Sölvi rekinn af Stöð 2 og fyrrv. fjölmiðlafulltrúi Jóns Ásgeirs ráðinn í hans stað

baugurii.jpg

Sölvi Tryggvason var rekinn af Stöð 2 og Sindri Sindrason fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Jóns Ásgeirs ráðinn í hans stað. Á hans fyrst degi í djobbinu var löng fjálgleg gljáborin umfjöllun um útrásarhetjuna og Glitnishluthafann Róbert Wessman. Svo kom löng frétt af pólförum (ekki bólförum) Þorsteins Más Baldvinssonar Glitnisgarps. Nú á sko aldeilis að taka til við að lappa uppá handónýta ímynd auðmannanna. Augljóst hvað er í gangi á þessum Baugsbæ. Til lítils að eiga fjölmiðlana ef maður notar þá ekki í sína þágu og vina sinna, jafnvel þó þeir séu reknir með tapi. Valdið, áróðurinn og heilaþvotturinn kostar sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Ekki alveg rétt farið með hjá þér Sverrir. Fyrsti dagur fjölmiðlafulltrúans í Íslandi í dag fór í umfjöllun um fólk í líkamsrækt hjá World Class og annað svipað málefni.

Ibba Sig., 7.1.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Þetta er bara rangt hjá ykkur báðum, hann fjallaði um áramótaskaupið á föstudaginn síðasta !

http://vefmidlar.visir.is

Kíkið á þetta !

Er þátturinn með Jónínu og Sullumbuller eitthvað á leiðinni inná www.stormsker.net ?

eða heldur Arnþrúður þig hreðjartaki Sverrir ?  

Ingólfur Þór Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 19:23

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Ásgeir þarf nú á öllu sínu að halda.

Sigurjón Þórðarson, 8.1.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðilegt nýtt ár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.1.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Hlédís

Burtséð frá áhrifum.... !

 Landinn er fjári góður í að BURTSJÁ svona í það heila tekið.

Hlédís, 8.1.2009 kl. 08:21

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann fékk víkjandi lán hjá bönkunum sínum til að standa straum af fjölmiðlarekstrinum..... eða hvað?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2009 kl. 08:38

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ibba. Hvort að fjölmiðlafullrúi Jóns Ásgeirs reis upp á fyrsta, öðrum eða þriðja degi meikar ekki diff. Hann reis upp.

Ingólfur, það væri óskandi að Adda væri með hreðjatak á mér en það er því miður ekki alveg svo hressandi. Tveir síðustu þættir; annarsvegar þátturinn með Jóni Gerald og Jónínu Ben og svo þessi nýi með Evu Hauks og Sturlu Jóns verða komnir inná www.stormsker.net núna á mánudaginn.

Það er rétt Sigurjón, Jón Ásgeir þarf núna á öllu sínu að halda, aðallega öllum fjölmiðlunum sínum.

Afbökunin og hlutdrægnin og matreiðslan á fréttunum á Stöð 2 er oft hræðilega pínleg og Baugsleg. Gott dæmi um það er viðtal sem var fyrir stuttu við Ara Edvald forstjóra 365 (eða hvað þetta kompaní nú heitir akkúrat þessa stundina) þar sem hann var að tala um hið gríðarlega "stórtjón" sem mótmælendur hefðu valdið fyrirtækinu með trufluninni á Kryddsíldinni.

Lesið endilega þennan pistil eftir Árna Snævarr sem heitir Skífu-Jón, komdu heim! Þar er hann að fjalla um Baugsstækjuna sem allt er að drepa á Stöð 2. Árni var fréttamaður á Stöð 2 og ætti nú að vita nákvæmlega hvað hann er að tala um.

Já og gleðilegt ár (efast reyndar um að það verði svo gleðilegt,....en samt)

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 09:26

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jú Heimir, hann fékk enn eitt lánið. Alveg ga ga. Í stað þess að eignir útrásardólganna séu kyrrsettar þá eru þeir ennþá á fullri ferð í lántökum og það meiraðsegja fyrir fjölmiðlum í taprekstri - eingöngu til að geta stjórnað umræðunni um sjálfa sig. Virkilega sick. Gjörsamlega bilað.

Þetta væri ekki hægt ef við værum ekki með liðleskjur og aumingja við stjórnvölinn sem eru greinilega innvinklaðir í viðbjóðinn.

Sverrir Stormsker, 8.1.2009 kl. 09:45

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Grein Árna um Skífu-Jón er góð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband