9.1.2009 | 02:54
Framsóknarflokkurinn er ekki í djúpum skít. Hann ER djúpur skítur
Meðan fólk flýr úr Framsóknarflokknum einsog rottur sökkvandi skip þá finna sumir hvöt hjá sér til að ganga í hann - ólíklegustu menn, og sumir meiraðsegja tiltölulega normal og skynsamir. Varla af hugsjónaástæðum og enn síður af mannúðarástæðum einsog þeim að þarna þurfi nauðsynlega að uppræta spillingu. Það labbar enginn inná almenningsklósett og hugsar:
"Jahá, þetta klósett er alveg bráðnauðsynlegt að þrífa. Verulega freistandi. Þetta er eitthvað fyrir mig að fást við. Það er ekki hægt að hafa þetta klósett svona drulluskítugt og illa þefjandi einsog ríkisstjórnina. Best að stinga sér á kaf ofaní viðbjóðinn og byrja að ræsta."
Svona skýringar virka ekki, jafnvel þótt móðir Theresa ætti í hlut. Fólk sem gengur í þetta pestarbæli sér sér einfaldlega leik á borði; að þarna hljóti nú að vera auðveldara að ná frama en í flokkum sem gera einhverjar örlitlar kröfur því þarna er jú allra lægsti samnefnarinn. Dvergur virkar stór í Putalandi.
Þetta er soldið einsog ef fiðluleikari sem hvergi hefur fengið séns er staddur um borð í togara árið 1912 og hann sér Titanic mara í hálfu kafi og strengjasveit spila á þilfarinu. Hann hugsar:
"Ókey, þetta skip mætti vera í aðeins betra ásigkomulagi en ég ætla nú samt að ganga í hljómsveitina og slá í gegn. Þetta er mitt eina tækifæri. Ég ætla að stökkva um borð og láta ljós mitt skína. Svona tækifæri býðst sko ekki á hverjum degi."
Auðvitað mun gæinn sökkva ennþá dýpra stuttu síðar, en hann er ekki að hugsa um það í hita framapotsins heldur eingöngu það að ná "árangri" á sem skemmstum tíma. Þetta er bankastjórahugsunin sem Bjarni Ármanns lýsti ágætlega í aflátsgrein fyrir stuttu; að græða sem mest á sem skemmstum tíma án vangaveltna um afleiðingarnar í stóru samhengi. Þetta eru skósprænar sem snúa kíkinum öfugt.
Á sama tíma og Framsóknarflokkurinn gefur fögur loforð um breytta stjórnarhætti og nýjar áherslur og úthreinsun á spillingu þá taka einhverjir 70 framsóknardúddar flokkinn yfir einsog ekkert sé með Sif Friðleifs tístandi af ánægju á bak við gluggatjöld. Það þurfti ekki fleiri til. Þessi flokkur er álíka mikið ekta og bollurnar á Pamellu Anderson og spillingin er jafn samgróin flokknum og girnisígræðslan á hausnum á Elton John.
Ef einhver hefur haldið að betri tímar væru í vændum fyrir Framsóknarflokkinn með innkomu klárs og fróms formannsefnis einsog Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá er það alger misskilningur. Framsókn er og verður Framsókn á sama hátt og krabbameinskýli er og verður krabbameinskýli þó það sé gullhúðað. Framsóknarflokkurinn er stinkandi miltisbrandslík sem á að grafa djúpt í jörðu en ekki að reyna að vekja upp.
Meiraðsegja Jónínu Ben mun ekki takast að hreinsa skítinn úr Framsókn nú eða Framsókn úr skítnum (the same shit) þrátt fyrir góðan vilja og ennþá betri græjur.
Fjandsamleg yfirtaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.11.2024 Trump mun tapa þó hann sigri
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 19
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 975154
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 137
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh
Athugasemdir
Fyrirsögnin er náttúrulega snilld.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:08
Æ hvað mér leiðist að vera sammála síðasta ræðumanni, en ég verð að láta mig hafa það í þetta sinn - brilljant pistill. Greining þín á mönnunum sem ganga í Framsókn og þykist ætla að taka til er klassíker. Rosalega vildi ég að ég hefði skrifað þennan pistil.
Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 04:12
Pistillinn er eitt af það skemmtilegasta sem ég hef lesið hér á blogginu. Þú hittir naglann á höfuðið.
Heidi Strand, 9.1.2009 kl. 08:56
Það er af sem áður var þegar enginn fékkst til að taka þátt í framboði hja framsókn.
Offari, 9.1.2009 kl. 09:06
Takk fyrir
þú ert alveg fáránlega fyndinn
Jón Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 11:37
Það besta við Meistara Stormsker er samt ekki hversu fyndinn hann er heldur hve skarpskyggn, djúphugull og frumlegur hann er í hugsun. One of a kind.
Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 13:57
Framsókn, samfylkingin,sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir,frjálslyndir....
Hver sér muninn á kúk og skít eins og þjóðfélagið er í dag og mér finnst sama rassgatið undir öllu þessu liði. (afsakið orðbragðið).
Best væri að fá alvöru menn í pólitíkina til að redda þjóðinni. Menn sem kunna að vinna, menn sem ekki hafa fæðst með gullskeið og frama á bankabókinni.
Ég vil sjá menn/konur í pólitík sem vita fyrir alvöru hvernig lífið er og hvaða kosti og galla lífið hefur uppá að bjóða. Einnig vil ég fá að sjá lýðræði. Í dag er ekkert til sem kallast lýðræði... allavegana á síðustu og verstu tímum má ekkert gera sem stangast á við stjórnarskránna. Þá spyr ég, hvernig á að bjarga drukknandi skipi sem er að nálgast botninn í menningu,efnahagsmálum,hækkandi glæpatíðnum, heilbrigðismálum o.s.f.v. Gæti haldið lengi áfram með þennan pistil en ég held að allir heilvita íslendingar séu farnir að horfa
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 9.1.2009 kl. 15:39
Mæli með að SS stofni nýjan flokk, gæti t.d. heitið SS sveitin! Hreinn og beinn, flekklaus og ómengaður, tær snilld og hreint fljúgandi mælskur! Það myndi enginn leggja í að rökræða við svona mælskan mann. Fljótlega gætir þú sett lög um að banna Framsókn og í kjölfarið aðra skítuga flokka. Enginn myndi treysta sér til að mótmæla því, enda SS búinn að segja að þeir séu skítugir og þá eru þeir það.
Hljómar spennandi, ekki satt ?
Ég myndi hugleiða þetta alvarlega ef ég væri þú.
Ingimar Eydal, 9.1.2009 kl. 16:22
Er á spani (ekki á Spáni) og þarf að þjóta. Vil þó segja að aldrei þessu vant þá er ég sammála ykkur öllum . Þakka innlitið og hugguleg komment.
Sverrir Stormsker, 9.1.2009 kl. 16:52
Skarpskyggn Sverrir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2009 kl. 17:14
HAHAHAHAHAHAHAHA
Ómar Ingi, 9.1.2009 kl. 18:22
Bitastæð skrif?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2009 kl. 18:54
Ég hef heyrt að Sjálfstæðismenn hafi sent inn öfluga hersveit af fótgönguliðum til að yfirtaka Flokkinn svo að hægt sé að hirða upp restarnar af því sem þeir hafa náð að "byggja upp" í gegnum árin.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 03:27
Kjartan, ljótt er ef satt er. En maður veit aldrei. Jónína Ben var íhald en er nú gengin í Framsókn. Stýrir hún kannski þessum fótgönguliðum?
Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 11:23
:)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 12:10
Frábær grein Sverrir, get ekki verið meira sammála. Sjáðu nú þetta Kjalars og Exista mál núna, allt nátengt Framsóknarflokknum.
Best að koma leifunum af þessum flokki fyrir í einhverju íláti - svo kyrfilega lokuðu að enginn mannlegur máttur getur opnað það aftur og koma því síðan fyrir 500 km. undir Grænlandsjökli.
Vonandi erum við laus við Framsóknarflokkinn úr íslenzkri pólitík um aldur og ævi.
Sigurður Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 15:22
Mér þykir leitt að segja það en ég held að það verði aldrei hægt að skola Framsóknarflokknum niður og það er vegna þess að hann er búinn að planta sínum mönnum út um allt kerfið, - allt þjóffélagið.
Menn sem eiga sitt djobb og í raun allt sitt undir flokkseigendafélaginu fara ekki að kjósa aðra flokka. Af þessum sökum mun Framsóknarflokkurinn alltaf hafa yfir 7% kjötkatlafylgi sem ég kalla svo. Sorglegt en satt.
Það getur vel verið að þessi veira muni sameinast öðrum veirum en það verður engin stökkbreyting. Því miður.
Það versta er að það skuli vera til ungt fólk sem vill púkka uppá þennan vibba og því held ég að það verði langt í að við losnum við þessa skelfilegu skítapest.
Sverrir Stormsker, 10.1.2009 kl. 17:32
Var að velta fyrir mér þessu með gjaldmiðlaskiptasamningana sem stærstu eigendur bankanna voru að öllum líkindum að gera = staða gegn krónunni. Enn og aftur nátengt Framsóknarfokknum.
Hvað finnst ykkur um þátt t.d. formanns VR, sem sat þar í stjórn, tók hann með þessum gerningi stöðu gegn íslensku launafólki í VR og í raun allri þjóðinni ??
Maður á bara ekki orðið orð !!!
Sigurður Sigurðsson, 10.1.2009 kl. 21:21
Já það er rétt, Ólafur Ólafsson erki-Framsóknarbubbi var potturinn og pannan í þessu. Með gengistrixum stela þessir kónar af okkur tugmilljörðum eins og að drekka vatn. En að eigendur bankanna hafi tekið þátt í þessum glæp - það nær út yfir allan þjófabálk.
Baldur Hermannsson, 10.1.2009 kl. 21:42
Já Baldur, "þjófabálkur" er rétta orðið.
Ég ætti kannski að taka mig til og yrkja þjófabálk. Aldrei að vita nema hann yrði gerður að þjófsöng Íslendinga.
Sverrir Stormsker, 11.1.2009 kl. 01:29
okkar framlag í Eurovision hehehehehe
Baldur Hermannsson, 11.1.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.