góðu gamni.

Fáviska boðuð af einstaklingi getur verið ömurlega þreytandi til lengdar. Þegar fyrirbærið nær að dreifa sér um heilt samfélag og þjappa sér saman á almannafæri verður afleiðingin allt að því lífshættulegur atburður.

Árni Gunnarsson, 19.6.2008 kl. 23:40

18 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Góð grein að vanda Sverrir,- hinsvegar kannski ástæða að benda á einfalda staðreynd. eins og segir á vondri íslensku "what goes up, must come down"... Hefði "vesalings" Bangsímonu verið gert frjálst að synda út á haf, held ég ekki að það sé rökrétt að ætla að hún hefði svamlað heim, særð eða ósærð.... Hún hefði væntanlega og eðlilega, leitað lands annarsstaðar, með Íslandsströnd og kannski í það skiptið hefði einhver vesalings bóndi, ferðamaður eða annað, verið svo óheppin að verða á vegi hennar, áður en hún hefði satt hungur sitt á "berjum og eggjum". Ég er reyndar enn mjög hneyksluð á yfirvöldum að færa danskan "sérfræðing" til Íslands fyrir þetta dýr,- hvað taka margir ísbirnir land í Danmörku á ári hverju??? Kanadamenn, Alaska íbúar,- það hefði verið rétti mannskapurinn, þeir taka lifandi dýr og færa þau til sinna heimkynna, svo að segja daglega...... Enn og aftur, alltaf gaman að "lesa" þig!!!

Kveðja frá Kongó

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 20.6.2008 kl. 07:34

19 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hér beint að ofan skrifar maður sem er greinilega dauðhræddur við dýr jarðar og vitnar máli sínu til stuðnings í bloggfærslu Ellerts Harðarsonar þar sem sjá má myndir af mönnum sem hafa lent í áflögum við ísbirni. Svipaðar myndir hef ég séð af mönnum sem hafa lent í áflögum við mannskepnur í miðbænum. Sumir þeirra hafa ekki lifað þær árásir af, öfugt við fólkið á myndum Ellerts.

Hér er brot úr frétt sem var á Vísi fyrir stuttu:

"Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum."

Ótti stafar oft og tíðum af fávisku og stundum af fullkominni heimsku. Slíkri óttalegri heimsku finnst mér að fullorðið fólk eigi að dreifa ásamt skítnum úr eigin buxum á eigin bloggsíðum, ekki annarra. 

Að öðru leiti þakka ég þau komment sem hér hafa verið skrifuð. 

Bestu kveðjur, 

Sverrir Stormsker, 20.6.2008 kl. 07:52

20 Smámynd: halkatla

halkatla, 20.6.2008 kl. 10:39

21 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ísbirna reyndist nú, þegar allt kom til alls, vera bæði ung og mögur, gott ef ekki líka fögur  -dugði henni þó ekki til lífs.

Hins vegar er það góð ábending hjá þér að þeir hafa meiri ástæðu til að óttast okkur en öfugt. 

Skrítið líka hvað þeir sem skammast mest yfir því að verið sé að "Disney-væða" dýrin, eru sjálfir í því að "demónísera" þau. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 17:26

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í Mogganum í dag (bls.8) er viðtal við lögfræðing sem segist sjálfur "lifa fyrir að drepa". Hann ver öllum sínum tómstundum við dráp á dýrum merkurinnar og gerir lítinn greinarmun á hvað drepið er. Þetta þykir mér aumkunarvert hugðarefni, en það er því miður ekki óalgengt.

Þegar maður áttar sig á að svona "manneskjur" eru raunverulega til, skilur maður betur nauðsyn þess að allar þjóðir hafi herlið til að þessir drápsmenn fá tækifæri til að drepa hver annan. Væri ekki frábært að geta sent þennan lögfræðing á erlendan blóðvöll, þar sem hann gæti svalar drápsfýsn sinni í viðureign við jafningja, fremur en að drepa varnarlausa lítilmagna ?

Hvað kemur Morgunblaðinu til að fjalla af sýnilegri velþóknun um þennan morðingja ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.6.2008 kl. 22:55

23 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 20.6.2008 kl. 23:18

24 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvað kemur til að flest fólk er leyft í flestum blokkum en fæstir hundar ferfættir hljóta náð á sömu stöðum? Just wondering.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 03:18

25 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Loftur Altice Þorsteinsson Talar um að senda menn sem haldnir eru drápsfýsni á erlandan blóðvöll. Það er þá kanski kominn tími til að ganga í ees þar sem þeir vilja hafa sér Evrópskan her sem mannaður verður drápsfýsnu fólki úr öllum bandalagslöndum.

Að öðru leiti vil ég ekki tjá mig of mikið um ísbjarnardráp að svo stöddu en góður pistill hjá þér Sverrir.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.6.2008 kl. 18:04

26 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Þú kemur alltaf með skemmtileg sjónarmið í tilveruna

Sigurbjörg Guðleif, 22.6.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband